Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 98

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 98
f þessari grein langar mig að skoða guðfræðilegar hugmyndir Sayyid Qutb með sérstöku tilliti til viðhorfa hans til réttlætis og hvernig eigi að innleiða réttlátt samfélag. í því sambandi vil ég velta fyrir mér tengslum trúfrelsis og umburðarlyndis og að hversu miklu leyti guðfræðingar og aðrir fræðimenn eiga og geta brugðist við svipuðum hugmyndum og þeim sem Qutb hafði á lofti. Eiga hugmyndir Qutb, í nafni trúfrelsis, fullan rétt á sér? Eigum við ekki að sýna umburðarlyndi gagnvart öllum trúarhug- myndum og jafnvel sérstaklega þeim sem við erum ekki sammála? Hver eru mörk umburðarlyndis í nútímanum og þá sérstaklega í garð róttækra hreyfinga? Þetta er sannarlega erfið og ögrandi spurning. Að hversu miklu leyti hefur pólítísk rétthugsun, þ.e. „political correctness“, og umræðan um fjölmenningarsamfélagið villt okkur sýn? Ef við setjum fram verðuga gagnrýni á hugmyndir sem koma úr öðrum trúarhefðum eða úr öðrum menningarsvæðum gengur það þá á skjön við áherslur okkar á virðingu fyrir náunganum og því að viðhalda opnu og frjálsu samfélagi þar sem allir og allar hugmyndir geta notið sín? Það er einmitt í nafni umbyrðarlyndis og trúfrelsis að ég tel nauðsynlegt að spyrna við hugmyndum á borð við þær sem Qutb hafði á lofti. Það eru margvíslegar ástæður fyrir því. Ein mikilvægasta ástæðan og sú sem er líklegust til árangurs er að túlkun Qutbs á íslam stangast á við grundvallarviðmið trúarinnar og túlkunarsögu hennar síðustu 1400 árin. Með því að skoða guðfræði Qutbs sést berlega að þó svo að áætlunin hjá honum sé að fram- kvæma vilja Guðs í þessum heimi þá er hann að setja á hvolf hinn hefðbundna mannskilning íslams og hinn hefðbundna skilning trúarinnar á sambandi einstaklingsins við Guð. í nafni trúarinnar ætlar hann að veita nokkrum einstaklingum ofurvald — þeir verða nánast ofurmenni (í anda ofurhetju Nietzsches) - sem eiga að vera í því hlutverki að dæma aðra menn og meta hreinleika hjarta þeirra. Þessir aðilar eiga að vera færir um að meta hver sé trúaður og hver sé trúlaus. En Kóraninn og öll hefðin leggur þvert á móti ríka áherslu á það að allt slíkt sé einungis í verkahring Dómarans, þ.e. Guðs. Hugmyndir Qutbs eru því andstæðar trúnni og vinna beinlínis gegn henni. Vissulega er auðvelt að benda á annmarka íslamista. Eins og við vitum öll vilja þeir gjarnan beita ofbeldi og veigra sér ekki við því að stunda hryðjuverkastarfsemi til að ná fram áætlunum sínum. Vitaskuld er hægt að vera á móti því. En hvað með hugmyndafræðina og guðfræði þessara samtaka? Er hægt að vera á móti henni? Hvernig ímynda þessi samtök sér samband manns og Guðs? Er þar eitthvað fallegt og gott sem við getum %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.