Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 107
Hugmyndir Qutbs ganga út frá því að stilla upp einfaldri svart-hvítri
heimsmynd, hinu góða og hinu illa. Það er sjálfgefið hvar Qutb lítur
á Vesturlönd og vestræna menningu í því sambandi. Guðfræði hans er
takmarkandi því að hún setur skýr takmörk á valmöguleika einstaklingsins
og gerir upp á milli einstaklinga. Qutb fjallar mikið um réttlætingu og sola
fidei, þ.e. réttlæting af trú (samt ekki í lútherskum skilningi þess orðs). Hjá
Qutb finnst slík trú einungis hjá nokkrum útvöldum. Það eiga ekki allir
möguleika á sola fidei sem er nátturlega í hreinni mótsögn við eina helstu
hugmynd íslams - þ.e. að við séum öll jafnrétthá gagnvart Guði enda öll
syndarar. Þannig takmarkar Qutb vald Guðs og hlutverk hans í þessum
heimi. Að lokum þrengir guðfræði Qutbs hina pólitísku umræðu þar sem
færri möguleikar eru athugaðir og skoðaðir til að meta hvaða leiðir séu
farsælastar til að glíma við og jafnvel leysa vandamál nútímans.
Það er því nauðsynlegt að vera á varðbergi fyrir áhrifum Qutbs og
hvernig þær birtast meðal múslima í dag. Það þarf sannarlega að vekja
athygli á því hvað liggur á bakvið þessar hugmyndir og gagnrýna það
sem er gagnrýnivert. A sama tíma þarf að gera það vandlega og gæta að
orðavali til að ná árangri. Því miður hefur umræðan bæði hér á íslandi,
Norðurlöndunum og í Vestur Evrópu svo ég tali nú ekki um Bandaríkin
verið óheppileg með öllum sínum alhæfingum. Þessi orðræða berst í eyru
múslima og hún er bæði ögrandi og móðgandi.
Þetta er að mínu mati krefjandi ákall fyrir guðfræðinga og aðra fræðimenn
þegar þeir feta sig eftir braut þjóðmálaumræðunnar. Þessi braut er torveld og
þyrnum stráð. Engu að síður er nauðsynlegt að hinir upplýstu séu þar virkir
þátttakendur. Ef farið er út í umræðuna verður að gera það á ábyrgan hátt.
Þess vegna tel ég heppilegast að gagnrýna hugmyndafræði íslamista út frá
guðfræði íslams - þ.e. að nota hefðina til að gagnrýna ákveðna þróun eða
túlkun innan hennar. Slíkt er, að mínu mati, líklegast til árangurs og gefur
betri mynd af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Sigurbjörn Einarsson
fór einmitt þessa leið í umfjöllun sinni um nasisma.
Það er von mín að þessi stofnun sem heitir í höfuðið á Sigurbirni
Einarssyni og sem leitast við að skapa vettvang fyrir umræður um trúar-
brögð, umburðarlyndi og sáttargjörð haldi uppi ábyrgri umræðu um trúmál
í víðasta skilningi þess orðs. Sigurbjörn hóf bók sína um Kirkju Krists í riki
Hitlers á orðunum „ Vér lifum á örlagatímum \ Við getum svo sannarlega
tekið undir að það eigi ennþá við. En lokaorð þeirrar bókar eiga líka við
þar sem hann sagði að nasismi væri ógæfa Þjóðverja en ekki sök. Það sama