Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 109
Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóla íslands, Ritdómur
Halvor Moxnes:
Hvað er kristin trú?
Um kristna trú í sögu og samtíð.
íslensk þýðing:
Hreinn S. Hákonarson. Skálholtsútgáfan 2011. 165 bls.
Hér er á ferðinni áhugavert og læsilegt rit sem er ekki lengra en svo að það
hentar til lesturs á tiltölulega stuttu ferðalagi. Sjálfur las ég ritið í fyrsta sinn
í flugvél á leið til útlanda og öðru sinni nokkrum dögum síðar á leið heim.
í ritinu eignaðist ég góðan og fróðan ferðafélaga. Bókin er létt og lipur og
innihaldið ekki þunglamalegt þó að seint verði kallað léttmeti. Ritið vekur
til umhugsunar, fjallar um efni sem snertir okkur öll á einn eða annan hátt.
„Stórt er spurt,“ varð einhverjum að orði sem sá titil bókarinnar og það
má til sanns vegar færa. Ekki er heldur reynt að koma með einfalt svar við
þeirri stóru spurningu en á hinn bóginum tekst höfundi ágæta vel að skrifa
þannig að sem flestir geti skilið og fylgst með og nýtur við það dyggrar
aðstoðar þýðandans, sr. Hreins Hákonarsonar sem hefur skilað afbragðs-
góðri þýðingu. En einkenni góðrar þýðingar er ekki síst það að lesandinn
gleymir þvf löngum stundum að um þýðingu er að ræða.
Halvor Moxens (f. 1944) er prófessor í nýjatestamentisfræðum við
Oslóarháskóla og sem slíkur þekktur og virtur á alþjóðavettvangi. Sérsvið
hans er hinn sögulegi Jesús, biblíutúlkun og fjölskyldugerðir á fornum tíma,
samskipti kynjanna og kynhlutverk á ólíkum tímum.
Moxnes nálgast viðfangsefnið út frá þremur spurningum:
Hvernig varð kristin trú til? (2) Hvernig birtist kristin trú á vorum
dögum? (3) I þessari þriðju spurningu felst hvað kristin trú eigi að vera.
Moxnes kannast við að þriðja spurningin valdi því að hann geti ekki
axlað hlutverk óháðs rannsakanda. Hann skrifi í vissum skilningi um kristna
trú sem innanbúðarmaður.
107