Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 109

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 109
Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóla íslands, Ritdómur Halvor Moxnes: Hvað er kristin trú? Um kristna trú í sögu og samtíð. íslensk þýðing: Hreinn S. Hákonarson. Skálholtsútgáfan 2011. 165 bls. Hér er á ferðinni áhugavert og læsilegt rit sem er ekki lengra en svo að það hentar til lesturs á tiltölulega stuttu ferðalagi. Sjálfur las ég ritið í fyrsta sinn í flugvél á leið til útlanda og öðru sinni nokkrum dögum síðar á leið heim. í ritinu eignaðist ég góðan og fróðan ferðafélaga. Bókin er létt og lipur og innihaldið ekki þunglamalegt þó að seint verði kallað léttmeti. Ritið vekur til umhugsunar, fjallar um efni sem snertir okkur öll á einn eða annan hátt. „Stórt er spurt,“ varð einhverjum að orði sem sá titil bókarinnar og það má til sanns vegar færa. Ekki er heldur reynt að koma með einfalt svar við þeirri stóru spurningu en á hinn bóginum tekst höfundi ágæta vel að skrifa þannig að sem flestir geti skilið og fylgst með og nýtur við það dyggrar aðstoðar þýðandans, sr. Hreins Hákonarsonar sem hefur skilað afbragðs- góðri þýðingu. En einkenni góðrar þýðingar er ekki síst það að lesandinn gleymir þvf löngum stundum að um þýðingu er að ræða. Halvor Moxens (f. 1944) er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Oslóarháskóla og sem slíkur þekktur og virtur á alþjóðavettvangi. Sérsvið hans er hinn sögulegi Jesús, biblíutúlkun og fjölskyldugerðir á fornum tíma, samskipti kynjanna og kynhlutverk á ólíkum tímum. Moxnes nálgast viðfangsefnið út frá þremur spurningum: Hvernig varð kristin trú til? (2) Hvernig birtist kristin trú á vorum dögum? (3) I þessari þriðju spurningu felst hvað kristin trú eigi að vera. Moxnes kannast við að þriðja spurningin valdi því að hann geti ekki axlað hlutverk óháðs rannsakanda. Hann skrifi í vissum skilningi um kristna trú sem innanbúðarmaður. 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.