Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 115

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 115
Ungmennafélagshreyfingarinnar og sem pólitíkus að hann væri undanfari Framsóknarflokksins. Það væri óréttlátt að heimta að þessi bók gerði ítarlega úttekt á guðfræði Þórhalls og áhrifunum sem hann varð fyrir frá helstu guðfræðistefnum 19.aldar. Hér er heldur ekki um létt verk að ræða því íslenskir guðfræð- ingar sem stunduðu nám við háskólann í Kaupmannahöfn gerðu sjálfir sjaldan grein fyrir þessum áhrifum og þau viðfangsefni sem biðu þeirra heima kölluðu fremur á praktík en akademíska guðfræðivinnu. Það er ljóst að nánast allir íslenskir guðfræðingar á seinni hluta 19. aldar og í raun prestastéttin sem heild starfaði í anda þjóðkirkjuguðfræði þýska guðfræðiprófessorsins Friedrichs Schleiermacher, en þeir fjalla lítið um hann og sumir nefna hann hvergi á nafn. Hver gæti verið skýringin á þessu? Jú, þær pólitísku aðstæður sem voru fyrir hendi á Islandi eftir að sjálfstæðs- baráttan hófst voru eins og sniðnar að þessari guðfræði sem aðgreinir ríki og kirkju, hina starfandi kirkju í söfnuðunum, sem tekur mið af lífsaðæð- stæðum og (pólitískum)hagsmunum safnaðarins (þjóðarinnar) fremur en að vera framlengdur armur (danska) ríkisvaldsins. „Heyra má ég erkibiskups boðskap“ var sagt löngu áður og það gilti á Islandi þegar um kanselíið í Kaupmannahöfn og Sjálandsbiskup var að ræða. íslenska kirkjan var „landskirkja“ og fékk svo heitið þjóðkirkja með stjórnarskránni 1874, en það var svo Þórhallur Bjarnarson sem gerði hana að raunverulegri þjóðkirkju þegar hann varð biskup árið 1909. Þar var hann brautryðjandi. Þess vegna er það alveg rétt sem segir í lokaorðum Óskars í bókinni: „Það kom í hlut Þórhalls að undirbúa og stjórna meginbreytingum á skipulagi kirkjunnar, þróa skipulagið í þá átt sem stendur enn í dag. ... /En/ með þolinmæði - og umfram allt umburðarlyndi tókst honum á biskupsstóli að halda kirkjunni saman, gera hana að vettvangi fyrrir alla þjóð, líka þá sem ekki aðhylltust kenningar hennar, sannkallaðri þjóðkirkju. Og þótt kirkjan hafi stundum síðan lent í kreppum og legið við sundrungu, þá býr hún enn að arfleifð Þórhalls, sem ef til vill nægir til að halda henni saman...“ (bls. 515-516). En þetta átti sér aðdraganda og þar blandast praktísk guðfræði og pólitík saman eins og jafnan þegar breytingar verða á kirkjuskipan. Þórhallur varð eins konar Jón Sigurðsson íslensku þjóðkirkjunnar og þetta kemur best fram í afstöðu hans til tengsla ríkis og kirkju og fríkirkjumálsins sem hann hóf að kynna í Kirkjublaði sínu í upphafi tíunda áratugarins. Þessar línur koma ekki nægilega skýrt fram í framsetningu Óskars sem 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.