Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 2
Veður Breytileg átt, víða hæg en norðvestan- strekkingur og stöku él við norðaustur- ströndina. Vaxandi suðaustanátt og hlýnar sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. sjá síðu 70 Ljósaganga UN Women fór fram í gær, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women ásamt öðrum samtökum eru í forsvari fyrir. Yfirskrift göngunnar í ár var Konur á flótta. Fréttablaðið/Vilhelm Madonna Skíðaferð | 14.- 21. janúar Verð frá: 99.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á Garni St. Hubertus. Verð án Vildarpunkta: 109.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Flogið með Icelandair stjórnmál Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögu- legt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboð- inu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Frétta- blaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setj- ast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknar flokki sem þriðja hjól- inu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meiri- hluta á Alþingi með öllum þing- flokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sand- inn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Fram- sóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katr- ínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og til- kynnti að enginn fengi stjórnar- myndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórn- málamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar. Gærdagurinn var þó helst til tíð- indalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannes- son, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórn armyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjart- sýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra vænt- ingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðis- flokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á s k a t t a h æ k ku n a r h u g my n du m Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálf- stæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ snaeros@frettabladid.is Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. Óformlegar viðræður í gangi. Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnar- myndunarumboðið. hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu. Fréttablaðið/anton brinK 28 dagar eru frá kosningum. Bandaríkin Fréttastöðin CNN sýndi óvart klám í hálftíma aðfara- nótt gærdagsins þegar til stóð að sýna nýjan þátt ferðamannsins og matgæðingsins Anthony Bourdain í þáttaröðinni Parts Unknown. Það voru þó ekki allir Banda- ríkjamenn sem þurftu að sitja undir klámsýningu CNN en mis- tökin náðu eingöngu til áhorfenda stöðvarinnar í borginni Boston í Massachusettsríki. CNN átti þó ekki sök á mistökun- um en sjónvarpsveitan RCN frá New Jersey endurvarpar útsendingum CNN til íbúa Boston. Hvorki CNN né RCN tjáðu sig í gær um mistökin né báðust afsök- unar á að varpa klámi inn á heimili fjölmargra Bandaríkjamanna. – þea CNN sýndi klám í hálftíma danmÖrk Fátækir innflytjendur eiga ekki lengur að geta aflað sér viðurværis með því að fá greitt fyrir dósir sem þeir safna. Þetta er mat yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar, Franks Jensen. Bann við slíku muni koma í veg fyrir að fátækir útlend- ingar komi til borgarinnar og haldi til í almenningsgörðum og úti á götum. Því fylgi nefnilega hávaði og óöryggi. Samkvæmt frétt Politiken leggur yfirborgarstjórinn til að eingöngu verði hægt að nota kvittun fyrir dósir og flöskur til að greiða fyrir vörur í þeirri verslun þar sem þeim var skilað og þá mögulega innan einnar klukkustundar. – ibs Fái ekki greitt fyrir dósir sínar Yfirborgarstjórinn vill hætta að borga fyrir dósirnar Fréttablaðið/anton brinK Viðskipti Eignarhaldsfélagið Greenwater sem á og rekur versl- anirnar Húsgagnahöllina, Dorma og Betra bak hefur keypt einka- hlutafélagið Kiosk sem rekur verslanir SØstrene Grene á Íslandi. Sam keppnis eftirlitið hefur fallist á kaupin. Í niðurstöðu Samkeppniseftir- litsins segir að samrunaaðilarnir, Greenwater og Kiosk, starfi á sömu mörkuðum. Hins vegar hafi ekkert komið fram við rannsókn málsins sem leiði til þess að samrunaað- ilar hafi eða muni öðlast markaðs- ráðandi stöðu á mörkuðum fyrir annars vegar smásölu á húsgögnum eða hins vegar smásölu á smávöru með samruna þessum. Þess vegna séu engar vísbend- ingar um það að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Því sé ekki ástæða til að ógilda hann eða setja skilyrði vegna hans. – sg Bætir Søstrene Grene í safnið  Gengið gegn ofbeldi 2 6 . n ó V e m B e r 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -A D 4 0 1 B 7 1 -A C 0 4 1 B 7 1 -A A C 8 1 B 7 1 -A 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.