Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 30
Hvað er áfall? Áfall er atburður sem ógnar lífi eða veldur dauðsfalli, veldur alvar- legum áverka eða kynferðislegt ofbeldi Einstaklingurinn ýmist … : upp- lifir atburðinn sjálfur, er vitni að atburði sem kemur fyrir einhvern annan eða fær vitneskju um að ná- inn fjölskyldumeðlimur eða náinn vinur hafi orðið fyrir áfallaatburði. Atburðurinn þarf að hafa verið ofbeldisfullur eða slys, endurtekin eða öfgakennd upplifun á óþægi- legum þætti áfallaatburðar, t.d. lögreglumaður sem endurtekið þarf að takast á við smáatriði kyn- ferðisofbeldis gegn barni; björg- unarsveitamaður sem aðstoðar við að safna saman líkamsleifum (á ekki við um upplifun í gegnum fjölmiðla, tölvur, o.s.frv., nema það tengist atvinnu). Mögulegar afleiðingar áfalls Brotið sjálfstraust, erfiðleikar í fé- lagslegum samskiptum, skert starfsgeta, líkamleg vanda- mál, löngun til að deyja (sjálfsvígs- hugsanir/sjálfsvígstilraunir) „Stundum deyr fólk í fanginu á okkur og líður kvalir. Og stundum er blóð út um allt. Við hughreystum ekki bara þann sem deyr og hans nánasta aðstandanda. Við reynum líka að minnka áfallið á aðra aðstandendur. Þrífum t.d. íbúðina og leggjum þann látna ef til vill til í rúminu. Gerum kveðjustundina eins fallega og við getum miðað við aðstæður og betri að glíma við. “ Fréttablaðið/SteFán KarlSSOn Hvernig líður þér? Í Góðu Standi l Eðlilegt skap l Orkumikill l Sefur vel l Gott vinnuframlag l Góð félagsleg virkni FyrStu einKenni l Pirringur, leiði l Svefntruflanir l Lítil orka, þreyta og líkamlegir verkir l Minnkuð félagsleg virkni Slæm einKenni l Kvíði, reiði, sorg l Stöðugir líkamlegir verkir, meiri þreyta l Minnkað vinnuframlag VeiK (ur) l Mikill kvíði l Uppstökk(ur) l Sefur ekki, örmagna l Getur ekki sinnt skyldum l Félagsleg einangrun l Viðhalda heilbrigðum lífsstíl l Nýta félagastuðning l Meðvitaður/-uð um andlega líðan l Vera meðvitaður/-uð um þín þolmörk l Góð hvíld, næring og hreyfing l Nýta heilbrigð bjargráð l Viðurkenna vanlíðan og streitu l Tala við einhvern, leita eftir aðstoð l Viðhalda félagslegri virkni l Leita sérfræðiaðstoðar l Fylgja ráðlögðum úrræðum l Þekkja úrræðin og hvernig má nálgast þau Til hvaða ráðstafana er hægt að grípa? Við höfum líka misst fólk. ÞVí miður. fólk sér enga leið út. hjónabönd hafa líka splundrast og fjölskyldur leyst upp. Það er lífsnauðsynlegt að takast á Við Þetta. 15% slökkViliðs- og sjúkra- flutningamanna Þjást að meðaltali af áfallastreituröskun. en stefán telur líklegt að hlutfallið sé mun hærra. „Við erum ekkert hættir þar. Það má ekki halda svona ráðstefnu og hætta þar. Við erum að tengja okkur við Háskólann í Reykjavík, sem ég trúi að ætli að setja á fót þekkingar- setur varðandi sálfræðiþjónustu við viðbragðsaðila. Við fáum vonandi að vera þátttakendur í því ferli. Það er svo mikilvægt að hlúa að sálar- tetrinu,“ segir Stefán. áföll á vettvangi Stefán nefnir áföll sem valda streitu. „Það getur verið t.d. að horfa upp á manneskju deyja. Að meðhöndla fólk sem hefur lent í alvarlegum slysum eða orðið fyrir ofbeldi. Og að vinna að málum sem varða slys, ofbeldi eða misnotkun á börnum. Aðkoman getur verið erfið. En þá er það okkar að veita styrk, hughreysta og aðstoða. Hann nefnir dæmi. „Ég get sagt þér frá aðstæðum sem margir í starfinu kannast við. Við erum kallaðir á vettvang. Komum á staðinn og verðum vitni að dauðs- falli. Stundum deyr fólk í fanginu á okkur og líður kvalir. Og stundum er blóð út um allt. Við hughreystum ekki bara þann sem deyr og hans nánasta aðstandanda. Við reynum líka að minnka áfallið fyrir aðra aðstandendur. Þrífum t.d. íbúðina og leggjum þann látna ef til vill til í rúminu. Gerum kveðjustundina eins fallega og við getum miðað við aðstæður og betri að glíma við. “ til staðar á versta degi fólks Hann segir hálfgert tabú að ræða um tilfinningar og áföll í stétt við- bragðsaðila þar sem helsta prýðin þykir seigla og sterkar taugar. „Það er almennt ekki viðurkennt að við eigum að láta tilfinningar stjórna okkur og nú tala ég bara út frá minni stétt. Þegar við komum að ljótum atburðum, hvort sem þar eiga í hlut börn eða fullorðnir, and- lát eða ljót og alvarleg slys, þá förum við í vinnugírinn. Við búum til veggi í kringum okkur, klárum verkefnið. Huggum og hjálpum. Við erum styrkur og til staðar á versta degi í lífi fólks. Ef við tölum ekki um það sem hefur gerst og vinnum úr því, þá vex það og verður að krabbameini, dregur okkur svo inn í svartnættið,“ segir Stefán og segir viðhorfin breyt- ast hægt. „Fólk er farið að viðurkenna að það þurfi að losa sig við ákveðna hluti. Við glímum bæði við almenn- ingsálitið og viðhorf innan eigin stéttar. Við eigum öll sem störfum á þessum vettvangi atvik sem fylgja okkur. Ég vann með mín atvik. En þau eru samt með mér. Ég þarf til dæmis ekki annað en að sjá ákveðna hluti, sem öðrum finnast kannski hversdagslegir til að það komi upp í hugann skelfilegar sýnir og minn- ingar,“ segir hann. Hugurinn sveik Hann nefnir dæmi um tilfinninga- legt álag félaga síns sem varð til þess að hugurinn sveik hann. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, það er óþarfi. En félagi minn sem hafði orðið fyrir verulegu áfalli sem tengdist barni fer stuttu síðar aftur í útkall. Það var banaslys. Hann mundi eftir sér þegar hann kom á vettvang. Svo mundi hann næst eftir sér á Hellisheiði. Hann varð fyrir hugrofi. Hreinlega slokknaði á honum. Ég hef séð þetta gerast oftar, þetta er vörn hugans,“ segir hann og varpar þannig ljósi á þungt fargið á fólki í framlínu neyðarþjónustu. „Álagið er líka margslungið. Stundum felst álagið í því sem ekki er vitað fremur en því sem blasir við. Eins og með slökkviliðsmenn sem eru að fara inn í eldhaf og vita ekki hvort þar er einhver á lífi, þurfa líka að gæta að eigin lífi og félaganna. Eins er með neyðarverði, sem taka við símtölum og leiðbeina fólki, þeir vita ekki hvað gerist eftir að slökkvi- liðsmenn og/eða sjúkraflutninga- menn koma á staðinn. Þá er þeirra hlutverki lokið, en kannski situr í þeim samtalið við viðkomandi. Nú viðrum við tilfinningar okkar eftir svona viðburði, það er nauðsynlegt því þá kemur hópurinn saman og fer yfir hlutina. Ef það eru einhverjir sem þurfa að tala frekar um þá erum við með mjög góða sálfræðinga að tala við,“ segir Stefán. Styrkleikamerki að tala Stefán segir mikilvægt að breyta menningunni og viðhorfum almennt í samfélaginu. Hjá almenn- ingi jafnt sem fólki í framlínunni og yfirmönnum þeirra. „Það þarf að breyta menningunni og viðurkenna álag, streitu, vanlíðan og áföll. Það þarf að hjálpa yfirmönnum að skilja áföll og veita stuðning og opna umræðuna, halda fræðslu- og viðr- unarfundi. Því þetta er mannlegt, eðlilegt og ekki merki um veikleika að viðurkenna álagið. Það er styrk- leikamerki að takast á við starfið og það sem fylgir af ábyrgð. Það gerum við með því að ræða málin og bregðast við hættumerkjum en alls alls ekki með því að bíta á jaxlinn.“ Karlmennskuímyndin hættuleg Stefán segir að seigustu viðhorfin, sem jafnframt gangi hægast að breyta, séu tengd karlmennsku. „Viðhorfin eru ennþá karllæg, þó það starfi bæði konur og karlar á þessum vettvangi. Þú átt að sýna af þér karlmennsku, vera harður og ekki að sýna af þér neinar tilfinn- ingar. Slík hegðun er hættuleg og ég ákvað strax þegar ég tók við í apríl að við þyrftum að breyta þessu og ræða vandann opinskátt. Það sem ég vil er að við vöknum til meðvit- undar um að við erum öll mannleg og eigum okkur þolmörk. Einhvers staðar byrjum við að bogna og ef við bregðumst ekki við hættumerkj- unum þá brotnum við. Við erum að horfa upp á þetta gerast í ríkari mæli,“ segir hann og segir algengt að fólk leiti sér ekki hjálpar. Það þurfi oft of mikið til. tankur sem fyllist „Það sem er að grassera í höfðinu á fólki getur verið stórhættulegt. Það eru til rannsóknir sem sýna fram á að oft er það ekki fyrr en tólf árum eftir atvik að fólk fer fyrst að takast á við það eða leita sér aðstoðar. En þá er kannski allt farið í rúst, fjöl- skyldulífið til dæmis. Það er líka hætta á að fólk fari að misnota lyf og áfengi. Sumir vita ekki alveg hvað er að. Tengja sig ekki alveg. Af hverju er ég svona? Þeir fatta það ekki. En staðreyndin er bara þessi, við getum ekki vaxið í starfi, haldið áfram að vera sterk og að hugga aðra án þess að losa okkur við vanlíðanina. Þetta er bara tankur sem fyllist, við þurfum bara að tappa af honum til að halda áfram.“ Samkvæmt alþjóðlegum rann- sóknum þjást að meðaltali um 11% lögreglumanna af áfallastreitu- röskun í kjölfar stærri atburða og 15% slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna af áfallastreituröskun. Þá eru sjálfsvígshugsanir allt að fimm sinnum algengari en hjá almenningi. Þetta eru staðreyndir sem rætt var um á ráðstefnu í byrjun nóvember. „Á minni starfsstöð eru starfandi sálfræðingar. Í flestum tilvikum hafa menn aðgang að sálfræðiþjónustu. En það þarf stundum að greiða fyrir aðgenginu, ekki síst fyrir þá sem starfa úti á landi. Nú er mikil- vægt að opna umræðuna til þess að fólk leiti sér þessarar aðstoðar. Við erum búin að mynda tengsl við fullt af fólki og markmiðið er að það á enginn að þurfa að sitja eftir og hafa engan að ræða við. Í þessu samhengi þá langar mig að ítreka að það er ekki endilega gott að deila því sem gengur á í starfinu með sínum nánustu. Oft áttar fólk sig á þessu sjálft og gerir það ekki. Það vill ekki leggja það á herðar ástvina sinna. Þess vegna er nauð- synlegt að tala við einhvern annan, hlutlausan fagaðila. Annars er hætt við því að allt fari í rúst heima hjá þér. Þú ert reiður, uppstökkur, með martraðir og getur ekki sagt neitt. Þetta er ómöguleg staða að vera í,“ segir Stefán. Ég er viss um að hlutfall þeirra sem eru haldnir áfallastreituröskun vegna álags í starfi er hærra en það sem er nefnt á alþjóðavísu, fimmtán prósent. Ég held að svo margir leiti sér ekki hjálpar, við sjáum merki þess. Við létum þess vegna útbúa einföld spjöld þar sem fólk getur svolítið tékkað líðanina. Hvernig því líður og til hvaða ráðstafana hægt er að grípa versni líðanin. Við bendum líka fólki í samfélaginu, almennt, á að vera meðvitað um þessi atriði til að halda geðheilsu.“ Stefán segir að mergur málsins sé þessi: „Hættum að bíta á jaxlinn. Það er ekki styrkleikamerki. Það er styrkur að glíma við og taka ábyrgð á eigin líðan. Opnum þetta, ræðum þessi mál. Ef við erum ekki með hausinn í lagi þá gerum við ekki 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 2 -0 6 2 0 1 B 7 2 -0 4 E 4 1 B 7 2 -0 3 A 8 1 B 7 2 -0 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.