Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 100
Sumum finnst það ekkert tiltökumál í hvaða ástandi smjörið er þegar það er notað í bakstur en það er lyk- ilatriði í því að ná áferðinni á kökunni sem bestri að smjörið sé eins og kveðið er á um í uppskriftinni að henni. Í sumum uppskriftum á smjörið að vera bráð- ið og kælt, í öðrum kalt en í flestum uppskriftum á það að vera við stofuhita eða mjúkt. Smjör við stofuhita er oft hrært við sykur þar til það er létt og ljóst, smjörið hjálpar þá við að lyfta kökunni og gerir áferðina mýkri. Mjúkt smjör á að vera mjúkt en ekki bráðið eða fitugt hið minnsta. Smjör sem hefur til dæmis verið mýkt í örbylgjuofni gerir það að verk- um að baksturinn fær á sig fituga áferð. Látið því smjörið alltaf standa úti í um klukkutíma fyrir notkun til að ná fullkominni áferð. Þegar smjör á að vera kalt samkvæmt uppskrift er auðvitað best að taka það beint úr ísskápnum. Þannig er það oft í uppskriftum þar sem smjörið á ekki að bráðna á meðan því er blandað við önnur hráefni. Þannig verður til áferð sem gerir það að baksturinn molnar eins og til dæmis á bökum. Smjör sem á að vera bráðið og kælt á að vera á vökvaformi og hálfvolgt. Ef bráðið smjör er of heitt getur það soðið deigið og eggin þannig að það er mik- ilvægt að það fái að standa í góða stund eftir að það er brætt. Smjörið Skal vera við rétt hitaStig Ef afgangur er af kalkúninum er ágætt að útbúa salat ofan á snittu- brauð. Uppskriftin miðast við átta. 200 g kalkúnakjöt 1/2 box sýrður rjómi 1 msk. majónes 1/2 msk. gróft sinnep 1/2 poki klettasalat, skorið niður Salt og pipar Safi og börkur af 1/2 appelsínu 16 sneiðar af snittubrauði 3 msk. ólífuolía 1 hvítlauksrif Skerið kjötið smátt niður. Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi og klettasalati. Bætið síðan appelsínu- berki og safa út í. Bragðbætið með salti og pipar. Loks er kalkúninum hrært saman við. Geymið í ísskáp í nokkra tíma áður en borið er fram svo sósan fái að jafna sig. Hitið ólífuolíu á pönnu og steik- ið brauðsneiðarnar á báðum hlið- um. Leggið þær síðan á bökunar- pappír og strjúkið hvítlauksbátn- um eftir brauðinu. Setjið um það bil matskeið af salatinu á hverja brauðsneið. Í staðinn fyrir kalkún má nota kjúkling. Kalkúnsalat á brauð Stollen er hefðbundin þýsk jóla- kaka sem er nauðsynlegur hluti af aðventunni í Þýskalandi. Kakan, sem raunar er mitt á milli þess að vera kaka og brauð, nýtur líka sívaxandi vinsælda hér á landi og sést æ oftar á borðum landsmanna fyrir jólin. Hægt er að rekja tilurð Stollen- jólakökunnar til loka fimmtándu aldar en í upphafi líktist hún meira brauði enda mátti ekki nota smjör og mjólk á aðventunni á þeim tíma. Seinna fengu bakarar sérstakt leyfi frá páfanum til að nota mjólk og smjör og þá tók hún smátt og smátt á sig þá mynd sem við þekkj- um í dag. Bakarar í Dresden voru skyld aðir til að greiða konungi sínum skatt frá 1500-1918. Það gerðu þeir með því að baka tvær Stollen jólakökur á annan í jólum en hvor kaka var um einn og hálfur metri að lengd og 18 kg. Dresden hýsir líka árlega Stollen- hátíð sem fer næst fram laugardaginn 3. desember. Mörg hundruð þúsund gestir sækja dag- inn hvert ár sem er einn af há- punktum ársins í borginni. Ótal uppskriftir eru til af Stollen- jólakökunni en flestar útgáfur inni- halda m.a. romm, þurrkaða ávexti, marsipan, hrásykur og vanillu- stangir.  Klassísk jólakaka 56% súkkulaði ... svo gott Einstakt súkkulaðibragð Síríus súkkulaði hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1933. Þannig hafa Íslendingar notið Síríus súkkulaðis á stórum sem hversdagslegri stundum lengur en þeir hafa notið sjálfstæðis. Síríus 56% súkkulaði er með háu kakóinnihaldi og gefur kröftugt súkkulaðibragð með silkimjúkri áferð og ljúffengu eftirbragði. Það hentar mjög vel í bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt eitt og sér. Á R N A S Y N IR JólabaKstur Kynningarblað 26. nóvember 20164 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 2 -3 2 9 0 1 B 7 2 -3 1 5 4 1 B 7 2 -3 0 1 8 1 B 7 2 -2 E D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.