Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 16
Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfara- stofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 pró- senta sem eru með hæstu launin lækk- uðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekj- urnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efna- hagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síð- ustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007. Bandaríkjamenn sem eru með 20 Laun ríkra hækkað mest frá kreppunni Launamisræmi er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu OECD. Munur milli hæstu og lægstu launa er mestur í Síle meðal OECD-landa og minnstur á Íslandi. Launamismunur hefur aukist víða en hefur dregist saman á Íslandi. Á síðasta ári var 51 prósent af inn- lendri fatasölu sem átti sér stað á þremur stærstu verslunarsvæð- unum á Íslandi í aðdraganda jóla búin áður en desember hófst. Ef kauphegðun verður svipuð á milli ára má gera ráð fyrir að eftir þessa helgi verði líklega helmingi jólafata- sölunnar lokið. Söluhlutfallið var ólíkt milli svæða þegar Black Friday-helgin var yfirstaðin samkvæmt tölum Meniga. Í Kringlunni voru 54 pró- sent af fatasölunni búin áður en desember hófst. Í Smáralind var 55 prósentum af fatasölunni lokið, en í miðbænum voru aðeins 40 pró- sent af fatasölunni búin áður en desember hófst. Samkvæmt tölum Meniga má sjá að fatasalan eykst jafnt og þétt frá októbermánuði en tekur verulegt stökk á miðnæturopnun Smára- lindar og Kringlunnar í kringum mánaðamótin október/nóvem- ber og að svo aukist salan örlítið vegna Black Friday. Hún tekur svo gríðarlegan kipp frá og með miðjum desember og er allveruleg á Þorláks- messu. Úrvinnsla Meniga byggir á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. – sg Helmingur fatasölunnar líklega yfirstaðinn Helmingi jólafatasölunnar var lokið eftir þessa helgi í fyrra. Fréttablaðið/anton bandaríkjamenn hafa barist fyrir hækkun lágmarkslauna; launaójöfnuður er gríðarlegur þar í landi. Fréttablaðið/Getty Netverslun jókst verulega í Banda- ríkjunum á síðustu dögum og var komin upp í 1,15 milljarða Banda- ríkjadala, tæplega 130 milljarða í lok þakkargjörðardagsins á fimmtu- dag. Samkvæmt tölum Adobe Digi- tal stuðulsins jókst verslunin um 14 prósent milli ára. Þetta er í takt við spár greiningaraðila sem spáðu aukningu í netsölu á milli ára. Svartur föstudagur, dagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina, hefur sögulega verið mesti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum og markað upphaf jólaverslunar. Eins og Frétta- blaðið greindi frá hefur hátíðin þó eitthvað verið að missa vægi sitt hjá bandarískum neytendum sem versla nú meira fyrir jólin á netinu áður en dagurinn rennur upp. Reuters greinir frá því að jólasala sé mjög veigamikil hjá smásöluað- ilum í Bandaríkjunum en allt að fjörutíu prósent af heildarsölu árs- ins fer fram hjá verslunum í nóvem- ber og desember. Reynt er að lokka að viðskiptavini með allt að 85 pró- senta afslætti á þeim tíma. Áætlað er að jólaverslun aukist um 3,6 pró- sent á þessu ári og muni nema 655,8 milljörðum dollara. – sg Netsala rauk upp á þakkargjörðarhátíðinni prósent hæstu launin eru að meðal- tali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 pró- sent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar auk- ist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif  efnahagskrepp- unnar á lægstu launin  samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. saeunn@frettabladid.is ÍSLE N SK A /SIA .IS LYF 82248 11/16 Lyfja.is Jólagjafahandbók Lyfju er komin út. Skoðaðu úrval fallegra gjafavara fyrir alla fjölskylduna í næstu verslun Lyfju eða í nýju netversluninni á lyfja.is. Fallegar gjafir fyrir jólin 130 milljarða króna sala varð á netinu á fimmtudaginn í Bandaríkjunum. Gini-stuðull um ráðstöfunartekjur árið 2014* Ísland noregur Sviss oeCD Ítalía Spánn USa Síle Heimild: oeCD *eða nálægasta ár 0,244 0,252 0,295 0,318 0,325 0,346 0,394 0,465 markaðurinn 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -C F D 0 1 B 7 1 -C E 9 4 1 B 7 1 -C D 5 8 1 B 7 1 -C C 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.