Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 108
Herrafataverzlun Kor­máks & Skjaldar var stofnuð í Reykjavík fyrir jólin 1996 af Kormáki Geirharðs­syni og Skildi Sigur­ jónssyni. Þá bjuggu þeir í sama húsi á Lindargötunni og létu sig dreyma um frama og skjótfenginn gróða. „Herrafataverslunin byrjaði sem svolítið grín,“ segir Kormákur frá. „Ég bjó niðri með Dýrleifu og Skjöldur bjó uppi með systur minni, Hall­ dóru. Við sátum stundum við bjór­ drykkju og fengum þá alls konar hugmyndir sem enduðu með því að við slógum í gegn og urðum ríkir. Eitt kvöldið fengum við þessa hug­ mynd um Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Vorum að spá í að hafa nafnið Herrafataverslun Kormákus og Skjölds, beygja heitið vitlaust og fá alla málfræðinga þjóðarinnar í stríð við okkur. Þetta fannst okkur voða­ lega sniðugt og fyndið. En þá fengu konurnar okkar bara alveg nóg og börðu í borðið. Þær voru komnar með alveg nóg af öllum þessum hug­ myndum sem ekkert varð úr. „Þið gerið aldrei neitt! sagði Dýrleif og skoraði á okkur.“ Seldu spjarir af ættingjum Daginn eftir voru þeir komnir með húsnæði í verslun Dýrleifar Örlygs­ dóttur, Dýrinu, sem þá var á Hverfis­ götunni. „Við tókum ákvörðun og keyptum málningu. Það var eina fjárfestingin sem við lögðum í. Við fundum svo einhver rör sem við felldum í veggina. Svo hringdum við bara í alla ættingja okkar og vini og spurðum hvort þeir gætu gefið okkur gömul föt. Við ætl­ uðum að selja það mikið um jólin að við gætum boðið konunum okkar á nýárskvöld eitthvað fínt út að borða,“ segir Kormákur. „Þetta tókst og við fórum á nýárs­ fagnað í Þjóðleikhúskjallaranum, það þótti fínt þá, rosa matseðill og dansiball. Við stóðum okkur vel,“ segir hann. Skjöldur segir þá hafa verið nokk­ uð ánægða með sig. „Við fengum mann til að gera lógó fyrir okkur, þegar það var komið upp þá fannst okkur það svo flott,“ segir hann og spyr Kormák hvort hann muni ekki vel eftir því hvað þeir voru upp­ numdir. Sat og prjónaði „Jú, og síðan sækir Ragnar Kjartans­ son listamaður um vinnu hjá okkur,“ rifjar Kormákur upp. „Við gerðum hann strax að versl­ unarstjóra. Við trúðum því að hann hefði mikið til brunns að bera, hann gæti líka gert þetta leikhús sem við vildum hafa í kringum reksturinn. Það var gaman að koma inn í búð­ ina þegar hann stýrði henni. Hann kannski sat í stól og prjónaði í jakka­ fötunum,“ segir Kormákur. John töff í Amsterdam Skjöldur segir eftirspurn í borginni eftir notuðum fötum fyrir karlmenn hafa haft sitt að segja. Það voru til verslanir með notuð föt fyrir konur en það vantaði verslun með notaðan fatnað fyrir herra.“ „Já,“ segir Kormákur. „Ég fékk lán hjá pabba og við brunuðum til Amster dam. Ég hafði svo oft farið með Dýrleifu þangað og ég þekkti hennar kontakta. Við straujuðum tvo Johnna sem voru alveg í sitt­ hvorum geiranum. Annan kölluðum við John töff. Hinn var bara týpískur Hollendingur sem vissi alveg hvað hann var að gera. Báðir með risa­ vörugeymslur sem við gátum kafað í. Sérstaklega John töff. Í geymslunni hans voru dýrindis loðfeldir sem hann gat ekki selt vegna ágangs PETA. Þeir kostuðu ekkert. Við hefðum átt að kaupa þetta og búa til eitthvað fal­ legt úr þessu en við áttum bara ekki pening til að vera gáfaðir,“ Þeir komu drekkhlaðnir af fatnaði frá Amsterdam og var skömmu síðar bent á húsnæði á Skólavörðustíg. Fyrsta 100% lánið „Við fengum það leigt en með for­ kaupsrétti. Það er það sniðugasta sem við höfum nokkurn tímann gert,“ segir Skjöldur. „Við náðum festu þar og öll okkar viðskipti voru í Spron þar fyrir neðan. Við sáum um menningarnótt fyrir Sparisjóðinn og áttum í góðum samskiptum við þá. Svo kemur einhver og ætlar að kaupa þetta hús en þá erum við með for­ kaupsrétt,“ rifjar Skjöldur upp. „Já, hah! Þá löbbum við bara yfir í Spron og fáum fyrsta 100% lánið,“ segir Kormákur sigri hrósandi. „Þeir reiknuðu bara út að það sem við vorum að borga í leigu var meira en greiðslur af húsnæðinu,“ segir Skjöldur. „En þetta var mikið streð,“ segir Kormákur. „Okkar laun voru fyrst einn bjórkassi og ein rauðvín á viku, eða var það ekki Skjöldur?“ „Jú, það var bara akkúrat þannig og í mörg ár,“ segir Skjöldur. „Ég trommaði auðvitað með og fékk einhvern tittlingaskít fyrir það. Þetta var erfitt en gaman,“ segir Kor­ mákur. Já, já … Þrátt fyrir streðið nutu þeir góðs af að hafa tekið ákvörðun um að kaupa fasteignina á Skólavörðustíg. „Erfitt var að finna notuð föt í góðum stærðum og við ákváðum að loka versluninni og selja húsnæðið. Ég borgaði allar vísaskuldirnar, sem ég var búinn að safna yfir langt tímabil. Skjöldur ákvað að kaupa fyrstu fast­ eignina sína. Þannig byrjuðum við á einhverjum eðlilegum núllpunkti,“ segir Kormákur. „Þannig að við værum ekki að drepast hreinlega,“ bætir hann við. Það líður eitt og hálft ár þar sem þeir félagar eru ekki að vinna saman eftir að fasteignin er seld. Þar til hugmyndin um Ölstofu Kormáks & Skjaldar er borin upp. „Þá kemur kunningi minn til mín og vill opna bar. Spyr hvort ég vilji koma inn í reksturinn. Ég samþykki það og hringi svo í Kormák og spyr hann: Hæ, ertu til í að kaupa bar? Já, já, allt í lagi, sagði hann og þar með var það ákveðið,“ rifjar Skjöldur upp. „Já, mér var farið að leiðast,“ útskýrir Kormákur. „Við opnum barinn og meðeig­ Kallaðir mamma og pabbi Kormákur og Skjöldur eiga að baki ævintýralegan feril í rekstri. FréttAblAðið/Eyþór Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar fagnar tuttugu árum í farsælum rekstri. Kormákur og Skjöldur leggja mikið upp úr breskri klæðahefð og mýkri hliðum karlmennsk- unnar, greiðvikni og háttvísi. Í vinnunni kallar starfsfólkið þá mömmu og pabba. ↣ 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r52 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 1 -C A E 0 1 B 7 1 -C 9 A 4 1 B 7 1 -C 8 6 8 1 B 7 1 -C 7 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.