Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 44
„Lykillinn að farsælu lífi er að þekkja styrk sinn og getu“ Er mataraðstoð leiðin til að takast á við fátækt? Að þekkja styrk sinn og getu er ein af forsendun­ um fyrir því að komast út úr vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar, um það eru þær sammála konurnar tíu sem taka þátt í tilrauna­ verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára og ber yfirskriftina Virkni og vellíðan – taktu ábyrgð á eigin lífi. Verkefnið hófst í septem ber síðastliðnum og er fyrir einstæðar mæður á örorkubótum sem eru með unglinga á heimilinu. Þegar börnin verða 18 ára gömul minnka tekjur heimilisins og þá geta kvíði og óöryggi gert vart við sig og eins er ekki óal­ gengt að konur upplifi sem þær séu án hlut­ verks þegar börnin eru orðin sjálfbjarga. Með tilraunaverkefninu gefst konunum sem í því taka þátt tækifæri til að styrkja sig, skipuleggja og undirbúa þessi tímamót. Konurnar tíu taka virkan þátt í fjölda námskeiða og hópavinnu og hafa einlægan vilja til að að breyta aðstæðum sínum. Þær vinna að því að finna lausnir með fé­ lagsráðgjöfum Hjálparstarfsins, allt út frá markmiðum sem þær setja sér, áhugasviðum sínum og styrkleikum. Virkni og vellíðan – taktu ábyrgð á eigin lífi, tilraunaverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára: • Sjálfstyrkingarnámskeið • Fjármálanámskeið • Fjármálaráðgjöf • Jákvæð sjálfræði • Einstaklingsviðtöl • Endurhæfing • Eftirfylgni • Sjálfboðaliðastarf Þann 21. október síðastliðinn stóð tengslanetið PEP* (People Experiencing Poverty) á Íslandi fyrir morgunverðarfundi með Velferðarvaktinni og hjálpar samtökum um umfang mataraðstoðar á Íslandi, reynslu fólks af henni og leiðir til úrbóta. Á fundin- um miðluðu notendur þjónustunnar af eigin reynslu og settu fram hugmyndir um fjölbreyttari þjónustu enda er notendastýrt samráð nauðsynlegt svo fag- aðilar geti komið til móts við mismunandi þarfir fólks og séu reglulega minntir á að þarfir þeirra sem búa við fátækt eru sífelldum breytingum háðar. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hvort hægt væri að finna betri leið en að veita fólki beina matar­ aðstoð. Fram kom að þar sem lítið samræmi væri á milli tekna og útgjalda reyndist lágtekjufólki erfitt að ná endum saman. Raunin væri því sú að slík aðstoð væri fólki lífsnauðsynleg við núverandi aðstæður. Á fundinum kom hins vegar skýrt fram að nauðsynlegt væri að bæta aðferð í starfi og gera aðstoðina mannúð­ legri. Skömm, niðurlæging og minnimáttar kennd voru orð sem notuð voru til að lýsa því hvernig væri að standa í biðröð eftir matarúthlutun. Fram kom að reynsla af því markaði djúp spor í lífi fólks sem vara ævilangt. Að mínu mati er sú aðferð að fólk bíði í biðröð eftir mat barn síns tíma. Nú er mikilvægt að horfa fram á veginn og veita mataraðstoðina í ríkara mæli í formi inn­ eignar korta í matvöruverslunum. Upplifun notenda af slíkri þjónustu er mun jákvæðari einfaldlega af því að fólk heldur virðingu sinni þegar það getur sjálft ákveðið hvað það setur í matarkörfuna hverju sinni. Að hlusta á skoðanir þeirra sem búa við fátækt og taka mark á þeim er lykilatriði góðrar þjónustu. Sam­ ráð á milli fagaðila og notenda þjónustu sem veitt er á jafningjagrundvelli gerir hana skilvirkari og skilar fólki sáttara út í samfélagið. Frumkvæði PEP á Íslandi að þessari umræðu er bráð­ nauðsynlegt þar sem hún varpar ljósi á sjónarhorn þeirra sem búa við fátækt. Ég óska Pepperum góðs gengis í framtíðinni og hvet þá til að láta heyra í sér sem oftast. Jóna Hulda Pálsdóttir, félagsráðgjafarnemi í starfsnámi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar *PEP á Íslandi er í evrópsku grasrótarsamtökunum EAPN (European Anti Poverty Network) sem leggja áherslu á valdeflingu fólks sem á undir högg að sækja í samfélaginu vegna fátæktar Til að hrista hópinn saman við upphaf verkefnisins í september síðastliðnum var farið í sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn þar sem gist var yfir nótt. Konurnar stigu þar heldur betur út fyrir þægindarammann og reyndu sig við ýmislegt nýtt, þar á meðal bogfimi. Þótt sumar hefðu aldrei snert á boga fyrr hittu þær beint í mark. Teikningin, sem uppi verður á Bessastöðum, er af fátækt með augum stúlku úr 3. bekk skóla hér á landi. Nemendur úr þeim árgangi fengu fyrir skemmstu það verkefni að sjá fyrir sér og teikna fátækt í hinum ýmsu myndum. Guðrún Alda Linnet, 12 ára, afhenti forseta Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessyni, teikningu frá PEP á Íslandi á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn fátækt þann 17. október síðastliðinn. Kveikjum á ljósi friðar Friðarljós Hjálparstarfs kirkjunnar eru unnin í Heimaey - kertaverk- smiðju sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða örorku. Þau fást allan ársins hring á www.help.is 6 – Margt smátt ... 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 2 -2 3 C 0 1 B 7 2 -2 2 8 4 1 B 7 2 -2 1 4 8 1 B 7 2 -2 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.