Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 36
2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r36 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð Bækur Ég er að skrifa um gleymsku. Aðallega í sjálfsævisögum, en einn-ig í svokölluðum minnis-textum, þ.e. skáldsögum sem byggja á minni um fortíðina,“ segir Gunnþórunn Guð- mundsdóttir sem sendi nýverið frá sér afar áhugaverða bók hjá hinu virta forlagi Palgrave í Englandi. Gunnþórunn er prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Íslensku- og menningardeildar við Háskóla Íslands. „Bókin heitir Representa- tions of Forgetting in Live Writing and Fiction. Ég er ekki komin með hana í hendurnar en það er hægt að nálgast hana sem rafbók á öllum bókasíðum.“ Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að þetta efni varð fyrir valinu segir Gunnþórunn að það hafi verið svona ákveðin afleiðing af doktorsrit- gerðinni. „Ég skrifaði um sjálfsævisög- ur og tengsl sjálfsævisagna og skáld- skapar. Þar var einn kafli um minni og eftir því sem frá hefur liðið þá hef ég verið að fá meiri áhuga á minni og hvernig það birtist í bókmenntum. Hvernig skrifum við um minningar og allt það. Svo hélt ég fyrirlestur, á alþjóðlegu þingi sjálfsævisögufræð- inga, um gleymsku og þar kom einn þessara fræðinga og sagði mér að skrifa bók um þetta. Það vantar bók um þetta, sagði hann og þar með varð ekki aftur snúið.“ Glíma við gleymskuna Gunnþórunn segir að minnið og hvernig við tölum um það sé heillandi fyrirbæri. „Þegar við tölum um minni þá eigum við yfirleitt við einhvers konar lifandi minningar. Það er auðvitað miklu flóknara að tala um það sem við gleymum, en þó hlýtur það líka að vera hluti af okkur sjálfum. Sjálfsmynd okkar mótast af þessu samspili minnis og gleymsku því hún byggist á því að við veljum eitthvað til þess að muna umfram annað. Þegar við svo skrifum um það sem við munum þá á sér stað ennþá meira val. En maður sér svo líka oft í textum hræðslu við gleymskuna. Hún birtist t.d. í þessari þörf til þess að skrifa til þess að koma í veg fyrir gleymsku. Þess vegna er viðkomandi alltaf með- vitaður um gleymskuna og hún þann- ig alltaf nálæg í textanum með einum eða öðrum hætti. Frásögn um minni og fortíð felur þannig alltaf í sér glímu við gleymskuna.“ Er þá drifkrafturinn til þess að skrifa sjálfsævisögu óttinn við það að gleymast? „Já, óttinn við að gleyma fortíðinni og að maður sjálfur gleym- ist er eitt af því sem liggur að baki. Að manns eigin minningar þurrkist hreinlega út og hverfi. Þess vegna er hvatinn að því að byrja að skrifa sjálfsævisögu mjög oft andlát for- eldra eða þegar minni þeirra fer að hraka. Það virðist kalla fram þörf til þess að festa eitthvað niður á blað svo fortíðin hverfi ekki bara á braut. Að skrifa verður þá lausnin. Leið til þess að varðveita fortíðina í skrifum sem er svo í raun umdeilanlegt í sjálfu sér.“ Minnið er pólitískt Eins og flestir þekkja þá eru það oft ákveðnir þjóðfélagshópar sem skrá sögu sína frekar en aðrir. Stjórn- málamenn og frægt eða valdamikið fólk innan samfélagsins. Fólk sem tilheyrir sömu stéttinni og er því að skrifa um sömu atburðina. Engu að síður virðast þeir birtast með mjög ólíkum hætti eftir því hver rifjar upp. „Nákvæmlega, þetta er vel þekkt fyrirbæri. Hjá stjórnmálamönnum er hugmyndin oft að gæta þess að þeirra sýn á liðna atburði varðveitist. „Ég hef rétt fyrir mér. Ég hafði rétt fyrir mér á sínum tíma og ég skil atburðarásina og þið hin eigið að læra af því. Ég er með lykilinn.“ Þetta er oft þeirra nálgun og það sýnir okkur að minnið er mjög svo pólitískt fyrirbæri. Minni samfélaga, minni þjóðar og hvernig það er varðveitt. Hvernig saga hvers er sögð. Allt er þetta mjög pólitískt. En svo höfum við sögur fræga fólksins, þær bækur eru oft nær því að vera viðtalsbækur. Og þá er mjög mikil ímyndarsköpun sem á sér stað. Viðkomandi gætir þess vandlega að sagan passi inn í ímyndina sem er varpað fram í bókinni. Ég er snill- ingurinn og svona varð ég að þeirri frábæru stjörnu sem ég er og allt það, en það er satt best að segja ekkert endilega neitt rosalega spennandi fyrirbæri.“ Bækur sem efast Gunnþórunn segist hins vegar vera mun áhugasamari um bækur sem eru að fara annað. „Bækur þar sem höfundurinn efast. Efast um hvað er munað og merkingu þess. Höfunda sem gera sér grein fyrir því að þeir geti kannski í raun ekki dregið einhverjar svakalegar ályktanir af minningum sínum um það sem gerðist eða eru meðvitaðir um að minnið breytist með tímanum. Maður fer að muna aðra hluti þegar maður eldist, sögur sem maður segir oft þróast og breyt- ast og á endanum hafa þær í raun lítið að gera með einhverja raunverulega atburði.“ En hvenær skyldi þetta fyrirbæri, þessi efi, fara að gera vart við sig í íslenskum ævisögum? „Í raun og veru er þetta ekki mjög gamalt en það er alltaf einn og einn höfundur hér og þar í bókmennta- sögunni sem tjáir þetta. Ég er ekki að segja að þetta sjáist aðeins í sam- tímanum en ég man sérstaklega eftir þessu hjá Jakobínu Sigurðardóttur, Í barndómi, þegar hún talar um sína æsku, þá vekur hún einmitt athygli á því að hún muni þetta ekki alveg. Hún reynir að sjá fyrir sér bæinn þar sem hún ólst upp og er svona að feta sig eftir húsakynnunum í huganum. Það er svo aftur gríðarlega ólíkt því sem Þórbergur Þórðarson gerir í Steinarnir tala, þar sem hann telur upp hvert einasta smáatriði af innan- stokksmunum og er með þetta allt gjörsamlega á hreinu. En hún efast og leitar í fortíðinni og þessi saman- burður er skemmtilegur.“ Brigðult og ófullkomið Gunnþórunn tekur fram að hún hafi ekki skoðað það sérstaklega hvort munur sé á körlum og konum hvað þetta varðar en það geti þó vel verið. „Það getur verið að þær hleypi óviss- unni meira að. Það er kannski minni þörf fyrir að búa til hetjuímyndina sem var til að mynda mjög algeng í eldri sjálfsævisögum. En svo er líka gaman að skoða verk sem fjalla um sama tíma eins og hjá Hannesi Sigfússyni og Jóni Óskari þar sem þeir eru að tala jafnvel um sömu atvikin en hafa á þau mjög ólíka sýn. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir segir líka í Stúlka með höfuð, að þau systkinin öll ættu að skrifa því að þau hefðu öll sína sögu að segja því hver og einn á sína eigin bernsku. Systkini og aðrir minnisfélagar, eins og fjölskylda og vinir, þekkja þetta vel. Maður heldur kannski að maður eigi einhverjar minningar með þessu fólki og fer svo að rifja upp en þá kemur bara nei, nei, þetta gerðist alls ekki svona heldur hinsegin. Þá fer maður að efast um eigin minningar og segir já, ætli ég hafi búið þetta til? Þetta gerist mjög mikið í fjölskyldum og þetta hefur svo sannarlega haft afleiðingar. Systur Hannesar voru til að mynda ekki ánægðar með hans sögu af pabba þeirra og skrifuðu í blöðin. Það hafa líka verið málaferli í svona málum, þannig að þetta getur verið mjög viðkvæmt. Það er merkilegt hvað við reiðum okkur mikið á minnið og það tengist persónuleika okkar og sjálfsmynd en um leið er það ákaflega brigðult og ófullkomið og ekkert á það treyst- andi,“ Segir Gunnþórunn og hlær við tilhugsunina. Tvö form í stöðugu sambandi Í síðasta tölublaðið Skírnis birtist grein um nýlegar íslenskar sjálfsævi- sögur og þar er meðal annars komið inn á að að íslenskir höfundar væru að senda frá sér bækur undir þeim formerkjum að þær væru skáld- ævisaga. Er það einhver samruni á milli skáldskapar og hefðbundinna ævisagna? „Ég held að þetta hugtak, skáldævisaga, sé ekkert sérlega gagn- legt. Vegna þess að sjálfsævisagan og skáldsagan hafa alltaf verið tengdar greinar. Þær alast upp saman og þroskast saman. Veraldlegar sjálfs- ævisögur koma upp á átjándu öldinni þegar skáldsagan er að ryðja sér til Ein atburðarás á sér ekki eina sögu heldur milljón sögur Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði og sérfræðingur í sjálfsævisögum. FréTTaBlaðið/STeFán Gunnþórunn Guð- mundsdóttir skrifar um gleymsku í sjálfsævisögum og er hugleikið hvernig minni birtist í bók- menntum. Hún er áhugasömust um bækur þar sem höf- undurinn efast. Efast um hvað er munað og merkingu þess. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ↣ Óttinn við að gleyma fortíðinni og að mað ur sjálfur gleymist er eitt af því sem liggur að baki. að manns eigin minningar hreinlega þurrkist út. 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -D 9 B 0 1 B 7 1 -D 8 7 4 1 B 7 1 -D 7 3 8 1 B 7 1 -D 5 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.