Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 104
Í lok september komum við Ahmed Nur samstarfsmaður minn til Íslands til þess að hitta börn í fermingar­ fræðslu víðs vegar um landið. Í október heimsóttum við 37 sóknir og tvo framhaldsskóla til að fræða íslenska unglinga um lífið í Eþíópíu og um mikilvægi vatnsverk­ efnis Hjálparstarfs kirkjunnar á Íslandi þar. Við hittum fjölda presta, kennara og líka fjölskyldur, sums staðar hittum við jafnvel öll sóknarbörnin á svæðinu. Þessi heimsókn okkar til Íslands líður okkur seint úr minni. Það var stórkostlegt að verða vitni að því hvað krakkar á Íslandi eru áhugasamir um að hjálpa fólki sem þeir þekkja ekki neitt og sem býr í 8.000 km fjarlægð. Við komum til að fræða börnin en þau kenndu okkur eigin­ lega miklu frekar því þau sýndu okkur fram á gildi sam­ kenndar. Þátttaka þeirra í fjáröflun fyrir verkefnið verður til þess að líf fátækra sjálfsþurftarbænda í Sómalífylki í Eþíópíu og ekki síst barna þeirra breytist verulega til batnaðar. Mig langar til að þakka tilvonandi fermingar börnum um allt land og öllu því góða fólki sem við Ahmed Nur hittum og kynntumst meðan á dvöl okkar stóð hér á Íslandi kærlega fyrir okkur og fyrir að hugsa til og hjálpa fólki sem býr í órafjarlægð. Það er mikil manngæska. Að lokum langar mig að nefna að um leið og ég kom til Íslands fékk ég þá skrýtnu en notalegu tilfinningu að vera komin heim. Hér eftir verður Ísland því í huga mínum sem mitt annað heimili og ég bið fyrir kærar kveðjur til ykkar allra sem heima eruð. Bless í bili eða Dena húnú eins og við segjum á amharísku, Million Shiferaw, verkefnisstjóri hjá hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu Bráðum koma blessuð jólin Hjálparstarf kirkjunnar nýtur góðs stuðnings frá jólasveinunum en síðustu sautján árin hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms látið 20% af veltu þjónustunnar renna til verkefna Hjálparstarfsins, samtals um tíu milljónir króna. Í lok síðustu jóla af­ hentu Grýla, Skyrgámur og bræður hans Hjálparstarfinu 961.500 krónur áður en þau yfirgáfu byggð. Skyrgámur og bræður hans heimsækja leik­ og grunnskóla, fyrirtæki, félagasam­ tök, stofnanir og stórfjölskyldur á suðvesturhorni landsins í desember ár hvert. Nánari upplýsingar um Skyrgám Leppalúðason og bræður hans er að finna á skyrgamur.is en svo er víst líka hægt að senda honum tölvupóst á skyrgamur@ skyrgamur.is eða hringja í hann í síma 660 2430. Million Shiferaw og Ahmed Nur Abib með börnum í fermingarfræðslu í Grafarvogi ásamt sr. Sigurði Grétari Helgasyni sóknar- presti í október síðastliðnum. Kveðja frá Million Málstofa á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 30. nóvember 2016: Ímyndarsköpun fátæktar – fátækt, fjölmiðlar og valdefling Á málstofu á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 30. nóvember næstkomandi munu Ásta Dís Guðjónsdóttir og Laufey Líndal Ólafsdóttir sam­ hæfingarstjórar Pepp Ísland fjalla um mikilvægi vald­ eflingar sem leiðar út úr fátækt og hlutverk fjölmiðla í að stýra valdeflandi umræðu í stað neikvæðrar og niðrandi umfjöllunar sem elur á fordómum í garð einstaklinga sem búa við fátækt. EAPN (European Anti­Poverty Network) eru samtök sem vinna að því að útrýma fátækt í Evrópu og EAPN á Íslandi er samband frjálsra félagasamtaka sem vinna að sama málstað á Íslandi. PEP (People Experiencing Poverty) eru grasrótarsamtök EAPN og er Pepp Ís­ land íslensk útgáfa þess starfs. Pepp Ísland vinnur með samheldni og valdeflingu fólks sem býr við fátækt og skapar samtal milli þess hóps, stofnananna sem þjónustar hann og ráðamanna sem setja reglur þeirra stofnana. Hópurinn skipu­ leggur fundi, ráðstefnur og málþing sem byggja á þátttöku allra sem koma að málunum. Fjölmiðlaverðlaun götunnar er verkefni á vegum Pepp Ísland unnið eftir austurískri fyrirmynd. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja til málefnalegrar um­ fjöllunar um fátækt með því að verðlauna fjölmiðlafólk sem skilar góðu verki og skapa samræður milli þessara hópa um hvernig á að standa að slíkri umfjöllun. Ásta Dís er formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgar­ svæðinu og situr í stjórn EAPN á Íslandi fyrir hönd þess félags. Laufey er varaformaður EAPN á Íslandi og situr í stjórn þess fyrir hönd Félags einstæðra for­ eldra. Laufey er jafnframt BA nemi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein í Háskóla Íslands og vinnur nú að lokaverkefni sínu. Peppið er öllum opið sem vilja láta rödd sína heyrast í umræðunni um fátækt á Íslandi og eru tilbúnir til þess að berjast í sameiningu fyrir alla sem líða skort í okkar ríka samfélagi. 10 – Margt smátt ... 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 2 -0 B 1 0 1 B 7 2 -0 9 D 4 1 B 7 2 -0 8 9 8 1 B 7 2 -0 7 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.