Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 114
Hvað sem þeirri forsögu líður hófst fjöldaframleiðsla á absint í Sviss á fyrstu árum nítjándu aldar. Fjölskyldufyrir- tækið Pernod Fils ruddi brautina. Árið 1805 hóf það framleiðslu og gat þá afkastað að jafnaði sextán lítrum á dag. Þegar komið var fram á árið 1850 nam dagsframleiðslan 20 þúsund lítrum. Frá Sviss barst absint-hefðin til nágrannalandanna og reyndust Frakkar sérstaklega móttækilegir. Skilin milli áfengis sem vímugjafa og læknislyfs voru enn óljós á nítjándu öld og fengu læknar franska hersins tröllatrú á absint sem fyrirbyggjandi lyfi við blóðkreppusótt sem herjaði mjög á hermenn í stríðinu í Alsír á árunum 1844-47. Hermennirnir fengu sinn dag- lega absint-skammt, vöndust á bragðið og þegar herdeildirnar sneru aftur heim að stríði loknu rauk neysla á tegundinni upp í Frakklandi. Í fyrstu voru þó einkum meðlimir borgarastéttarinnar sem gátu leyft sér munaðinn, enda absint framan af frekar dýr drykkur. Sú trú var almenn í Frakklandi að heilnæmt væri að drekka staup af sterku áfengi áður en sest væri að kvöldverðarborði til að örva matar- lyst og bæta meltingu. Mörg hundruð ólíkar tegundir snapsa voru fáanlegar í því skyni, en absint var val efnameiri borgara og þegar verðið tók að lækka gátu fleiri þjóðfélagshópar leyft sér slíkan munað hvunndags. Á tímabilinu 1880-1910 hríðféll verðið á absint með tilkomu fjölda nýrra framleiðenda, stórra jafnt sem smárra. Framleiðslan jókst og abs- int var komið á hvers manns borð. Það var drukkið af konum jafnt sem körlum, háum sem lágum og ríkum sem snauðum. Árið 1874 var ársneysla Frakka af drykknum græna 700 þúsund lítrar, en árið 1910 var talan komin upp í 36 milljónir. Absint gerði harða hríð að víninu sem eftirlætisdrykkur Frakka, en vínræktendur áttu á sama tíma í miklum vandræðum vegna plöntu- sjúkdóma sem herjuðu á vínekrurnar. Syrtir í álinn En framleiðsluaukningin og verð- hrunið var í mörgum tilfellum á kostn- að gæða. Absint-brugghús skutu upp kollinum eins og gorkúlur og störfuðu án nokkurs eftirlits. Margir framleið- endur freistuðust til að nota aukaefni, sem í sumum tilvikum reyndust háska- leg. Vafalítið átti slíkt glundur stóran þátt í því að athygli læknavísindanna tók að beinast að absint. Franski sál- fræðingurinn Valentin Magnan, sem var sérfræðingur í rannsóknum á sam- spili geðsjúkdóma og áfengisneyslu, komst að þeirri niðurstöðu að absint- drykkjumönnum væri hættara við að fá ofskynjanir. Tilgáta hans var sú að efni í malurtarrótinni hefðu þessi áhrif á heilann. Til að sannreyna þetta gerði hann tilraunir á dýrum sem hann lét innbyrða malurt og tókst að sýna fram á einkenni eitrunar. Í dag draga vísindamenn þessar nið- urstöður Magnans í efa og benda á að þótt jurtin hafi vissulega að geyma efni sem reynst geta spendýrum skaðleg, hafi magn þeirra í absint-drykknum yfirleitt verið talsvert undir hættu- mörkum. Á nítjándu öld höfðu menn þó enga ástæðu til að efast um rann- sóknirnar og þá niðurstöðu að absint væri líklegra en aðrar áfengistegundir til að hrinda af stað geðveiki. Íslending- ar, sem lítið þekktu til drykkjarins voru jafnsannfærðir og aðrir um skaðsem- ina. Þannig flutti íslenskt blað þá frétt árið 1911 að hagfræðiskýrslur sýndu að af 9.938 geðveikistilfellum í Frakklandi væri absint orsök 4.882 þeirra. Verða það að teljast furðunákvæmar tölur. Absint varð sérstakur skotspónn ört vaxandi bindindishreyfingar í Evrópu undir lok nítjándu aldar og varð ímynd þess sífellt tengdari ógæfu og örvilnan, meðal annars í bókmenntum og mynd- list. Hryllilegur atburður í Sviss árið 1905 reyndist svo kornið sem fyllti mælinn. Svissneskur bóndi að nafni Jean Lan- fray skaut þá eiginkonu sína og tvær barnungar dætur til bana og reyndi að drepa föður sinn í ölæði. Lanfray var langt leiddur alkóhólisti sem sagður var drekka allt að fimm lítra af víni á degi hverjum. Daginn örlagaríka hafði hann setið að sumbli og drukkið óhemjumagn af víni, koníaki, brandíi og fleiri áfengistegundum. Verjendur morðingjans gripu hins vegar til þeirrar málsvarnar að kenna tveimur absint-glösum sem hann drakk fyrr um daginn um morðin og að eitrið hefði í raun tekið af honum völdin. Ekki féllst dómarinn á þá málsvörn og hlaut Lanfray 30 ára fangelsisdóm, en slapp þó við dauðadóm vegna þess að drápin voru framin í ölæði. Hann hengdi sig fáeinum dögum síðar í fangaklefa sínum. Absint-morðin í Sviss fengu gríðar- lega athygli í evrópskum dagblöðum. Í heimalandinu reis upp reiðibylgja þar sem tugþúsundir hvöttu til þess að drykkurinn yrði bannaður með lögum. Svissneska þingið samþykkti að binda slíkt bann í stjórnarskrá. Absint- framleiðendur töldu sig illa svikna og kenndu því um að á þingi ættu sæti margir gamlir aðalsmenn sem tengdust vínframleiðslu og væru að losa sig við keppinaut. Á næstu árum var absint bannað í hverju landinu á fætur öðru, þar á meðal í Frakklandi. Þótt nokkur lönd heimiluðu það ennþá varð neyslan aldrei svipur hjá sjón. Breyttar reglu- gerðir Evrópusambandsins hafa á síð- ustu árum opnað á ný fyrir framleiðslu á absint, þó án tiltekinna aukaefna. Ólíklegt er þó að græna dísin öðlist aftur sinn gamla sess meðal einbeittra evrópskra drykkjumanna. Stúlkan á myndinni situr við borð á veitingahúsi og horfir tómum augum fram fyrir sig. Andlitið er lífvana og líkams-staðan ber vott um uppgjöf. Hún er þokkalega til fara, í það minnsta miðað við manninn við hliðina á henni sem reykir pípu dauf- legur á svip. Í glasinu fyrir framan ungu konuna er ljósgrænn vökvi. Þau sitja í þögn. Listamaðurinn sem skapaði þetta fræga verk árið 1876 var Edgar Degas. Rytjulegi karlinn á myndinni var félagi hans og starfsbróðir, Marcellin Desbo- utin, en stúlkan var Ellen Andrée, leik- kona og fyrirsæta. Óhætt er að segja að verkið hafi fallið í grýttan jarðveg og vakið reiði sem nútímafólk á bágt með að skilja að unnt sé að kveikja með málverki. Gagn- rýnendur tættu það í sig fyrir ljótleika þegar myndin var fyrst sýnd skömmu eftir að hún var tilbúin. Sextán ár liðu uns næsti sýningarstjóri lagði í að sýna verkið á ný og enn urðu viðbrögðin á sömu leið. Reiðir listvinir kröfðust þess að ófögnuðurinn yrði fjarlægður úr sýningarsalnum. Árið eftir var myndin sýnd í Lund- únum og enn urðu viðbrögðin hörð. Undir lok nítjándu aldar var sið- prúðum listasafnsgestum misboðið að sjá ölvaða konu á málverki. List- gagnrýnendur kölluðu verkið hneisu og einn þeirra sló því meira að segja föstu að stúlkan á myndinni hlyti að vera skækja. Í Bretlandi fékk verkið þó að hanga uppi, ekki hvað síst vegna þess að það styrkti í sessi staðalmyndir þarlendra um hina siðspilltu nágranna sína handan Ermarsunds. Í Bretlandi var málverkinu gefið nýtt heiti L’Absinthe, Absint-glasið eða Absint-drykkjukonan. Vísaði það í görótta græna drykkinn á myndinni, alræmdustu áfengistegund þeirra tíma. Absint hafði áratugina á undan breiðst ótrúlega skjótt út um heiminn. Mestar voru þó vinsældir þess í Frakk- landi, þar sem það var nálega orðið þjóðardrykkur. Absint-drykkja brúaði stéttabilið, þar sem það var jöfnum höndum drukkið af fátækum verka- mönnum og efri millistétt samfélags- ins. Í hugum flestra var þó absint eink- um tengt listaspírum og bóhemum. Ófáir rithöfundar og myndlistarmenn vísuðu til þess í verkum sínum, einkum þeir sem hallastir voru undir sopann. Af frægum slíkum mátti telja málarana Vincent van Gogh og Henri de Toulo- use-Lautrec. Nafnkunnir ofdrykkju- menn áttu vafalítið stóran þátt í að þessi tegund fékk öðrum fremur á sig illt orð. Allra meina bót Absint er rammsterk áfengistegund, með vínandainnihald á bilinu 55-70%. Það er þó yfirleitt þynnt nokkuð út fyrir neyslu, en absint þykir prýðilegur lyst- auki á undan mat. Við framleiðsluna er notast við ýmsar jurtir sem gefa drykknum afgerandi bragð og hinn einkennandi græna lit. Má þar nefna plöntuna ísóp, fenniku eða fennel, anís og síðast en ekki síst malurtarrót. Malurtin nefnist Artemisia absint- hium á latínu og dregur áfengisteg- undin nafn sitt af því. Er plantan raunar nafngjafi fleiri tegunda úr heimi Bakk- usar, því á þýsku nefnist hún Wermut. Drykkurinn vermút heitir eftir henni, en blöð malurtarinnar eru notuð við framleiðslu á vermút. Það voru þó ekki eiginleikar mal- urtar sem krydds í áfengi sem fyrst vöktu athygli manna á henni. Hún er einhver elsta lækningajurt sem þekkt er og var talin koma að gagni við hinum ýmsu kvillum – einkum hvers kyns verkjum. Sagan segir raunar að absint- drykkurinn hafi í fyrstu verið hugs- aður sem mixtúra og er uppfinning hans eignuð nafngreindum frönskum lækni sem flúði til Sviss árið 1792 í umróti frönsku byltingarinnar. Töfra- meðal sitt hafi læknirinn kallað „grænu dísina“ (franska: La fée ferte) vegna hins skringilega græna litar. Það nafn átti lengi eftir að loða við drykkinn. Ef marka má þessa frásögn gekk uppskrift doktorsins franska manna á milli í Couvet-héraðinu í Neu châtel þar til athafnamaður nokkur festi kaup á henni, ekki með grasalækningar í huga heldur til snapsaframleiðslu. Aðrir benda á að bændur í Neuchâtel hafi um miðja átjándu öld verið kunnir fyrir malurtarsnapsa sína. Bölvun grænu dísarinnar Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um úthrópað áfengi Í glasinu fyrir framan ungu konuna er ljósgrænn vökvi. Þau sitja í þögn. Listamaðurinn sem skapaði þetta heimsfræga verk árið 1876 var Edgar Degas, einn af upphafsmönnum impressjónismans í málaralist. Snyrtistofan Ha lik Við sérhæfum okkur í Háræðaslitsmeðferðum Góður árangur – Gott verð Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Bjóðum einnig árangursríka húðslípimeðferð Fyrir Eftir Fyrir Eftir .Stúlkan á myndinni hlyti að vera Skækja. 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r58 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 2 -0 6 2 0 1 B 7 2 -0 4 E 4 1 B 7 2 -0 3 A 8 1 B 7 2 -0 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.