Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 110
endur okkar detta svo fljótlega út, við erum þá tveir eftir með reksturinn,“ segir Skjöldur frá. Pökkuðu breskri verslun í gám Herrafataverzlunin lá í dvala um skeið og þeir félagar skenktu ölið á Ölstofunni. Þá hefur samband vinur þeirra, Kjartan Sveinsson í Sigur Rós, sem þá bjó í gömlu draumaverk- smiðju þeirra félaga á Lindargötunni. „Í gegnum viðskiptin höfðum við kynnst herrafataverslun í London sem við urðum mjög hrifnir af. Hún hét Bertie Wooster og bauð upp á ekta ensk herramannaföt úr miklum gæðaefnum og var að auki skemmtilega innréttuð. Við höfðum bent Kjartani á þessa verslun þar sem hann var áður viðskiptavinur hjá okkur. Hann hringir í Kormák sem þá er í sumarleyfi á Spáni, segist staddur í versluninni í London og hún og allt sem í henni er sé til sölu. Við hreinlega keyptum búðina með öllu sem í henni var og nutum aðstoðar frá vinum okkar, Þorláki Einarssyni, fyrrverandi innanbúðar- dreng, og Villa naglbít sem þá voru úti í námi. Við pökkuðum búðinni saman í risastóran gám og sendum heim. Þessi verslun eignaðist svo nýtt heimili í þessum kjallara hér,“ segir Skjöldur frá. Uppsveifla í heiladingli „Það var uppsveifla í heiladinglinum á okkur. Þetta var nefnilega ekkert dáið í okkur,“ segir Kormákur. „Við ákváðum síðan að hætta í notuðum fatnaði og hefja vandaða framleiðslu á fatnaði. Guðmundur Jörundsson, ungur piltur með mikinn áhuga á fatnaði, var ráðinn til starfa og var eins og hugur okkar. Þegar hann hefur nám sitt í fatahönnun gerðum við okkar fyrstu fatalínu. Nú fram- leiðum við gríðarlega mikið sjálfir, jakkaföt, skyrtur og peysur. Einnig erum við með gott teymi sem velur inn vörur í verslunina af kostgæfni og þar fer fremstur í flokki Guðbrandur kaupmaður,“ segir Skjöldur frá. Gæði og fegurð Skjöldur segir að þótt þeir félagar hafi farið úr notuðum fatnaði yfir í hágæðamerki og eigin framleiðslu hafi þeir alltaf viljað halda í ákveðinn stíl sem þeir kenna við herramann. „Þetta er svona breskur hefðarstíll og stefnan er alltaf gæði og fegurð. Fatn- aður sem hentar okkur Íslendingum vel. Vöruúrvalið hefur aukist til muna, þá sérstaklega hversdagslegur fatnaður fyrir menn á öllum aldri.“ Hvernig er hinn vel klæddi herra- maður að þeirra mati? Skjöldur reisir sig við í sætinu. „Ég skal segja þér það. Hann heitir Egill Ólafsson,“ segir hann og hlær. Þrjátíu nei og eitt já Nú hafa þeir félagar opnað nýja verslun á Skólavörðustíg 28 og bjóða þar einnig upp á fatnað fyrir dömur. „Löngu tímabært, við eigum hús- næðið og getum leyft okkur að þróa þessa verslun,“ segir Kormákur. En fá þeir enn þá svona margar hugmyndir? „Já, hvort við gerum,“ segir Kormákur. „Við fáum enn margar góðar hugmyndir saman.“ „En erum að verða svo gamlir að við gleymum þeim,“ segir Skjöldur. „Við ættum að fá okkur einka- ritara til að fylgja okkur eftir,“ segir Kormákur. Hvað er karlmennska í ykkar huga? Hafið þið eitthvað þroskast? „Nei, við höfum lítið þroskast en karlmennska er í okkar huga herra- mennska. Maður sem ég myndi líta upp til er alltaf til í að aðstoða aðra. Í hans orðabók eru þrjátíu já á móti einu neii,“ segir Kormákur. „Að standa við orð sín og gjörðir, það finnst mér líka lýsa þessum góðu gildum.“ Mamma og pabbi En hvað er í alvöru leyndarmálið á bak við velgengnina? „Ég held að það sé starfsfólkið sem okkur auðnaðist að fá til okkar. Starfsfólkið, það kallar okkur mömmu og pabba,“ segir Kormákur. Hvor er hvað? „Æi, ég er víst mamman, en það verður að hafa það,“ segir Kormákur og hlær. Kormákur og Skjöldur keyptu búð í London, pökkuðu henni niður í gám og settu upp í kjallara á Laugavegi. FréttabLaðið/EyÞór Kormákur og Skjöldur rifja upp minningar og skoða úrklippubækur. FréttabLaðið/EyÞór 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r54 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 1 -D E A 0 1 B 7 1 -D D 6 4 1 B 7 1 -D C 2 8 1 B 7 1 -D A E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.