Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Ekki er sjálfgefið að skipulag björgunarstarfs hjá herlausri smáþjóð í risastóru harðbýlu landi sé í lagi. Við eigum því láni að fagna að fjölmennar björgunarsveitir sjálfboðaliða annast öryggi okkar – og gera það prýðilega. Sveitirnar vinna þrekvirki á þrekvirki ofan og spara ríkinu stórfé í hverju útkalli. Björgunarsveitirnar eru ein helsta skrautfjöður Íslands. Þær vinna verk sem hermenn og launaðar sveitir atvinnu- manna sinna í nálægum löndum. Íslenskar björgunar- sveitir eru umfjöllunarefni í nýjum útvarpsþætti BBC. Þar er ekki farið leynt með aðdáunina á ungu björgunarfólki, sem sjálft aflar fjár til starfsins. Hátt í 500 björgunarsveitarmenn leituðu rjúpnaskyttu á Austfjörðum um síðustu helgi. Allt fór vel í það skiptið. Björgunarfólkinu varð ekki meint af og veiðimaðurinn fannst heill á húfi en kaldur og hrakinn eftir að hafa grafið sig í snjóskafl tvær langar nætur rammvilltur og farsíma- og staðsetningartækjalaus. Fjölmiðlar greindu samviskusamlega frá gangi leitar- innar og þjóðin fékk gleðitíðindin, eins og vera ber, þegar skyttan fannst. Við urðum vitni að hetjudáðum björgunar- sveitanna, sem reiða sig á eigin fjáröflun með flugeldasölu og styrkjum frá fólki og fyrirtækjum. Þær þurfa að kaupa tól og tæki og halda starfinu gangandi. Fjölmiðlum er skylt að segja frá sorgum þeirra og sigrum. Það styður vöxt og viðgang sveitanna að fólkið í landinu fái að vita hvað þær gera. Því skaut skökku við þegar rjúpnaskyttan sem heimt var úr helju ásakaði fjölmiðla um ónærgætni. Slíkri ásökun er hvergi hægt að finna stað. Þegar þyrla Gæslunnar lenti og hann steig út á þyrlupallinn við sjúkrahúsið í Reykjavík var sjálfsagt og eðlilegt að taka myndir. Þær sýndu ekkert niðurlægjandi og ekkert ósiðlegt heldur gleðistund, sem deilt var með þjóðinni. Enginn var neyddur í viðtal. Þvert á móti fékk maðurinn sem bjargað var tækifæri til að þakka fyrir sig, sem hann gerði kurteislega. Sýndur var endir sigurgöngu, sem að vísu kostaði tugi milljóna og mikla fyrirhöfn. En enginn sá eftir peningunum. Enginn taldi eftir sér fyrirhöfnina. Sérkennilegt var, að Landspítalinn skyldi taka undir gagnrýni rjúpnaskyttunnar. Fáir kunna betur að nýta sér fjölmiðla til að vekja athygli á bágri aðstöðu sinni en ein- mitt Landspítalinn. Fjölmiðlar bregðast við þeirra góða málstað. En stundum þykir stjórnmálamönnunum, sem ábyrgð bera á ríkiskassanum, nóg um og fjölmiðlarnir full leiðitamir. Fjölgun ferðamanna að vetrarlagi hefur aukið álag á björgunarsveitir. Því má gera ráð fyrir, að hugmyndir um atvinnumannasveitir fái byr undir báða vængi. Það er góðra gjalda vert. En slíkar ráðagerðir verða að taka mið af því að varðveita og efla það góða starf sem fram fer. Sjálf- boðaliðar, sem fá grunnþjálfun í heilbrigðu frístundastarfi barna og unglinga, verða áfram að vera í forystu. Sjálfboða- liðarnir rísa vel undir ábyrgðinni og þeir vilja bera hana. Munum flugeldasöluna um áramótin. Munum flugeldana Sérkennilegt var, að Land- spítalinn skyldi taka undir gagn- rýni rjúpna- skyttunnar. Nú, þegar ég er að verða miðaldra, langar mig að skrifa vel miðaldra pistil. Svona „Það var allt betra í gamla daga“-pælingu. Það er reyndar mjög erfitt, því það var ekki allt betra í gamla daga. Reyndar bara frekar fátt. En við höfum samt sem áður tapað nokkrum dýrmætum eigin- leikum. Mannfræðingar munu eflaust kalla þetta þróun, eins og þegar dýrategundir gengu á land og misstu tálknin. Hugsanlega er þetta ekki alveg sambærilegt, en samt. Við kunnum til dæmis ekki að leita. Í gamla daga (þetta er ekki í síðasta skipti sem ég nota þetta hugtak) var bara heimasími. Föstudagskvöld og Steingrímur vinur minn er ekki heima. Þá eru góð ráð dýr. Þá breyttist maður í leynilöggu sem þurfti að reyna að komast að því hvert sá grunaði (besti vinur) hefði farið. Hvar væri líklegast að finna hann til þess að tapa ekki dýrmætum tíma við unglinga- drykkju. Maður gat jafnvel tapað öllum hópnum og ráfað um einn og endað á að hanga heima hjá foreldrum sínum. Það var alltaf mikill skellur. Í gamla daga var hægt að rífast um allt. Löng og hressandi rifrildi með aukinni hættu á vinslitum voru alltaf skemmtileg. Nú finnst mér eins og það sé bara rifist um pólitík. Helvítis Google er búið að skemma svo mörg frábær rifrildi. Þau eru kannski rétt að keyrast í gang þegar einhver bjáninn rífur upp símann og flettir ágreiningsefninu upp. Þar með er búið að skemma fínt rifrildi sem hefði getað staðið tímunum saman með tilheyrandi æsingi og yfirlýsingum og mögulega uppáhaldinu mínu: Veð- máli. Fundna kynslóðin Nú kann enginn lengur að rata. Listin að keyra um með fangið fullt af korti (sem var alltaf í einhvers konar bjánalegu broti sem aldrei var hægt að ganga frá) er deyjandi. Nú nota menn bara símann og villast aldrei. Það getur ekki verið hollt fyrir fólk að villast aldrei. Það er fátt sem kennir manni meiri auðmýkt en að þurfa að spyrja til vegar. Í gamla daga var töff að reykja (staðfest). Nú hef ég ekki hugmynd um hvað er töff. Samt klárlega ekki að reykja. Og alls ekki að veipa. Það hlýtur að vera það bjánalegasta af öllu. Stundum er þetta eins og að ganga framhjá ávaxtaborðinu í Krónunni. Hvernig getur í alvöru verið töff að reykja eitthvað með blá- berjabragði? Í rauntíma Og í gamla daga þurfti maður bara að segja frá því hvar maður hafði verið og hvert maður hefði farið. Og fólk varð einfaldlega að trúa því. Þá voru ekki allar manns athafnir í beinni útsendingu. Um daginn fór ég á leik í Barcelona. Leikurinn var mjög ómerkilegur, fyrir utan tvö mörk. Maðurinn fyrir framan mig missti af þeim báðum. Hann var að senda Snapchat um hvað það væri meiriháttar að vera á vellinum. Það er soltið glatað. Ég gæti haldið áfram endalaust um hvað allt var hressandi í gamla daga. Fólk skammaðist sín ekki fyrir að borða unnar kjötvörur, fólk beið bara í rólegheitum í viku eftir næsta þætti í sjónvarps- seríum, fólk fór í banka með reikninga og gat valið um það í bakaríinu hvort það fengi franskbrauð, rúgbrauð, heilhveitibrauð eða normalbrauð. Það var ekkert verið að flækja málið með fleiri tegundum. Hver veit til dæmis hvað er í haustbrauði? Eða munkabrauði? Vá, hvað ég hlakka til að verða röflandi gamal- menni! Nútíminn er trunta átíðarstund í Fríkirkjunni í ReykjavíkH Jólatónleikar til styrktar Bráðamóttöku Landspítalans fimmtudaginn 8. desember kl. 12 Hanna Dóra Sturludóttir, mezzosópran Einar Clausen, tenór Ágúst Ólafsson, barítón Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari og stjórnandi Kvennakórinn Heklurnar ásamt hljómsveit Miðaverð 2500.- Miðasala á tix.is og við innganginn 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -B C 1 0 1 B 7 1 -B A D 4 1 B 7 1 -B 9 9 8 1 B 7 1 -B 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.