Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 2

Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Páskar íKína 19. mars - 1. apríl Verð frá449.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann í tvíbýli á 5 stjörnu hótelum *Verð án Vildarpunkta 459.900 kr. Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Útgáfa Morgunblaðsins á nýju ári hefst 2. janúar með blaðinu Tíma- mótum, sem er samvinnuverkefni New York Times og Morgunblaðs- ins. Í blaðinu er að finna greinar eftir rithöfunda og sérfræðinga um innlend mál og erlend, menningu og listir, ljósmyndir og skopmyndir af innlendum og erlendum vett- vangi þar sem farið er yfir helstu atburði ársins og rýnt inn í framtíð- ina. Að auki gefur Morgunblaðið út myndarlegt blað um heilsu, hreyf- ingu og hollt líferni þennan dag. Hefðbundið blað kemur svo út mánudaginn 4. janúar. Öflug fréttaþjónusta á mbl.is Að venju verður öflug fréttaþjón- usta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir áramótin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Afgreiðslutími um áramót Þjónustuver áskriftadeildar er opið á gamlársdag frá kl. 8-12. Þjónustuverið verður lokað á ný- ársdag en opið laugardaginn 2. jan- úar kl. 8-12. Símanúmerið er 5691122 og netfang askrift@mbl.is. Auglýsingadeildin er lokuð en net- fangið er augl@mbl.is. Blaðberaþjónusta er opin á gaml- ársdagsmorgun frá 6-12. Lokað er á nýársdag en opnað aftur 2. janúar kl. 6-12. Símanúmer blaðberaþjón- ustunnar er 5691440 og netfang bladberi@mbl.is. Skiptiborðið verður lokað yfir áramótin. Net- fang ritstjórnar er ritstjorn- @mbl.is. Hægt er að bóka dán- artilkynningar á mbl.is. Þjónusta um áramótin 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 V er ð íl au sa sö lu 8 3 8 k r. Tímamót HEIMURINN 2016  Tímamót í ársbyrjun í samvinnu við New York Times Veðurstofa Íslands spáir sunnan og suðaustan 10-18 m/s í dag og snjó- komu eða éljum, en úrkomulítið verður norðaustantil. Hvassara um tíma sunnan- og suðvestanlands síð- degis og síðar norðanlands, en dreg- ur úr vindi seint annað kvöld. Hiti um frostmark. Spádeild Veðurstofunnar segir að éljaganginum geti fylgt eldinga- veður og er það þá bundið við sunn- anvert landið og annes vestast á landinu. Búist er við besta áramótaveðrinu á Norður- og Austurlandi. Flugeldar og eldingar Mesti vindhraði sem mældist í ofsaveðrinu sem gekk yfir Austur- land í fyrrinótt og fram eftir gær- deginum var á Vatnsskarði eystra. Þar var vindurinn 46,3 m/s þegar hvass- ast var og sterk- asta vindhviðan var 70,8 m/s. Í Pap- ey mældist 38,6 m/s vindur og hviða upp á 53,0 m/s. Í Hallsteinsdal mæld- ist 34,6 m/s vindur og 57,9 m/s vind- hviða. Trausti Jónsson veðurfræðingur greindi frá því á síðunni Hungur- diskum í gær að lægsti sjávarmáls- þrýstingur á landinu hefði mælst á Kirkjubæjarklaustri klukkan fimm í gærmorgun, 930,2 hPa. Það var lægsti loftþrýstingur sem mælst hafði á landinu frá 24. desember 1989 en þá mældust 929,5 hPa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Hinn 5. janúar 1982 mældist 929,9 hPa þrýstingur einnig á Stórhöfða. Lægsti loftþrýstingur sem mælst hefur hér á landi mældist á Stór- höfða 2. desember 1929 og var hann 920 hPa. Þetta kemur fram í grein eftir Trausta á vef Veðurstofunnar. Þar segir m.a. að loftþrýstingur fari mjög sjaldan niður fyrir 940 hPa og þá aðeins í stuttan tíma og á tiltölu- lega litlu svæði. gudni@mbl.is 70,8 m/s vindhviða mældist  Hvassast á Vatns- skarði í óveðrinu Stormur Mjög hvasst fyrir austan. Vilhjálmur A. Kjartansson Auður Albertsdóttir Laust eftir hádegi í gær frömdu tveir menn vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni. Talið er að annar maðurinn hafi verið vopn- aður skammbyssu og hinn vopnaður hnífi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins höfðu mennirnir tveir í frammi hótanir og kröfðust fjár- muna af starfsmönnum bankans. Rúnar Pálmason, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að mennirnir hefðu komist undan með einhverja fjármuni, en ekki liggur fyrir hversu mikla. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins stökk annar mannanna yfir borð í gjaldkerastúku og hrinti gjaldkeranum sem þar var fyrir. Við þetta skildi hann eftir fingraför sín á borði. Velferð starfsfólks mikilvægust Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði starfsfólki úti- búsins illa brugðið en hann var staddur í útibúi bankans þegar blaðamaður mbl.is náði haf honum tali í gær. Hann sagði engar veru- legar skemmdir hafa orðið á úti- búinu í ráninu en mestu máli skipti velferð starfsfólksins. „Flestir eru farnir heim núna eða að fara heim núna. Útibúið verður síðan lokað á morgun, gamlársdag, í ljósi atburðanna en mörgum er illa brugðið. Svona gerist sem betur fer ekki oft en fólkið okkar er vel þjálfað til að bregðast við.“ Bankaræningjarnir tveir voru mjög ógnandi að sögn Steinþórs og fékk starfsfólk útibúsins áfallahjálp. „Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir okkur öll, bæði starfsfólk og fólkið sem var að eiga viðskipti inni í úti- búinu þegar þetta gerðist. Það voru margir staddir hér inni þegar ránið var framið.“ Röktu spor að Öskjuhlíð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brá skjótt við og strax var mynd úr eftirlitsmyndavél bankans birt á vef lögreglu og send fjölmiðlum og fólk beðið um að veita lögreglu aðstoð við að bera kennsl á mennina tvo en þeir flúðu af vettvangi á stolinni hvítri sendibifreið, sem fannst fljótlega eft- ir bankaránið í Barmahlíð í Reykja- vík. Þar náðust myndir af þeim á ör- yggismyndavél og bar lögregla kennsl á mennina af myndunum. Við tók leit lögreglu á svæðinu en vopnuð sérsveit embættis ríkislög- reglustjóra leitaði í Öskjuhlíð ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Að sögn íbúa í Hlíðunum flaug þyrla Gæslunnar lágflug yfir Öskju- hlíðinni, fór milli íbúðarhúsa í Hlíð- unum, sunnan megin við Miklubraut, og Öskjuhlíðar og beindi loftköstur- um niður. Óstaðfestar heimildir herma að þyrlan hafi notast við hita- myndavélar og nætursjónauka við leitina í Öskjuhlíð. Tveir menn handteknir Fljótlega upp úr kl. hálfsjö bárust þær fregnir að búið væri að hand- taka tvo menn í tengslum við banka- ránið. Þá virðist sem leit lögreglunn- ar og sérsveitarinnar í Öskjuhlíð hafi lokið um svipað leyti, en hvorki lög- reglumenn né lögreglubíla var þá að sjá við Öskjuhlíðina. Kristján Ólafur Guðmundsson, að- stoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, staðfesti í gærkvöldi að búið væri að handtaka tvo menn í tengslum við rannsókn málsins og enn væri tveggja manna leitað. „Við gefum ekkert út um það hvort mennirnir tveir sem nú er búið að handtaka séu þeir sem fóru vopn- aðir í útibú Landsbankans. Það eina sem ég get sagt er að búið er að handtaka tvo menn í tengslum við ránið og við erum enn að leita tveggja manna,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið um hálf- áttaleytið í gærkvöldi. Vopnað bankarán  Tveir vopnaðir menn rændu útibú Landsbankans í Borgartúni upp úr hádegi í gær  Lögreglan rakti slóð þeirra í Öskjuhlíð þar sem sérsveitin leitaði þeirra Vopn Þessi mynd af mönnunum tveimur náðist á öryggismyndavél útibúsins er þeir komu þangað inn. Annar þeirra vera með hníf, hinn með skotvopn. Með byssu Mynd úr örygg- ismyndavél af öðrum mannanna. Morgunblaðið/Júlíus Sérsveitin Á planinu við bensínstöð Shell í Skógarhlíð í gær. Vopnuð sér- sveit lögreglu virðir fyrir sér spor áður en haldið er til leitar í Öskjuhlíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.