Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket Haraldur Haralds- son, gjarnan kennd- ur við heildversl- unina Andra hf., lést mánudaginn 28. des- ember. Haraldur var fæddur 13.11. 1944 og var því 71 árs. Haraldur var kvæntur Þóru And- reu Ólafsdóttur, fædd 2.3. 1948. Þau eignuðust þrjú börn: Ólaf, f. 18.3. 1966, Harald Andra, f. 12.3. 1970 og Fjölni Frey, f. 15.9. 1975. Barnabörnin voru sjö. Foreldrar Har- aldar voru Jóna Ólafsdóttir og Har- aldur Hjálmarsson. Bræður Har- aldar eru Ólafur og Grétar sem lést 2013. Haraldur var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk námi við enskan verslunarskóla 1962. Hann var sölumaður hjá G. Ein- arssyni & Co, Heildverslun Andrésar Guðnasonar og Íslenska verslunar- félaginu. Hann var framkvæmda- stjóri Andra hf. frá 1970 og ávallt kenndur við það fyrirtæki. Hann vann þar náið með Gunnari Ólafssyni í Fiskiðjunni. Hann var sæmdur heið- ursorðu Póllands fyrir aðstoð við landið að koma á viðskipta- samböndum og sölu á íslenskum fisk- afurðum þangað. Haraldur stóð að stofnun fyrsta ís- lenska kreditkorta- fyrirtækisins, Kred- itkorta hf., hann var varaformaður Alpan á Eyrarbakka frá stofnun og í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna. Þá var hann í stjórn fjölda fyrirtækja og samtaka, meðal ann- ars Útflutningsráðs Íslands, Íslenska út- varpsfélagsins og Verslunarráðs Ís- lands. Hann var bankaráðsmaður í Íslandsbanka og í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Haraldur var frumkvöðull á ýms- um sviðum. Hann var meðal þeirra fyrstu sem byggðu upp skíðaíþróttina í Bláfjöllum, tók þátt í uppbyggingu Hjálparsveita skáta á frumárum þeirra, innleiddi greiðslukorta- viðskipti á Íslandi og sat í stjórnum fjölda fyrirtækja og félagasamtaka á umbrotaárum íslenskra viðskipta eft- ir haftaárin svokölluðu. Hin síðari ár var Haraldur virkur í hestamannafélaginu Fáki, sundhópn- um Svarthöfðar í Árbæjarlaug og starfaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ, þar sem hann bjó síðustu árin. Andlát Haraldur Haraldsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hrunið kom sérstaklega illa við ungt fólk. Þrátt fyrir að ungt fólk afli nú almennt hærri tekna en jafnaldrar þess gerðu fyrir 20 ár- um skuldar það meira og á minna í eignum sínum. Umtalsverður hluti ungs fólks og fólks sem er að nálgast miðjan aldur á ekki neitt, samkvæmt skattskýrslu. Þá hefur munur á eignastöðu þeirra ríkustu og fátækustu aukist á síðustu tveimur áratugum. Eignir og skuldir einstaklinga hafa vaxið mikið á tveimur áratug- um. Páll Kolbeins, rekstrarhag- fræðingur hjá Ríkisskattstjóra, greinir þróunina ítarlega í grein í fréttablaði embættisins, Tíund. Landsmenn töldu fram á skatt- framtölum 4.213 milljarða króna eignir í lok árs 2014. Á móti eign- um stóðu skuldir upp á tæplega 1.768 milljarða. Skuldlausar eignir voru því 2.445 milljarðar króna. Eignirnar höfðu meira en tvö- faldast að raunvirði frá árinu 1994 en skuldirnar enn meira. Skuld- lausar eignir höfðu aukist um 1.211 milljarða á þessum árum eða um 98%. Páll bendir á að ráðstöfunar- tekjur einstaklinga hafi hækkað um 515 milljarða á þessu tímabili, rúmlega tvöfaldast að raunvirði. „Það ætti því að vera óhætt að full- yrða að landsmenn séu ríkari í dag en þeir voru fyrir tuttugu árum,“ skrifar hann. Afleiðing þjóðfélagsbreytinga Verulegar sviptingar hafa orðið á þessum tuttugu árum. Það sést þegar Páll skiptir áratugunum tveimur upp í afmörkuð tímabil. Framan af var hægur vöxtur eigna sem fór vaxandi og varð síðan mik- ill þegar leið að hruni. Í hruninu lækkaði matsverð eigna og eigið fé landsmanna rýrnaði um þriðjung. Eigið fé fólks í aldurshópnum 25 til 35 ára þurrkaðist út. Fólk í eldri aldurshópunum stóð hrunið betur af sér. Síðasta skeiðið, frá 2010 til 2014, nefnir Páll endurreisnina. Á þeim tíma fóru eignir og eigið fé að aukast aftur. Eigið fé yngri hóps- ins hefur á þeim tíma aukist hrað- ar en þeirra eldri. Stór hluti skýr- ingarinnar á þessum færslum á milli aldurshópa er væntanlega þróun íbúðaverðs sem er stærsti liðurinn í eignamyndum ein- staklinga á Íslandi. Skipting eigna í landinu hefur breyst umtalsvert á síðustu 20 ár- um, samkvæmt grein Páls. Eignir hafa aukist og skuldir sömuleiðis. Það eru þó ekki eignir og skuldir sömu hópanna sem hafa aukist. Munur á hreinni eign hefur því aukist. Þá hafa eignir þeirra sem eldri eru aukist meira en eignir þeirra sem eru yngri. „Á aðra höndina endurspeglar þetta ákveðnar þjóðfélagsbreytingar en á hina höndina má segja að hér sé um að ræða afleiðingu þróunar eigna og skulda í þjóðfélaginu á síðustu 20 árum þar sem unga fólk- ið kemur seint og skuldugt út á vinnumarkaðinn og tekur sér síðan á herðar enn meiri skuldir til að geta flutt að heiman, stofnað fjöl- skyldu og komið sér upp þaki yfir höfuðið. Þeir sem eiga húsnæði græða þannig á rýmri fjárráðum þeirra sem þurfa eða vilja kaupa húsnæði,“ skrifar Páll. Fasteignaverð skýrir margt Þær breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi birtast með skýrum hætti í eignastöðu fólksins í landinu. Páll segir að hvort held- ur litið er til tiltölu eða hreinna fjármuna hafi auðugasta fólkið árið 2014 átt meiri skuldlausar eignir en auðugasta fólkið 1994. Lands- menn skulda meira en þeir gerðu fyrir 20 árum. Margir hafi lifað um efni fram. Á sama tíma hafi aðrir uppskorið ríkulega og ávaxtað fé sitt. „Munur á þeim ríkustu og þeim fátækustu hefur aukist. Fasteignir hafa hækkað í verði sem hefur þýtt að þeir sem eiga eignir ávaxta sitt pund á meðan hinir sökkva sér í skuldir til að geta keypt af þeim sem eiga eignir. Þeir eldri hagnast en unga fólkið tekur sér á herðar þyngri byrðar. Þessi breyting hef- ur leitt til þess að eldra fólk á nú stærri hlut skuldlausra eigna í landinu en fyrir 20 árum,“ skrifar Páll. Eiga bara skuldir Hrunið kom sérstaklega illa við ungt fólk. Þrátt fyrir að ungt fólk afli nú almennt hærri tekna en jafnaldrar þess gerðu fyrir 20 ár- um skuldar það meira og á minni eignir. Umtalsverður hluti ungs fólks og fólks sem er að nálgast miðjan aldur á ekki neitt, sam- kvæmt skattskýrslu. „Það er reyndar umhugs- unarvert að margir sem eru að nálgast miðjan aldur eiga ekki að- eins minni eignir en forverar þeirra á sama aldri gerðu fyrir 20 árum heldur eiga þeir ekkert ann- að en skuldir. Það má ætla að þessu fólki takist að reka skuld- irnar með vinnu og því er útlit fyr- ir að talsverðar breytingar verði á högum þessa fólks þegar starfs- þrekið dvínar og tekjurnar minnka,“ segir Páll Kolbeins. Margir eiga ekkert annað en skuldir  Eignir og skuldir einstaklinga síðustu 20 ár greindar í Tíund  Hrunið kom illa við ungt fólk  Munur á eignastöðu þeirra ríkustu og fátækustu aukist  Þeir sem eiga fasteignir hagnast Páll Kolbeins Hrein eign einstaklinga Heimild: Tíund Eignir og skuldir einstaklinga 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 19 92 19 96 20 00 20 02 20 04 20 06 20 10 20 08 20 12 20 01 20 03 20 05 20 09 20 07 20 11 20 13 20 14 19 94 19 98 19 93 19 97 19 95 19 99 19 92 19 96 20 00 20 02 20 04 20 06 20 10 20 08 20 12 20 01 20 03 20 05 20 09 20 07 20 11 20 13 20 14 19 94 19 98 19 93 19 97 19 95 19 99 Hrein eign SkuldirEignir Morgunblaðið/Ómar Íbúðir Þeir sem eiga fasteignir, fólk í eldri hópunum, hagnast á því að selja eignir sínar til unga fóksins sem þarf eða vill kaupa sér íbúðarhúsnæði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.