Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015
Vandaður kuldafatnaður
á góðu verði
Útsöluaðilar: Útilíf Kringlunni – Smáralind – Glæsibæ I K Sport Keflavík I Nína Akranesi
Sportver Akureyri I Borgarsport Borgarnesi I Sportbær Selfossi I Axel Ó Vestmannaeyjum
Stærðir 2–12 ára
Verið getur að auglýstar vörur séu ekki til hjá útsöluaðila. Umboðsaðili: DanSport ehf.
VIÐTAL
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Hjörtur Traustason sigraði í söng-
keppninni The Voice á Skjá einum
fyrr í mánuðinum en hann heillaði
landann með rödd sinni og fram-
komu. Hann fluttist til Bolung-
arvíkur í sumar ásamt eiginkonu
sinni Freydísi Ósk Daníelsdóttur og
dætrunum Agnesi Evu og Stefaníu
Rún eftir 17 ára „útlegð“ í höf-
uðborginni. Þau eiga síðan von á
þriðju dótturinni í mars.
„Mig langaði alltaf að koma heim
aftur og vera í faðmi stórfjölskyld-
unnar. Mín mafía er fyrir vestan, allt
mitt fólk og hér er gott að vera,“ seg-
ir Hjörtur.
„Okkur líkar rosalega vel hér. Það
er svo rólegt hérna, stundum fullró-
legt en það er bara mjög gott. Ég
þekki hitt, ég er búinn að eiga heima
helminginn af ævinni fyrir sunnan,“
segir Hjörtur sem er úr sveit fyrir
ofan Bolungarvík, frá Þjóðólfstungu,
sonur Hjördísar Jónsdóttur og
Trausta Bernódussonar.
Hann er kominn af miklu söng-
fólki. „Þegar við hittumst á manna-
mótum, ættarmótum og fjölskyldu-
veislum, þá er mikið sungið,“ segir
hann.
Góður hljómur í fjósinu
Sjálfur var hann alltaf sönglandi
sem barn. „Ég ólst upp við að mjólka
beljur og gefa skepnum,“ segir hann
og bætir við að það hafi verið gaman
að syngja í bergmálinu í fjósinu, eitt-
hvað sem hann og móðurbróðir hans
og vinur Stefán Steinar hafi nýtt sér
óspart. Hann á ennfremur þrjú
systkini sem öll syngja líka mikið.
Söngurinn var alltaf í félagslegum
tilgangi, „límið sem límir okkur öll
saman“.
Hann játar því aðspurður að hann
sé maðurinn sem taki upp gítarinn í
partýum. Fyrir mér er gítarpartý
það besta í heimi,“ segir Hjörtur,
sem er ekki mikið fyrir miðbæj-
arskemmtanir en vill „heldur sitja í
góðra vina hópi, tralla á gítarinn og
syngja. Þá gerist eitthvað, einhverjir
töfrar. Sérstaklega þegar þú færð
hóp með þér sem vill syngja og
skemmta sér. Það eru bestu partý-
in.“
Hjörtur segir að hann hafi ekki
farið að syngja fyrir alvöru fyrr en
hann byrjaði í kórnum Fjallabræðr-
um árið 2009. Hann segir það vera
öflugan og skemmtilegan fé-
lagsskap. Hann saknar vinanna úr
kórnum en eitt sinn Fjallabróðir,
ávallt Fjallabróðir.
„Ég sagði við strákana að ég
þyrfti að hætta í Fjallabræðrum,“
segir hann en þetta var þegar komið
var að flutningi vestur. Þá fékk hann
svarið að það væri ekki hægt. Það
væri bara ein leið út: Að drepast.
„Ég var alltaf að syngja með mínu
fólki en það er allt annað að syngja
fyrir ókunnuga.“
Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri
hefur hvatt hann mikið áfram og hef-
ur verið örlagavaldur í hans lífi, seg-
ir Hjörtur.
Fannst hann of gamall
Hringt var í Hjört og hann beðinn
um að taka þátt í The Voice. Hann
segist bara hafa verið að „leggja
parket á Bústaðavegi“ þegar kona
hringir í hann og spyr hvort hann
vilji koma fram í sjónvarpi. Hann
segist ekki hafa áttað sig strax á því
hversu umfangsmikið þetta væri en
ákvað að slá til. Hann fékk fiðring í
magann við tilhugsunina en efa-
semdir létu líka á sér kræla. „Mér
fannst ég vera of gamall í þetta,“
segir Hjörtur, sem er 35 ára. Hann
var hvattur áfram af vinum og sér að
vonum ekki eftir því að hafa tekið
þátt en var alltaf að spá í hver hefði
bent á hann.
„Svo komst ég að því eftir keppn-
ina að það hefði verið Halldór Gunn-
ar, kórstjóri Fjallabræðra, sem
benti á mig. Hann vildi ekkert láta
mig vita af því, eins og hann sagði:
„Fyrr en ég væri búinn að vinna
þetta.“ Svo hló hann bara.“
Vinur hans hafði sett söng-
myndbönd af Hirti inn á YouTube
sem höfðu hjálpað til við að vekja at-
hygli á honum en Hjörtur segist
sjálfur hafa kunnað lítið á samfélags-
miðlana fyrir keppnina. „Ég er gam-
aldags og lærði á Facebook, In-
stagram, Twitter og allt þetta bara
fyrir keppnina.“
Meira en stígvélin og sjógallinn
The Voice er margþættur þáttur
og er að hluta til sendur í beinni út-
sendingu.
„Þetta var svolítið meira en að
fara í stígvél og sjógallann. Maður
var bara úti á ballarhafi og vissi ekk-
ert hvað maður ætti að gera,“ segir
Hjörtur sem var í liði Svölu Björg-
vins.
„Rauði þráðurinn í þessu öllu sam-
an er hvað þetta fólk er æðislega
skemmtilegt. Þetta var frábær upp-
lifun. Maður er alltaf tilbúinn til að
draga sig niður frekar en að hífa sig
upp. Trúin á sjálfan sig er ekki nóg,“
segir hann og rifjar upp hvernig
Svala hafi stappað í hann stálinu og
er hann henni þakklátur.
„Það er svo góð tilfinning að leyfa
sér að trúa, að maður sé söngvari í
hjarta sínu og það er það sem ég tók
út úr þessari keppni. Maður getur
alltaf gert betur. En ef maður heldur
að maður sé of góður, þá er maður
búinn að tapa.“
Finnurðu fyrir sviðsskrekk?
„Hann er alltaf þarna og verður að
vera þarna en um leið og ég er kom-
inn á svið þá er hann bara búinn.“
Hann myndaði góð tengsl við fólk-
ið í kringum þáttinn og segir allt í
kringum sig hafa verið lærdómsríkt
og að hann lifi á þessu alla ævi.
Næsta keppni er síðan framundan
hjá Hirti, sem tekur þátt í und-
ankeppni Eurovision á RÚV. Þar
syngur hann dúett með Ernu Hrönn
Ólafsdóttur, lagið „Hugur minn er“,
eftir Þórunni Ernu Clausen. Ernu
Hrönn kynntist hann einmitt í The
Voice þar sem hún var í bakröddum
en hún er líka reyndur Eurovision-
keppandi. „Þetta er svona lím-
heilalag,“ segir Hjörtur sem lofar
grípandi og skemmtilegu lagi.
Hjörtur hlakka því til komandi
árs og ekki verða ævintýrin minni á
því ári en 2015 með aðra söngva-
keppni framundan og barn í vænd-
um.
„Nú tekur næsta keppni við. Ég
ætla nú ekkert að syngja í söngva-
keppnum allt mitt líf en þetta er góð
kynning. Að ég tali nú ekki um ef
maður kemst út.“
Eins og aðrir hlakkar hann til
hækkandi sólar eftir dimman des-
ember.„Maður reynir alltaf að vera
með sól í hjartanu en það er stund-
um ekki bara nóg.“
Söngurinn er límið í fjölskyldunni
Hjörtur Traustason er sigurvegari keppninnar The Voice á Íslandi Tekur þátt í undankeppni
Eurovision Nýfluttur aftur til Bolungarvíkur eftir 17 ára „útlegð“ í höfuðborginni
Sigurreif Hjónin Hjörtur Traustason og Freydís Ósk Daníelsdóttir eftir að Hjörtur var útnefndur sigurvegari i söngkeppninni The Voice.
Hjörtur segir að nú þegar hann er
kominn til vinnu aftur fyrir vestan
þar sem hann vinnur hjá verktaka
við snjómokstur og fleira finnist
honum óraunverulegt að þetta
hafi allt gerst. En ævintýrin halda
bara áfram hjá Hirti.
„Ég fer á fullt skrið í tónlistinni
eftir áramót,“ segir hann en sig-
urinn í The Voice opnar ýmsar dyr
og auðveldar honum að leita til
fólks vegna samstarfs en hann
hefur hug á því að senda frá sér
plötu.
„Söngurinn hefur alltaf verið
áhugamál hjá mér, svona spari, en
það er svo gefandi að syngja og
gleðja aðra,“ segir Hjörtur sem
hlakkar til að hella sér út í tónlist-
ina.
„Þetta er búinn að vera svo
langur undirbúningur án þess að
maður vissi af því,“ segir hann.
Hann segist njóta sín á sviði og
njóta þess að syngja og finnst
skemmtilegast að syngja íslensk
lög. „Öll stóru lögin og svo er það
rokkið,“ segir Hjörtur en í úr-
slitaþættinum söng hann einmitt
eitt af þeim lögum sem einkenndu
árið 2015, „Ég er kominn heim“,
sem Óðinn Valdimarsson gerði
frægt á sínum tíma. Var það mjög
við hæfi enda er hann sjálfur kom-
inn heim í Bolungarvíkina og kom-
inn á rétta hillu í sönglistinni.
Stefnir að plötuútgáfu
NÆG VERKEFNI FRAMUNDAN HJÁ HIRTI
Með dætrunum Hjörtur með dætrum sínum, Agnesi Evu og Stefaníu Rún.