Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 55
STJÓRNMÁL 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Á ramótin eru frábrugðin flestum öðrum hátíðum okkar samfélags að því leyti að þau eru tilefni til að minnast liðins tíma og velta fyrir sér framtíðinni. Þau gefa fólki sömuleiðis tilefni til þess að ígrunda eitthvað í sínu eigin lífi, einhver gildi eða einhverja hegðun sem það langar til að breyta eða leggja meiri áherslu á. Það gildi sem undirritaðan langar til að vekja athygli á við þetta tilefni, lesendum og sjálfum sér til umhugsunar við upphaf nýs árs, er fyrirbærið sannleikurinn. Sannleikurinn getur virst flókið, jafnvel trúarlegt hugtak, en er þó í sjálfu sér mjög einfalt: Sannleikurinn er samræmi við það sem er. Kannski getur verið erfitt að samþykkja slíka skilgrein- ingu þar sem hún svarar því ekki hvað sé satt og hvað ekki, en það er heldur ekki hlutverk hugtaksins. Fyrir skemmtilega kaldhæðni er sannleiksleitin hinsvegar ekki jafn auðveld og fólk gerir yfirleitt ráð fyrir, þrátt fyrir ein- falda skilgreiningu. Til þess að finna sannleika þarf fólk oft að nálgast hann af ákveðinni auðmýkt og fórnfýsi. Fólk þarf að bera virðingu fyrir takmörkunum sínum og gera ráð fyrir skakkri heimsmynd. Fólk þarf fyrr eða síðar að gefa upp á bát- inn eitthvað af fyrri hugmyndum sínum, jafnvel djúpstæðar sannfæringar sem eru því mjög dýrmætar. Fólk þarf að geta lit- ið yfirvegað á heiminn út frá vondum hugmyndum, jafnvel bein- línis hættulegum. Síðast en ekki síst þarf fólk að vera reiðubúið til að hefja leikinn að nýju um leið og honum lýkur. Gera má hlé á sannleiksleitinni hvenær sem er, en meðan hún á sér stað mun hún aldrei veita þeim frið sem hana stunda. Bananar, afstæðiskenningin og tilgangur lífsins Það er einn hængur á getu mannkyns til sannleiksleitar sem er þess virði að íhuga. Geta okkar til þess að hugsa rökrétt þró- aðist ekki til þess að við gætum skilið sannleikann eins og hann raunverulega er, heldur til þess að við gætum lifað af. Til að ná banana úr tré, halda á sér hita og verjast villidýrum. Þegar við vildum ná banana úr tré fundum við út úr því hvernig maður nær banana úr tré, án þess að hafa í rauninni nokkurn skilning eða áhuga á þyngdaraflinu sjálfu. Hugur mannsins þróaðist ekki til þess að skilja stærð stjarnanna, afstæðiskenninguna, skammtafræðina, tilgang lífsins eða tilvist Guðs, heldur til þess að hugsa og skilja hlutina á þann hátt, og upp að því marki, sem dugði til að ná settu markmiði hverju sinni sem yfirleitt var af- koma. Þess vegna pælum við almennt ekkert í hlutunum nema til að ná einhverju settu markmiði. Það markmið getur verið há- leitt og flókið. Það getur líka verið svo einfalt að svala forvitni eða til dægradvalar, en það verður samt sem áður að vera til staðar. Við lifum ekki til að hugsa heldur hugsum til að lifa. Þetta þýðir ekki að við séum endilega heimskari en við teljum okkur vera (ef við erum þegar meðvituð um eigin heimsku), en þetta þýðir þó að ef manneskja ætlar að skilja eitthvað rétt, þá þarf hún að hafa það að markmiði að skilja það rétt. Ef mann- eskja reynir ekki að skilja hlutina rétt, þá er hún ekki í sann- leiksleit heldur í leit að réttlætingu fyrir hverju svosem hún trú- ir eða vill trúa – og þá getur hún ekki búist við því að finna sannleikann nema fyrir hreina og mjög ólíklega tilviljun. En nóg um sannleikann í bili. Tölum um eitthvað allt annað, eins og pólitík! Samkvæmt kenningunni eiga pólitíkusar að koma sínum sjón- armiðum á framfæri og verja þau gegn gagnrýni annarra. Þá eru haldnar rökræður við hin ýmsu tækifæri, auðvitað fyrst og fremst í kringum kosningar en einnig út kjörtímabilið eftir at- vikum, í útvarpi, í sjónvarpi og víðar. Kjósandinn ákveður síðan hvaða sjónarmið séu gildust, kýs flokk samkvæmt því og þá nær viðkomandi flokkur stundum inn fleiri mönnum á Alþingi. Þetta er grunnkenningin og hún er ekkert galin í sjálfu sér. Munurinn á sannleiksleit og pólitískri rökræðu að er hinsvegar ákveðinn grundvallarmunur á fyrrnefndri sannleiksleit og dæmigerðri pólitískri rökræðu sem er þess virði að íhuga. Í sannleiksleitinni er leitast við að finna hið rétta; ein- hvern sannleika sem allir í leiðangrinum geta sannfærst um eða í það minnsta skilið á sama hátt. Í pólitískum rökræðum er hins- vegar keppendum jafnan stillt upp hvorum á móti öðrum og þeir eiga síðan að standa sig við að sannfæra áhorfandann eftir bestu getu um að kjósa sig – óháð því hvort það sé á réttum eða röng- um forsendum. Annar sigrar, hinn tapar, kannski er jafntefli. Þetta fyrirkomulag hefur ríka tilhneigingu til að afvegaleiða umræðuna frá efnisatriðum málefna, en leiða hana hinsvegar gjarnan út í það hver sé betri eða verri en hinn, hver hafi svikið hvaða loforð og hversu forkastanleg hin eða þessi vinnubrögðin hafi verið. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta ágæt pólitík, en þetta er þó arfaslök frammistaða í leitinni að sannleikanum. Ekki er fullvíst að mikið sé við þessu að gera, en fyrir þessar sakir verða til ýmsir hvatar í pólitíkinni sem maður myndi ekki búast við í sannleiksleit. Til dæmis virðast stjórnmálamenn stundum mun vitlausari en þeir raunverulega eru ef það hentar þeim að misskilja eitthvað. Tilgangur rökhugsunarinnar er þá ekki lengur sá að öðlast hvað bestan skilning, heldur að draga sem mest úr honum. Dómgreindin snýst í andhverfu sína af póli- tískum ástæðum. Þetta gerist alls ekkert alltaf, en gerist þó reglulega. Þá er ennfremur ágætt að minnast á annað, að pólitíkusar hafa ekkert einkaleyfi á þessari hegðun, heldur viðgengst hún líka í samfélaginu, enda koma pólitíkusar einmitt þaðan. Fólk hagar sér líka svona heima við eldhúsborðið, í kaffistofunni og vissulega á samfélagsmiðlunum. Munurinn er helst sá að þar er yfirleitt ekki um að ræða fólk í kastljósinu að óska eftir trausti landsmanna til að stjórna landinu, en eftir stendur að þetta er ekki bara einkenni stjórnmálanna heldur brestur sem hrjáir okkur sennilega öll ef við vinnum ekki meðvitað gegn honum. Fólk notar heilabúið til að ná markmiðum, og ef markmiðið er ekki skilningur, þá verður skilningi ólíklega náð. Því þarf fólk að hafa það að markmiði að skilja hlutina rétt ef það ætlar að skilja þá rétt. Það gerist ekki sjálfkrafa. Reynum að skilja hvert annað sem best Því legg ég til á nýju ári að við íhugum meira hvernig við nálg- umst sannleikann. Ekki nákvæmlega hvort að tiltekin hugmynd sé rétt eða röng, tiltekin fullyrðing sönn eða ósönn, heldur hvernig við nálgumst sannleikann í viðræðum við annað fólk og gagnvart okkur sjálfum. Það er órökrétt og varla heiðarlegt, sem dæmi, að túlka orð einhvers sem maður er ósammála með þeim hætti að hann hljóti að meina það á sem heimskulegastan hugsanlega máta. Reynum heldur að skilja hvert annað hvað best. Við þjáumst öll af mörgum, víðtækum brestum og takmörk- unum sem gera heiðarlega sannleiksleit erfiða. Frekar en að nýta þá bresti gegn hvert öðru væri samfélagi okkar hollast að við hjálpuðumst að við að yfirstíga þá. Í anda nýrra tíma legg ég til að við allavega reynum. Verði ljósið með okkur öllum og gleðilegt nýtt ár. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata Morgunblaðið/Golli Sannleikurinn og pólitík Því legg ég til á nýju ári að við íhugum meira hvernig við nálgumst sannleikann. Ekki ná- kvæmlega hvort að tiltekin hugmynd sé rétt eða röng, tiltekin fullyrðing sönn eða ósönn, heldur hvernig við nálgumst sannleikann í viðræðum við annað fólk og gagnvart okkur sjálfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.