Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 75

Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 75
kosningarnar 2014, hefur verið for- maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá aðalfundi þess 2014 og var tilnefnd af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga til setu í Stjórnstöð ferðamála 2015. Þá situr hún í stjórn Austurbrúar ses, var kjörin af Alþingi til setu í Lands- dómi frá 2011, situr í Bókasafnaráði frá 2013 og er formaður skóla- nefndar Handverks- og hússtjórn- arskólans á Hallormsstað frá 2009. Sigrún sinnti ýmsum félags- störfum í Flensborg, KHÍ og HÍ. Hún sat í foreldrafélagi Egilsstaða- skóla um tíma og var formaður þess í tvö ár, var formaður Zeta-deildar Delta Kappa Gamma 1994-98, situr í stjórn Héraðslistans, var eitt ár aðalmaður í svæðisráði austur- svæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og varamaður árin 2010-2014. „Sem betur fer tengjast áhuga- mál mín störfum mínum. Ég hef áhuga á því að fylgjast með þjóð- málum, stjórnmálum í nágranna- löndunum og svo taka verkefni tengd sveitarstjórnarmálunum drjúgan tíma. Þegar störfunum sleppir er svo gott að grípa í góða bók og bjóða gestum í mat.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Björn Sveinsson, f. 16.2. 1965, tæknifræð- ingur og útibússtjóri Verkís á Egils- stöðum. Foreldrar hans: Dagný Pálsdóttir, f. 26.5. 1941, verkakona og húsfreyja á Egilsstöðum, og Sveinn Björnsson, f. 20.11. 1938, d. 11.9. 2015, húsasmíðameistari á Egilsstöðum. Börn Sigrúnar og Björns eru Sig- urlaug Björnsdóttir, f. 5.3. 1997; Sveinn Björnsson, f. 30.3. 2005, grunnskólanemi á Egilsstöðum. Stjúpdætur Sigrúnar eru Sif Björnsdóttir, f. 31.8. 1987, búsett í Berlín og starfar þar, og Marta Björnsdóttir, f. 6.10. 1987, búsett í Gautaborg og starfar þar. Bræður Sigrúnar eru Benedikt G. Blöndal, f. 11.8. 1955, bílstjóri og verktaki á Hallormsstað, og Sig- urður Björn Blöndal, f. 8.12. 1969, borgarfulltrúi í Reykjavík og for- maður borgarráðs. Foreldrar Sigrúnar eru Sigurður Blöndal, f. 3.11. 1924, d. 26.8. 2014, skógarvörður og skógræktarstjóri, síðast á Hallormsstað, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 19.8. 1933, d. 14.11. 2015, húsfreyja á Hallorms- stað frá 1991. Úr frændgarði Sigrúnar Blöndal Sigrún Blöndal Björn Sigurðsson b. á Grjótnesi Vilborg S. Guðmundsdóttir húsfr. á Grjótnesi á Melrakkasléttu Sigurður Björnsson skrifstofumaður í Rvík Halldóra Friðriksdóttir kennari og fyrrv. skólastj. í Rvík Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Hallormsstað Friðrik Sæmundsson b. á Efri-Hólum í Núpasveit Guðrún Halldórsdóttir húsfr. og ljósm. á Efri-Hólum Benedikt G. Blöndal bílstj. og verktaki á Hallormsstað Sigurður Björn Blöndal form. borgarráðs Guttormur Pálsson skógarvörður á Hallormsstað Kristján Friðriksson iðnrekandi í Rvík Tryggvi Blöndal skipstj. í Rvík Vilborg Sigurðar- dóttir kennari í Rvík Jóhann Friðriksson forstj. í Rvík Margrét Friðriksd. húsfr. í Kópavogi Jón Ólafsson prófessor í heimspeki Eggert Jóhannsson feldskeri í Rvík Björn Þórhallsson viðskiptafr. og varaforseti ASÍ Ingibjörg Jóhannsd. skólastj. í Landakotsskóla Karl Björnsson frkvstj. Sambands ísl. sveitarfélaga og fyrrv. bæjarstj. Árborgar Loftur Guttormsson prófessor emeritus Guðrún Kristjánsd.myndlistarm. Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþm. og ráðherra Ásrún Kristjánsd. textílhönnuður Gunnar Guttormsson fyrrv. forstj. Einkaleyfissölunnar Heiðrún Kristjánsd.myndlistarm. Magnús Benediktsson Blöndal sýsluskrifari í Stykkishólmi Ragnheiður Sigurðardóttir húsfr. í Stykkishólmi Benedikt G. Blöndal búfr. og kennari á Hallormsstað Sigrún P. Blöndal skólastýra á Hallormsstað Sigurður Blöndal skógarv. og skógræktar- stj. á Hallormsstað Páll Vigfússon b. að Ási í Fellum og b. og ritstj. á Hallormsstað Elísabet Sigurðardóttir húsfr. á Hallormsstað Halldóra Björnsdóttir fjölskylduráðgjafi Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri listfræðslu Björn Sigurðsson stórkaupm. í Rvík og Þýskalandi Guðný Daníelsd. læknir í Rvík Bjarni Daníelss. fyrrv. óperustj. í Rvík Daníel Ágúst Haralds- son tónlistarmaður Daníel Bjarnas. tónskáld Dýrleif Friðriksd. húsfr. á Dalvík Dönskukennarar Sigrún með Katr- ínu Högnadóttur og Söndru Valdi- marsdóttur, fyrrv. nemum sínum. ÍSLENDINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Sigurbjörn fæddist í Glæsibæ íSæmundarhlíð 1.1. 1876, son-ur Gísla Sigurðssonar, bónda þar og í Neðra-Ási í Hjaltadal, og Kristínar Björnsdóttur húsfreyju. Eiginkona Sigurbjörns var Guð- rún, alþm. og rithöfundur, dóttir Lárusar H. Halldórssonar, prófasts, alþm. og fríkirkjuprests í Reykjavík, og k.h., Kristínar Katrínar Péturs- dóttur Guðjohnsen húsfreyju. Sigurbjörn og Guðrún bjuggu að Ási við Ásvallagötu í Reykjavík en Guðrún fórst af slysförum, ásamt tveimur dætrum þeirra hjóna er bif- reið rann út í Tungufljót 1938. Meðal barna Sigurbjörn og Guð- rúnar voru Lárus, borgarminjavörð- ur og öðrum fremur stofnandi Ár- bæjarsafnsins; Gísli, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, og Friðrik, stórkaupmaður í Reykjavík. Sigurbjörn lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum í Reykjavík 1897, embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1900 og fór víða um heim til að kynna sér trú- mála- og líknarstörf. Hann starfaði að kristindómsmálum alla tíð, sinnti barnaguðþjónustum guðfræðinema 1897-1900 og síðar sunnudagaskóla- starfi í Reykjavík í fjóra áratugi. Hann ferðaðist um landið í 30 sumur til að vekja áhuga á kristilegu sjálf- boðastarfi, kenndi við Kvennaskól- ann, Barnaskóla Reykjavíkur, Æskulýðsskólann, Kennaraskóla Ís- lands, Verslunarskóla Íslands og Vélstjóraskóla Íslands. Hann stofn- aði, ásamt Gísla, syni sínum, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og var heimilisprestur þar frá 1942 og til æviloka. Sigurbjörn var ritstjóri kristi- legra tímarita og sinnti ótal trún- aðarstörfum fyrir bindindishreyf- inguna, kristniboð og á sviði líknarmála. Hann var formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í 30 ár, sat í framkvæmdanefnd Stór- stúku Íslands, var stjórnarformaður Sambands íslenskra kristniboðs- félaga og formaður Barnavernd- arráðs. Hann hlaut margvíslega við- urkenningu frá íslenskum og erlendum félagasamtökum. Sigurbjörn lést 2.8. 1969. Merkir Íslendingar Sigurbjörn Á. Gíslason Gamlársdagur 95 ára Sveinn Elíasson 90 ára Anna Þórhallsdóttir Elísabet Árný Árnadóttir 85 ára Guðmundur Kristinsson Þorsteinn Jónsson 80 ára Anna Sch. Kristinsdóttir Arnkell Jósepsson Knútur Guðmundsson Stefán Þórðarson 75 ára Ólöf Bárðardóttir 70 ára Hrafn Björnsson Hrefna Ólafía Arnkelsdóttir Margrét O. Björnsdóttir Ragnar Þór Baldvinsson Sigfús Guðmundsson 60 ára Anna María Þórarinsdóttir Birna Guðmundsdóttir Egill Ásgrímsson Eiríkur Jón Líndal Guðmundur Már Þórisson Helgi Þórður Sigurjónsson Inga Guðmunda Aradóttir Katrín Jónsdóttir Kristín Magnúsdóttir Lárus Haukur Jónsson Rannveig Ósk Agnarsdóttir Sara B. Þorsteinsdóttir Þórarinn Magnússon 50 ára Anna Guðrún Norðfjörð Baldvin Ari Guðlaugsson Eygló Sigurjónsdóttir Lena Kristín Lenharðsdóttir 40 ára Erlendur Stefánsson Geirharður S. Jóhannsson Hafsteinn Þorsteinsson Haraldur Ólafsson Heiða Dögg Jónsdóttir Heiðar Guðmundsson Ian Mark Wilson Jessica Marie Bygd Lárus Ari Knútsson Marilyn Caballero Blance Sigurður Jakob Guðjónsson Nýársdagur 90 ára Kenneth Robert Meade Rósa Jónsdóttir 85 ára Ólafía Thi Ngon Nguyen 80 ára Guðrún Lísa Óskarsdóttir Ólöf Sigríður Magnúsdóttir Ragnar Víkingsson Thi Them Luong 75 ára Bergþór Ólafsson Guðlaug Sveinbjarnardóttir Gunnlaugur Baldvinsson Herdís Magnúsdóttir Kristín O. Júlíusdóttir 70 ára Guðmundur Steindórsson Guðný Árdís Helgadóttir Herbert Herbertsson Ruth E.M. Þorsteinsson 60 ára Ármann Óskar Jónsson Birna Sigríður Bjarnadóttir Bjarni Brynjar Ingólfsson Buatong Kongchai Guðmundur Hagalínsson Halldór Hreinsson Jóna Dóra Karlsdóttir Ólöf Leifsdóttir Sigvaldi Júlíus Þórðarson Þóra K. Sigursveinsdóttir 50 ára Anna Kristín Úlfarsdóttir Árdís Kjartansdóttir Einar Steinþór Traustason Gísli Gíslason Gunnhildur H. Axelsdóttir Harpa Þorgeirsdóttir Joseph Howard McCue Jóhann Ingi Pálsson Laufey Jóhannesdóttir Ólafur Karl Brynjarsson Ólafur Ólafsson Sigurjóna Bára Hauksdóttir Trausti Hafsteinsson Tryggvi Baldur Bjarnason 40 ára Albert Steinþórsson Atli Antonsson Carolina Lasadio Alquino Geirlaug Jóhannsdóttir Jóhanna Gunnarsdóttir Trausti Snær Friðriksson Vignir Steinþór Halldórsson Ýrr Baldursdóttir Þór Harðarson Laugardagur 95 ára Guðrún Þorvaldsdóttir 90 ára Oddur G. Jónsson 85 ára Bragi Jónsson Gunnar Stefánsson Sveinbjörg Ingimundardóttir 80 ára Anna Nína Guðröðsdóttir Guðmundur Kristjánsson Jóhanna Þ. Bjarnadóttir Matthildur Jónsdóttir Óskar Helgi Einarsson Sverrir Guðjónsson Sölvi Magnússon 75 ára Artha Rut Eymundsdóttir Björgólfur Guðmundsson Halldór Pálsson Jón Róbert Karlsson 70 ára Arnbjörg Guðmundsdóttir Erla Thomsen Hafdís Þóra Ragnarsdóttir Hallfríður Bjarnadóttir Jón Óskar Carlsson Lilja Björg Ólafsdóttir Ólöf Guðmundsdóttir Ríkharð Brynjólfsson 60 ára Fjóla Guðmundsdóttir Henryk S. Ponichtera María Kristjánsdóttir Ragnheiður Elfa Arnardóttir Valdimar Einarsson 50 ára António Manuel Goncalves Erla Björk Þorgeirsdóttir Guðlaugur G. Árnason Hlynur Bergmann Birgisson Ingibjörg Birna Elísdóttir Ingibjörg Ýr Þorgilsdóttir Jennifer G. Selario Gíslason Valborg Sveinsdóttir Walter Hallgrímur Ehrat Þórarinn Torfason 40 ára Bjarklind Alda Gísladóttir Elín Margrét Kristjánsdóttir Gunnar Stefánsson Halldór Magnússon Kristborg Steindórsdóttir Til hamingju með daginn Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnafirði | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is kvarnir.is Kvörn í vaskinn MIKILVÆG Ö RYGGISTILK YNNING Vegna galla í loftrofa á tilteknum kvörnum In-Sink-Erator Model 55+ og Model 65+ sem keyptar voru hjá okkur og hjá Ísleifi Jónssyni frá september 2014 til og með maí 2015, biðjum við þá kaupendur að snúa sér til okkar og við munum leiðbeina þeim um frekari aðgerðir. Leiðbeiningar má finna á vefsíðu okkar www.kvarnir. is. Þessi bilun snýr eingöngu að því þegar notaður er loftrofinn til að kveikja og slökkva á vélunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.