Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 78

Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Meirihluti Íslendinga mun sitja fyrir framan sjónvarpstækið klukkan hálfellefu í kvöld og horfa á Ára- mótaskaupið. Skaupið er síðan um- talsefni í fjölmörgum boðum um allt land, þar sem það er rökrætt og rifj- að upp, gagnrýnt og krufið. Atli Fannar Bjarkason, einn handritshöfunda Skaupsins og rit- stjóri Nútímans, segir að Skaupið í ár verði ekki jafn pólitískt og fyrri ár. „Maður vill ekki gefa of mikið upp, aðallega til að skemma ekki fyrir fólki, en það var samt alveg eitt af leiðarstefj- unum að fara ekki út í of harða pólitík,“ segir hann. „Þannig vorum við meira að pæla í að gera skemmtiþátt, þar sem þjóðarsálin er tækluð, frekar en að einblína á póli- tíkusa. Stundum hefur verið póli- tískt þema út í gegn en við ákváðum að halda pólitíkinni í lágmarki, þó hún sé auðvitað á svæðinu, og líka að reyna að finna nýjar leiðir til að tækla pólitíkina; pakka henni inn á annan hátt en hefur verið gert áð- ur.“ Handritshöfundar Skaupsins eru fjórir í ár, þau Guðjón Davíð Karls- son (Gói), Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) og Atli Fannar Bjarka- son, en jafnframt leika Gói, Katla og Steindi Jr. í Skaupinu. Kristófer Dignus Pétursson fer með leik- stjórn. Í ár var ákveðið að koma á fót svo- kölluðu grínráði, sem yrði skipað fagfólki úr skemmtana- og grín- bransanum, til að aðstoða við gerð Skaupsins. Var það hugmynd að bandarískri fyrirmynd. „Það var feit pæling sem gekk ekki upp,“ segir Atli Fannar um grínráðið. „Það var haldinn einn fundur með grínráðinu. Fundurinn var fínn, en við sáum samt að þetta var kannski ekki alveg málið. Fundirnir urðu ekki fleiri og aðkoman var í lágmarki.“ Steindi Jr. sér um lokalagið Steindi Jr. er þekktur fyrir grín- lög og var Atli Fannar því spurður um aðkomu tónlistar að Skaupinu í ár. „Það var frábært að hafa hann því hann heldur utan um lokalagið og gerði það alveg stórkostlega. Það verður gaman að sjá það, hann er svo góður í að gera fyndin lög sem eru líka algjörir „hittarar“. Hann var mjög harður á því að það þyrfti að brjóta Skaupið reglulega upp með tónlist og við vorum öll sammála um það. Ég veit samt ekki hvort það er minni eða meiri tónlist en áður.“ Oft hefur vel tekist til í Skaupinu að finna leikara sem líkjast stjórn- málamönnum þjóðarinnar. Atli Fannar segir að einhver ný andlit verði í leikaraliðinu í pólitísku inn- slögunum en staðfestir þó að Hannes Óli Ágústsson muni verða áfram í hlutverki Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra enda hafi hann verið frábær í því hlutverki. Almar í kassanum og flóttafólk Handritshöfundahópurinn hefur unnið að Skaupinu frá því í vor og stóðu tökur fram í desember. Margt áhugavert rak á fjörur íslensku þjóðarinnar í desember, til að mynda listagjörningur Almars Atla- sonar, sem talið er líklegt að hafi verið settur inn í Skaupið á síðustu stundu. „Þó ég vilji alls ekki stað- festa aðkomu Almars þá urðum við auðvitað að ræða hana eftir að hann kom út úr kassanum, enda vakti hann gríðarlega athygli, en mér skilst að þetta sé alltaf unnið þannig að Skaupið sé nánast klárað og síðan séu skildar eftir nokkrar mínútur ef eitthvað gerist. Munurinn á árinu í ár og fyrri árum er að það gerðist svo mikið á síðustu stundu. Allt í einu var verið að senda flóttafólk í flugvél heim á næturnar og Almar fór í kassann. Þetta var allt að ger- ast eftir að við ætluðum að vera bú- in, en við urðum auðvitað að taka af- stöðu til þessara viðburða, þó ég vilji ekki gefa upp hver afstaðan var,“ segir Atli Fannar. Atli Fannar fylgist með Twitter Ritun Skaupsins er frumraun Atla Fannars í handritsgerð og kveðst hann vera stressaður, en spenntur fyrir viðbrögðum fólks. „Þetta er það fyrsta sem ég skrifa í gríni. Þetta er fyndinn staður til að byrja á, því allir munu horfa á þetta og allir munu hafa skoðun á þessu. Þetta er bæði stressandi og mjög spennandi á sama tíma. Ég læt nú yfirleitt ekki neikvæðni hafa mikil áhrif á mig en ég er mjög stressaður yfir viðbrögðunum, því ég vil auðvitað að fólki finnist þetta skemmtilegt og því verð ég eflaust mjög stressaður að fletta í gegnum Facebook og Twitter á gamlárskvöld,“ segir Atli Fannar. Skaupið ekki jafn pólitískt og áður  Þjóðarsálin verður tekin fyrir  Leiðarstef við gerð Skaupsins að fara ekki út í of harða pólitík  Grínráðið „feit pæling sem gekk ekki upp“ segir Atli Fannar, einn handritshöfunda Skaupsins Dónakarlar? Steindi Jr. og Randver Þorláksson í Áramótaskaupinu 2015. Ekki fylgir sögunni hvaða dónakarlar eru þarna á ferð. Atli Fannar Bjarkason Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Stórtónleikar Rótarý verða haldnir sunnudaginn 3. janúar í Norður- ljósasal Hörpu. Burðarásar tón- leikanna verða Jónas Ingimund- arson píanóleikari og Magnús Bald- vinsson óperusöngvari en einnig koma fram verðlaunahafar Tónlist- arsjóðs Rótarý. Kynnir tónleikanna er Bergþór Pálsson. Magnús og Jónas munu flytja ýmis sönglög, íslensk og erlend, og í lok tónleikanna þrjár glæsiaríur úr fjölbreyttu safni sem Magnús hefur flutt erlendis á undanförnum árum. Óperusöngvari í fremstu röð Síðan 1994 hefur Magnús starfað við nokkur óperuhús sem fastráðinn söngvari en frá árinu 1999 við óp- eruna í Frankfurt. Hann hefur komið víða fram í Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndum og í Japan. Magnús hefur lagt mikla áherslu á ítalskar óperur, sérstaklega óp- erur eftir Verdi, þar sem hann hef- ur komið fram í 17 af 26 óperum hans. Sem gestasöngvari hefur hann m.a. komið fram í Semperoper Dresden, Barcelona, NHK óperunni í Tokyo, Savonlinna Opera Festival í Finnlandi og Lissabon-óperunni. Hann tók þátt í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Niflungahring Wagners og Á valdi örlaganna eftir Verdi. Langt er síðan Magnús söng í óp- eru á Íslandi, annars staðar en í kirkjum. „Ég er að standa á sviði sem sólósöngvari á öðru sviði en í kirkju í fyrsta sinn í tuttugu ár á Íslandi. Ég hef ekkert sungið síðan árið 1995 í verkinu Á valdi örlag- anna með Kristjáni Jóhannssyni og fleirum í Þjóðleikhúsinu. Ég hef eingöngu verið, að því leytinu til, erlendis í óperuflutningi,“ segir Magnús og bætir við að hann telji að tónleikarnir verði glæsilegir. Magnús: „Að sjálfsögðu!“ „Jónas Ingimundarson hringdi í mig í sumar og sagðist vera búinn að reyna að fá mig í nokkur ár til að syngja á þessum tónleikum Rótarý- manna í byrjun ársins. Það tókst núna í fyrsta sinn. Hann spurði mig hvort ég væri til og ég sagði: „Að sjálfsögðu!““ Stórtónleikar Rótarý haldnir í Hörpu  Magnús Baldvinsson óperusöngvari kemur fram ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara á tónleikunum Reynslumikill Magnús Baldvinsson hefur verið fastráðinn við óperuna í Frankfurt frá árinu 1999. Hann leggur einkum áherslu á ítalskar óperur. Ungt hæfileikafólk verðlaunað Verðlaunahafarnir í ár eru tveir hæfileikaríkir ungir tónlistarmenn, þær Ásta Kristín Pjetursdóttir víóluleikari, sem er fædd árið 1996, og Sigrún Björk Sævarsdóttir, sópran, sem er fædd árið 1990. Fá þær hvort um sig 800.000 króna styrk frá Rótarý á Íslandi. Meðal fyrri styrkþega er Víkingur Heiðar Ólafsson sem var fyrsti verðlauna- hafi Tónlistarsjóðs Rótarý árið 2005. Sigrún Björk stundar meist- aranám í óperusöng í Hochschule für Musik und Theater Felix Mend- elssohn hjá Prófessor Roland Schu- bert. Undanfarið ár hefur Sigrún sungið við óperurnar í Leipzig og Halle í Þýskalandi. Ásta Kristín stundar nám hjá Tim Frederiksen á Det Kongelige Danske Musikkons- ervatorium í Kaupmannahöfn. Ásta hefur starfað með Sinfóníuhljóm- sveit unga fólksins og Ungsveit Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Miðasala fer fram á harpa.is og í miðasölu Hörpu frá 12-17 á virkum dögum. Tónleikarnir eru öllum opn- ir. Miðaverð er 5.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.