Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Stórsveit Reykjavíkur fagnar nýju ári með árlegum sveiflualdartón- leikum í Silfurbergi í Hörpu á sunnu- dag klukkan 17. Þetta verður í þriðja sinn sem sveitin heldur stórtónleika helgaða swing-tímabilinu eða gullöld sveiflunnar á tímabilinu um 1930 til 1945. Á efnisskránni eru mörg af kunnustu dægurlögum þessa tíma, lögum sem voru flutt af þekktum stórsveitum sem var stjórnað af mönnum á borð við Benny Goodman, Artie Shaw, Jimmy Lunceford, Cab Calloway, Charlie Barnet, Les Brown, Glenn Miller, Duke Ellington og Count Basie. Gestasöngvarar á tónleikunum verða þau Andrea Gylfadóttir og Páll Rósenkranz. Sig- urður Flosason stjórnar og kynnir. „Við erum að koma upp seríum innan tónleikaseríunnar á hverju starfsári, rétt eins og Sinfón- íuhljómsveitin gerir,“ segir Sigurður um sveiflualdartónleikana. „Þetta er í þriðja sinn sem við tökumst á við þetta tímabil, og eiginlega í það fjórða því fyrir fjórum árum vorum við með tónleika í Eldborg tileinkaða tónlist Glenn Miller sem tókust vel. Við hömpum nú swing-tímabilinu í heild sinni og leikum úrval þekktra laga með ólíkum hljómsveitum. Á hverju ári flytjum við að mestu leyti nýja efnisskrá, þó inn á milli séu ein- hver lög sem við höfum spilað áður. Grunnhugmyndin er þó alltaf sú sama.“ Sigurður segir að Stórsveitin flytji útsetningar á lögunum frá þeim tíma þegar þau urðu vinsæl. „Allt á tónleikunum er flutt í upp- haflegum útsetningum og við reyn- um að endurskapa þennan hljóm eins nákvæmlega og við getum. Við leggj- um töluvert á okkur í því að finna þetta efni, þessar nótur, sem eru að verða auðfundnari en lengi vel, það er farið að gefa þær út og úti í heimi eru menn sem dunda sér við að skrifa þetta upp eftir plötum. Rétt eins og þegar Sinfónían leikur Beethoven eða Mozart, þá er tónlist þessa tíma- bils kjarnatónlist hjá okkur. En líka annar stíll af músík en við spilum venjulega,“ segir Sigurður og bætir við: „Eins og í öðrum verkefnum sem við tökumst á við reynum við að taka þetta alla leið. Og þessi tónlist var popp síns tíma. Benny Goodman og Tommy Dorsey voru Elvis og Mich- ael Jackson á þessum árum. Þetta er fjölbreytt flóra.“ Hvað varðar gestasöngvarana, Andreu og Pál, segir Sigurður að Andrea, sú einstaklega snjalla söng- kona, hafi oft komið fram með Stór- sveitinni. Páll syngur hinsvegar nú í fyrsta skipti með henni „og er að koma frábærlega út,“ segir hann. efi@mbl.is Ljósmynd/Jón Svavarsson Kjarnatónlist „Þessi tónlist var popp síns tíma. Benny Goodman og Tommy Dorsey voru Elvis og Michael Jackson á þessum árum,“ segir Sigurður Flosason um swing-tímabilið. Hann stjórnar hér hinni öflugu Stórsveit Reykjavíkur. Endurskapa swing-hljóminn  Stórsveitin hyllir sveifluöldina Ólöglegi innflytjandinn – var Nína Tryggvadóttir kommúnisti og hættuleg Bandaríkjunum? nefnist fyrirlestur sem Hallgrímur Odds- son, blaðamaður og hagfræðingur, heldur í Listasafni Íslands á sunnu- daginn, 3. janúar, kl. 14. Nína flutti til New York á 5. áratug síðustu aldar og skapaði sér nafn sem myndlistarkona. Hún kynntist þýsk-ættaða vísindamanninum og listamanninum Al Copley og giftu þau sig árið 1949. Að lokinni dvöl hér á landi ætlaði Nína að snúa aft- ur til New York en hlaut ekki land- vistarleyfi þar sem hún hafði verið sökuð um kommúnískan áróður sem átti rætur sínar að rekja til Ís- lands. Barnabók eftir hana, Fljúg- andi fiskisaga, var talin komm- únískur áróður og voru þau Copley aðskilin til fjölda ára. Hallgrímur hefur farið í gegnum bréfasafn Nínu frá þessum árum og í fyrirlestrinum rekur hann baráttu Nínu fyrir landvistarleyfi í Banda- ríkjunum. „Ósk þeirra Al og Nínu mætti mikilli andstöðu bandaríska konsúlsins á Íslandi, í anda hræðsluáróðurs McCarty-isma þess tíma. Konsúllinn byggði afstöðu sína fyrst og fremst á upplýsingum frá óvildarmönnum Nínu í Reykja- vík. Áður en yfir lauk teygði málið anga sína djúpt inn í bæði íslenskt og bandarískt stjórnmálakerfi og átti Nína eftir að dúsa með öðrum ólöglegum innflytjendum á Ellis Isl- and,“ segir m.a. í tilkynningu frá Listasafni Íslands. „Hverjir voru þessir óvildarmenn Nínu? Er barnabókin Fljúgandi fiskisaga kommúnískur áróður sem beint er gegn bandarískum stjórnvöldum? Var Nína kommúnisti? Hvernig hafði álagið vegna aðskilnaðarins og langvarandi baráttu áhrif á líf og listamannsferil Nínu?“ er spurt í tilkynningunni. Hallgrímur muni reifa þessar og fleiri spurningar og rekja einstaka baráttu Nínu og Al fyrir sameiningu fjölskyldunnar í Bandaríkjunum. Var Nína hættuleg Bandaríkjunum? Ásökuð Nína Tryggvadóttir mynd- listarkona að störfum. Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.