Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 REIÐHJÓL Í SUMAR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það var árið 2007. Rúnar Ólafur Emilsson og Jón Páll Grétarsson keyptu rekstur reiðhjólaverslunar- innar Hjólaspretts við Dalshraun í Hafnarfirði. Rúnar segir að á há- tindi góðærisins hefði enginn getað séð fyrir þá þróun sem var fram- undan í reiðhjólamenningu Íslend- inga. „Þegar hrunið skall á gripu margir til þess ráðs að selja bílinn og nota hjólið í staðinn sem sitt að- alsamgöngutæki. Nú er efnahagur flestra búinn að skána töluvert en fólk hjólar samt enn á fullu.“ Tvær flugur í einu höggi Ekki ætti að hafa farið fram hjá neinum hversu áberandi hjólreiða- fólk er orðið á götum og göngustíg- um höfuðborgarsvæðisins. Rúnar segir bæjarfélögin hafa staðið sig vel við að greiða leið þessa sam- göngumáta og auðveldara en nokkru sinni áður að hjóla á milli staða innanbæjar. „Allstór hópur fólks hjólar t.d. reglulega á milli heimilis og vinnustaðar alla leið frá Hafnarfirði yfir til Reykjavíkur. Æ fleiri uppgötva að með hjólreiðunum má slá tvær flugur í einu höggi; komast greitt og ódýrt á milli staða og fá holla hreyfingu í leiðinni. Hef- ur líka orðið mikill vöxtur í hjóla- sportinu, og margt í boði fyrir þá sem vilja stunda hjólreiðar sem keppnisíþrótt.“ Til marks um þá breytingu sem orðið hefur nefnir Rúnar að virkasta sölutímabilið hjá Hjólaspretti færist æ framar á árinu. Sú var tíð að lífið í reiðhjólabúðunum var með róleg- asta móti langt fram á vor en núna byrjar salan að glæðast strax í kringum páska. „Margir hjóla líka allan veturinn og þeir sem taka hjól- reiðarnar mjög alvarlega eiga oft nokkur hjól til ólíkra nota; eitt létt og hraðskreitt kepnnishjól, eitt fjallahjól og svo gott innanbæjarhjól með öflugum ljósum, bögglabera, tösku og körfu undir matarinn- kaupin. Til að mæta ólíkum hópi við- skiptavina og aldri býður Hjóla- sprettur upp á reiðhjól frá nokkrum framleiðendum eins og Focus, Kalk- hoff og Cervélo ásamt því að reka öflugt þjónustuverkstæði,“ segir Rúnar. Rafmagn og koltrefjar Af áhugaverðum reiðhjólum í versluninni nefnir Rúnar rafmagns- hjólin frá þýska framleiðandanum Kalkhoff. „Rafmagnshjól eru fram- tíðin,“ segir hann og kveðst þess fullviss að notkun þeirra muni aukast mjög á næstu árum. „Þetta eru mjög góð farartæki og raf- magnsmótorinn léttir hjólatúrinn verulega svo að mun auðveldara verður að takast á við brekkur og hjóla lengri vegalengdir.“ Þá má einnig finna í búðinni lauflétt Cervélo-keppnishjól úr kol- trefjaefni, gerð fyrir þá allra kröfu- hörðustu sem vilja skafa nokkrar sekúndur eða mínútur af hringnum kringnum Þingvallavatn eða spreyta sig á þríþraut. Færist í aukana að fólk fjárfesti í mjög vönduðum og dýrum hjólum og segir Rúnar að þá sé vissara að kaupa líka sterkan lás svo hjólið freisti síður óprúttinna að- ila. „Öruggast er að taka hjólið ein- faldlega inn í hús en það má líka kaupa hjólalása sem gerðir eru úr hertu stáli og þarf þá skurðartæki til að fara í gegnum lásinn. Ef hjól- inu er alltaf lagt á sama stað hafa margir þann háttinn á að skilja lás- inn einfaldlega þar eftir, læstan yfir daginn, frekar en að taka hann með í hverja hjólaferð.“ Biðlisti myndast á vorin Talandi um öryggismál, þá þarf líka að fara vandlega yfir hjólið í byrjun sumars og muna að end- urnýja hjálma reglulega. „Þótt allir viti að sumarið kemur ár hvert er eins og fáir hugi að viðhaldi á hjól- inu fyrr en fyrstu góðu sumardag- arnir renna upp, og er þá óðara kominn þriggja vikna biðlisti á verk- stæðinu okkar. Til að komast hjá biðinni er upplagt að standsetja hjólið fyrr en seinna. Er ágætt að láta fagmenn sjá um viðhaldið því ef reynt er að dytta að, lagfæra og stilla án þess að hafa til þess rétta þekkingu eða réttu verkfærin getur það leitt til enn dýrari og leiðinlegri viðgerða,“ segir Rúnar. „Almenna reglan með reiðhjólahjálma er að nota þá ekki mikið lengur en í þrjú ár. Eftir þann tíma minnkar sú vörn sem hjálmurinn veitir og ef hann verður fyrir hnjaski ætti strax að kaupa nýjan. Foreldrar ættu líka að muna að fylgjast með hjálmnotkun barna sinna og gæta að því að hjálmurinn sitji rétt og hæfi stærð barnsins.“ „Rafmagnshjól eru framtíðin“  Fólk sem byrjaði að hjóla til að spara hjólar enn þótt efnahagurinn hafi skánað  Ódýr samgöngumáti og holl hreyfing  Gott að heimsækja reiðhjólaverkstæðið tímanlega, áður en langir biðlistarnir myndast á vorin Morgunblaðið/Golli Tíðarandinn „Nú er efnahagur flestra búinn að skána töluvert en fólk hjólar samt enn á fullu,“ segir Rúnar um menningarbreytinguna. Úrval Sumir vilja helst eiga mörg reiðhjól, til ólíkra nota. Fyrning Plastið í reiðhjólahjálminum endist í takmarkaðan tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.