Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Að meðaltali er auglýst eftir þremur hundum dag hvern á ýmsum sam- skiptamiðlum og vefsíðum fyrir hundaeigendur og áhugafólk um hundahald. Í síðasta mánuði var auglýst eftir 115 týndum hundum á þennan hátt og fyrstu vikuna í maí var auglýst eftir 25 hundum. Þetta sýnir samantekt Guðfinnu Kristins- dóttur, sem m.a. situr í stjórn Fé- lags ábyrgra hundaeigenda og hefur umsjón með vef- og Fa- cebook-síðunni Hundasamfélag- ið, sem er eitt stærsta samfélag hundaeigenda hér á landi. „Ég tók eftir því í nóvember að þeim auglýsing- um hafði fjölgað mikið þar sem verið var að lýsa eftir hundum eða þar sem fólk hafði fundið hunda. Ég fór síðan að taka þessar auglýsingar saman af ýmsum vef- og samskipta- síðum fyrir hundaeigendur,“ segir Guðfinna og leggur áherslu á að þessi samantekt hennar sé ekki tæmandi listi. Við samantekt hennar kemur ýmislegt í ljós. Til dæmis er laug- ardagur sá dagur vikunnar sem hundar eru líklegastir til að týnast og næstlíklegast er að þeir týnist á fimmtudögum eða föstudögum. Fæstir hundar týnast aftur á móti á þriðjudögum. Guðfinna segir það hafa komið sér á óvart hversu margir hundar týnist á degi hverjum og í kjölfarið fékk hún hugmynd að smáforriti eða appi sem fengið hefur nafnið Týri. Upp- lýsingar um hundinn eru skráðar í appið og sleppi hann laus er með því hægt að senda skilaboð á alla í hverfinu sem eru með appið. Apps- ins er að vænta innan skamms. Margir týnast um áramótin Talsverður munur er á fjölda aug- lýsinga eftir mánuðum að sögn Guð- finnu. Hún taldi 81 auglýsingu eftir týndum hundum í mars, í febrúar voru þær 50, í janúar 95 og auglýst var eftir 105 hundum í desember. Spurð hver gæti verið skýringin á þessum mikla mun segir hún að háar tölur í desember og janúar megi að miklu leyti skrifa á reikning hræðslu við flugelda. Til dæmis hafi tíu hundar týnst einn dag í kringum áramótin og það hafi að sögn eig- enda verið vegna flugelda. Guðfinna segir mikið hafa breyst í þessum efnum með tilkomu Face- book. Áður hafi fólk tilkynnt um týnda hunda til lögreglu eða hunda- eftirlits og síðan hafi eigandinn leyst hundinn út með tilheyrandi kostn- aði, sem er reyndar mishár eftir sveitarfélögum eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Svokallað hand- sömunargjald er að öllu jöfnu tekið fyrir að handsama hundinn og ofan á það getur lagst kostnaður vegna dvalar eða geymslu hundsins. Samkvæmt vefsíðum nokkurra sveitarfélaga er gjaldið frá rúmum 8.500 krónum upp í 28.700. Þá er sá háttur hafður hjá nokkrum sveitar- félögum að innheimta hærra gjald fyrir „síbrotahunda“ sem eru ítrek- að handsamaðir og sums staðar er sú regla að sé hundurinn óskráður þarf einnig að greiða skráningar- gjald til að fá hann lausan. Ævintýraþrá ræður för Guðfinna segir að sjaldgæft sé að hundar séu lengi týndir. Oftast finn- ist þeir eftir 3-4 tíma og þeir fari oft- ast ekki lengra en einn kílómetra frá heimili sínu. „Þeir eru nú yfirleitt ekki að hugsa um að strjúka að heiman, heldur snýst þetta oftast um ævintýraþrá eða jafnvel að hitta einhvern annan hund,“ segir hún. „Annars er það alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að fara út að leita að týndum hundum fyrir fólk sem það þekkir ekki neitt,“ bætir hún við og nefnir nýlegt dæmi um að þegar auglýst var eftir hundi á Facebook- síðu Hundasamfélagsins hafi um 50 manns farið að leita hundsins; all- flestir ókunnugt fólk. Morgunblaðið/Rósa Braga Hundar Óvíst er hvort þessi fallegi íslenski fjárhundur sé í hópi síbrota- hunda. Að meðaltali er auglýst eftir þremur hundum á netinu á dag. Það er dýrara að leysa út síbrotahund  Að meðaltali auglýst eftir þremur hundum á dag á netinu Handsömunargjald fyrir hunda* *Miðað við fyrstu handsömun skráðs hunds. Í sumum sveitarfélögum er greitt hærra gjald ef hundurinn er handsamaður ítrekað Reykjavík 28.700 Stykkishólmur 8.595 Fljótsdalshérað 16.000 Skagafjörður 10.350 Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur 13.000 Árborg 14.512 Snæfellsbær 12.938 Bolungarvík 9.100 Guðfinna Kristinsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fiskistofa ætlar framvegis að birta ársfjórðungslega upplýsingar um hlutfall íss í lönduðum afla hjá nafn- greindum vigtunarleyfishöfum og veiðiskipum. Búast má við að þetta verði gert strax í lok sumars, að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofu- stjóra. Jafnframt verða birtar upp- lýsingar um íshlutfall þegar vigtun afla og íss fer fram að viðstöddum eftirlitsmanni Fiskistofu. Nýlega birti Fiskistofa frétt um hlutfall kælimiðils (íss) í afla við endurvigtun. Henni fylgdu nokkur dæmi um hlutfall íss í endurvigt- uðum afla hjá nokkrum ónafn- greindum vigtunarleyfishöfum og bátum á 1. fjórðungi þessa árs. Yfir- leitt var verið að vigta þorsk nema í tveimur tilvikum. Dagarnir sem eft- irlit var haft með vigtun eru merktir sérstaklega á skýringarmyndunum. Eftirlitsmaður fylgdist þá með vigt- un frá upphafi til enda. Samkvæmt niðurstöðum sem Fiskistofa birti lækkaði íshlutfallið í 22 tilvikum af 31 þegar eftirlitsmaður var við- staddur miðað við það sem var dag- ana á undan og eftir. Íshlutfallið hækkaði í átta tilvikum og í einu til- viki var vigtun að viðstöddum eftir- litsmanni fremst í rununni. Í einu til- viki var uppgefin ísprósenta t.d. tæp 18% daginn áður en eftirlitsmaður var viðstaddur. Hún var 5,5% við vigtun að eftirlitsmanni viðstöddum og stökk svo upp í tæp 14% daginn eftir, þegar eftirlitsmaðurinn var farinn. Freistingin er til staðar Veiðar, endurvigtun og verkun eru víða á sömu hendi. Ísaður fiskur er fyrst brúttóvigtaður á hafnarvog og svo er hann endurvigtaður hjá fiskvinnslunni þar sem ísinn er skilinn frá aflan- um. Nettóvigtin, þ.e. aflinn án íss, er það sem dregst frá kvóta bátsins. Þetta kerfi býður heim þeirri hættu að fiski sé komið framhjá vigt með því að segja hann vera ís. Með því móti gengur hægar á kvóta bátsins. Eyþór sagði að Fiskistofa vildi vekja athygli á þessum vanda. Stofn- unin hefði fá úrræði til að bregðast við öðruvísi en að birta niðurstöður endurvigtana hjá nafngreindum vigtunarleyfishöfum og veiðibátum. „Þetta er ekki sönnun þess að menn séu að hafa rangt við, en hver og einn getur dregið sínar ályktanir af því sem þarna birtist,“ sagði Ey- þór. Hann sagði að ákveðið hefði verið að fara hægt af stað og birta ekki nöfn vigtunarleyfishafanna og bátanna að þessu sinni. „Eftirleiðis munum við gera það. Það verður þá hægt að sjá hvaða vigtunarleyfishafi á í hlut og hvaða veiðiskip.“ Eyþór sagði ljóst að mikill breyti- leiki væri í íshlutfallinu. Það kynni í einhverjum tilfellum og jafnvel mörgum að skýra útkomuna þegar eftirlitið hefði verið til staðar. „Von- andi er það þannig en við erum ekki sannfærð um að svo sé,“ sagði Ey- þór. Hann sagði mikilvægt að geta sýnt þá sem stæðu sig mjög vel og hefðu augljóslega ekki rangt við. Þeir fengju þá notið þess í um- ræðunni. Á hinn bóginn væri einnig ljóst að fylgjast þyrfti betur með þeim vigtarleyfishöfum og bátum sem ekki kæmu vel út við eftirlit. Ætlar að birta nöfn viðkomandi  Fiskistofa mun upplýsa um íshlutfall hjá vigtarleyfishöfum og bátum í haust Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ísfiskur Við endurvigtun er ís dreginn frá fiskaflanum. Nettóvigtin dregst frá kvóta bátsins. Ef ísinn er ofmetinn gæti fiskur sloppið framhjá vigt. Eyþór Björnsson Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráð- herra ávarpaði í gær öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en haldinn var opinn fundur í ráðinu um öfga- hyggju og hryðjuverk. Í máli sínu lagði ráðherra áherslu á samvinnu og heildstæða nálgun í baráttunni gegn öfgaöflum. Sagði hún engar einfaldar lausnir í boði en mikilvægt væri að ráðast að rótum vandans. Þá benti hún sérstaklega á samfélags- miðla sem hryðjuverkasamtök á borð við Ríki íslams notuðust við, en Youtube hefur t.a.m. lokað 14 millj- ónum myndskeiða sem rekja má til samtakanna. Lilja átti einnig fund með Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóra SÞ, og flutti lokaorð á málþingi um mikilvægi þátttöku kvenna í friðar- viðræðum og sáttaumleitun. Engar einfaldar lausnir  Lilja Alfreðsdóttir ávarpaði öryggisráð SÞ á fundi í gær Samvinna Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra lagði áherslu á samvinnu og heildstæða nálgun í baráttunni gegn öfgaöflum í ávarpi í öryggisráðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.