Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 68
68 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Jón Yngvi Jóhannsson er lektor á Menntavísindasviði HÍ og for-maður Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. „Ég kenni íslensku og íslenskar bókmenntir í kennaradeild en hef lengi kennt íslenskar bókmenntir og bókmenntafræði á Hugvís- indasviði þótt það hafi ekki verið mikið undanfarinn vet- ur.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Jón Yngva var hann að skila síðustu einkunn- um skólaársins. „Nú taka við rannsóknir og skrif, en það er helmingurinn af starfinu og ég get sinnt því betur núna.“ Jón Yngvi flytur fyrirlestur á Akureyri 21. maí um bók- menntaval í grunn- og fram- haldsskólum, en sá fyrirlestur er hluti af rannsókninni „Ís- lenska sem námsgrein og kennslutunga“ sem er sam- vinnuverkefni íslenskukenn- ara við HÍ og HA. Hann er einnig að undirbúa fyrirlestra um Gunnar Gunnarsson, bæði hér á landi og í Hollandi, en Jón Yngvi skrifaði ævisögu Gunnars sem kom út árið 2011. „Ég vona að bókin hafi aukið áhuga lesenda og fræðimanna á Gunnari og hann á sinn sess í bókmennta- sögunni þótt hann standi í hugum margra tröppu lægra en Halldór Laxness eins og aðrir rithöfundar frá síðustu öld. Aðventa er sú bóka hans sem nýtur mestrar hylli og það hefur myndast merkileg hefð hjá mörgum að lesa hana á aðventunni. Ég er einmitt með Aðventu á borðinu hjá mér í vinnunni ásamt ýmsum rit- um um vistrýni og heimspeki en ég flutti fyrirlestur um það efni á síð- asta Hugvísindaþingi og er nú að breyta honum í grein. Heima hjá mér er ég að lesa mér til ánægju Glataða snillinga eftir Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar, ég las hana fyrir löngu en það er ánægjulegt að koma að henni aftur. Utan bóklesturs og fræðimennsku þá stunda ég golf á sumrin og er byrjaður á því núna. Svo er konan mín einnig farin að spila og það er gaman að geta spilað saman. Ég var líka að fjárfesta í ársmiða á heimaleiki Þróttar í fótbolta og svo reyni ég að rækta garðinn og þá aðallega matjurtir fyrir fjölskylduna.“ Eiginkona Jóns Yngva er Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, og dætur þeirra eru Valgerður, Silja og Steinunn. Rithöfundurinn Jón Yngvi með bók- ina um Gunnar Gunnarsson. Kennslunni lokið og við taka fræðistörf Jón Yngvi Jóhannsson er 44 ára í dag A nna Karen fæddist í Reykjavík 12.5. 1966 og ólst upp í Háaleitishverf- inu í stórum systkina- hópi: „Það var alltaf líf og fjör á þessu stóra heimili. Pabbi var frá Akureyri og þangað var farið í flestum fríum, til afa og ömmu og ann- ars skyldfólks nyrðra. Afi og amma bjuggu í Laxagötu 1, og bernsku- minningarnar um þetta dásamlega bárujárnsklædda timburhús með bókaherbergi afa og kleinulyktinni hennar ömmu, ylja mér alla tíð. Kof- inn í garðinum með „búinu“ í verk- færageymslu afa og lystigarður ömmu voru ævintýri líkust. Foreldrar mínir voru einnig dugleg að fara með okkur í útilegur og silungs- og lax- veiði. Ófáum stundum eyddum við systkinin á bökkum Laxár í Aðaldal.“ Eftir grunnskóla í Álftamýrarskóla byrjaði Anna Karen í MH en fljótlega bauðst henni starf í útibúi Iðnaðar- bankans við Háaleitisbraut og hefur verið bankastarfsmaður síðan þó að störfin hafi verið ólík og fjölbreytt. Anna Karen Hauksdóttir, form. Starfsm.f. Íslandsbanka – 50 ára Bræðurnir með mömmu Anna Karen með sonum sínum og Þorfinns Ómarssonar, Hinriki Erni og Rúrik Andra. Lífsglöð bankakona Golfrómantík Anna Karen og Agnar Hansson í golferðalagi á Spáni. Þessi myndarlegi hópur kom og afhenti Rauða krossinum ágóða af tombólu sem Una Björk Viðarsdóttir, Heba Dröfn Rúnarsdóttir, Katrín Emma Símonardóttir, Stella Stefánsdóttir, Ásdís Fríður Gautadóttir, Anna Kristín Þóroddsdóttir, Þórhildur Stefánsdóttir og Þorbjörg Þóroddsdóttir héldu við verslun Samkaupa við Byggðaveg. Þær höfðu áður gengið í hús og safnað dóti á tombóluna. Ágóð- inn var 5.282 kr. Á myndina vantar Þorbjörgu. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.