Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Bækur Bækur til sölu Skýringar yfir fornyrði Lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast, Reykjavík 1854, Egilssaga 1809, Njálssaga 1809, Fornmanna- sögur 1-12, 1825 - 1837, Dýravinurinn 1885 - 1916, Sunnanfari 1. - 13. árg., Reykja- víkurbiblían 1859, Ættir Aust- firðinga 1-9, Íslenskir annálar 1847, Chess in Iceland 1905, Kirkjuritið 1. - 32. árg, Kollsvíkur- ætt, Krossaætt 1-2, MA stúdent- ar 1-5, Allar í góðu bandi. Rómálmur og Grásilfur, Dagur, Sögur og Kvæði 1897 Einar Ben, Galdrakver Ísleifur 1857, Auðfræði Arnljóts, 1880. Upplýsingar í síma 898 9475. Gisting Hljóðfæri Húsgögn Skápasamstæða Til sölu vel með farin skápa- samstæða, hæð 188cm breidd 220cm. Verðhugmynd kr. 20.000. Upplýsingar í síma 8205808 Húsnæði óskast Þýska sendiráðið leitar að íbúðarhúsnæði, 5 herb. án húsgagna, 2 baðherb. og bílskúr til leigu í 4 ár frá ágúst 2016 á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Uppl. info@reykjavik.diplo.de s. 530 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Til sölu Tréhjólbörur undir blóm og sem garðprýði. Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, Kópavogur. S. 544 4333. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Velúrgallar Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXXL Lækkað verð Handslípaðar kristal ljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Kristal glös, vasar ofl. Handútskornir trémunir. Slóvak Kristall (Kaldasel ehf.),, Dalvegur 16 b, Kópavogur, s. 5444333. Íslenskar handsmíðaðar barna- skeiðar Silfur táknar velsæld og góða heilsu enda er silfur verðmætt og sótthreinsandi efni. Silfur- borðbúnaður, skart og fl. ERNA, Skipholti 3, s.552 0775, www.erna.is M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Kaldasel ehf s. 5444333 og 8201071 kaldasel@islandia.is Bílar Nýr Ford Transit Custom langur. Trend pakki. 125 hö. Diesel. Um 900.000 undir nývirði. Okkar verð 3.990.000 án vsk. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Matador vetrar og heilsársdekk tilboð 215/70 R 16 kr. 21.990 235/60 R 18 kr. 31.890 255/55 R 18 kr. 33.100 255/50 R 19 kr. 38.900 Framleidd af Continental í Slóvakíu Frábær dekk á góðu verði Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur s. 5444333 Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Slípa ryð af þökum, ryðbletta og tek að mér ýmis verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com          Smáauglýsingar 569 Þann 9. apríl var elskulegi stjúpfaðir okkar, Sturla Frið- rik Þorgeirsson, lagður til hinstu hvílu í Vestmannaeyjabæ. Eyjan skartaði sínu fegursta þennan dag og var það vel við hæfi. Það var fyrir um fyrir 30 ár- um sem Sturla kom inn í líf okk- ar systkina þegar leiðir hans og móður okkar lágu saman. Ham- ingja hans og mömmu var ein- stök þannig að eftir var tekið af þeim sem þekktu þau og öðrum sem ekkert þekktu til. Þau voru samrýnd og studdu hvort annað í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau nutu þess að dansa, sem var oftast á stofugólfinu heima. Þau ferðuðust um landið og nutu náttúrunnar og að lesa hvort fyrir annað. Þau kunnu líka að gefa og þiggja af góð- mennsku sinni hvort fyrir annað. Hjálpsemi og greiðvikni var Sturlu í blóð borin. Við fengum oft að njóta kunnáttu hans og handlagni við stærri og smærri verk, hvort sem það var að smíða, mála eða jafnvel skipu- leggja og innrétta heilu íbúðirn- ar. Við minnumst Sturlu sem yndislegs manns sem alltaf var til staðar þegar á þurfti að halda. Margar minningar eigum um þær stundir sem við fjöl- skyldan áttum með móður minni, Erlu, og Sturlu. Ávallt var hlýlegt að koma til þeirra og enginn fékk að fara fyrr en vel mettur. Afi Sturla var enginn venju- legur afi. Hann var þannig að alltaf var tími fyrir barnabörnin, annað mátti bíða, þau áttu alltaf alla hans athygli. Þolinmæði hans að leika við þau átti sér engin tímamörk. Það var hægt að byggja sama húsið úr kubb- um tíu sinnum í röð en alltaf var það jafnspennandi fyrir litla fingur. Þau máttu einnig fylgja honum í allt sem hann var að gera. Göngutúr út í búð gat þannig orðið að ógleymanlegu ævintýri því afi kunni að segja sögur og glæddi umhverfið. Fyr- ir Sturlu var fjölskyldan það mikilvægasta og sýndi hann það svo sannarlega í verki. Sturlu var margt til lista lagt og hann var mikil félagsvera. Hann spilaði brids, var öflugur skákmaður, spilaði á píanó og harmonikku. Einnig stundaði hann mikla útiveru, var fróður um sitt land og sinn uppruna. Það voru ófáar ferðirnar sem mamma og Sturla fórum um landið og átti Esjan ákveðinn sess í þeirra hjarta. Það er með söknuði sem við kveðjum Sturlu, hann sem gaf af sér svo margt og kenndi okkur hinum svo margt í lífinu. Takk fyrir að vera börnum okkar svo góður afi. Takk fyrir að vera okkur svo góður stjúp- faðir. Takk fyrir að leiðbeina og kenna okkur hvað lífið er ynd- islegt. Takk fyrir allar góðu minningarnar. Takk fyrir að vera lífsförunautur móður okk- ar. Við munum ávallt sakna þín. Guð blessi og varðveiti þig, elsku Sturla, og megi Guðs engl- ar vaka yfir þér. Sigurður, Gunnsteinn, Sæv- ar, Eydís og fjölskyldur. Ég var svo heppin kynnast Sturlu í gegnum stórvinkonu mína, Erlu Sigurðardóttur, fyrir Sturla Friðrik Þorgeirsson ✝ Sturla FriðrikÞorgeirsson fæddist 25. nóv- ember 1933. Hann lést 23. mars 2016. Útför Sturlu fór fram 9. apríl 2016. margt löngu. Ég ásamt dóttur minni fórum löngum í heimsókn og í ferðalög með þeim hjónum út á land. Stundir sem ekki verða teknar úr minni manns því þetta gaf manni í hjarta ómetanlegar gjafir. Maður finnur það eftir því sem maður eldist meira hvað það er mikilvægt að fá að kynnast góðu fólki. Ein- staklingum sem hafa haft góð áhrif á mann og maður hefur haft gagn og gaman af samvist- um við líkt og þegar ég hugsa um kynni mín við Sturlu í gegn- um tíðina. Hafi hann þökk fyrir og þótt farinn sé þá sendi ég honum kveðju í þessum minn- ingarorðum og ljóði sem ég orti til hans eftir andlát hans. Sturla var á margan hátt mjög sérstakur maður sem ekki flíkaði mannkostum sínum. Mað- ur þurfti að umgangast hann býsna mikið til að kynnast því sem innra með honum bjó. Hann var til dæmis mjög fróður um allt sem viðkom Íslendingasög- um og gat rakið söguna langt aftur á bak eins og ekkert væri. Hann átti það til að taka barna- börn sín og annarra og segja þeim á göngutúrum sögur úr Ís- lendingasögum. Frásögur sem þau síðan höfðu eftir honum. Til marks um áhuga hans fyrir sög- unni er vert að geta þess að Ís- lendingasögurnar voru alltaf á náttborðinu hans og þótti honum þær ómissandi á öllum ferðalög- um, svo hollur var hann undir söguna. Ekki stóð á Eyjamann- inum að minnast á Tyrkja- Guddu ef þannig vildi til, enda hún hluti af hans vitund um sög- una og eiginmaður hennar, Hall- grímur Passíusálmaskáld Pét- ursson, jafnframt. Sturla átti mjög auðvelt með að koma þess- ari mögnuðu þekkingu sinni áleiðis til þeirra sem hann um- gengst þó smáfólkið hafi þar verið fróðleiksfúsast að öðrum ólöstuðum. Sturla og Erla konan hans voru frábærir dansarar og var til þess tekið á böllum, enda hún fyrrverandi ballerína og hann skóladansari. Sturla var líka mjög hagur í höndum. Segja má að allt hafi leikið í höndum hans og þeir sem nutu þeirrar getu hans fóru ekki varhluta af hæfn- inni. Ég veit þetta sjálf að feng- inni reynslu. Það er ekki öllum gefið að vera jafnvígur til höfuðs og handa en óhætt að fullyrða að Sturla hafi verið það. Sturla var búsettur í Vest- mannaeyjum þar til gosið kom. Flutti hann þá til Reykjavíkur og settist þar að og fór ekki aft- ur til Eyja fyrr en fullorðinn og heilsuveill maður með seinni konu sinni, Erlu, vinkonu minni, sem hann hafði verið giftur í 29 ár. Svona eru örlögin. Hann átti þrjú systkini sem öll fóru á und- an honum yfir í hinn heiminn og öll komu á undan honum í þenn- an heim. Á sjúkrahúsi Vestmannaeyja naut Sturla frábærrar umönn- unar og áttu þau hjón margar góðar stundir þar saman. Faðir ber þig burt á væng í faðm sér, allir bíða hljóðir eftir vitjunar stund. Veit að Jesú varðveitir þig og er hér, vináttu englar geyma í gæfuríkri lund. Á sólarströnd er Drottinn og englar. Í ljúfri bæn þakka þér góðar stundir þig styrki englar í ljúfum föðurfaðmi. Ég veit að þín bíða gullprýddir fundir, í óska draumhimins i Jesú elsku armi. Er stjörnublik Alvalds og englar nærri. (JRK) Jóna Rúna Kvaran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.