Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það lítur út fyrir að rekstur í land- inu sé að færast í eðlilegt horf,“ segir Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðing- ur hjá Ríkisskattstjóra, í nýrri úttekt á atvinnurekstri í landinu skv. skatt- framtölum fyrir árið 2014, sem birt er í Tíund, fréttablaði Ríkisskatt- stjóra. Páll bendir á að hrunárið 2008 töp- uðu fyrirtækin í landinu 13,7 billj- ónum kr. (13.715 milljörðum kr.), sem var þá hátt í sjöföld landsfram- leiðsla þjóðarinnar. Þá högnuðust fyrirtækin samtals um 443 milljarða. Síðan þá hefur tapið minnkað og hagnaðurinn aukist og var hagnaður fyrirtækja umfram tap 789 milljarð- ar kr. á árinu 2014. En þótt hagur atvinnulífsins hafi vænkast töpuðu mörg fyrirtæki á árinu 2014 skv. skattframtölum, eða samtals 190 milljörðum á því ári. Það var hins vegar 113 milljörðum kr. minna tap en á árinu á undan. Á árinu 2014 voru 16.215 félög rekin með hagnaði og 15.057 með tapi en þá voru rúmlega tvö þúsund félög sem voru hvorki rekin með hagnaði né tapi. 20 milljarða afskriftir 2014 Páll fjallar ítarlega um afkomu og stöðu fyrirtækja skv. skattframtöl- um og kemur m.a. fram í grein hans að frá 2009 hafi rekstrartekjur fyrirtækja aukist nokkuð. Enn vant- ar þó tæpa 739 milljarða upp á að tekjurnar nái tekjum ársins 2007. Í greininni segir einnig að á þrem- ur árum frá 2008 til 2010 hafi fyrir- tæki afskrifað útistandandi við- skiptakröfur upp á 5.455 milljarða kr. Til samanburðar var landsfram- leiðslan um 1.860 milljarðar á árinu 2010. Viðskiptakröfur sem fyrirtæki hafa þurft að afskrifa hafa minnkað mikið á síðustu árum samanborið við árin um og eftir hrunið. Árið 2011 voru afskrifaðar viðskiptakröfur upp á 72 milljarða, þær voru 112 millj- arðar árið 2012 og 102 milljarðar árið 2013. Árið 2014 voru 20 milljarðar af- skrifaðir. „Afskrifaðar viðskipta- kröfur voru þá áþekkar því sem hafði verið árin fyrir hrun,“ segir í grein Páls í Tíund. Einstaklingar töldu fram 28 milljarða í arð af hlutabréfum Í greininni kemur fram að á árinu 2014 hafi verið greiddir 215 milljarð- ar í arð út úr fyrirtækjum hér á landi samkvæmt skattframtölum. Páll bendir á að þetta sé 33 milljörðum meira en var greitt út árið 2013. „Arðgreiðslur jukust umtalsvert upp úr aldamótunum. Þær náðu svo hámarki árið 2007 en þá voru þó ekki nema 248 milljarðar greiddir út í arð. Árið 2008 voru svo greiddir út 188 milljarðar til eigenda ís- lenskra fyrirtækja. Árið 2009 og 2010 voru 73 og 74 milljarðar greidd- ir út en síðan hafa arðgreiðslur farið vaxandi. Nú vantar ekki nema 33 milljarða upp á að arðgreiðslur verði jafnháar og þær voru árið 2007. Arð- ur er ákveðinn og greiddur út af hagnaði fyrri ára. Arður sem var greiddur út árið 2014 er því greiddur af öðru eigin fé fyrri ára,“ segir í greininni. Páll bendir á að áhugavert sé í þessu samhengi að einstaklingar hafi ekki talið fram nema 28 milljarða í arð af innlendum hlutabréfum á þessu ári. Rétt um 13% arðgreiðslna séu því talin fram hjá einstaklingum. „Arður félaga af inn- lendum hlutabréfum var ekki nema 38 milljarðar, samtals töldu einstak- lingar og félög því fram 66 milljarða í arð, sem voru um 30,8% þess arðs sem félög úthlutuðu. Lífeyrissjóðir eru ekki skattskyldir og skila því ekki skattframtali, frekar en góðgerðar- og líknarfélög sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þá skila er- lend félög ekki skattframtali hér á landi,“ segir í greininni. Rekur Páll einnig þróun skulda fyrirtækja allt frá aldamótum, gríðarlegan vöxt þeirra á síðustu ár- unum fram að hruni og þróunina seinustu árin. Fyrirtæki hér á landi skulduðu 3.395 milljarða árið 2000. Á árinu 2003 jukust skuldir fyrirtækja um 1.456 milljarða og í lok árs 2005 voru þær komnar í 11.427 milljarða. „Á þessum tíma höfðu skuldirnar farið úr u.þ.b. 1,5 landsframleiðslu í hátt í 6,4 landsframleiðslur. Ævin- týrið var þó bara rétt að byrja því nú fyrst byrjuðu skuldir fyrirtækja að aukast fyrir alvöru,“ segir í grein- inni. Skuldirnar jukust um 6.188 millj- arða á milli áranna 2005 og 2006, og 6.322 milljarða á milli áranna 2006 og 2007. Árið 2008 féllu eignir um 3.609 milljarða en skuldir héldu hins vegar áfram að aukast, nú um 7.626 millj- arða, að því er segir í Tíund. „Þá stóðu skuldir fyrirtækja í landinu í 31,6 billjónum sem var ríflega 16- föld landsframleiðsla,“ segir enn fremur í greininni. „Frá árinu 2008 hafa skuldir fyrir- tækja minnkað um alls 14.889 millj- arða eða 47,2%. Þær voru 16.673 milljarðar árið 2014 og höfðu þá lækkað um 586 milljarða frá árinu áður eða 3,4%. Skuldirnar minnkuðu því hraðar en eignir sem minnkuðu um 41 milljarð eða 0,3% og því hefur samanlagt eigið fé aukist.“ Laun 35 milljörðum hærri Framtöl fyrirtækja bregða einnig ljósi á hvernig launagreiðslur fyrir- tækja hafa þróast. Þau greiddu um 613 milljarða í laun, dagpeninga, bif- reiðastyrki o.fl. 2014, eða 35 millj- örðum meira en á árinu á undan. Launagreiðslur voru hins vegar hæstar 2007, en þá greiddu fyrirtæki 682 milljarða í laun og hlunnindi. Launagreiðslur árið 2014 voru 70 milljörðum lægri en þær voru árið 2007. Greiddu 215 milljarða í arð  Fyrirtæki þurftu að afskrifa tæplega fimm og hálfa billjón á árunum 2008 til 2010 skv. grein í Tíund  Högnuðust um 789 milljarða umfram tap árið 2014  Launagreiðslur 70 milljörðum lægri en 2007 Hagnaður samkvæmt ársreikningi Hagnaður fyrirtækja jókst mikið á árunum 2002 til 2006 samfara mjög hröðum vexti eigna. Árið 2002 högnuðust fyrirtækin um 334 milljarða en á móti stóð tap upp á 94 milljarða. Fjórum árum síðar högnuðust félög um 1.589 milljarða en tapið var þá 258 milljarðar. Hreinn hagnaður var því 1.331 milljarður eða hátt í sex sinnummeiri en hann hafði verið fjórum árum fyrr. Árið 2008 töpuðu félög 13.715 milljörðum en hagnaður var þá 443 milljarðar. Síðan hefur tapið minnkað en hagnaðurinn aukist. Hagnaður umfram tap var 789 milljarðar árið 2014. Milljarðar 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 199 7 199 8 199 9 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 Skuldir fyrirtækja Eignaaukninguna upp úr aldamótummá að miklu leyti rekja til þess að auðveldara varð að fá fé að láni. Eignir jukust og hækkuðu því í verði á þessum tíma en jafnframt jukust skuldir sem aldrei fyrr. Árið 2002 skulduðu fyrirtækin í landinu um 3.967 milljarða en fimm árum síðar höfðu skuld- irnar ríflega sexfaldast og stóðu í 23,9 billjónum. Árið 2008 rýrnuðu eða töpuðust 3,6 billjónir í eignum en á sama tíma jukust skuldirnar um rúmar 7,6 billjónir. Milljarðar Heimild: Tíund fréttablað ríkisskattstjóra 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 00 199 7 199 8 199 9 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 „Kerfi blekkinganna er óðum að hrynja sem aumasta spilaborg,“ segja Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögn- valdsson vararíkisskattstjóri í leiðara Tíundar, blaðs ríkisskatt- stjóra. Þar fara þeir hörðum orð- um um aflandsfélög og skatta- skjól. Í leiðaranum, sem ber yfirskrift- ina Aflandsbælin, segir m.a. að það sé áleitin spurning hvers vegna fjármagnseigendur hafi í stórum stíl tekið ákvörðun um að færa eignir inn í aflandsfélög og sveipa þær huliðshjúpi með flókn- um blekkingum. Sumir hafi gefið þær skýringar að þetta hafi verið einhliða ákvörðun fjármálafyrir- tækis og að úrvinnsla lánafyrir- greiðslu hafi verið færð til Lúxem- borgar. Aðrir hafi þó viðurkennt að ástæðan hafi einfaldlega verið sú að fyrirkomulagið gerði skatt- yfirvöldum erfitt fyrir að afla upp- lýsinga og í trausti leyndarinnar hafi menn látið freistast. Það sé að koma enn skýrar í ljós en áður að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir ís- lenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig sam- keppnis- og fjármálayfirvöld. Upp- setning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrir- tækja eða sérfræðinga í hlutaðeig- andi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins. Allt virðist þetta hafa verið unnið með skipu- legum hætti á öllum stigum og ráðgjafarnir voru ugglaust til taks ef yfirvöld fóru að krefjast óþægi- legra upplýsinga. Við þær að- stæður er gjarnan gripið til gam- alkunnugra aðferða, tefja, fara undan í flæmingi, jafnvel að gera yfirvöld tortryggileg og þegar öll sund lokast að hóta starfs- mönnum skattyfirvalda. Nú hefur sannast hið fornkveðna að upp komast svik um síðir, þó með óvæntum hætti væri. Panama- skjölin hafa svipt hulinni af felu- staðnum og þeir sem töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ „Upp komast svik um síðir“ GAGNRÝNA HARÐLEGA „AFLANDSBÆLIN“ Í LEIÐARA TÍUNDAR Ingvar J. Rögnvaldsson Skúli Eggert Þórðarson Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Fyrirtæki á land- inu greiddu sam- anlagt 2,7 millj- arða í gjafir og framlög s.s. til menningarmála á árinu 2014 skv. skattframtölum. Þetta var 161 milljón kr. hærri upphæð en á árinu á undan. Þá greiddu fyrirtæki einnig 69 millj- ónir til stjórnmálastarfsemi á árinu 2014, hvort heldur til stjórnmála- flokka eða einstakra frambjóðenda. „Þetta var minna en árið 2012 og 2013 en þá greiddu fyrirtækin 80 og 137 milljónir til stjórnmála- starfsemi. Árið 2013 var kosið til Alþingis,“ segir í Tíund. Alls greiddu fyrirtækin því 286 milljónir til flokka og frambjóðenda á þess- um þremur árum. Fyrirtæki geta dregið frá rekstrartekjum gjafir og framlög til menningarmála. 286 millj. til stjórn- málaflokka á 3 árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.