Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Fíknsjúkdómur er langvinnur heilasjúk- dómur sem orsakast af erfða- og umhverfis- þáttum. Hann hefst oftast snemma á æv- inni, oft á unglings- aldri. Margt hefur áhrif á tilurð hans, bæði líffræðilegir þættir og uppeldis- legir, aðrir sjúkdómar og heilaskaðar, aldur og kyn. Hann greinist með sögu; einkenni um að neysla vímugefandi efna, (áfengis, lyfja, vímuefna löglegra og ólöglegra) er meiri en ætlað er, leng- ur en ætlað er, endurtekin þrátt fyr- ir ásetning um annað og heldur áfram þrátt fyrir afleiðingar. Til- raunir til að minnka, stjórna eða hætta neyslu þessara efna ganga ekki eins og óskað var. Sjúkdómurinn er algengur og herjar á venjulegt fólk, þverskurð samfélagsins. Það má ná bata frá þessum sjúkdómi á mörgum stigum og á mismun- andi sviðum, eins og betri líkamlegri heilsu og/eða geðheilsu, minni afleiðingum, bættri fé- lagslegri stöðu eins og atvinnu, fjölskyldulífi o.s.frv. Batinn getur komið að hluta, í áföng- um og til lengri tíma, og bakslag getur orðið. Sjálfstæður sjúkdómur Þessi heilasjúkdómur er sjálf- stæður sjúkdómur, svo honum þarf að sinna sérstaklega. Margir hafa aðra sjúkdóma samhliða og þurfa því að sinna fleiri sjúkdómum á sama tíma. Þeir geta verið bæði lík- amlegir sjúkdómar og geðsjúk- dómar, það reynir meira á ein- staklinginn og hann þarfnast jafnan aukinnar meðferðar og fleiri úr- ræða. Mörgum dugir lítið inngrip við fíknsjúkdómnum, aðrir þurfa lengri sérhæfða meðferð og endurtekn- ingar. Afleiðingar fíknsjúkdóms eru margbreytilegar, líkamlegar, geð- rænar og félagslegar og valda við- komandi og hans aðstandendum vonbrigðum, sorg og harmi. Eitt af því erfiðara við að eiga er hversu dulinn og falinn vandinn sjálfur oft er. Gjarnan er einblínt á afleiðingarnar og orkan sett í að laga þær. Einnig er algengt að skömm og fordómar komi í veg fyrir að ræða þennan vanda, fíknsjúkdóminn, sér- staklega, en einblínt á samhliða vandamál s.s. verki, svefntruflanir og kvíðaeinkenni. Jafnvel er reynt að finna sökudólg fyrir þessari „hegðun“ sem ofneyslan er, í stað þess að greina fíknsjúkdóm sem samhliða sérstakt vandamál sem þarf einnig meðferðar við. Þetta get- ur orðið flókið og valdið talsverðum erfiðleikum fyrir hvern þann sem reynir að takast á við slíkt. Í dag er algengt að þeir sem koma á Vog og hafa fíknsjúkdóm, noti mörg mismunandi vímugefandi efni. Áfengi er algengasta og mest notaða vímuefnið. Örvandi vímuefni (am- fetamín, kókaín, mdma) og kanna- bisefni eru vandi hjá um helmingi þeirra sem þangað leita. Ávanabind- andi lyf eins og róandi-, kvíðastill- andi- og svefnlyf, ásamt sterkum verkjalyfjum og örvandi lyfjum (methylphenidate), eru einnig stór hluti af vímuefnaneyslu þeirra sem á Vog koma. Þótt fíknin sé af sama toga eru afleiðingar og eftirköst neyslunnar ólíkar. Það getur því verið flókið fyrir einstakling að sjá skóginn fyrir trjám og oft eru erf- iðleikar sem að steðja flóknir og koma í veg fyrir að hefjast handa og takast á við vandann. Góð byrjun að huga að fíknsjúkdómnum Ef vandinn er flókinn, félagslega, andlega, líkamlega, og hluti vandans er ofneysla vímugefandi efna eða lyfja, þá er áreiðanlega góð byrjun að huga að fíknsjúkdómnum. Þegar fíkn er annars vegar, er erfiðara að eiga við verki (eða fara af verkjalyfj- um), eiga við svefntruflanir og kvíða (eða minnka töku róandi lyfja og svefnlyfja), koma sér út úr braski (eða hætta að reykja kannabis), halda sér í vinnu (eða hætta helg- ardrykkju eða örvandiefnatúrum), o.s.frv. Fyrir þá sem kannast við að neysla vímugefandi efna sé hluti af þeirra vanda, þá getur verið besta byrjunin á flóknum vanda að taka á fíkninni. Þannig gefst svigrúm og næði til að sinna því sem á eftir kem- ur, samhliða eða í framhaldi. Þetta er oft þolinmæðisvinna en vel þess virði. Þannig má byrja á byrjuninni. Að byrja á byrjuninni Eftir Valgerði Rúnarsdóttur » Sjúkdómurinn er al- gengur og herjar á venjulegt fólk, þver- skurð samfélagsins. Valgerður Rúnarsdóttir Höfundur er yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi. Tilgangur laganna var að koma í veg fyr- ir að óeðlilega margir fjölmiðlar færu í eign- arhald fárra – eða eins – eigenda sem gætu samnýtt þá alla til að mynda skoðun þjóðarinnar með áróðri og „fréttum“ úr mörgum áttum, sjón- varpi, útvarpi, dag- blöðum og samfélaginu. Allt til að hygla orðuprýddum útrás- armönnum – vinum forseta Íslands í þessu tilfelli. Þá fór undirritaður – óþekktur – fram hið fyrra sinni og fékk ca. 13.000 atkvæði þrátt fyrir óvenju- dræma kjörsókn. Reynsla og rányrkja Um leið og Ólafur hafði verið kosinn forseti 1996 var skrifstofa forsetans flutt úr stjórnarráðs- byggingunni í sérkeypt hús við Sóleyjargötu. Fróðar tungur sögðu Davíð hafa hlutast til um þetta því hann þyldi Ólaf ekki nálægt sér. Fleiri atvik, svipað spunnin, komu svo fram; boð eða ekki boð í afmæli heimastjórnar okkar var t.d. eitt. Nú tala þessir menn báðir um erfiða tíma og þörfina fyrir frambjóðendur, eins og sig, reynsluríka úr stjórnmálunum. Ég ætla að mótmæla þessu og horfi þá á stöðu þjóðfélagsins og framgöngu reynsluríkra stjórn- málamanna og kvenna: Eins og þessir – og alls ekki bara þeir, því ég er ekki að alhæfa, hafa hagað sér í ára- tugi: Er þetta reynsla sem okkur vantar? Fólk á fullum launum hjá okkur sem lofar og svíkur, sólundar fé okkar í gæluverkefni, bregst hinum efna- minni svo grimmilega að þúsundir búa við eða undir fátækt- armörkum. Þeir einkavæddu bankana og Póst og síma sem malaði gull í ríkissjóð. Þeir eru í rólegheitum að einkavæða heilsu- gæsluna og selja sameignir okkar; þar á meðal húseignir sem það leigir svo aftur – Heilsuvernd- arstöðin – þó enn sé það bundið dýrum leigusamningi hjá þriðja að- ila – til tuttugu og fimm ára! Kaupir dýra ráðgjöf, allt frá ráð- gjöf skipaverkfræðings um ferju- kaup til margra binda bankahruns- skýrslu. Bankarnir kreista enn fé undan blóðugum nöglum fólks sem þegar hefur farið illa út úr hruninu. Ef eitthvað er herða þeir tökin og hækka vaxtamuninn. Ferjan sigldi beint heim í kjör- dæmi þáverandi fjármálaráðherra, í endurbyggingu, sem mun hafa kostað svipað og splunkuný ferja. Samt hafði skýrsla verkfræðings- ins kveðið á um að kaupin borguðu sig aðeins yrði hún gerð upp í Austur-Evrópu þar sem skipa- smíðastöðvar vinna á langtum lægri töxtum. – En til Hafn- arfjarðar skyldi ferjan, líklega skv. sérfræðiáliti ráðherrans, en hann er jú hámenntaður – dýralæknir. Össur gaf honum meðmælabréf sem tryggði honum vinnu hjá SÞ í Róm enda var skýrslan um þátt hans í hruninu ekki komin úr prentsmiðju. Bessastaðir, nei Við verðum að geta treyst for- setanum. Þegar t.d. meirihluti Alþingis er jafn ósvífinn og hann var undir Jó- hönnustjórninni er forsetinn síð- asta varnarlína okkar. Við þurfum ekki fólk sem alla ævina hefur flot- ið á milli skóla fyrirtækja og stofn- ana og ákveðið launin sín sjálft. – Sama hvað það heitir. Okkur vant- ar fólk sem skilur fátækt, atvinnu- leysi, skort, vonleysi, íbúðarmissi og sjúkdóma. Fólk sem hefur þurft að standa á eigin fótum – bera ábyrgð á sér sjálft. Fólk sem elsk- ar land sitt og þjóð – og frelsi hennar og sjálfstæði – og daðrar ekki við annað. Og, eftir allt þetta, hefur hugsjónir og kjark til að standa og falla með þeim. Fólk sem vinnur vel og er ekki á eilífu „utkik“ eftir atkvæðum fyrir næstu kosningar – sem það er meira en tilbúið að láta okkur, þjóðina, borga. Reykjavík 8.5. 2016 Reynsluríkur forseti? Eftir Baldur Ágústsson » Við verðum að geta treyst forsetanum. Baldur Ágústsson Höf. er fyrrv. forstjóri. flugumferðarstjóri og forsetaframbj. 2004 Og forsetaframbjóðandi nú, 2016. www.landsmenn.is Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Stjórnarskrá Íslands byggist á greiningu rík- isvaldsins í þrjá aðskilda þætti; löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta er ein meginstoð lýðræðis okk- ar og sjálfstæðis. En er það svo? Við kjósum til Alþingis með mismunandi vægi á at- kvæðum, sem mismunar þannig grunnrétti kjósanda, sem eiga að búa við lýðræði. Þessi réttur er enn frekar skertur með þvingun til kjörs á listum, þar sem kjósandi ræður litlu um kjör einstakra manna til Alþingis. Síðan ræður meirihluti alþingismanna ráðherra til að fara með fram- kvæmdavald, sem jafnframt ræður meira og minna með sínum embætt- ismönnum hvaða lög eru sett. Fram- kvæmdavald og löggjafarvald leggur síðan dómsvaldinu til aðstöðu og lög til þess að veljast til starfa og dæma. Þessi þrískipting valdsins er lösk- uð, án skýrra valdmarka. Eftir banka- hrunið ber fólk æ minna traust til þeirra, sem með þetta vald fara. Um það vitnar málþóf og endalausar ræð- ur um fundarstjórn á Alþingi. Þegar alþingismenn eru komnir upp í horn gagnvart því að fá frí frá þeirri um- ræðu, eru mál afgreidd með hraði í tímaþröng. Ráðherrar virðast ekki hafa burði eða þekkingu til þess að fara gegn embættismönnum ráðu- neyta og um 700 nefndum ráðherra eða ráðuneyta. Þannig tefjast mál, þau dagar uppi og flytja þarf þau al- veg upp á nýtt með umsagnarferli á nýju þingi. Dómsvaldið er í miklum þrengingum og nýtur því miður æ minna trausts vegna rökstuddrar gagnrýni úr ýmsum áttum, m.a. frá fyrrverandi hæstaréttardómara, sem ekki er svarað. Embættismannavaldið Ég kalla embættismannavaldið í ráðuneytum fjórða valdið. Embætt- ismenn í ráðuneytunum eru ráðgjafar bæði framkvæmdavalds og lög- gjafavalds. Þar sem alþingismenn, án ráðherrastöðu, hafa litla aðstöðu til rannsókna á þingmálum ráðherra og njóta ekki aðstoðar við samningu lagafrumvarpa, þá leyfi ég mér að halda því fram, að embættismenn ráðuneyta séu í dag valdameiri í þjóð- félagi okkar en ráðherrar og alþing- ismenn. Þessir embættismenn leita einnig oft til hæstaréttardómara um samningu lagafrumvarpa. Það, að þessir dómarar séu síðan að kveða upp endanlega dóma eftir eigin lög- um, er skaðlegt lýðræði okkar. Eins er það með ólíkindum, þegar skjöl í ráðuneytum eru lokuð inni sem leynd- armál, sem enginn má vita um og einnig þegar sagt er að fundargerðir í ráðuneyti hafi týnst eða ritari verið veikur og engin fundargerð verið skrifuð. Hvernig er hægt að líða þetta? Þjóðin hefur ekki samþykkt í kosningum að embættismannavald ráðuneyta skuli vera sterkara en framkvæmdarvaldið og löggjaf- arvaldið. Það verður að aðgreina þessi þrjú framangreindu „völd“ með skýr- um hætti, t.d. með breytingu á stjórn- arskrá þannig að forsætisráðherra verði kosinn með jöfnum atkvæð- isrétti kjósanda, sem velji sína ráð- herra og beri einn ábyrgð á fram- kvæmdavaldi með nýrri skipan embættismanna í ráðuneytum. Hann verði síðan að vinna með alþing- ismönnum, sem setji lögin með hjálp sérfræðinga. Ágreiningi milli þessara aðila sé vísað til þjóðarinnar og verði sá aðili sem tapar í þeirri þjóðar- atkvæðagreiðslu að leita eftir nýju umboði í kosningum. Vald fjölmiðla Ég kalla þetta vald fimmta valdið og tel það sterkara í þjóðfélagi okkar en hin, sem ég hef áður vikið að. Þetta vald ryðst inn á almenning í útvarpi, sjónvarpi, símum og tölvum með ein- hliða viðhorfi til mála sem almenn- ingur á erfitt með að afla sér þekkingar á til þess að greina hvort þarna sé fluttur sann- leikur eða ekki. Pólitískir einstakl- ingar í ríkisfjölmiðlum sem ráða fréttum skera sig ekki frá öðrum fréttaflutningi fjölmiðla sem við kostum og ætt- um að eiga og stjórna, án aðkomu ráðherra, breyta eða leggja af, vegna engu síðri upplýsinga frá öðr- um fjölmiðlum. Engin lög ná til þess hvort eigendur hafi óeðlileg áhrif á umfjöllun miðils- ins um tiltekin mál. Samkeppnisstaða fjölmiðla er einnig skökk þar sem rík- isfjölmiðlar njóta skylduáskriftar, rík- isstyrks og óhefts aðgangs að auglýs- ingum, sem þekkist raunar hvergi annars staðar með sama hætti. Í síð- ustu alþingiskosningum stjórnuðu t.d. ríkisfjölmiðlar umræðu frambjóðenda með pólitískri umfjöllun sérfræðinga sem þeir kölluðu til á undan um- ræðunni. Fréttamennirnir stýrðu síð- an umræðunni með ákveðnum spurn- ingum til frambjóðenda út frá umfjöllun sérfræðinganna! Vald fjöl- miðla birtist einnig í skoðanamyndun fyrir kosningar með því að birta skoð- anakannanir fram að kvöldi fyrir kosningar og láta sína sérfræðinga út- lista og spá um niðurstöður. Vald skoðanakannana Ég kalla þetta vald sjötta valdið og tel það sterkast með hjálp fimmta valdsins. Það stjórnar skoðanamynd- un fólks fyrir kosningar. Þá erum við leidd áfram að kjörkassanum með þá vitneskju skoðanakannana, að ekki þýði að kjósa nema þá sem eiga mögu- leika á að komast að eða möguleika á að bæta við manni. Hér hefði mátt ætla að löggjafarvaldið hefði sett leik- reglur um svo áhrifamikinn þátt í okk- ar lýðræðisferli. Hefur löggjaf- arvaldið gert það? Engin lög eru til sérstaklega um skoðanakannanir, hvenær þær megi fara fram, t.d. hversu mörgum dögum fyrir kosn- ingar, hverjir megi setja þær fram, hverjir séu spurðir og eftir hvaða reglum úrtak sé gert, þ.e. eftir hlut- fallsfjölda, hver geti átt félagið/ stofnunina sem spyr og hver sé ábyrgð þeirra, hvernig spurningar séu bornar fram, hverjir geti keypt skoðanakannanir og þá ráðið hvernig spurt er. Einnig hvernig skoð- anakannanir séu birtar, greina í hverri skoðanakönnun, fjölda í úrtöku með hlutfalli kyns, aldurs og búsetu, hversu margir neiti að svara eða segj- ast ekki ætla að kjósa eða segjast óá- kveðnir. Fimmta valdið, sem ég svo kalla, fjölmiðlarnir, keppast við að birta ýmsar niðurstöður. Það leggur einnig fram eigin skoðanakannanir og túlkar á sinn hátt, jafnvel í kosningum, fram að kveldi fyrir kjördag. Sú fram- kvæmd hlýtur að hafa áhrif á ákvörð- un kjósandans í kjörklefanum. Auðvit- að eru skoðanakannanir fram- kvæmdar með mismunandi hætti en vitað er að í flestum þeirra eru eldri borgarar, 67 ára og eldri, ekki spurðir. Hvers vegna? Skoðanakannanir hafa áhrif á hvað einstaklingurinn gerir með dýrmæt- asta rétt sinn í kjörklefanum. Skoð- anakannanir um ýmis önnur atriði hafa áhrif á hvað fréttamenn, embætt- ismenn, dómarar og alþingismenn gera, segja og ákveða og því er nið- urstaða mín, að þetta „vald“ sem eng- in lög ná yfir og starfar óheft út um allt, sé sterkasta „valdið“ í dag með hjálp fjölmiðla. Sjötta og sterkasta valdið? Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Skoðanakannana- valdið ryðst inn á al- menning með einhliða viðhorfi til mála. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Holti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.