Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 70
70 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinna með samtökum eða hópi fólks veldur því að þú munt eiga óvenju annríkt á næstunni. Sýndu tilfinningum annarra tillits- semi. Ekki láta plata þig í að kaupa hluti sem þig vantar ekki. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er engum að þakka nema sjálfum/ sjálfri þér að þú stendur vel á öllum víg- stöðvum. Hvernig væri að setja sér markmið fyrir árið? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver þér eldri gæti gefið þér óvenjulegar ráðleggingar varðandi börnin eða ástamálin í dag. Hafðu engar áhyggjur, ástandið heima er tímabundið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu fyrst hreint fyrir þínum dyrum áður en þú gefur þig út sem þann/þá er get- ur leyst allra vandræði. Bryddaðu upp á ein- hverju nýju svo fólk taki eftir þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kipptu þér ekki upp við það, þótt þú fáir óvenulegar fréttir í dag. Sú hindrun sem hef- ur gert þér gramt í geði tilheyrir nú fortíðinni. Bjartir og fallegir hlutir höfða sérstaklega til þín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Með hjálp góðra vina tekst þér að sigla þínum málum í höfn. Nákominn ættingi þarf á stuðningi þínum að halda, ekki bregð- ast viðkomandi á ögurstundu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óvæntir atburðir á fjármálasviðinu koma þér á óvart en þú getur snúið vörn í sókn ef þú vilt. Heppnin mun elta þig næstu vikurnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið fróðlegt að sækja fundi þar sem málin eru rædd vítt og breitt. Vertu hreinskilin/n um hvað þér finnst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hafðu heilsuna í fyrirrúmi, hvað sem það kostar. Með nútímatækni á það að vera bæði auðvelt og ódýrt. Horfstu í augu við það sem þú forðast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú bíður ekki eftir því að verða hamingjusamur/söm. Hver er sinnar gæfu smiður, og það á við þig eins og alla aðra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft ekki að vera með nein látalæti í umgengni við aðra. Veldu fatnað þinn af kostgæfni, þau segja nefnilega mikið um þinn innri mann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hafðu ekki áhyggjur þótt pyngjan sé létt því þú hefur svo mikið að gefa öðrum. Það stefnir allt í rifrildi en ef þú tekur snemma í taumana tekst þér að afstýra þeim ósköpum. Fréttir eru af ýmsu tagi og ekkialltaf merkilegar. Höskuldur Búi orti: Djúpt yfir Atlantshafs ál ærslaðist krían svo þjál en það frásögn ei telst og í fréttum var helst smjörklípa hundblaut og hál. Mývetningurinn Friðrik Stein- grímsson sagðist hafa verið á sauð- burðarvakt í – „og veðrið var vægast sagt hundleiðinlegt, gekk á með dimmum éljum og jörð var alhvít. Ekki er tíð með elegans úti ríkir harður vetur, skítlegt eðli skaparans skilar sér nú heldur betur.“ Það er annað hljóð í Helga R. Ein- arssyni: Litla nýborna lambið líkar við mjólkurþambið, svo vex það úr grasi í veraldarþrasi, dafnar og upp kemur drambið. Mývatn hefur verið mikið í frétt- um. Þegar vildishestur Péturs á Gautlöndum, Hugi, var felldur kvað Jón Hinriksson: Heiðin geymir Huga spor, holtið dreymir lyngað, þegar gleymir vetri vor veran sveimar hingað. Jón Sigurðsson á Rifkelsstöðum og Steinvör Helgadóttir kona hans voru úr Mývatnssveit. Eitt haust fóru þau að hitta ættfólk sitt og stað- næmdust á Brattaási. Þá orti Jón: Mývatnsfjöllin sýna sig, sveipuð hvítum skrúða. Veit ég gleður þetta þig þornaristin prúða. Baldvin Stefánsson Gamalíels- sonar frá Haganesi orti: Elur söng og fæðuföng, frostaspöng nam hopa. Laxá ströng sín stikar göng, stans er á öngum dropa. Stefán í Ytri-Neslöndum, bróðir Baldvins, og séra Árni á Skútustöð- um ortu á Flatskalla, hæð milli Reykjahlíðar og Grímsstaða: Fagurt er á Flatskalla fyrir norðan sveitina, horfa yfir hólmana, hraun og báða Flóana. Í Námaskarði á austurleið orti séra Árni: Logn er nú og ládeyða, Ljómi’ yfir þér, sveitin mín, farðu vel, þú fallega, faðmi drottinn börnin þín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kríunni, sauðburði og Mývatnssveit Í klípu „ÞETTA ER LEYFI TIL NOTKUNAR Á LJÓSMYND. ÉG ÆTLA EKKI AÐ SKRIFA UNDIR ÞETTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG MUN ÞURFA AÐ SKERA ÞIG UPP AÐ NÝJU; ÞETTA ÚR HEFUR MIKIÐ TILFINNINGALEGT GILDI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa um sömu hlutina. HÁDEGISMATURINN ER OPINBERLEGA BÚINN… NÚNAROOOO- OOOOO- OOOOOP ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR HRÓLFUR! ÞAÐ ERU ENGIN LAUS BORÐ FYRIR OKKUR! GOTT! ÞAÐ STYTTIR LEIÐINA UM MÖRG SKREF! MIÐALDA HLAÐBORÐ ALLT SEM ÞÚ GETUR TORGAÐ! Það verður seint sagt að Víkverjisé með bjartsýnustu mönnum á Íslandi. Hann er til dæmis búinn að dæma Stórveldið niður eftir bara tvo leiki af Íslandsmóti karla í knatt- spyrnu, jafnvel þó að liðið sé tap- laust. Að vísu er það líka sigurlaust, og gerir Víkverji raunar frekar ráð fyrir því að svo verði áfram eftir að Fimleikafélagið kíkir í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld. x x x Svartsýni Víkverja er þó ekki ein-skorðuð við KR. Hann til dæmis vissi það þegar í undankeppninni hér heima að hún Greta okkar kæm- ist ekki áfram í Júróvisjón og þá ger- ir hann sömuleiðis frekar ráð fyrir því að íslenska karlalandsliðið muni ekki ná upp úr riðli sínum á Evrópu- mótinu í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði. x x x Það er þó ekki svo að Víkverji óskiþess að illa fari. Hann hefur bara betri reynslu af því þegar væntingum hefur verið stillt í hóf, hvort sem það er í Júróvisjón, fót- bolta eða í bíó. Vonbrigðin, sem alla jafna eru sár, verða mun minni fyrir vikið, og Víkverji getur slegið um sig með spekingslegu: „Ég vissi það all- an tímann.“ Víkverji getur um leið sett sig á háhest gagnvart öllum hin- um, sem leyfðu sér að dreyma. x x x En kannski er kominn tími til þessað breyta um skoðun. Knatt- spyrnugoðið Kevin Keegan var hér á landi í vikunni á ráðstefnu að ræða tengsl viðskipta og knattspyrn- unnar. Hann spáði því fullum fetum að Íslendingar yrðu Evrópumeist- arar. Hann vissi að vísu ekki hvernig við myndum fara að því, en minnti á það að Danir hefðu unnið keppnina fyrir 24 árum og Grikkir fyrir 12. Það væri því alveg kominn tími á óvænt úrslit aftur. x x x Víkverji óskar þess innilega aðKeegan reynist spámannlega vaxinn. Á sama tíma ætlar hann ekki að missa svefn yfir því ef ekki rætist úr. Alveg eins og hann heitir sér því á hverju sumri að verða ekki fúll þó að KR gangi illa. víkverji@mbl.is Víkverji Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. (Fil. 4.4.) Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland STÖÐVAÐUTÍMANN HÚÐVIRÐIST UNGLEGRI HJÁ 85%(1) K V ENNA 5 EINKALEYFIÍ UMSÓKN(3) Immortelle, blómið sem aldrei fölnar er upprunnið á Korsíku og er dýrmætasta uppgötvun L’OCCITANE. Endurnýjandi eiginleikum blómsins er blandað saman við einstaka blöndu af sjö virkum innihaldsefnumaf náttúrulegumuppruna(2). Divine formúlan hjálpar til við að lagfæra ummerki öldrunar,gerir húðina sléttari og stinnari og endurnýjar æskuljómann. L’OCCITANE,sönn saga. (1 )Á næ gj a pr óf uð hj á 95 ko nu m í6 m án uð i. (2 )H or bl að ka ,m yr ta og hu na ng fr á K or sí ku ,f ag ur fíf ill , hý al úr on sý ra ,k vö ld vo rr ós ar ol ía og ca m el in a ol ía .( 3) Ei nk al ey fi íu m só kn ar fe rl ií Fr ak kl an di .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.