Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna, NASA, skýrði frá því í fyrradag að hún hefði staðfest 1.284 áður óþekktar fjar- reikistjörnur, þ.e. plánetur fyrir utan sólkerfi okkar, með hjálp Kepler-geimsjónaukans. Áður hafði sjónaukinn fundið 984 fjar- reikistjörnur. „Þetta gefur okkur von um að einhvers staðar þarna úti sé að finna aðra Jörð sem gengur um stjörnu á borð við sólina okkar,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Ellen Stofan, geimvísindamanni í höfuð- stöðvum NASA í Washington. Kepler-sjónaukinn hefur verið notaður frá árinu 2009 til að skoða um 150.000 stjörnur í leit að vís- bendingum um hvort þær séu reikistjörnur. Sjónaukinn fylgist með hárfínum breytingum á birtu stjarnanna sem rekja má til reiki- stjarna sem ganga fyrir þær, líkt og þegar Merkúr gekk fyrir sólina okkar á mánudaginn var. Gætu verið lífvænlegar NASA sagði að af 1.284 nýstað- festum fjarreikistjörnum gætu nær 550 þeirra verið úr bergi eins og Jörðin. „Níu af þessum stjörn- um eru á lífbelti sólar sinnar, það er að segja í hæfilegri fjarlægð frá henni til að vatn gæti verið í fljót- andi formi á yfirborði þeirra,“ hef- ur AFP eftir geimvísindamönnum NASA. Alls er nú vitað um 21 fjarreiki- stjörnu sem er á lífbelti sólar sinnar og gæti verið lífvænleg, að sögn geimvísindastofnunarinnar. 1.284 reikistjörn- ur staðfestar  Níu þeirra á lífbelti sólar sinnar Áður óþekktar plánetur fundnar Heimild : NASA 1.284 nýstaðfestar reikistjörnur Staðfestar nýlega Mjög líklega reiki- stjörnur Ekki líklegar Á stærð við Mars Á stærð við Jörðina Risa- jarðir Stærri en Júpíter Minni en Neptúnus Á stærð við Neptúnus Minni en Jupíter Á stærð við Júpíter Höfðu áður verið staðfestar 1.327 707 984 Þar af eru... Stærð reikistjarnanna Stærð reikistjarna í sólkerfi okkar 1.000 Merkúr Mars Venus Jörðin Neptúnus Úranus Satúrnus Júpiter 800 600 400 200 Nýstaðfestar plánetur Plánetur sem höfðu áður verið staðfestar Kepler, geimsjónauki NASA, hefur staðfest 1.284 áður óþekktar reikistjörnur fyrir utan sólkerfi okkar Skv. skrá NASA frá júlí í fyrra hefur Kepler fundið alls 4.302 hugsanlegar reikistjörnur Upptaka náðist af því þegar Elísabet II Englandsdrottning lýsti fulltrúum kínverskrar sendinefndar sem „mjög dónalegum“ en þeir voru í fylgdarliði Xi Jinping, forseta Kína, og sótti hópurinn Bretland heim seint á seinasta ári. Drottningin lét ummæli sín falla í samtali við Lucy D’Orsi lögreglufor- ingja þar sem þær voru staddar í fjölmennri garðveislu í Buckingham- höll. Hafði D’Orsi skömmu áður ver- ið kynnt fyrir drottningu þar sem henni var sagt að hún hefði verið sá lögreglumaður sem fór með yfir- stjórn öryggismála er opinber heim- sókn Kínaforseta fór fram í október í fyrra. Á upptökunni má því næst heyra drottninguna bregðast við þessu með orðunum: „Oh, óheppni.“ Tók D’Orsi þá til máls og sagði: „Ég veit ekki hvort þú vissir af því, en þetta reyndist mikil þolraun fyrir mig.“ Drottningin svaraði þessu játandi og hélt lögregluforinginn þá áfram og sagði: „Það var þegar þeir gengu út úr Lancaster-setrinu og sögðu mér að heimsóknin væri búin, sem mér leið...“ Sagði þá drottningin: „Þeir voru mjög dónalegir við sendiherr- ann.“ D’Orsi lög- regluforingi tók undir með Elísa- betu drottningu og sagði: „Þeir voru það, þetta var mjög dóna- legt og ódiplóma- tískt að mínu viti.“ Lýsti drottningin þá þessari uppá- komu sem „stórfurðulegri“. Kannast ekki við lýsinguna Kínverskir fjölmiðlar fjölluðu mik- ið um heimsókn Kínaforseta og fylgdarliðs hans til Bretlands á sín- um tíma. Var heimsóknin sögð hafa styrkt mjög samskipti ríkjanna. „Opinber heimsókn Xi Jinping forseta til Bretlands í fyrra var mjög árangursrík. Báðir aðilar eru sam- mála um það,“ hefur fréttaveita AFP eftir Lu Kang, talsmanni utanríkis- ráðuneytisins í Kína. Spurður hvort Kínverjar hefðu hótað því að hætta við heimsóknina, líkt og D’Orsi minntist á í samtali sínu við Elísabetu Englandsdrottn- ingu, svaraði Kang: „Ég hef ekki vitneskju um að sú atburðarás hafi átt sér stað.“ Fram kemur á vef breska ríkisút- varpsins (BBC) að þegar greint var frá samtali drottningar og D’Orsi á BBC World hafi umfjöllunin verið ritskoðuð í Kína og datt stöðin um stund út þar í landi. Talsmaður Buckingham-hallar segist ekki ætla að tjá sig um málið við fjölmiðla. „Opinber heimsókn Kína var hins vegar afar vel heppnuð og unnu allir hörðum höndum til að tryggja að svo yrði.“ „Stórkostlega spillt“ ríki David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lýsti Nígeríu og Afganist- an sem „stórkostlega spilltum“ ríkj- um í samtali sínu við Elísabetu Eng- landsdrottningu í Buckingham-höll í vikunni. Voru þau að ræða alþjóð- lega ráðstefnu gegn spillingu sem hefst í Lundúnum í dag. „Það er von á leiðtogum frá stór- kostlega spilltum ríkjum hingað til Bretlands, Nígeríu og Afganistan, sem eru líklega tvö spilltustu ríki heims,“ sagði Cameron, en það voru fréttamenn BBC sem náðu ummæl- unum á upptöku. AFP Konungleg veisla Elísabet II Englandsdrottning, sem hér sést klædd bleiku, hélt garðveislu í Buckingham-höll þar sem hún var m.a. kynnt fyrir Lucy D’Orsi lögregluforingja. Samtal þeirra náðist á upptöku og hefur vakið athygli. Kínverska sendinefndin sögð „mjög dónaleg“  Samtal Englandsdrottningar og lögregluforingja tekið upp David Cameron Að minnsta kosti 94 biðu bana og 150 særðust í þremur sprengjuárás- um í Bagdad í gær. Árásirnar eru þær mannskæðustu sem hafa verið gerðar á einum degi í borginni í ár. Mannfallið var mest í árás sem gerð var í Sadr-borg, hverfi sjíta, þar sem a.m.k. 64 létu lífið. Íslömsku samtökin Ríki íslams lýstu árásunum á hendur sér. Sjítar eru í meirihluta í Írak og árásir Ríkis íslams hafa oft beinst gegn þeim vegna þess að samtökin líta á þá sem trúvillinga. Þau náðu um 40% Íraks á sitt vald árið 2014 en talsmaður ríkisstjórnarinnar í Bag- dad sagði í gær að aðgerðir hersins hefðu borið þann árangur að aðeins 14% landsins væru nú á valdi sam- takanna. Embættismenn Samein- uðu þjóðanna hafa varað við því að stjórnarkreppa sem hefur verið í Írak geti grafið undan baráttunni gegn íslamistunum. ÍRAK Nær 100 létu lífið í árásum í Bagdad Blóðsúthellingar Írakar skoða skemmdir eftir sprengjuárás í Bagdad. Forseti þingsins á Nýja-Sjálandi sá ekki ástæðu til að hygla forsætis- ráðherra landsins í heitri umræðu um Panamaskjölin og ákvað að vísa honum af þingfundi í gær. Þingforsetinn David Carter sagði að hann hefði átt einskis annars úr- kosti en að vísa John Key forsætis- ráðherra á dyr vegna þess að hann hefði hvað eftir annað hunsað til- mæli um að sýna stillingu. „Hann nýtur engra forréttinda hér á þinginu og þarf að lúta sömu reglum og allir aðrir,“ sagði Carter. Key hafði þrisvar sinnum verið vikið af þing- fundi áður en hann varð for- sætisráðherra. Hann er ekki fyrsti forsætis- ráðherrann á Nýja-Sjálandi sem er rekinn af þingfundi. Helen Clark var vísað úr þingsalnum árið 2005 og David Lange tvisvar á árunum 1986-87 þegar þau gegndu embættinu. NÝJA-SJÁLAND Forsætisráðherra vísað af þingfundi í heitri umræðu um Panamaskjölin John Key for- sætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.