Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 69

Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 69
Hún var snemma deildarstjóri inn- lánadeildar og 19 ára festi hún kaup á sinni fyrstu íbúð við Hverfisgötu í Reykjavík. Hún bjó í Frakklandi í rúm þrjú ár og stundaði frönskunám í Sorbonne, hóf síðan störf hjá VÍB, Verðbréfamarkaði Íslandsbanka, og var þar ráðgjafi einstaklinga. Sam- hliða starfinu lauk hún stúdentsprófi og rekstrar- og viðskiptanámi hjá Endurmenntun HÍ. Hún hefur auk þess lokið nokkrum námskeiðum í viðskiptafræði frá HÍ: „Ég á vonandi eftir að herða róðurinn á þeim vett- vangi þegar betri tími vinnst til.“ Síðustu árin hefur Anna Karen verið formaður Starfsmannafélags Íslandsbanka og er þar yfirtrún- aðarmaður sem stendur vörð um kjara- og réttindamál starfsmanna. Þá hefur hún umsjón með eignum og orlofshúsum félagsmanna félagsins og vinnur náið með mannauðssviði bankans við að skapa það góða og já- kvæða vinnuumhverfi sem bankinn leitast við að veita starfsfólki sínu. Starfsmannafélagið vinnur í nánu samstarfi við SSF, Samtök starfs- manna í fjármálafyrirtækjum. Anna Karen hefur setið í stjórn SSF frá 2004 og er núverandi varaformaður samtakanna og fulltrúi SSF í NFU sem eru norræn hagsmunasamtök 150 þúsund starfsmanna í fjármála- geiranum. „Bankastarf frá 18 ára aldri er ómetanleg reynsla fyrir lífið almennt. Fjármálaþjónusta, fjármálalæsi og skynsamlegt aðhald í fjármálum eru hyggindi sem í hag koma og grunnur samfélagins. Neikvæð umræða í garð banka- manna hefur verið óvægin og almenn- um bankastarfsmönnum óverð- skuldað kennt um hrunið 2008. En hlutverk okkar í SSF er að efla fé- lagsmenn okkar sem lögðu nótt við dag við endurreisn banka- og fjár- málaþjónustu á Íslandi í þágu neyt- enda og samfélagsins í heild.“ Fjölskylda Sambýlismaður Önnu Karenar er Agnar Hansson, f. 15.12. 1965, stærð- fræðingur hjá Arctica Finance. For- eldar hans eru Hans Agnarsson, f. 29.5. 1945, framkvæmdastjóri Könn- unar hf., og Kristjana Margrét Krist- jánsdóttir, f. 28.3. 1946, fyrrv. skóla- stjóri Grandaskóla. Fyrrv. eiginmaður Önnu Karenar er Þorfinnur Ómarsson, f. 25.10. 1965, upplýsingafulltrúa í Brussel. Synir Önnu Karenar og Þorfinns eru Hinrik Örn, f. 10.7. 1989, mat- reiðslunemi í Reykjavík, og Rúrik Andri, f. 21.4. 1992, nemi á lokaári í viðskiptafræði við HÍ og fyrir- tækjaráðgjafi í Íslandsbanka. Börn Agnars eru Dóra Júlía, f. 1992, danskennari og nemi á lokaári í lisfræði við HÍ, búsett í Reykjavík; Helga Margrét, f. 1998, nemi við MH, og Hans Trausti, f. 2000, í grunn- skóla. Hálfsystir Önnu Karenar, sam- mæðra, er Jóna Helga Hauksdóttir, f. 3.10. 1954, skrifstofumaður í Reykja- vík. Alsystkini Önnu Karenar eru Inga Guðný, f. 19.11. 1960, bankastarfs- maður og grunnskólakennari í Reykjavík; Einar Birgir, f. 7.3. 1963, húsasmíðameistari og grunnskóla- kennari í Reykjavík; Edda Kristín, f. 3.7. 1964, grunnskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Önnu Karenar: Haukur Einarsson, f, 17.3. 1937, d. 30.5. 2007, vélfræðingur hjá Landsvirkjun í Raf- stöðinni við Elliðaár í Reykjavík, og Guðrún Kristjánsdóttir, f. 25.5. 1933, fyrrv. iðnverkakona og skólaliði í Reykjavík. Úr frændgarði Önnu Karenar Hauksdóttur Anna Karen Hauksdóttir Helga Jóhanna Kristjánsdóttir húsfr. á Þórshöfn Önundur Magnússon b. sjóm. og verslunarm. á Þórshöfn og Raufarhöfn Kristján Marinó Önundarson útgerðarm. og sjóm. á Raufarhöfn Jóna Jónsdóttir verkak. í Rvík Guðrún Kristjánsdóttir skólaliði í Rvík Guðný Þórðardóttir húsfr. á Haukadölum Jón Vilhjálmur Hallgeirsson í Norður-Múlasýslu Ingvi Jón Einarsson tannlæknir á Akureyri Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Helgi Sigurðsson verkfr. og fyrsti hitaveitustj. Rvíkur Helga Jóhanna Kristjánsd. húsfr. í Rvík Una Hólmfríður Kristjánsdóttir húsfr. á Raufarhöfn Helgi MarinóMagnússon viðskiptafr. í Rvík Árni Pálsson rafvirki í Rvík Sigurður Egilsson framkvæmdastj. í Rvík Elín Egilsdóttir kaupkona í Rvík Stefán Jón Ingvason skipstj. hjá Samherja Erling Ingvason tannlæknir á Akureyri Jón Haukur Ingvason athafnamaður í Rvík Guðný Helgadóttir húsfr. á Húsavík, af Skútustaðaætt Sigurður Jón Flóventsson verslunarm. á Húsavík Helga Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. og söngkona á Akureyri Einar Steindór Sigurðsson verðgæslufulltr. á Akureyri Haukur Einarsson vélfr. í Rvík Helga Einarsdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Jónsson bóksali og bókbindari í Rvík Veiðikona Anna Karen hampar laxi. ÍSLENDINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Freysteinn fæddist í Keflavík12.5. 1931. Foreldar hansvoru Þorbergur Pétur Sigur- jónsson sem starfrækti bifreiðaverk- stæði í Keflavík, rak Bílabúðina í Reykjavík, lengi við Hverfisgötu, og var ötull í verkalýðsbarátt- unni á sínum yngri árum, og k.h., Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir húsfreyja. Þorbergur var sonur Sigurjóns Einarssonar, vegavinnuverkstjóra í Leiru í Keflavík, en Jónína Þorbjörg var systir Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskóla Íslands og rithöfundar. Eftirlifandi eiginkona Freysteins er Edda Þráinsdóttir, lengst af gjaldkeri hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar, og eignuðust þau tvær dæt- ur, Melkorku Eddu og Freydísi Jónu. Móðir Freysteins veiktist alvar- lega af heilahimnubólgu er hann fimm ára og var hann hjá vandalaus- um eftir það, lengst af í Grænumýr- artungu í Hrútafirði. Hann stundaði nám við MA, bjó í Svíþjóð í tvö ár, stundaði nám í rússnesku og rúss- neskum bókmenntum við Háskólann í Moskvu. Heimkominn bjó hann á Siglufirði, í Varmahlíð en lengst af í Hafnarfirði þar sem Freysteinn stundaði útgerð. Freysteinn var með fremstu skák- meisturum Íslendinga um skeið. Hann var skákmeistari Íslands 1960, skákmeistari Norðurlanda 1965, skákmeistari Norðlendinga 1963, 1968 og 1973, varð efstur á skák- þingi Norðurlanda 1967, ásamt Ho- en og Svedenborg og tefldi á Olymp- íuskákmótum fyrir Íslands hönd árin 1956, 1958, 1960, 1966 og 1970. Hann skrifaði auk þess mikið um skák og vann ötullega að framgangi skáklistarinnar hér á landi. Freysteinn var mikill aðdáandi Fischers, var félagi hans frá því Fischer var 15 ára, sótti FIDE fundi reglulega og vann þar að því um ára- bil að heimsmeistaraeinvígi yrði haldið á Íslandi. Hann átti án efa stóran þátt í því að heimsmeistara- einvígið í skák, einvígi aldarinnar, milli Fischers og Spassky, var haldið í Reykjavík 1972. Freysteinn lést 23.10. 1974. Merkir Íslendingar Freysteinn Þorbergsson 100 ára Hallfríður N. Franklínsdóttir 85 ára Ármann Rögnvaldsson Bergljót Sigurðardóttir Gunnlaugur Þórhallsson 80 ára Helgi Guðmundsson Kristján E. Haraldsson Sigríður Ólafsdóttir Sigurður Jóhannesson 75 ára Guðfinna Vigfúsdóttir Haukur Guðjón Geirsson 70 ára Haraldur Gauti Hjaltason Ingi Bóasson Konráð Gíslason Kristján Linnet Ragnar Jón Pétursson Róshildur Georgsdóttir Stefán Ingólfsson 60 ára Auður Jacobsen Ástríður Ólöf Gunnarsdóttir Guðbjörg Garðarsdóttir Guðjón Rúnar Ingimarsson Guðrún Garðarsdóttir Hafliði Hjarðar Halldór Árni Guðfinnsson Kristinn Eiríksson Ólafur Friðmar Brynjólfsson Raimund B. Brockmeyer Urbschat Sigríður Knútsdóttir 50 ára Benedikt Ingvarsson Einar Hafsteinsson Elena Alda Árnason Herdís M. Heiðarsdóttir Íris Gylfadóttir Lilja Birgisdóttir Pálína Kristín Guðjónsdóttir Ragnheiður Hafsteinsdóttir Sigmundur Brynjólfsson Signe Viðarsdóttir Sigurður Rafn Borgþórsson Sveinn Hilmarsson Unnur Pétursdóttir Victor Kristinn Gíslason Viðar Ólason Þorgerður Á. Hansen Þorsteinn Þorsteinsson 40 ára Ásta Huld Eiríksdóttir Björt Þorleifsdóttir Engilbert Hafsteinsson Eymundur F. Þórarinsson Gísli Árnason Guðbjörg Birna Muller Jón Finnur Oddsson Katrín Guðmundsdóttir Lilja Guðmundsdóttir Líney Rakel Jónsdóttir Magnús Vignir Eðvaldsson Margrét Guðmundsdóttir Ragna Kristmundsdóttir Sandra Konráðsdóttir Sigrún Alda Ómarsdóttir Vignir Daði Valgeirsson 30 ára Árni Freyr Guðnason Ásta Birna Björnsdóttir Binný S. Einarsdóttir Daníel G. Hjálmtýsson Guðmundur Þorbjörnsson Haukur Gunnarsson Katrín Birna Viðarsdóttir Lóa F. Einarsd. Touray Margrét R. Sigurðardóttir Marín Ósk Hafnadóttir Nína Eldon Geirsdóttir Sigurður G. Sigurjónsson Valur Svavarsson Þórarinn B. B. Gunnarsson Til hamingju með daginn Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Úrval útiljósa 30 ára Védís ólst upp í Reykjavík, er þar búsett, lauk BSc-prófi frá Við- skiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn og MA-prófi í þjóðfræði frá HÍ og starf- ar hjá Grænlandsdeild Ís- lenskra fjallaleiðsögu- manna. Foreldrar: Sigrún Helga- dóttir, f. 1949, líffræð- ingur og rithöfundur í Reykjavík, og Ólafur F. Andrésson, f. 1951, pró- fessor í líffræði við HÍ. Védís Sigrúnar Ólafsdóttir 30 ára Halla ólst upp í Reykjavík, er fréttaritari RÚV á Ísafirði, lauk MA- prófi í sjónrænni- og fjöl- miðlamannfræði frá Freie Universität í Berlín. Systkini: Guðmundur Freyr, f. 1970, og Mel- korka, f. 1981. Foreldrar: Sigrún Helga- dóttir, f. 1949, líffræð- ingur og rithöfundur í Reykjavík, og Ólafur F. Andrésson, f. 1951, pró- fessor í líffræði við HÍ. Halla Ólafsdóttir 30 ára Steindór ólst upp á Höfn, er að flytja þang- að aftur, er að ljúka einka- flugmannsprófi og starfar hjá Hvalaskoðun í Reykja- vík. Systir: Margrét Krist- insdóttir, f. 1981 en sonur hennar: Jahem Tristan, f. 2008. Foreldrar: Eyrún Axels- dóttir, f. 1962, og Sigurjón Steindórsson, f. 1958. Þau búa á Höfn í Horna- firði. Steindór Sigurjónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.