Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Einþáttungurinn „Gráskinna: The saga ofblack magic“ var frumfluttur síðastasunnudag á Landnámssetrinu í Borga-nesi. Leikritið er hugsað fyrir erlent ferðafólk og er flutt á ensku. Höfundur handrits og flytjandi er Geir Konráð Theodórsson, en pabbi hans leikstýrir og bróðir hans er sýning- arstjóri. Leikverkið verður á dagskrá í sumar og sýnt alla daga í þessari viku, nema á laugardags- kvöldið því Geir segist ekki geta keppt við Euro- vision. „Ef vel gengur verða svo fastir sýningar- tímar út sumarið. Verkið er ætlað ferðamönnum og miðinn kostar 2.000 kr. Hinsvegar er íbúum á Vesturlandi boðið að sjá sýningarnar sér að kostnaðarlausu. Það er þakklætisvottur Land- námssetursins til samfélagsins á Vesturlandi, en setrið er tíu ára á þessu ári. Íbúar eru svo auðvit- að þeir bestu til að breiða hróður okkar út til er- lendra gesta og því hagur okkar að sem flestir viti um hvað Gráskinna fjallar.“ Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar en eftirspurn hefur verið eftir menningarviðburðum á ensku á svæðinu. Þeir sem nú þegar hafa séð sýninguna hafa komið út sérstaklega glaðir, segir Geir, hvort sem þeir hafa verið heimamenn eða ferðafólk. Fjölskylduverk Geir er þrítugur Borgnesingur og uppfinn- ingamaður. „Ég hef stundað margskonar nám við flesta háskóla landsins en aldrei lokið gráðu, unn- ið allskonar störf á sjó og landi, í skrambi mörgum löndum, en kem alltaf heim aftur. Núna er ég með fyrirtæki í Borgarnesi í kringum uppfinningarnar mínar og leikritið Gráskinna er viðbót við það.“ Hann segist lengi hafa haft gaman af þjóðsög- unum og hefur stundað þá iðju að hræða erlenda ferðamenn með þessum sögum þegar hann hefur verið leiðsögumaður þeirra um landið. Smám saman fór hann að tvinna nokkrar sögur saman í eina heild. Hugmyndin að gera þetta leikriti varð til vegna þess að hann hafði lengi dáðst að list- ræna starfinu í Landnámssetrinu og eins starfinu í Frystiklefanum í Rifi. Uppfullur af þessum já- kvæðu straumum byrjaði Geir að skrifa með það fyrir augum að kannski leika verkið einn daginn. „Það hjálpaði líka mikið til að eiga föður með mikla leikræna reynslu og hvetjandi yngri bróður sem starfað hefur lengi sem sýningarstjóri á Landnámssetrinu. Fjölskyldan öll hvatti mig áfram þegar ég hafði lokið við handritsgerðina og faðir minn leikstýrði verkinu og bróðir minn skipulagði sýninguna. Þetta er í raun mikið fjöl- skylduverk en ég fékk þó einnig góða hjálp frá kvikmyndaleikstjóranum Guðna Líndal og lista- konunni Michelle Bird“. Geir segir Borgarnes vera dásamlegt í nær alla staði og hafa margt upp á að bjóða, en það hafi verið skortur á viðburðum á kvöldin sem henta ferðafólki. Ekkert mál þegar fólk brosir „Venjulega er það ekki vandamál þar sem fólkið er bara að njóta náttúrunnar en þegar illa viðrar tekur maður betur eftir þessu vandamáli. Ég ákvað því að hafa leikritið á einfaldri ensku sem flestir gætu skilið. Það var auðvitað smá stress fyrst með að taka einleik á ensku en svo þegar sýning hefst og maður sér fólk brosa þá verður þetta ekkert mál.“ Geir er heldur ekki reynslulaus í þessum efnum. Hann hefur tengst leikdeild ungmennafélagsins Skallagríms, hann lék í leikritum þegar hann var í Menntaskólanum á Akureyri og í vefþáttaröð hjá Fenri Films, ásamt því að „fíflast“ á youtube-rásinni Joe’s Dun- geon. Geir leikur í fullum skrúða og fékk aðstoð við búninginn hjá víkingafélaginu Hringhorna á Akranesi. „Það hjálpar mér mikið við að komast í rétta leikgírinn en ég játa að mig klæjar stundum ögn undan hrosshársreipinu.“ Verkið er byggt að- allega á þremur þjóðsögum sem tvinnaðar eru saman í kringum galdrabókina Gráskinnu. Sög- urnar sem Geir byggir verkið á eru Saga Sæ- mundar Fróða, Galdra-Loftur og Hellismanna- saga sem gerist í Surtshelli í Hallmundarhrauni. Hann tvinnar þessar sögur saman með því að láta Sæmund fróða stela Gráskinnu af Kölska þegar hann er við nám í Svartaskóla, og með bókinni berst svo svartigaldur til Íslands. Verkið er sýnt á Söguloftinu í Landnámssetrinu og smellpassar, segir Geir, í andrúmsloftið þar. „Sýningarstjórinn hann Eiríkur bróðir minn setti salinn svipað upp og fyrir Mr. Skallagrímsson sýninguna en það fær mig þó til að kikna ögn í hnjánum við tilhugsun- ina, enda var það skemmtilegasta leiksýning sem ég hef séð.“ Sýningin er um 75 mínútur með hléi og þó að hún sé ætluð ferðamönnum heldur Geir að flestir geti skemmt sér á henni ef þeir hafa smákunnáttu í enskri tungu. „Verkið virðist skemmta fólki en eins og þjóðsögurnar okkar þá koma alvarlegir kaflar og smá hryllingur hér og þar. Þetta er lík- legast ekki fyrir börn yngri en 12 ára, þökk sé óþokkanum honum Galdra-Lofti.“ Flytur einþáttung á ensku fyrir erlenda ferðamenn Geir Konráð Theodórsson, þrítugur Borgnesingur og uppfinningamaður, hefur stundum hrætt erlenda ferða- menn með íslenskum þjóðsögum þegar hann lóðsar þá um landið. Smám saman fór hann að tvinna saman sögurnar og úr varð einþáttungurinn „Gráskinna: The saga of black magic“, sem hann frumflutti í Land- námssetrinu í Borgarnesi um helgina. Þjóðsagnapersónurnar tala allar ensku og fipast hvergi. Í fullum skrúða Höfundurinn og flytjandinn Geir Konráð kemst í rétta leikgírinn í fullum skrúða. Söguþráður: Sæmundur fróði stelur Gráskinnu af Kölska þegar hann er við nám í Svartaskóla og með bókinni berst svartigaldur til Íslands. Bláklædda konan er yfirskrift erindis Marianne Guckelsberger hjá Heimil- isiðnaðarfélagi Íslands í Nethyl 2e kl. 20 í kvöld. Marianne fjallar um rann- sóknarverkefni sem hún vann ásamt Marled Mader fyrr á þessu ári. Verk- efnið fólst í að rannsaka og vinna frá grunni endurgerð af klæðum konu frá Ketilstöðum sem fundust í kumli frá fyrri hluta 10. aldar. Marianne dvaldi í Textílsetrinu á Blönduósi í tvo mán- uði í byrjun árs þar sem hún spann, litaði og óf klæði konunnar í sam- starfi við Marled. Í erindi sínu rekur hún ferlið og vinnuna að baki verkinu, sýnir myndir auk þess sem klæðin sjálf eru á staðnum. Þeir sem unna miðaldahandverki, jurtalitun, tóvinnu eða vefnaði ættu ekki að láta sig vanta. Aðgangur ókeypis fyrir félags- menn Heimilisiðnaðarfélagsins, 1.000 kr fyrir aðra. Erindi um miðaldahandverk Ljósmynd/Marled Mader Klæðin Hörkjóll, blálitaður skokkur með hlýrum og upphafsborða. Endurgerð klæða bláklæddu konunnar Í tilefni af tuttugu ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar efna Íslensk málnefnd og Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn til málþings í Norræna húsinu í dag kl. 14.00–16.00. Á málþinginu, sem nefnist Sæktu þér að lesa sögur eða ljós, verður fjallað um gildi og áhrif keppninnar, möguleika sem í henni felast, tengsl lesskilnings og vandaðs upplestrar og horft fram á veginn. Framsögumenn eru fræðimenn, kennarar, skáld, nemendur auk full- trúa menntamálayfirvalda. Málþingið er ætlað skólafólki, for- eldrum og þeim sem er annt um læsi, lestraráhuga og vandaðan upplestur. Endilega . . . … sæktu þér að lesa sögur eða ljóð Herravörur gæðavörur á góðu verði, allar stærðir. Sendum í póstkröfuHerrabolir - kr. 990 Litir: Hvítt, svart og grátt. Herraboxer - kr. 690 Litir: Hvítt, svart og grátt. Hnésíðar buxur kr. 990 Margir litir Styrktarverslanir Fjölskylduhjálpar Íslands eru: Iðufell 14, 111 Reykjavík, sími 551 3360, Opið alla virka daga frá kl 13 til 17. Baldursgötu 14, Reykjanesbæ, sími 421 1200 Opið alla virka daga frá kl 13 til 18. Hamraborg 9, Kópavogi, sími 553 3360, Opið alla virka daga frá 13 til 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.