Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Óþolinmóðir erlendir ferðamenn hafa undanfarna daga verið að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu við Borgar- braut í Borgarnesi þótt það verði ekki opnað fyrr en 1. júní. Salernis- og hreinlætisaðstaðan á svæðinu er lokuð og keðja hefur verið strengd yfir veginn að svæðinu svo þangað sé ekki ekið. Það hefur þó ekki hindrað ferðafólk í að dvelja þarna og er lík- legt að það hafi ekki vitað að tjald- svæði landsins verða almennt ekki opnuð fyrr en um næstu mánaðamót. Arndís Úlfhildur Sævarsdóttir hjá Landamerkjum ehf,, sem reka tjald- svæðið í Borgarnesi, segir að veður- far ráði því einkum að svæðið sé ekki opnað fyrr. Hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík fengust þau svör að vegna þess hvernig veðurfari á Íslandi væri háttað í maímánuði hefði ekki þótt óhætt að hafa tjald- svæði landsins almennt opin fyrr en í júní. Þó eru dæmi um að svæði séu opnuð fyrr eins og í Laugardal í Reykjavík og á Víðistaðatúni í Hafn- arfirði. Þar er opnað 15. maí sam- kvæmt vefsíðunni tjalda.is sem veitir upplýsingar um öll helstu tjaldsvæði landsins. Upplýsingamiðstöðin ráðleggur ferðamönnum, sem komnir eru til landsins og ekki var kunnugt um hvenær tjaldsvæðin eru opin að hafa samband við bændur og aðra land- eigendur og leita leyfis til gistingar á meðan. gudmundur@mbl.is Ferðamenn Tjaldað er í Borgarnesi þótt ekki sé búið að opna svæðið þar. Tjaldsvæðin opnuð almennt 1. júní Tjaldsvæði » Mikill fjöldi tjaldsvæða er í öllum landsfjórðungum. Flest- um fylgir salernis- og hreinlæt- isaðstaða. » Tjaldsvæðin eru vinsæl og þétt setin yfir sumarmánuðina. Gestir eru jafnt Íslendingar sem erlendir ferðamenn. » Gistikostnaður er misjafn, oft 1.000 til 1.500 kr. á mann. Aukalega er greitt fyrir raf- magn og aðra þjónustu. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dæmi eru um að Íslend- ingar panti svokölluð PrEP lyf, sem eru forvarnarlyf gegn HIV-smiti, á netinu en þessi lyf eru ekki í boði sem forvörn hér á landi. Í haust verður byrjað að bjóða Svíum þau í forvarnarskyni, greiði þeir sjálfir fyrir lyfin. Engin formleg stefna varðandi þessa lyfjagjöf hef- ur verið mörkuð hér á landi en þessi sænska leið hefur m.a. verið skoðuð. Lyfin taka einkum þeir sem stunda áhættusamt kynlíf og vilja verjast HIV-smiti. PrEP er skammstöfun á ensku og stendur fyrir pre-exposure prophylaxis. Aðallega er um að ræða lyfið Truvada sem hefur ver- ið notað í forvarnarskyni við HIV í mörg ár í Bandaríkjunum og sýna rannsóknir að inntaka þess minnk- ar líkurnar á HIV-smiti um allt að 90%. Samkvæmt fréttum sænska ríkisútvarpsins, SVT, gefst ósmit- uðum Svíum kostur á að fá þessi lyf frá og með næsta hausti. Þau hafa verið gefin alnæmissjúkling- um í Svíþjóð undanfarin ár, en ekki hefur fengist heimild fyrr en nú til að heilbrigðir einstaklingar geti tekið þau í forvarnarskyni. Fram kemur í frétt SVT að fólk þarf að greiða sjálft fyrir lyfið og gert er ráð fyrir að mánaðarskammturinn muni kosta 6.000 sænskar krónur, rúmar 90.000 íslenskar krónur. Gripið sé til allra ráða Sigrún Grendal Magnúsdóttir formaður HIV-Ísland segir þessi lyf ekki vera í boði sem forvörn hér á landi, en notkun þeirra sé tals- vert í umræðunni, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi HIV- samtaka. Hún segir að allir sem greinist með HIV hér á landi séu á lyfjum sem geri veiruna óvirka og þannig sé komið í veg fyrir smit. „Það á þó ekki við um fólk frá öll- um öðrum löndum og svo getur fólk líka vel verið smitað án þess að vita af því. Við erum að tala um mjög alvarlegan smitsjúkdóm og okkur hjá HIV-Ísland finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé gripið til allra tiltækra ráða til að takmarka smit.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-Ísland segist þekkja dæmi um að þessum lyfjum hafi verið ávísað hér á landi í forvarnarskyni. „Það eru einstök tilfelli. Ég veit líka um dæmi um fólk, sem taldi sig vera í hættu á að hafa smitast sem hefur fengið lyfið skömmu síðar,“ segir hann. „En ég veit einnig um nokkra sem hafa keypt þessi lyf á net- inu, oftast samheitalyf frá Indlandi.“ Einar segir að tilkoma þessara lyfja hafi mikil áhrif á líf HIV-smitaðra. Með til- komu þeirra geti þeir notið samlífs með maka sínum án þess að hafa áhyggjur af því að smita og það hafi mikil áhrif á andlega líðan þeirra og velferð. Enn talsverðir fordómar Hann hefur fylgst talsvert með umræðunni um þessa lyfjagjöf á al- þjóðavettvangi og segir að þættir eins og gildismat og siðgæði eigi það til að yfirtaka hana. Þá séu fordómar gagnvart sjúkdómnum enn talsverðir. „En þeir sem telja sig vera í hættu á að fá alvarlegan smitsjúkdóm eins og HIV ættu að eiga kost á viðeigandi lyfjum, burt- séð frá því hvort þeir greiða þau sjálfir eða ekki. Það skiptir miklu máli að fólk þekki til þess hvernig HIV og aðrir kynsjúkdómar smit- ast og taki síðan upplýstar ákvarð- anir. Okkur finnst að þessi lyf eigi að vera í boði. Ef fólk hefur verið metið þannig af heilbrigðiskerfinu að það sé í þeim aðstæðum að það þurfi nauðsynlega á þeim að halda ætti að greiða þau niður eins og mörg önnur lyf.“ Haraldur Briem, læknir á sótt- varnasviði Embættis landlæknis, segist ekki vita til þess að Íslend- ingar hafi fengið lyfið ávísað í for- varnarskyni. „Þetta hefur verið talsvert rætt hér á landi,“ segir Haraldur „Ég tel að þetta sé eitt af þeim málum sem þarf að fara að taka fastari tökum, en engin form- leg stefna hefur verið mótuð ennþá.“ Haraldur segir að þegar til þess kæmi gæti sú stefna vel verið með svipuðum formerkjum og í Svíþjóð, þ.e. að fólk greiddi fyrir lyfin sjálft. Engin stefna um HIV-forvarnarlyf  Dæmi um að Íslendingar panti samheitalyf frá Indlandi Morgunblaðið/Ásdís Truvada Þetta lyf hefur verið notað í forvarnarskyni við HIV um árabil. Sigrún Grendal Magnúsdóttir Einar Þór Jónsson Haraldur Briem Viktor Örn Andrésson, matreiðslu- maður á Grillinu, hafnaði í fimmta sæti og hlaut sérstök verðlaun fyrir fiskréttinn sinn í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or-matreiðslukeppninnar sem haldin var í Búdapest. Árangur hans gefur honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d’Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í janúar á næsta ári. Þegar Viktor kemur heim taka við strangar æfingar, en hann hef- ur sett stefnuna á verðlaun í Lyon. Fiskurinn sló í gegn í Búdapest Ljósmynd/Þráinn Freyr Vigfússon Stoltir F.v. Sigurður Helgason þjálfari, Viktor Örn, Sturla Birgisson dómari og Hinrik Örn Lárusson aðstoðarmaður. Vertu upplýstur! blattafram.is Á HVERJUM DEGI STUÐLUM VIÐ MÖRG AÐ KYNFERÐISOFBELDI MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA Í HINA ÁTTINA. Í HVAÐA ÁTT HORFIRU? Eyrnalokkagöt Jakkasprengja 30% afsláttur af stökum jökkum og sumarblússum Fimmtudag, föstudag og langan laugardag mbl.is alltaf - allstaðar Afi barns á leikskólanum Kiðagili á Akureyri var fyrir mistök sendur heim með rangt barn fyrir nokkrum vikum. Soffía Vagnsdóttir, fræðslu- stjóri, segir að röð tilviljana hafi leitt til þessarar hörmulegu niðurstöðu. „Eins og gefur að skilja var þetta mikið áfall fyrir alla,“ segir Soffía. Afinn, sem er mikið fjarverandi og hittir barnið sjaldan, fór á leikskól- ann til að sækja barnabarn sitt, sem er tveggja og hálfs árs. Hann fór hins vegar inn á ranga deild og gaf þar upp nafn barnsins sem hann ætl- aði að sækja. Leikskólakennarinn sem tók á móti honum taldi sig heyra annað nafn, sem var líkt, og sótti barn með því nafni. Afinn fór síðan heim og hálftíma síðar kom amman heim og tók þá eftir því að barnið var ekki barna- barn þeirra hjóna. Þau fóru þá með barnið til baka á leikskólann. Í milli- tíðinni hafði móðir barnsins komið til að sækja það, en greip í tómt. Soffía segir að rætt hafi verið við bæði leikskólastarfsmenn og for- eldra, sem hafi tekið vel á málinu. Atvikið teljist engu að síður alvar- legt, enda segi reglur til um að hver sem er eigi ekki að geta gengið inn á leikskóla og sótt hvaða barn sem er. Í kjölfarið hafi verið farið yfir alla ferla og ítrekaðar reglur um það þegar börn eru sótt. Allt verði gert til að svona atvik gerist ekki aftur. Afi fór með rangt barn heim af leikskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.