Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 81
MENNING 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
Soffía Auður
Birgisdóttir ver
doktorsritgerð
sína við íslensku-
og menningar-
deild Háskóla Ís-
lands sem nefnist
Ég skapa – þess
vegna er ég.
Sjálfsmyndir,
sköpun og fagur-
fræði í skrifum
Þórbergs Þórðarsonar í dag kl. 13 í
Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðal-
byggingu. Andmælendur eru dr.
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, pró-
fessor við Háskóla Íslands, og dr.
Jürg Glauser, prófessor við Háskól-
ann í Zürich. Dr. Gunnþórunn Guð-
mundsdóttir, varaforseti íslensku-
og menningardeildar, stjórnar at-
höfninni.
Rannsóknartilgáta ritgerðar-
innar er sú að með skrifum sínum
hafi Þórbergur kynnt til sögunnar
nýja tegund bókmennta á Íslandi,
bókmenntagrein sem sterk rök eru
fyrir að kenna við skáldævisögu, og
hafi þannig haft mikil áhrif á ís-
lenskar bókmenntir, ekki síst frá-
sagnarbókmenntir síðastliðinna
tuttugu ára. Rýnt er meðal annars í
hinar fjölbreyttu sjálfsmyndir Þór-
bergs.
Soffía Auður
Birgisdóttir
Doktorsvörn
Soffíu Auðar um
skrif Þórbergs
Í síðustu viku var opnuð í hinu virta
Tibor de Nagy-galleríi í New York
sýning á verkum tveggja íslenskra
listakvenna. Sýnd voru verk úr dán-
arbúi Louisu Matthíasdóttur (1917-
2000), sem galleríið annast um, og
ný verk eftir Hildi Ásgeirsdóttur
Jónsson, sem starfar bæði í Clevel-
and í Bandaríkjunum og hér á landi
að handlituðum vefnaðarmálverkum
sínum.
Fjöldi gesta mætti á opnun sýn-
ingarinnar og virtu þeir fyrir sér
verk sem Hildur hefur ofið úr hand-
lituðu silki og sækir listakonan
myndefnið í íslenska náttúru. Eftir
Louisu voru sýnd verk frá níunda og
tíunda áratugnum þar sem mynd-
efnið var sótt til íslensks landslags
og Reykjavíkur.
Sýna verk Hildar og Louisu
Morgunblaðið/Ásdís
Sýning Bæði stór og lítil verk eftir Louisu voru til sýnis á veggjum Tibor de Nagy gallerísins í New York.
Verk Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson stendur við verk sín og spjallar við gesti
sýningarinnar. Verkin kallar Hildur málverk þó að þau séu ofin á vefstól.
List Fjölmennt var á opnuninni og mætti Temma Bell (fyrir miðju), dóttir
Louisu. Íslenskt landslag var áberandi í verkum sýningarinnar.
Verkin sýnd
hjá Tibor de Nagy
í New York
Hljómsveitarstjórinn JoAnn Fall-
etta og píanóleikarinn Orion Weiss,
sem eru í hópi virtra tónlistarmanna
vestanhafs, koma fram á tónleik-
unum með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í kvöld kl. 19.30.
Gagnrýnandi The New York Tim-
es hefur sagt Falletta einn besta
stjórnanda sinnar kynslóðar. Hún er
aðalstjórnandi Fílharmóníuhljóm-
sveitarinnar í Buffalo og Sinfóníu-
hljómsveitar Virginíu.
Píanóleikarinn Orion Weiss leikur
einleik í hinu sívinsæla verki George
Gershwin, Rhapsody in Blue. Hann
hefur komið fram með öllum helstu
hljómsveitum Bandaríkjanna og er
annálaður fyrir fágaðan og listræn-
an flutning sem hefur aflað honum
alþjóðlegrar viðurkenningar.
Rhapsody in Blue er eitt af merk-
ustu bandarísku tónverkum 20. ald-
arinnar. Forleikur Leonard Bern-
stein að óperettunni Candide sem
einnig verður fluttur á tónleikunum
hefur verið vinsælt upphaf tónleika
frá frumflutningi hans árið 1956.
Önnur verk á efnisskránni eru Þrír
dansþættir úr On the Town eftir
Bernstein, Adagio fyrir strengi eftir
Barber og Appalachian Spring eftir
Aaron Copland .
Stjórnar banda-
rískum verkum
Stjórnandinn JoAnn Falletta er sögð með helstu stjórnendum í dag.
ANGRY BIRDS 3:50, 5:50 ÍSL.TAL
ANGRY BIRDS 3D 4:15 ÍSL.TAL
ANGRY BIRDS 5:50, 8 ENS.TAL
BAD NEIGHBORS 2 8, 10
CAPTAIN AMERICA 7,10
RATCHET & CLANK 3:50 ÍSL.TAL
MAÐUR SEM HEITIR OVE 10:10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 3:50
TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 4:15
á fallegum, notalegum stað á
5. hæð Perlunnar.
ERFIDRYKKJA
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200