Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. M A Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 110. tölublað 104. árgangur
AÐ VERÐMÆTI 30 MILLJÓNIR HVER!51.000 VINNINGAR DREGNIR ÚT Á ÁRINU!
GLEÐUR GESTI
MEÐ LEIK UM
GRÁSKINNU
HOPANDI
MARKAÐS-
RISAR
ÓTTAR GÆGIST
UNDIR
REKKJUVOÐIR
VIÐSKIPTAMOGGINN FRYGÐ OG FORNAR HETJUR 12GEIR KONRÁÐ 14
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fyrirtæki hér á landi þurftu að af-
skrifa útistandandi viðskiptakröfur
upp á 5.455 milljarða kr. eða hálfa
sjöttu billjón á aðeins þremur árum
um og eftir hrunið, þ.e.a.s. frá 2008 til
2010. Til samanburðar var landsfram-
leiðslan um 1.860 milljarðar á árinu
2010. Þetta kemur fram í nýrri úttekt
Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings
hjá Ríkisskattstjóra, í Tíund, frétta-
blaði embættisins. Þó að afskriftir
hafi minnkað mikið voru þær 102
milljarðar á árinu 2013 og 20 millj-
arðar árið 2014.
Í greininni, sem byggð er á skoðun
á nýjustu skattframtölum fyrirtækja,
segir að rekstur virðist vera að færast
í eðlilegt horf og rekstrartekjur fyr-
irtækja aukist þó að enn vanti tæpa
739 milljarða upp á að tekjurnar nái
tekjum ársins 2007.
Fram kemur að samanlagt greiddu
fyrirtæki 2,7 milljarða í gjafir og
framlög til menningarmála á árinu
2014.
Gagnrýna notkun skattaskjóla
Í Tíund fara Skúli Eggert Þórðar-
son ríkisskattstjóri og Ingvar J.
Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri
hörðum orðum um aflandsfélög og
notkun skattaskjóla í leiðara sem ber
yfirskriftina Aflandsbælin. Segja þeir
að nú sé að koma skýrar í ljós en áður
að íslenskir athafnamenn hafi ekki
dregið af sér við að fela fjármuni og
eignarhald fyrir íslenskum yfirvöld-
um. „Svo virðist sem ekki aðeins
skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur
einnig samkeppnis- og fjármálayfir-
völd,“ segja þeir. Þegar yfirvöld
kröfðust óþægilegra upplýsinga hafi
gjarnan verið „gripið til gamalkunn-
ugra aðferða, tefja, fara undan í
flæmingi, jafnvel að gera yfirvöld tor-
tryggileg og þegar öll sund lokast að
hóta starfsmönnum skattyfirvalda“.
Hálf sjötta billjón afskrifuð
Fyrirtæki greiddu 2,7 milljarða í gjafir og til menningar 2014 „Aflandsbælin“
gagnrýnd í Tíund þar sem sagt er að starfsmönnum skattyfirvalda hafi verið hótað
MGreiddu 215 milljarða í arð »18
Á tjaldsvæðinu í Laugardal er hvítskeggjaður maður á sjötugsaldri, Ed
Arnold, að gera sig kláran fyrir ferðalag um Ísland, nýkominn hingað frá
Bandaríkjunum. Ætlun hans er að ganga hringinn í kringum landið með
allt sitt hafurtask í lítilli barnakerru. „Mér finnst þetta frábær ferðamáti
og ég er sko ekkert að flýta mér,“ segir Ed, en hann á bókað flug heim til
Oregon í byrjun ágúst. Hann segist hafa gengið um flest ríki Bandaríkj-
anna en eiga það til að taka lestina þess á milli. Ísland er fyrsta landið sem
hann heimsækir í þessum tilgangi. „Ég ætlaði að ganga Jakobsveginn á
landamærum Frakklands og Spánar en eftir kynningarfund sá ég að þar
var allt of margt fólk. Hér ætti ég að hafa meiri frið,“ segir hann og hlær.
Íslandsganga með hafurtaskið í barnakerru
Morgunblaðið/Golli
Gönguhrólfur hætti við að ganga Jakobsveginn og sótti í friðsældina á Íslandi
„Undanfarna
mánuði höfum
við orðið vör við
aukinn fjölda til-
kynninga um
svikastarfsemi
frá viðskipta-
vinum okkar,“
segir Siggeir Vil-
hjálmsson, for-
stöðumaður viðskiptalausna fyrir-
tækja hjá Landsbankanum.
Vísar hann í máli sínu til þess að
óprúttnir einstaklingar notist nú
við tölvupóstföng sem líkist póst-
föngum yfirmanna þess fyrirtækis
sem verið er að blekkja til að fá
starfsmenn til að millifæra peninga
yfir á bankareikning svikarans.
»ViðskiptaMogginn
Vara við svikastarf-
semi í tölvupósti
Fiskistofa ætl-
ar framvegis að
birta ársfjórð-
ungslega upplýs-
ingar um hlutfall
íss í lönduðum
afla hjá nafn-
greindum
vigtunarleyfis-
höfum og veiði-
skipum. Búast má við að þetta
verði gert strax í lok sumars, að
sögn Eyþórs Björnssonar fiski-
stofustjóra.
Jafnframt verða birtar upplýs-
ingar um íshlutfall þegar vigtun
afla og íss fer fram að viðstöddum
eftirlitsmanni Fiskistofu. Svo virð-
ist sem nærvera eftirlitsmanns geti
haft áhrif á skráð íshlutfall. »4
Nafngreina báta og
þá sem vigta aflann
Í síðasta mán-
uði var auglýst
eftir 115 týndum
hundum á ýms-
um vefsíðum.
Guðfinna Krist-
insdóttir, sem
hefur umsjón
með vefsíðunni
Hundasam-
félagið, hefur tekið saman slíkar
auglýsingar og m.a. komist að því
að flestir hundar týnast á laugar-
dögum.
Talsverður munur er á því gjaldi
sem sveitarfélög taka fyrir að
handsama hunda og er stundum
hærra gjald fyrir „síbrotahunda“
sem týnast oft. »4
Flestir hundar týn-
ast á laugardögum