Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
Í ár eru liðin 40 ár frá lokum
þorskastríðanna. Af því tilefni
munu meistaranemar í hagnýtri
menningarmiðlun við Háskóla Ís-
lands í samstarfi við Borgar-
sögusafn Reykjavíkur opna sýn-
inguna Þorskastríðin, For Cod’s
Sake, á Sjóminjasafninu í Reykja-
vík á morgun, 13. maí kl. 17.
„Sýningin Þorskastríðin, For
Cod’s Sake fjallar um pólitískar
deilur milli Íslands og Bretlands um
fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á
árunum 1958-1976. Saga þorska-
stríðanna er rík og margslungin. Í
henni koma við sögu fagurklæddir
sjómenn frá Hull, ármenn Íslands
eða strákarnir okkar, grjótkast og
árekstrar bæði á hafi og í landi. Á
sýningunni er varpað ljósi á ýmsa
þætti þessarar sögu, suma lítt
þekkta,“ segir í tilkynningu frá Sjó-
minjasafninu.
Sýningin er afrakstur vinnu nem-
enda í námskeiðinu Menningar-
minjar, söfn og sýningar sem er
hluti af þverfaglegri námsleið í
hagnýtri menningarmiðlun.
Sýning um
þorska-
stríðin
40 ár frá lokum
þorskastríðanna
Stríð Breska freigátan Leander
gerir tilraun til ásiglingar á Þór.
Í sumar munu bleikar heyrúllur
skreyta tún bænda um allt land í
fyrsta sinn. Þetta uppátæki tengist
átaki bænda, dreifingaraðila og
framleiðanda heyrúlluplasts um að
minna á árvekni um brjósta-
krabbamein og styrkja málefnið á
sama tíma, að því er fram kemur í
frétt frá Krabbameinsfélaginu.
Framleiðandinn Trioplast, inn-
lendir dreifingaraðilar og bændur,
leggja hver fram andvirði um einn-
ar evru hver eða samtals 425 krón-
ur af hverri seldri bleikri plastrúllu
sem hver dugar á 26 bleikar hey-
rúllur á túni ef vafið er sexfalt.
Andvirði söfnunarfjár átaksins
mun ganga til endurnýjunar tækja
til brjóstamyndatöku í Leitarstöð
Krabbameinsfélagsins.
Upprunalega hugmyndin er frá
viðskiptavini framleiðanda hey-
rúlluplastsins, Trioplast, á Nýja-
Sjálandi sem bað um bleikt rúllu-
plast til að minna á árvekni vegna
brjóstakrabbameins. Í framhaldinu
voru gerðar tilraunir með bleika
litinn og tryggt að hann standist
ýtrustu kröfur bænda. Nú þegar
hafa bleikar heyrúllur hafið innreið
sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi,
Nýja-Sjálandi, Sviss, Bretlandi og
Írlandi og fjölda annarra landa og
vakið mikla athygli, segir í frétt-
inni.
Í tilefni af þessu frumkvæði
bænda og dreifingaraðila verður
haldin myndasamkeppni á Insta-
gram um skemmtilegustu og frum-
legustu myndirnar. Öllum er vel-
komið að taka þátt og vekja athygli
á mikilvægu málefni.
Bleikar rúllur um öll tún
Bleikar KM þjónustan í Búðardal er þegar búin að stilla upp heyrúllum.
Fé safnað til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku
Björgunarskipið Sigurvon frá Siglu-
firði var um hádegi í gær kallað út
þegar tilkynning barst um eld um
borð í báti sem var við veiðar um 1,5
sjómílur norður af Siglunesi.
Björgunarskipið fór úr höfn
nokkrum mínútum eftir að útkall
barst en stuttu síðar komu upplýs-
ingar um að einungis sæist reykur í
bátnum en enginn eldur og að atvik-
ið væri minniháttar. Björgunar-
skipið tók bátinn í tog og hélt til
hafnar. Ekkert amaði að skipverj-
anum sem var einn um borð.
Útkall vegna
elds í báti við
Siglunes
Bátar við bryggju Frá Siglufirði.