Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Í ár eru liðin 40 ár frá lokum þorskastríðanna. Af því tilefni munu meistaranemar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Ís- lands í samstarfi við Borgar- sögusafn Reykjavíkur opna sýn- inguna Þorskastríðin, For Cod’s Sake, á Sjóminjasafninu í Reykja- vík á morgun, 13. maí kl. 17. „Sýningin Þorskastríðin, For Cod’s Sake fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Saga þorska- stríðanna er rík og margslungin. Í henni koma við sögu fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands eða strákarnir okkar, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta,“ segir í tilkynningu frá Sjó- minjasafninu. Sýningin er afrakstur vinnu nem- enda í námskeiðinu Menningar- minjar, söfn og sýningar sem er hluti af þverfaglegri námsleið í hagnýtri menningarmiðlun. Sýning um þorska- stríðin  40 ár frá lokum þorskastríðanna Stríð Breska freigátan Leander gerir tilraun til ásiglingar á Þór. Í sumar munu bleikar heyrúllur skreyta tún bænda um allt land í fyrsta sinn. Þetta uppátæki tengist átaki bænda, dreifingaraðila og framleiðanda heyrúlluplasts um að minna á árvekni um brjósta- krabbamein og styrkja málefnið á sama tíma, að því er fram kemur í frétt frá Krabbameinsfélaginu. Framleiðandinn Trioplast, inn- lendir dreifingaraðilar og bændur, leggja hver fram andvirði um einn- ar evru hver eða samtals 425 krón- ur af hverri seldri bleikri plastrúllu sem hver dugar á 26 bleikar hey- rúllur á túni ef vafið er sexfalt. Andvirði söfnunarfjár átaksins mun ganga til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Upprunalega hugmyndin er frá viðskiptavini framleiðanda hey- rúlluplastsins, Trioplast, á Nýja- Sjálandi sem bað um bleikt rúllu- plast til að minna á árvekni vegna brjóstakrabbameins. Í framhaldinu voru gerðar tilraunir með bleika litinn og tryggt að hann standist ýtrustu kröfur bænda. Nú þegar hafa bleikar heyrúllur hafið innreið sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Nýja-Sjálandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi og fjölda annarra landa og vakið mikla athygli, segir í frétt- inni. Í tilefni af þessu frumkvæði bænda og dreifingaraðila verður haldin myndasamkeppni á Insta- gram um skemmtilegustu og frum- legustu myndirnar. Öllum er vel- komið að taka þátt og vekja athygli á mikilvægu málefni. Bleikar rúllur um öll tún Bleikar KM þjónustan í Búðardal er þegar búin að stilla upp heyrúllum.  Fé safnað til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku Björgunarskipið Sigurvon frá Siglu- firði var um hádegi í gær kallað út þegar tilkynning barst um eld um borð í báti sem var við veiðar um 1,5 sjómílur norður af Siglunesi. Björgunarskipið fór úr höfn nokkrum mínútum eftir að útkall barst en stuttu síðar komu upplýs- ingar um að einungis sæist reykur í bátnum en enginn eldur og að atvik- ið væri minniháttar. Björgunar- skipið tók bátinn í tog og hélt til hafnar. Ekkert amaði að skipverj- anum sem var einn um borð. Útkall vegna elds í báti við Siglunes Bátar við bryggju Frá Siglufirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.