Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Árið er 1686 og Nella Oort-man, 18 ára lítt lífsreyndsveitastúlka, kemur tilAmsterdam til að hefja nýtt líf sem eiginkona Johannesar Brandt, auðugs kaupmanns. Þau þekkjast ekki neitt, um var að ræða skipulagðan ráðahag og fljót- lega verður Nellu ljóst að hinn nýi eigin- maður hennar hefur lítinn áhuga á henni, hann samrekkir henni ekki og Marin systir hans sem býr á heimilinu sýnir henni óvild. Heimilið er drungalegt og óvist- legt og á veggjum hanga óhugnan- leg málverk. Brúðargjöf Johannesar til hinn- ar ungu brúðar sinnar er skáphús, stórt brúðuhús sem er líkan af heimili þeirra, og hann býður henni að innrétta það að vild. Til- gangur gjafarinnar, er að hans sögn, að mennta Nellu. Þrátt fyrir að hafa ímugust á brúðuhúsinu hefur Nella uppi á smámyndasmið sem sérhæfir sig í gerð húsgagna í smækkaðri mynd og pantar af honum nokkra muni. Þegar þeir berast er sitthvað fleira í pakkanum sem Nella hafði ekki pantað - húsgögn sem eru ná- kvæm eftirlíking húsgagna á heim- ilinu, barnavagga og líkan af heim- ilishundunum tveimur. Í hennar augum er vaggan henni til háð- ungar, nöturleg áminning um ást- laust hjónabandið. Henni finnst sem einhver fylgist með sér og viti allt sem fram fer á heimilinu og noti brúðuhúsið til að koma ýms- um boðum til skila. Í kjölfarið fer af stað atburðarás þar sem Nella veit ekki hvort hún er leiksoppur aðstæðna eða hvort hún er sjálf við stjórnvölinn. 17. öldin, þegar sagan á að ger- ast, er gjarnan nefnd gullöld Amsterdam. Skip öflugra versl- unarfélaga sigldu frá borginni um öll heimsins höf og komu til heimahafnar hlaðin framandi varn- ingi. Á sama tíma voru þar uppi listamenn á borð við Rembrandt, Vermeer og Hals og borgin var því sannkölluð miðstöð menningar og fjármála. Þetta er áhugavert tímabil og sú mynd, sem Burton dregur upp er býsna heillandi og greinilega mikil vinna lögð í að hún verði sem raunverulegust. Engu að síður er erfitt að henda reiður á sumu. T.d. er Nella í upp- hafi feimin og undirgefin sveita- stúlka, en þegar líður á eru við- horf hennar og athafnir meira í takt við það sem gengur og gerist á 21. öldinni. Bókin gengur ágætlega upp framan af, en fer að rakna upp þegar líður á. Að ósekju hefði mátt halda fastar um taumana því hugmyndin að sögunni og sögu- sviðinu er frumleg og býður upp á marga möguleika. En að því slepptu er þetta fínasta bók, áhugaverð söguleg skáldsaga þar sem óhugnaður, spenna, ást og ör- lög vefjast saman á nýstárlegan og heillandi hátt. Þá er þýðing Magn- eu J. Matthíasdóttur afbragðsgóð. Jessie Burton Gagnrýnandi segir að Smámyndasmiðurinn sé „fínasta bók, áhugaverð söguleg skáldsaga þar sem óhugnaður, spenna, ást og örlög vefjast saman á nýstárlegan og heillandi hátt.“ Heillandi óhugnaður og örlög í dúkkuhúsi Skáldsaga Smámyndasmiðurinn bbbmn Eftir Jesse Burton. JPV útgáfa 2016. Kilja, 429 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR henni og þau verða til þess að bæði Lára og Júlía koma aftur inn í líf hennar. Vinátta þeirra rifjast upp og atburðir frá vetrinum örlagaríka skýrast og þeir skýra líka ýmislegt í fari og lífi Hafdísar. Vináttan er í forgrunni sögunnar og hvað vinátta unglingsáranna, mótunaráranna, getur haft mikil áhrif á hver við verðum þegar við eldumst. Erfitt er að gera grein fyr- ir söguþræðinum án þess að spilla Vinkonur eftir RögnuSigurðardóttur er sam-tímabók sem leikur á les-andann. Þetta er sjötta skáldsaga höfundar sem hefur m.a verið tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir skrif sín. Í sögunni segir frá þremur kon- um, Hafdísi sem er virðulegur dómsmálaráðherra, Láru sem er listamaður og Júlíu sem starfar sem einkaþjálfari. Hafdís og Lára voru miklar vinkonur frá 1. til 7. bekkj- ar í grunnskóla. Í 8. bekk breytist það þegar Júlía kemur í bekkinn og hristir ræki- lega upp í sam- bandi vinkvenn- anna svo sakleysi barnæskunnar hverfur og víkur fyrir átökum og leit unglingsár- anna. Sagan gerist í samtímanum og er sögð út frá sjónarhóli Hafdísar með endurliti til örlagaríks vetrarins sem þær þrjár eyddu saman í 8. bekk. Hafdís er dómsmálaráðherra og málefni hælisleitenda hvíla þungt á fyrir væntanlegum lesendum en sagan er spennandi og áhugaverð. Persónurnar eru raunsannar og auðvelt fyrir samtímamanninn að tengja við atburðina í sögunni sem eru afskaplega svipaðir því sem heyrist um í fréttum á degi hverj- um. Vinkonurnar er grípandi saga, vel skrifuð og snilldarlega fléttuð; þetta er saga sem er auðvelt að tengja við og erfitt að leggja frá sér fyrr en henni er lokið. Góðar Vinkonur Skáldsaga Vinkonur bbbmn Eftir Rögnu Sigurðardóttur. Mál og menning 2016. Kilja, 250 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn „Vinkonurnar er grípandi saga, vel skrifuð og snilldarlega fléttuð; þetta er saga sem er auðvelt að tengja við og erfitt að leggja frá sér fyrr en henni er lokið,“ segir rýnir um skáldsögu Rögnu Sigurðardóttur. LoveStar, eftir Andra Snæ Magna- son, er besta og hugmyndaríkasta erlenda vísindaskáldsagan sem komið hefur út í Frakklandi síð- ustu 12 mánuði, að mati dóm- nefndar Grand Prix de l’Imagin- aire. Þetta kemur fram í tilkynningu. Grand Prix de l’Imaginaire eru elstu bókmenntaverðlaun Frakk- lands sem enn eru við lýði. Þau voru stofnuð 1974, starfa sjálfstætt og eru veitt í 10 flokkum, og hlýt- ur Andri Snær Magnason þau í flokki þýddra skáldsagna. Meðal tilnefndra höfunda í þetta sinn eru China Miéville og Michel Faber, en verðlaunin hafa áður fengið höf- undar á borð við Kim Stanley Rob- inson, China Miéville, Orson Scott Card, Neal Stephenson og Clive Barker. Verðlaunin verða veitt á Étonnants Voyageurs-hátíðinni í Saint-Malo 15. maí, kl. 18. Fær frönsk bókmennta- verðlaun fyrir Lovestar Verðlaun Lovestar Andra Snæs var valin besta erlenda vísindaskáldsagan. Morgunblaðið/Kristinn 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 19 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 síðasta sýn. Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Afhjúpun (Litla sviðið) Sun 22/5 kl. 14:00 Höfundasmiðja FLH og Borgarleikhússins Persóna (Nýja sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.