Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 8
Félag atvinnurekenda hefur sent Degi B. Eggertssyni borgarstjóra erindi og lýst áhyggjum sínum af því að engin úrræði virðist í boði fyrir atvinnufyrirtæki sem þurfa að víkja af lóðum sínum vegna þess að verið er að breyta grónum atvinnuhverfum í borginni í bland- aða íbúðar- og atvinnubyggð. Fjallað var um þetta mál í Morg- unblaðinu í gær og greint frá sjón- armiðum forsvarsmanna í Voga- byggð og áhyggjum þeirra vegna breytts skipulags þar. „Stefnan um þéttingu byggðar er skynsamleg og stuðlar að öfl- ugra, hagkvæmara og lífvænlegra borgarsamfélagi. Hún hefur þó af hálfu borgaryfirvalda fyrst og fremst verið sett fram á for- sendum þróunar íbúabyggðar. Þarfir og hagsmunir atvinnulífsins hafa ekki verið í forgrunni,“ segir í bréfi FA. Breyting í nokkrum hverfum Þar er bent á að þó liggi alveg ljóst fyrir að blómleg borg þrífist ekki án öflugs atvinnulífs. Gera verði ráð fyrir þörfum þess í borgarskipulaginu ekki síður en þörfum borgarbúa fyrir íbúðar- húsnæði. Rifjað er upp að áformuð sé umfangsmikil uppbygging íbúð- arhúsnæðis og breyting á land- notkun í hverfum á borð við Voga- byggð, Skeifuna-Mörkina, Múlana-Suðurlandsbraut og ofan- verðan Laugaveg. Fram kemur á heimasíðu FA að samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu borgarstjóra verði erindið tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag, en það var sent 8. apríl. Þarfir atvinnulífsins ekki í forgrunni  Engin úrræði virðast í boði fyrir fyrirtæki sem þurfa að víkja af lóðum sínum 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Til að tryggja vaxandi hallarekst-ur Reykjavíkurborgar hafa vinstrimenn í borgarstjórn ákveðið að fara þá leið að fjölga starfs- mönnum.    Aðrar leiðir hafaeinnig verið þróaðar hjá borginni á kjörtímabilinu, svo sem að ráðast í óþarfar gatnafram- kvæmdir. Þær duga ekki einar og sér, enda hafa þær þann ókost að þær klárast, en með fjölgun starfsmanna má tryggja viðvarandi umframútgjöld.    Einnig hefur verið ráðist í lang-tímaráðstafanir til að tryggja að árangurinn fari ekki forgörðum þó að stjórnendur borgarinnar missi tökin í nokkur ár og sýni aðhalds- semi í rekstri.    Meðal langtímaaðgerðanna er aðfæla fólk frá borginni með því að hindra uppbyggingu íbúðarhús- næðis, sérstaklega húsnæðis á hag- stæðu verði, og svo með því að ýta atvinnustarfsemi yfir í önnur sveitarfélög.    Formaður borgarráðs, S. BjörnBlöndal, segir um starfsmanna- þáttinn í hallarekstursáformunum að ákveðið hafi verið að gefa „örlít- inn slaka“ til að finna út „hver er raunveruleg þörf á starfsmönnum“. Án „örlitla slakans“ hefði það auð- vitað ekki verið hægt.    Þessi útskýring er ekki minnisnilld en hallarekstrarstefnan í heild, en eins og Halldór Halldórs- son borgarfulltrúi hefur bent á skil- aði „örlitli slakinn“ því að stöðugild- um fjölgaði um 212 með kostnaði upp á 1,5 milljarða króna á ári. S. Björn Blöndal Ekkert stress, um að gera að slaka á STAKSTEINAR Halldór Halldórsson Veður víða um heim 11.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 alskýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri 5 súld Nuuk 4 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Stokkhólmur 14 léttskýjað Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 22 skýjað Dublin 15 rigning Glasgow 18 léttskýjað London 16 rigning París 16 rigning Amsterdam 20 rigning Hamborg 21 léttskýjað Berlín 22 léttskýjað Vín 16 alskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 13 rigning Madríd 14 léttskýjað Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 16 alskýjað Róm 17 rigning Aþena 21 skýjað Winnipeg 14 skýjað Montreal 15 heiðskírt New York 19 skýjað Chicago 19 léttskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:21 22:29 ÍSAFJÖRÐUR 4:02 22:57 SIGLUFJÖRÐUR 3:45 22:40 DJÚPIVOGUR 3:44 22:04 Félagið Tjáningarfrelsið færði í gær öllum þingmönnum á Alþingi að gjöf bókina Þjóðapláguna Íslam, eftir norsku blaðakonuna Hege Storhaug. Fram kemur í bréfi sem þing- mönnum var sent að einstaklingur sem ekki vildi láta nafns síns getið hefði keypt 63 eintök af bókinni og farið þess á leit við félagið að bæk- urnar yrðu afhentar öllum alþingis- mönnum að gjöf. Umrædd bók kom nýlega út á ís- lensku í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Segir í bréfinu að bókin eigi erindi til allra sem hafi áhuga á að stunda upplýsta um- ræðu um þjóðfélagsmál. Afhentu þingmönnum bókUpplýsingar til Íslandsforeldra um síðustu úthlutun úr sjóði Íslandsforeldra í apríl 2016 Alls var úthlutað 1065 matarskömmtum til heimila barna- fjölskyldna sem leituðu til Fjölskylduhjálparinnar. Þar af voru 365 börn nutu góðs af. Hjartans þakkir fyrir stuðninginn elsku Íslandsforeldrar! Innkaupin voru sem hér segir: Nesbúbegg 65.002 kr. Ísam, mjólkurkex 184.295 kr. Lýsi 216.783 kr. Síld og fiskur, kæfa 126.540 kr. Bananar ehf, kartöflur og appelsínur 147.630 kr. MS ehf, mjólk, súrmjólk og smjör 195.780 kr. Samtals 936.350 kr. Einnig voru afhent fiskur og búðingur. • Sölufélag garðyrkjumanna gáfu grænmeti (tómata, kál, blaðsalat, og gúrkur). • Eldum Rétt gaf rauðlauk, hvítan lauk, paprikur rauðar og gular. • MS gaf jógurt, grjónagraut og skyr. • Ísam gaf Piparkökur og Hop-vin gaf okkur ávaxtasafa. • Mylla-Brauð gaf nýbökuð brauð. Við þökkum þessum fyrirtækjum innilega fyrir rausnarlegan stuðning. Til þess að gerast Íslandsforeldri ferðu inná fjolskylduhjalp.is ~ Stuðningur þinn er ómetanlegur ~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.