Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex 1.395 Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 695 Strákústar á tannbursta- verði Garðklóra/ Garðskófla 595 1.995 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri ímiklu úrvali frá 1.995 Garðslöngur ímiklu úrvali Fötur í miklu úrvali 4.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu Úðabrúsar ímörgum stærðumfrá 995 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Ílandi sem státar af heims-meti í bókaútgáfu miðað viðfólksfjölda (hugsanlega aðFæreyjum undanskildum) má merkilegt heita hvað rit um tón- list hafa orðið útundan. Sérstaklega um klassíska listmúsík og tónlist- arsögu. Það segir sitt um furðubága stöðu mála að á meðan aðskiljan- legar slíkar bækur koma árlega út í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, líða áratugir þess á milli á Íslandi. Hér ganga jafnan önnur viðfangs- efni fyrir. Fyrsta mark- verða vestræna tónlistarsagan sem birtist á ís- lenzku, Saga vestrænnar tón- listar eftir Chri- stopher Head- ington í þýðingu Jóns Ásgeirssonar, kom t.a.m. út svo seint sem 1987, og liðu síðan nærri 30 ár áður en fyrsta frumsamda hliðstæðan eftir íslenzkan höfund leit loks dagsins ljós – nefnilega nýútkomin Saga tónlistarinnar eftir Árna Heimi Ingólfsson. Er nema furða ef spurt er hverju sætir? Hjá þjóð sem nýtur þegar verðskuldaðrar virðingar af átta alda einstæðri bókmenntaarfleifð? Eða hvers á tónlistin að gjalda um- fram aðrar listgreinar? Svarið er vísast einkum fólgið í fámenni, einangrun og efnahags- legri fátækt fyrri alda, sem raunar gerði bókmenntaarf okkar að hlut- fallslega meira kraftaverki en víð- ast hvar á byggðu bóli. En einnig í því hversu seint listmúsík barst til landsins. Fyrstu tónlistarskólar komust hér fyrst á legg allt að 150 árum síðar en erlendis, og um ís- lenzka músíksköpun má segja að hún hafi nánast stokkið milliliða- laust úr þýzkmótaðri rómantískri ljóðasöngshefð yfir í 20. aldar mód- ernisma árin kringum 1960. M.ö.o. varð aldrei til nein frum- samin íslenzk tónlist í anda endur- reisnar, klassíkur, barokks, hljóm- sveitarrómantíkur né (að heitið geti) nýklassíkur. Hvað þá, illu heilli, nein alþýðuhefð um áhuga- spilamennsku á við þá sem blómg- aðist víða í Miðevrópu á 19. og langt fram á 20. öld. Í ljósi þeirrar firringar frá at- hygli almennings sem listmúsík hefur í vaxandi mæli þurft að sæta á síðari áratugum í kjölfar síauk- innar markaðs- og neyzluhyggju er því – vægast sagt – ekki seinna vænna en að aðgengileg frumsamin tónlistarsaga Vesturlanda líti dags- ins ljós. Það eru ekki nema sjálfsögð und- irstöðuréttindi hverrar upplýstrar þjóðar að komast í tæri við hið fremsta sem vestræn menning hef- ur upp á að bjóða. Á því byggist hið rómaða ,frjálsa val‘ sem jafnframt er forsenda markviss lýðræðis – s.s. að vita hvað er á boðstólum og að geta miðað þarfir sínar við það bezta sem völ er á, þrátt fyrir við- leitni pópúlískra markaðsafla til hins gagnstæða – að maður segi ekki til frumstæðrar forheimsk- unar. Meðan skyldunámskerfið og fjöl- miðlar standa sig ekki betur í þeim efnum en raun síðara ára ber vitni, verður því seint oflofað framtak á við hið nýja ritverk Árna Heimis er beinir á tæru og auðskildu máli for- vitni almennings að perlum vest- rænnar tónsköpunar. Eitt er að geta haft uppi á frá- bærri tónlist á netmiðlum, enda framboðið sem betur fer þegar gíf- urlegt. En bakgrunninn – sam- hengið – verður að sækja annars staðar. Eins og t.d. hér! Þó rakin sé 1200 ára ritunarsaga vesturlenzkrar tón- listar í tímaröð allt frá fyrstu verk- um munka á dögum Karlamagn- úsar, er ekki þar með sagt að 615 síðna sófaborðshlunkinn þurfi endi- lega að lesa spjalda á milli. Þvert á móti er bókin hin skemmtilegasta ígripslesning nánast hvar sem niður er komið, og ætti engum að verða skotaskuld úr því að leita uppi við- komandi tónverk í hljómandi mynd ýmist úr heimadiskóteki eða á net- miðlum undir bak- eða forgrunns- hlustun meðan lesið er og upplifa þannig arnsúg fortíðar í skyntækri þrívídd. Ekki ber heldur að lasta staka aukakrydd nýrrar og/eða persónu- legrar viðmiðunar inn á milli, eins og t.d. fróðleikskornið um brezka endurreisnartónskáldið Dunstable er hafi – síðast enskra tónskálda – haft afgerandi alþjóðleg áhrif fram að Bítlunum, 540 árum eftir sinn dag! Þegar kemur að aðfinnsluverðari hliðum þessa tímamótaverks vand- ast óneitanlega málið. Í fyrsta lagi: Við hvaða rit á að miða? Allar hlið- stæður eru jú erlendar og, eins og margir hafa bent á – þ. á m. höf- undur sjálfur – hafa flestar til- hneigingu til að yppa hver sinni tónleifð á kostnað annarra þjóða. Hverjum þykir jafnan sinn fugl feg- urstur. Þökk sé kornungri arfleifð ís- lenzkrar listmúsíkur gefst að vísu harla lítið tilefni til neins slíks hér, enda koma tónverk norðurhjarans aðeins við sögu bókar þá sjaldan straumar og stefnur utan úr heimi gefa tilefni til að geta áhrifa þeirra á hérlenda tónsköpun. Er fátt við því að segja, einkum úr því við bíð- um enn útgáfu frambærilegrar ís- lenzkrar tónlistarsögu. Hins má raunar sakna að bókin fjalli ekki meir um norræna tónlist en gert er. Viðfangsvalið virðist, og kannski skiljanlega, ekki sízt mótað af hefðbundnu engilsaxnesku við- horfi, enda höfundur menntaður vestan hafs, og lýsir sér m.a. í held- ur smátækri einblíningu á Grieg, Sibelius og Nielsen (síðustu í pláss- hlutföllunum 5/1 – jafnvel þótt Niel- sen hafi seinni áratugi sótt stöðugt á í alþjóðlegu mati). En allt er slíkt auðvitað háð heildarsjónarmiðum og hætt við að verkið hefði stækkað ótæpilega að öðrum kosti. Smæð orðasafnsins Heiti og hug- tök í bókarenda (5 síður) kemur á óvart, þótt sé að vísu litlu minna en í 850 síðna staðalkennsluriti Do- nalds J. Grouts fyrir grunnstig heimstónsögu í bandarískum há- skólum, A History of Western Mu- sic. Hefði samt oftar mátt geta al- þjóðlegra heita við hlið þeirra íslenzku, er enn eru mörg laus í reipum. Einnig saknar maður tíma- stiku á við 25 síðna Chronology Grouts, er veitir lesendum ómiss- andi tónsögulegt yfirlit í réttri tímaröð. Að lokum það sem allra fyrst sló í augun: Stærðin! Enn sem oftar birtist íslenzkum lesendum dæmi- gert uppflettirit í risavöxnu fólíusn- iði sem hæglega hefði mátt prenta í mun handhægara formati. Hvers vegna? Af því að hér séu bækur umfram allt hugsaðar til gjafa og því einkum metnar eftir sýnilegu umfangi? Spyr sá er ekki veit. En þó þyngdin sé (í grömmum talin) furðulítil miðuð við rúmmál, þá fyndist manni löngu kominn tími til að útgefendur endurmeti afurðir sínar fyrir líklegustu notkunar- þarfir. Svo ekki sé minnzt á net- útgáfu og hljóðbækur. Hitt stendur þó óhikað eftir. Tón- listarsaga Árna Heimis fyllir skarð sem íslenzk bókaútgáfa þarf loks ekki lengur að skammast sín fyrir. Loksins! Morgunblaðið/Styrmir Kári Höfundurinn Rýnir segir um Sögu tónlistarinnar að seint verði „oflofað framtak á við hið nýja ritverk Árna Heimis er beinir á tæru og auðskildu máli forvitni almennings að perlum vestrænnar tónsköpunar.“ Tónlist Tónlistarbókbbbbm Árni Heimir Ingólfsson: Saga tónlistar- innar. „Tónlist á Vesturlöndum frá mið- öldum til nútímans.“ 615 bls., 1690 g. Útgefandi: Forlagið, Reykjavík 2016. Forlagsverð: 11.990 kr. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Safnasafnið, við Svalbarðsströnd í Eyjafirði, verður opnað á ný eftir vetrardvala nk. laugardag kl. 14. Þetta er 21. starfsárið sem opnað er með sýningum á verkum eftir 67 listamenn og nemendur þriggja skóla. Þann sama dag kemur út Sýn- isbók safneignar 1, styrkt af Seðla- banka Íslands. Stór sýning verður á verkum Þórðar Valdimarssonar sem tók upp listamannsnafnið Kikó Korriró. Sýnd verða verk 36 óþekktra hann- yrðakvenna en Safnasafnið hefur á liðnum árum eignast mikið af hann- yrðum og textílverkum og hefur á þessari sýningu valið verk úr safn- eigninni sem talið er að geti flokkast til myndlistar, eða standi henni nærri. Þriðja sýningin úr safneigninni samanstendur af verkum 24 lista- manna. Sýningin er nokkurs konar þverskurður af safneigninni. Þetta eru tálguverk, útsaumur, pappírs- myndir, máluð viðarverk, leir- og gifsverk og verk úr óvenjulegum efnum. Gestasýnendur safnsins verða alls fjórir talsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Opnað Sýnisbók safneignar 1 kemur út um leið og Safnasafnið opnar. Safnasafnið sýnir verk eftir 67 listamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.