Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandi Tosca Blu skór - ítölsk gæði Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Meira en aldarfjórðungurer liðinn síðan ÓttarGuðmundsson, geð-læknir og rithöfundur, fékk hugmyndina að nýútkominni bók sinni, Frygð og fornar hetjur – Kynlíf í Íslendingasögum. „Ég er eig- inlega búinn að vera með hana í smíð- um síðan 1990 þegar ég gaf út Ís- lensku kynlífsbókina, en þar kom ég inn á kynlífsvandamál í Íslendinga- sögunum og notaði dæmi úr þeim. Ég sló fram þeirri tilgátu að Hallgerður langbrók væri fórnarlamb sifjaspells, því Þjóstólfur, fóstri hennar, hefði misnotað hana kynferðislega þegar hún var unglingur.“ Þótt Íslendingasögurnar væru ekki í aðalhlutverki í Íslensku kyn- lífsbókinni, voru þar ýmsar tilvísanir í kynlífssögu Íslendinga fyrr og síðar í bland við almenna fræðslu um kynlíf og líffærafræði. Svo vel þótti Óttari takast til að bókin var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. „Upp frá þessu fór ég að lesa Ís- lendingasögurnar kerfisbundið með allt öðru hugarfari, fyrst með áherslu á geðveiki og persónuleikaraskanir, síðan kynlíf, samskipti kynjanna og ekki síst stöðu kvenna. Þessar sögur hafa fylgt mér frá því ég var barn. Ég lærði utanað Kappa, Íslendingasögur fyrir börn, eftir Marinó Stefánsson, gamlan barnaskólakennara, sem leiddi mig inn í þennan heim og ég stend í ómældri þakkarskuld við.“ Lostinn frá djöflinum Heimildir um rekkjusiði fólks til forna reyndust af skornum skammti eins og við var að búast. „Íslendinga- sögurnar og Sturlungu rita siðprúðir munkar á kristilegum tímum. Þeir eru því býsna fáorðir um kynlíf, enda lostinn talinn frá djöflinum kominn. Ýmislegt er þó gefið í skyn og margt í skrifum þeirra hefur dulda kynferð- islega merkingu. Til dæmis segir frá mönnum sem eru drepnir í rúminu við hlið eiginkonu sinnar, lagt er til þeirra með sverði og þeir táknrænt kvengerðir með þeim hætti. Munk- arnir leika sér með tákn og orð, djörf- ustu og reyndar einu lýsingarnar á samförum karls og konu eru í Grettis sögu og Njálu þar sem talað er um „að klappa á kvið konu“ – sem hlýtur að tákna samfarir í trúboðastellingu“. Óttar segir að í norrænni goða- fræði kveði við allt annan tón, þar sé enginn tepruskapur á ferð. „Goða- fræðin fjallar heilmikið um kynlíf en líka kynhegðun á borð við samkyn- hneigð, sifjaspell, ödipusarduld og hórdóm. Slíkt er harðbannað í Ís- lendingasögunum og því velti ég fyrir mér hvort goðafræðin speglaði frek- ar tíðarandann því þar er allt vaðandi í frillulífi og framhjáhaldi. Það er ekki fyrr en í Sturlungu sem fram kemur að menn eiga sér margar frill- ur og velja þær af sömu natni og eig- inkonu eða friðil handa dætrum sín- um. Munkarnir hefðu þó ábyggilega aldrei leyft sér að segja frá konu sem sængaði hjá fjórum mönnum í skipt- um fyrir skart eins og goðafræðin greinir frá,“ segir Óttar með skír- skotun í háttalag Freyju, gyðju ástar og frjósemi, sem seldi sig fjórum dvergum fyrir Brísingamenið. Þrátt fyrir að hafa lesið Íslend- ingasögurnar spjaldanna á milli kom Óttari ýmislegt á óvart þegar hann fór að rýna sérstaklega í samskipti kynjanna í tengslum við bókarskrifin. „Konur eru ótrúlega kúgaðar, rétt- lausar og áhrifalausar um eigið líf. Eiginkonur, mæður og dætur eru skiptimynt í viðskiptum eiginmanna, sona og feðra. Þorgils örrabeinsfóstri í Flóamannasögu gefur vini sínum í Noregi eiginkonu sína, Guðrúnu, að skilnaði þegar hann snýr til Íslands með þeim orðum að hann hafi alltaf vitað að vinurinn væri skotinn í henni. Á banalegunni ráðstafar Þór- ólfur Kveldúlfsson konu sinni til vin- ar og svo mætti lengi telja. Meira að segja sextán ára strákar hafa ráð- stöfunarrétt yfir mæðrum sínum ef því er að skipta. Slíkur réttur er lög- varinn í Grágás og einnig réttur feðra til að drepa unga menn sem þeim þóknast ekki að fari á fjörurnar við dætur þeirra. Gísli Súrsson drepur tvo pilta sem daðra við Þórdísi systur hans og enginn kippir sér neitt upp við það.“ Karlaveldið slær eign sinni á frjósemi kvenna, eins og Óttar kemst að orði – og talar alltaf í nútíð um söguöldina, rétt eins og hún hafi verið í gær. „Karlarnir hafa töglin og hagldirnar í samskiptum kynjanna, nánast guðlegt vald. Allt gengur út á að efla sín völd. Snorri Sturluson lítur til dæmis á dætur sínar eins og lausafé og giftir þær í þeim tilgangi helstu höfðingjum landsins. Engu að síður stendur körlum stuggur af kon- um, þær þykja viðsjárverðar og svik- ular. Alls staðar er varað við konum, til dæmis í Hávamálum. Niðurstaða mín er sú að karlarnir lifi í stöðugum ótta við að þær beri barn annars manns undir belti.“ Brot gegn eiginmanni Ein er sú kona sem af öðrum ber og lætur ekki kúga sig. Hallgerður langbrók heitir hún og var kveikjan að Frygð og fornir kappar. „Uppá- haldssögupersónan mín í Íslendinga- sögunum,“ segir Óttar. „Afburða fög- ur og klár. Þótt hún sé frá unglings- aldri mikið fórnarlamb er hún ótrúlega sterk kona sem hagar sér eins og karlmaður og er fyrir vikið hötuð af þjóðinni. Staða kvenna ræðst af föður þeirra og hversu öfl- uga karla þær hafa í kringum sig til að verja heiður þeirra. Brot gegn konu, nauðgun þar með talin, er brot gegn eiginmanni hennar eða föður. Að sama skapi er litið á brot gegn ambátt sem brot gegn eiganda henn- ar og engin viðurlög eru við að nauðga förukonu. Það þykir allt í lagi þegar Grettir nauðgar vinnukonu, hún er réttlaus og enginn kemur henni til varnar.“ Þar sem Óttar vinnur mikið með fólki í kynleiðréttingarferli hjó hann sérstaklega eftir því að samkvæmt Grágás var harðbannað að viðlögðum háum sektum og útlegð að villa á sér heimildir og klæðast fötum hins kynsins. „Greinilega vita höfundar Grágásar af einhverjum sem ekki eru sáttir við sitt kyn. Þá er í goðafræð- inni löng frásögn af því þegar Þór, klæddur eins og kona, fer á fund jöt- unsins Þryms, og rennir sú frásögn stoðum undir að goðafræðin spegli frekar raunveruleikann en Íslend- ingasögurnar. Í þeim kemur aftur á móti fram að mönnum er endalaust núið um nasir að vera samkyn- hneigðir, eða argir, eins og það er kallað og þykir grófasta móðgun. Mikið af hörmungum Njálu má rekja til þess að menn væna hver annan um að vera argir. Skarphéðinn vænir Flosa um ergi og Flosi vænir Njál og fleiri dæmi mætti tína til. Meira að segja kvennamaðurinn mikli Þor- móður Kolbrúnarskáld er vændur um ergi og lætur sig ekki muna um að drepa þrjá eða fjóra menn sem að því dylgja.“ Í bókinni Frygð og fornar hetjur – Kynlíf í Íslendingasögum kemur höfundurinn víða við. Sums staðar getur hann í eyðurnar, beitir ímynd- unarafli sínu og skáldaleyfi ef honum býður svo við að horfa. Þá veltir hann upp ýmsum spurningum, sumum svarar Óttar Guðmundsson, öðrum geðlæknirinn Óttar Guðmundsson. Eftir lesturinn blasir við að á söguöld þegar hetjur riðu um héruð eins og Jónas kvað svo fallega – var mannleg náttúra söm við sig. Að klappa á kvið konu Morgunblaðið/RAX Söguhetjur Óttar Guðmundsson þekkir flestar söguhetjur Íslendingasagn- anna. Þorfinnur karlsefni er þar ekki undanskilinn. Eftir að hafa greint helstu hetjur Íslendingasagnanna með geðsjúkdóma eða persónuleikaraskanir í bókinni Hetjur og hugarvíl, gægist Óttar Guðmundsson geð- læknir undir rekkjuvoðir í baðstofum og skálum sögu- aldar í bókinni Frygð og fornar hetjur – Kynlíf í Ís- lendingasögum. Hann bregður upp kynjagleraugum og túlkar og les á milli línanna í frásögnum siðprúðu munkanna forðum sem veigruðu sér við að skrifa um veikleika og lystisemdir holdsins. Óttar fjallar um kynferðislegan undirtón í nokkrum Íslendinga- sögum í kaflanum Kynlíf í ein- stökum sögum: „Frægasta til- hugalíf í Íslendingasögum er samdráttur þeirra Bolla, Kjart- ans og Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdæla sögu. Eftir lát eigin- manns Guðrúnar númer tvö, Þórðar Ingunnarsonar, bjó ekkj- an unga áfram í Sælingsdal. Þar var heitt vatn í jörðu og útilaug sem fólk notaði til baða og sam- vista. Unglingspiltar sunnan úr Laxárdal fóru að venja komur sínar í laugina, þeir frændur og vinir Kjartan Ólafsson og Bolli Þorleiksson. Guðrún sat með þeim í lauginni og marg var spjallað. […] Líklega hafa þau verið nakin í lauginni og ekki er að efa að drengjunum hefur risið hold í heitu vatninu. Ekkjan unga hefur setið ber- brjósta andspænis þeim eins og freistingin holdi klædd. Þeir glápa úr sér augun henni til skemmtunar og sjálfum sér til óbóta. Piltarnir tveir jöfnuðu sig aldrei eftir þessar baðferðir og þá sjón sem við blasti. Báðir urðu þeir ástfangnir af kátu ekkj- unni í vatninu og hún stjórnaði eftir þetta öllu þeirra lífi.“ Stuð í Sæl- ingsdalslaug LAXDÆLA SAGA Myndskreytingar í bókinni eru eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.