Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
Ryðfrí samtengi
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Varanleg tengi fyrir flestar gerðir af pípum og rörum.
Auðveld samsetning og alvöru þétting.
VIÐTAL
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Ég hef mikið hugsað um staðsetn-
inguna á spennuvirkinu sem á að
koma rétt ofan við þjóðveginn við
Bakka og það hefur valdið mér
áhyggjum frá því að ég frétti af
þessum framkvæmdum. Ég hef
haldið því fram að rafbylgjur hafi
áhrif á dýr, gróður og menn. Þetta
spennuvirki verður innan við 2 kíló-
metra frá íbúðarhúsum sem eru
fimm á Héðinshöfða og finnst mér
það ansi nálægt.“
Þetta segir Sigrún Ingvarsdóttir
á Héðinshöfða II á Tjörnesi, en kís-
ilmálmverksmiðja PCC á Bakka
verður í um það bil 2,5 kílómetra
fjarlægð frá íbúðarhúsi hennar og
Héðinshöfði er næsta bújörð norðan
við Bakka.
Ásýndin breytist mikið
„Ég hef verið að berjast fyrir því
að spennuvirkið yrði fyrir ofan
Húsavíkurfjall og síðan yrði línan að
verksmiðjunni lögð í jörð 3-4 km þar
sem hún nálgast byggðina. Há-
spennumöstrin verða sýnileg frá
þjóðveginum og það eru miklar líkur
á því þetta hafi ákveðin áhrif á hús-
dýr, fólk og umhverfi. Ég hef oft
vakið athygli á þessu og rætt við
ráðamenn hjá sveitarfélaginu Norð-
urþingi, en ég hef litlar undirtektir
fengið eða nánast engar.“
Þetta segir Sigrún og segir jafn-
framt að sér virðist sem öllum sé
sama um það hvar spennuvirkið
verði og hvernig háspennulínurnar
liggi, en henni sé ekki alveg sama
um að fá þetta svona nálægt byggð-
inni á Héðinshöfða. Hún segist ekki
bara hafa áhyggjur af rafbylgjum
heldur líka því að af þessu verði mik-
il sjónmengun sem er næg fyrir, en
þar á hún við að verksmiðjan sjálf
valdi bæði sjón- og hljóðmengun,
bæði frá þjóðvegi og líka fyrir sjó-
farendur. Skipulagsstofnun hefur
líka talið að neikvæð áhrif kísilverk-
smiðjunnar felist í ásýndarbreyt-
ingum og mikið ónæði sé fyrir-
sjáanlegt fyrir ábúendur í
nágrenninu.
Sigrún hefur velt því fyrir sér
hvort gæði Héðinshöfðajarðarinnar
muni á einhvern hátt rýrna við þess-
ar framkvæmdir og hefur komist að
þeirri niðurstöðu að svo sé. Skipu-
lagsstofnun hefur sagt að verk-
smiðjan muni rýra loftgæði og áhrif-
in séu nokkuð neikvæð. Hins vegar
hefur verið sagt að styrkur losunar-
efna frá verksmiðjunni verði undir
viðmiðun viðeigandi reglugerða og
meðal annars með tilliti til heilsu-
verndarsjónarmiða.
Á Héðinshöfða er rekið fjárbú og
með upprunamerkingum matvæla,
sem nú eru gerðar kröfur til í vax-
andi mæli, má halda því fram að
ekki verði fýsilegt fyrir fólk að fram-
leiða kindakjöt í svo miklu nágrenni
við kísilmálmverksmiðju. Sigrún
segir að allir þurfi hreint loft og
þrátt fyrir mengunarbúnað muni
Héðinshöfði falla í verði sem bújörð
fyrir þessa miklu nálægð. Þá sé
hugsanlegt að þetta hafi áhrif á
gróðurfar til hins neikvæða. Hún
veltir fyrir sér áhrifum rafbylgna á
búfénaðinn, en ófrjósemi og ýmsir
kvillar hafa komið upp hjá hús-
dýrum sem eru í of mikilli nálægð
við háspennulínur og spennustöðv-
ar. Hún undrast það að ekki hafi far-
ið fram nein grenndarkynning á fyr-
irtækinu PCC hvað varðar
Héðinshöfða og segir að íbúar Héð-
inshöfðajarðarinnar hafi ekki verið
kallaðir saman til fundar til þess að
ræða þessa verðandi nálægð m.a. við
forráðamenn kísilmálmverksmiðj-
unnar. Það sama megi segja um
sveitarfélagið Norðurþing sem lítið
sem ekkert hefur viljað ræða þessi
mál þegar kemur að Héðins-
höfðajörðinni.
Lítið gert með athugasemdir
„Ég og fleiri höfum gert ákveðnar
athugasemdir hvað varðar mengun
o.fl. en lítið hefur verið gert með
þær. Ég hef velt því fyrir mér hvort
þessi iðnaðaruppbygging samræm-
ist uppbyggingu í ferðaþjónustu sem
á að byggja á hreinleika náttúrunn-
ar og fjölbreytileika hennar,“ segir
Sigrún og er þá ekki bara að tala um
sjónmengun, heldur og mengun frá
skipaflutningum og margvíslega
mengun sem yrði á svæðinu ef fleiri
fyrirtæki myndu bætast við eins og
talað hefur verið um. Hún segist
vera nokkuð hissa á því hvað lítið
hafi verið rætt um mengunarmálin á
Húsavík af því að þau séu raunar
margvísleg. Hins vegar viti allir að
nú sé mun meiri vinna á Húsavík, en
það verði að vega og meta það hvað
verksmiðjusvæði þýðir þegar til
framtíðar er litið. Stóriðja í ferða-
þjónustu hefði ef til vill nægt þessu
svæði, því það sé ekki víst að allir
hvalaskoðendur verið ánægðir með
að hafa kísilmálmverksmiðju fyrir
augunum þegar þeir eru á útsýnis-
ferðum um Skjálfandaflóa. Sigrún
segir að það hafi komið sér á óvart í
síðustu sveitarstjórnarkosningum
að allir flokkarnir skyldu styðja
þessa framkvæmd og allir frambjóð-
endur virtust á einu máli um það að
vinna að því að kísilmálmverk-
smiðjan kæmi til Húsavíkur.
Engin grasrótarsamtök
Þá voru ekki stofnuð nein grasrót-
arsamtök í bænum um að vinna
gegn henni, en hún telur að ýmislegt
eigi eftir að fylgja iðnaðaruppbygg-
ingunni og m.a. það að verksmiðja
sem þessi auki losun gróðurhúsa-
lofttegunda sem sé e.t.v. ekki æski-
legt nú á tímum þegar allir eru að
reyna að minnka áhrif mengunar-
þátta. Sigrún er einnig nokkuð hugsi
um félagsleg áhrif framkvæmdanna
og segir ljóst að hér sé um mikið
inngrip í hið mannlega samfélag að
ræða. Það varðar marga þætti og
telur Sigrún að e.t.v. hefði mátt und-
irbúa íbúa sveitarfélagsins betur
fyrir þessar miklu breytingar.
Búsetuskilyrðin breytast
Sigrún Ingvarsdóttir á Héðinshöfða II á Tjörnesi mun búa í næsta nágrenni við kísilmálmverk-
smiðju PCC á Bakka Óttast rafbylgjur og segir að verksmiðjan valdi bæði sjón- og hljóðmengun
Ljósmynd/Sunna Mjöll Bjarnadóttir
Verksmiðjusvæðið Sigrún segir að íbúar Héðinshöfðajarðarinnar hafi ekki verið kallaðir til fundar um málið.
Nágranni Sigrún Ingvarsdóttir á Héðinshöfða II í garðinum heima hjá sér. Í
baksýn sést í framkvæmdasvæðið á Bakka, sem er í næsta nágrenni.
Héðinshöfði á Tjörnesi er land-
námsjörð og hefur jafnan verið
talinn höfuðból. Þar bjó Héð-
inn Þorsteinsson landnáms-
maður ásamt bróður sínum
Höskuldi.
Benedikt Sveinsson sýslu-
maður gerði margvíslegar um-
bætur á jörðinni og byggði
m.a. stórt hús úr höggnum
steini sem enn stendur og
hafa verið gerðar miklar um-
bætur á því. Héðinsvík er í
Héðinshöfðalandi og liggur
milli Bakkahöfða að sunnan og
Héðinshöfða að norðan.
Jörðin á mikið land til
heiðarinnar og neðan við
bæjarhúsin eru gróðursælar
mýrar. Þar er mikið fuglalíf og
vaxandi æðarvarp.
Höfuðból á
Tjörnesi
HÉÐINSHÖFÐI KOSTAJÖRÐ
Fyrra nafn féll niður
Í fermingarblaði Morgunblaðsins og
fermingarsíðu mbl.is vantaði fyrra
nafn stúlku sem fermist um helgina.
Hún heitir fullu nafni Hafdís Björk
Óskarsdóttir og fermist frá Hafnar-
fjarðarkirkju kl. 11 á hvítasunnu-
dag.
Óttar Felix útgefandi
Í umfjöllun um tónlistarmennina
KK og Magnús Eiríksson í Morgun-
blaðinu í gær var útgefandinn Óttar
Felix Hauksson rangfeðraður og er
beðist velvirðingar á mistökunum.
Röng myndamerking
Í umfjöllun um sjóböð á Húsavík
sem birtist í Morgunblaðinu 5. maí
var röng merking á myndum. Þær
voru unnar af Basalt arkítektum.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT