Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 ✝ Camilla LydiaThejll fæddist í Reykjavík 24. júní 1939. Hún andaðist í hjúkrunarheim- ilinu Boðaþingi 26. apríl 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólafur Ágúst Thejll, skrifstofu- stjóri í Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur, fæddur 29.9. 1900, dáinn 10.7. 1964, og Rannveig Ingibjörg Árnadóttir Scheving Thejll, fædd 20.4. 1903, dáin 14.9. 1979. Systkini hennar eru Magnús Thejll og og Lydia Edda Thejll. Eftirlifandi eig- inmaður Lydiu er Vernharður Guðmundsson frá Stóru Drag- eyri í Skorradal, húsasmíða- meistari í Reykjavík, fæddur 23.9. 1932. Þann 16. febrúar 1958 fæddist þeirra fyrsta barn, Ágúst, starfsmaður hjá Íslensku umboðssölunni. Synir hans eru Davíð Þór sem er í sambúð með Nínu Alexand- ersdóttur og eiga þau saman soninn Brími Alexander og Andri Rafn sem er í sambúð með Karitas Witting Halldórs- dóttur. Árið 1961 fæddist fyrsta dóttirin, Guðrún, sem skyldunnar, fyrst að Vífilsgötu 4 og seinna að Hæðargarði 14 í Bústaðahverfinu. 12 ára gömul fékk hún alvarlega nýrnasýk- ingu og lá lengi á Landakots- spítala þar sem eitthvað gerðist sem hafði slæm áhrif á öll efna- skipti í líkama hennar og beið hún þess aldrei fyllilega bætur. Eftir gagnfræðaskólann fór hún í Iðnskólann í Reykjavík til að læra hárgreiðslu en vegna afleiðinga spítalavistarinnar varð hún að hætta því námi og fór að vinna í Garðsapóteki auk þess að fara með Rannveigu, móður sinni, eina vertíð í síld- arvinnslu á Seyðisfirði. 17. júní 1956 kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Vernharði Guðmundssyni og strax á þrettándanum 1957 trú- lofuðu þau sig. 1973 fluttum við á Hæðar- garðinn og bjuggum hjá móð- urömmu okkar meðan verið var að byggja næsta heimili okkar að Fífuseli 4 í Breiðholtinu þar sem þau bjuggu til 2005 þegar þau keyptu hús að Roðasölum 16 í Kópavogi. 1996 ákváðu þau að fá lóð í Skorradal og úr varð að þau byggðu sumarbústað í landi Dagverðarness. Jarðarförin fór fram frá Seljakirkju 3. maí 2016. býr með eig- inmanni sínum Daníel Berner í Altdorf í Sviss og starfar þar sem hjúkrunarfræðing- ur og eiga þau tvö börn, Stefán og Katrínu. Árið 1962 fæddist svo Ragnar Ingi, starfsmaður hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, sem er giftur Sigrúnu Axels- dóttur og eiga þau börnin: a) Lovísu Ósk, sambýlismaður hennar er Sigurður Elíasson og eiga þau börnin Guðlaugu Helgu og Sigrúnu Rós. b) Ró- bert Inga og c) Rebekku Rós. Þann 28. júní 1965 fæddist Heiða sem nú er sérkennari í Austurbæjarskóla. Hún er gift Ólafi Eggertssyni jarðfræðingi og eiga þau synina Arnór, Ágúst og Aron. 28. janúar 1969 fæddist dóttirin Linda sem er gift Helga Hjaltested trésmið. Börn Lindu eru Eva Björg, Vernharður Atli, Friðrik Páll og Camilla Anna auk Alexand- ers Breka sem fæddist and- vana. Yngsta barnið er svo Guðbjörg fædd 20. september 1970, einhleyp og barnlaus. Lydia ólst upp í faðmi fjöl- Elsku besta fallegasta mamma mín er látin. Mamma mín var yndisleg og hjálpsöm. Mamma og pabbi giftu sig 30. júlí 1970 og hafa verið hamingju- samlega gift síðan. Ástfangnari hjón eru ekki til. Mamma og pabbi eiga sex börn, 15 barna- börn og þrjú langömmubörn og eitt á leiðinni. Þau eru rík. Þau voru svo samstiga með það sem þau tóku sér fyrir hendur. Á tímabili bjuggum við öll átta í íbúðinni hjá Rannveigu ömmu á Hæðargarðinum. Og það var oft þröngt um okkur, en hvað um það. Pabbi minn fór í það að byggja húsnæði undir stóru fjöl- skylduna þeirra. Og árið 1979 fluttum við í raðhúsið í Fífuseli 4. Nóg pláss fyrir alla. Mamma var alltaf heimavinn- andi. Það var svo gott að vita af mömmu heima þegar skóladegi lauk. Mamma saumaði mikið á okkur systkinin og bakaði heilan helling. Við fórum í margar úti- legur saman og þá var smurt nesti og brunað af stað. Það voru svolítið þung spor þegar ég tilkynnti mömmu minni að ég væri ófrísk, 18 ára gömul, en mamma mín tók því vel. Hún var sjálf ung þegar hún átti fyrsta barnið. Hjálpin og stuðn- ingurinn sem ég fékk frá mömmu og pabba var æðislegur. Þegar ég varð einstæð með Evu mína þá var ekkert sjálfsagðra en að við færum til mömmu og pabba í íbúðina í kjallaranum hjá þeim. Ég og Eva áttum mjög góðan tíma þar. Svo kynntist ég Helga mínum og við fluttum í Engjaselið. Mamma tók honum mjög vel. Og þau komu mikið í heimsókn til okkar. Mamma var mikil fjölskyldukona og fannst gaman að fá alla í heimsókn. Og þau voru ófá matarboðin sem þau voru með. Og þá var glatt á hjalla. Ég og mamma vorum mjög samrýmdar og þess vegna varð fólk hissa þegar ég flutti á Akra- nes með fjölskylduna mína. Og þið megið trúa því að það var rosalega erfitt. En við vorum dugleg að fara til þeirra og þau til okkar. Mamma var einstak- lega brosmild og alltaf stutt í hláturinn. Hún var svo jákvæð og talaði aldrei illa um neinn. Gaman er að minnast þess að þegar einhver átti afmæli þá hringdi mamma og söng afmæl- issönginn og mikið var hlegið á eftir. Henni fannst svo gaman að mæta í veislur. Hún vildi mæta á ættarmót en það var fullt af tröppum þangað upp. Við feng- um sérstaka lyftu til að stóllin kæmist upp. Mamma og pabbi skemmtu sér konunglega. En þegar kom að heimferð þá bilaði lyftan. Og karlarnir í fjölskyld- unni héldu á henni í stólnum nið- ur stigann. Þá hélt ég fyrir aug- un. Mamma og pabbi keyptu land í Skorradal og reistu þar bústað Sælureitinn sinn. Alltaf var pabbi jafnduglegur að fara þangað með mömmu, og þar leið þeim vel. Og ég á margar góðar minningar með þeim þar. Mamma komst inn á Boðaþing vorið 2015 og við reyndum að láta fara vel um hana. Pabbi minn var alltaf mættur til henn- ar um morguninn og sat hjá henni allan daginn og fór ekki fyrr en hún var sofnuð. Ástin á milli þeirra var svo innileg. Þetta er erfiður tími fyrir alla, sérstaklega pabba. En við pöss- um hann. Og ég er alveg viss um að englaprinsinn minn, hann Al- exander Breki, tekur á móti ömmu sinni og hjálpar henni. Elsku mamma mín, ég minnist þín með gleði, ást, umhyggju og virðingu. Ég elska þig, mamma mín. Þín, Linda. Þegar tala á um mömmu er af svo endalaust mörgu að taka. Hvernig hún ól okkur börnin upp og hversu fullt af lífi heim- ilið var. Hún var alltaf glöð og kát, elskaði að syngja og vera með vinum og vandamönnum og var okkur systkinunum frábær fyrirmynd í alla staði. Ég var elstur og því kom oft og iðulega í minn hlut að vera barnapía og lærði strax sem barn að hekla, prjóna, stoppa í sokka, festa töl- ur og laga fötin mín auk þess að skipta um bleyjur á systkinum mínum og þvo þær á eftir. Við vorum öll látin sofa úti í vagni þegar við vorum lítil og þegar við stækkuðum vorum við bund- in í beisli við snúrustaur. Hún gekk alltaf úr skugga um að við sinntum heimalærdómnum og var til staðar til að aðstoða okk- ur þegar á þurfti að halda. Eftir því sem við stálpuðumst sá hún til þess að við gætum stundað þær tómstundir sem okkur langaði. Hvort sem um var að ræða íþróttir, skáta eða annað. Alltaf var hún til staðar til að hvetja okkur og sjá til þess að við kæmum vel fyrir og stæð- um okkur vel. Á sumrin var far- in allavega ein ferð upp í Skorradal og tjaldað í stóra gula tjaldinu okkar við bæinn á Stóru Drageyri og voru það alltaf ynd- islegar stundir sem við áttum þar. Veturna notuðu þau mikið í að rækta tengslin við ættingja og vini, sóttu heldriborgarakvöld í Seljakirkju og fóru á tónleika hjá Karlakórnum fóstbræðrum hvenær sem tækifæri gafst til sem og öðrum karlakórum sem mamma var mjög hrifin af. 2014 fór heilsu hennar hratt hrakandi og var hún lögð inn á sjúkrahús og að lokum endaði hún í Boðaþingi í Kópavogi þar sem hún síðan lést. Þrátt fyrir veikindin tókst henni að varpa ljósi í líf allra sem umgengust hana, jafnt ættingja og vina sem og starfsmanna á þeim heil- brigðisstofnunum sem hún hefur dvalið á. Hafa þau enda öll keppst við að gera henni lífið sem léttast og ánægjulegast og kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir. Það er svo margt hægt að segja um mömmu og hversu mikil áhrif hún hafði á alla sem kynntust henni, hvernig hlátur- inn smitaði út frá sér og hvernig jákvætt og hlýtt viðmótið olli því að fólk sóttist sífellt í návistir við hana. Vinir okkar systkinanna litu á hana sem sína aðra móður og áttu það til að koma í heim- sókn til hennar jafnvel þó að við værum ekki heima. Hún var allt- af til staðar til að leysa úr lífsins vandamálum og beina þeim á réttar brautir. Allir sáu hana sem jafningja, vin og félaga því hún tók öllum sem til hennar komu opnum örmum. Síðustu vikurnar í lífi hennar voru öllum erfiðar en það var eftir því tekið hversu margir komu jafnan í heimsókn til hennar í Boðaþingi og hversu glatt var á hjalla jafnvel þegar hún vissi að endalokin nálguð- ust. Það er með miklum trega sem við öll kveðjum móður okkar, ömmu, langömmu og vin en við gleðjumst í vitneskju um að himnaríki er núna einum engli ríkara og að hún er þar hlaup- andi um á grænum grundum og gera allt það sem hún elskar mest. Hvíl í friði, mamma, og takk fyrir allar þær endalausu gjafir sem þú hefur gefið mér og öllum sem hafa notið þeirrar náðar að kynnast þér. Ágúst Vernharðsson. Mamma var alveg einstök kona. Það var alltaf stutt í hlát- urinn og hún hreif alla með sér. Hún var barngóð, var góður hlustandi og kom með góð ráð. Hún var alltaf fyrst til að hringja og syngja afmælissöng- inn, hvort sem það var í mig, Óla eða strákana. Hún studdi mig alltaf í öllu sem ég gerði og var góð amma barna minna. Mamma var heimavinnandi enda nóg að gera á stóru heimili. Á 12 árum eignuðust hún og pabbi sex börn og hún sat aldrei auðum höndum. Hún prjónaði og saumaði á okkur, hjálpaði okkur með heimanámið, eldaði og á kvöldin stoppaði hún í sokka fyrir framan sjónvarpið. Það er ekki hægt að tala um mömmu nema hafa pabba með. Svo samrýnd voru þau. Það voru ekki til ástfangnari hjón en þau. Alla morgna, áður en pabbi fór í vinnuna, kysstust þau og föðm- uðust og einnig þegar pabbi kom heim á kvöldin. Þau voru eins og ástfangnir unglingar. Mamma og pabbi komu nokkrum sinnum í heimsókn til Svíþjóðar þegar ég bjó þar og þykir mér mjög vænt um það og mun ávallt geyma þær minning- ar. Ég syrgi mömmu mína en góðu minningarnar og þakklætið eru sorginni yfirsterkari. Hún hefur markað líf mitt. Heiða. Amma okkar er dáin og minn- ingarnar hrannast upp. Mamma sagði okkur oft fréttir af ömmu og afa. Við heyrðum sögur af ferðalögum þeirra hér hjá okkur í Sviss, hversu spennt þau voru að sjá okkur og við munum vel eftir öllum ferðalögum okkar til Íslands. Við vorum alltaf vel- komin og amma mjög glaðlynd og spennt að fá að taka utan um okkur, hún var mjög opin fyrir öllu nýju og þótti gaman að heyra hvað við værum að gera og hvernig okkur liði. Amma og afi voru alltaf til í að fara með okkur í bíltúra og uppáhaldsferðalögin voru upp í Skorradal. Þar gátum við leikið okkur í skóginum, farið niður að vatni eða hjálpað þeim við ýmis störf í sumarbústaðnum. Sögur af tröllum og álfum voru sagðar og við vorum vissulega dálítið hrædd við tröllin í Villingadaln- um og það tók nokkur ár þangað til að við þorðum að klifra upp á þau. Ógleymanlegar eru síðustu máltíðirnar þegar við vorum á Íslandi. Amma bauð þá alltaf öll- um okkar frændum og frænkum í kvöldmat, áður en við flugum aftur til Sviss. Það var mjög mikilvægt fyrir hana, að við myndum öll hittast sem oftast, borða góðan, íslenskan mat og tala saman. Þegar amma og afi komu í heimsókn til okkar vildi amma alltaf sjá sem mest af umhverfi okkar og hún var stolt af því að geta farið í lest, gufuskip og kláfa og að fara í dýragarðana. Það gladdi okkur mjög, að amma og afi komust í ferming- arveislur okkar. Seinasta ferðin var 2008 þegar ég, Katrín, fermdist. Þó svo að heilsu ömmu væri farið að hraka, lét hún það ekki á sig fá að vera á ferðinni alla vikuna sem hún var hjá okk- ur. Það var erfitt að horfa upp á hvernig heilsa hennar ömmu versnaði, en hún kvartaði aldrei. Hún vildi bara vita hvernig við hefðum það og heyra sögur af lífi okkar. Amma var fyrirmyndar kona, með risastórt hjarta og yndisleg í alla staði. Amma, við söknum Camilla Lydia Thejll ✝ Þórhallur V.Einarsson fæddist á Húsavík 22. desember 1953. Hann lést á sjúkra- húsi í Noregi 18. mars 2016. Foreldrar hans voru Sólveig Berg- þóra Þorsteins- dóttir, f. 31. júlí 1915, d. 15. maí 1998, og Einar Methúsalem Jóhannesson, f. 21. júní 1913, d. 15. júlí 1990. Al- systkini Þórhalls eru: Sædís Birna, f. 1938, d. 1940, Einar Georg, f. 1941, Þórdís, f. 1943, Þorsteinn, f. 1944, d. 2006, Jó- hannes Geir, f. 1947, og Baldur, f. 1948. Sammæðra er Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir, f. 1931. Þórhallur og Kristbjörg Guðrún Steingrímsdóttir, f. 1954, gengu í hjónaband árið 1975 og bjuggu á Húsavík. Þau skildu árið 1990. Synir þeirra eru: a) Steingrímur, f. 1974, organisti og tónskáld. Maki Steingríms er Pa- mela De Sensi, f. 1975, flautu- leikari og kennari. b) Einar Rafn, f. 1981, tónlistarmaður og kennari. Maki Einars er Sunna Jóhannsdóttir, f. 1981, kennari. Einar og Sunna eiga eina dóttur, Álfrúnu Priyu, f. 2008. Að ósk hins látna fór útförin fram í kyrrþey. Við pabbi áttum góðar stund- ir saman. Hann gat verið afar hlýr og gaman að vera með honum. Mér er minnistætt þeg- ar hann tók mig lítinn með sér í vinnuna þegar hann var að moka snjó með snjómoksturs- tæki á Tjörnesinu fyrir norðan. Maður var hátt uppi á rosa tryllitæki að moka þung hlöss af snjó, ekki leiðinlegt það. Hann átti afar fjölbreyttan vinnuferil og kom víða við. Ég fékk t.d stundum að gista uppi á Rúv þegar hann var að spila tónlist þar á nóttunni. Fannst ekki lítið flott að koma í stúd- íóið með honum. Einnig var hann á tímabili fréttaritari sjónvarpsins fyrir norðan og þvældist ég með honum víða þegar hann var að taka myndir. Þá starfaði hann við kennslu í nokkur ár og dvaldi ég hjá honum m.a. á Ólafsvík og í Þelamörk þar sem hann kenndi, þannig kynntist ég hinum ýmsu bæjarfélögum í gegnum pabba. Á tímabili var hann búsettur á Raufarhöfn og var ég þar eitt sumar þegar ég var 15 ára og vann hjá honum við bygging- arvinnu á Þórshöfn. Þetta var góður tími og gaman að verja honum með gamla. Pabbi vildi yfirleitt allt fyrir mann gera og eitt sinn skutlaði hann mér og Gunna vini mínum í Þórsmörk þar sem við fé- lagarnir ætluðum að tjalda og ganga um hálendi Íslands. Það fór ekki betur en svo að við tjölduðum í myrkri nálægt jökl- inum, vöknuðum svo um miðja nótt í óveðri og uppgötvuðum að tjaldið var næstum fokið of- an í ána. Við hrökkluðumst blautir og kaldir niður að byggð og hringdum í pabba. Þrátt fyr- ir að hafa keyrt nokkra klukku- tíma með okkur daginn áður þá kom hann eins fljótt og auðið var, eldsnemma um morguninn og sótti okkur. Síðustu sjö árum ævi sinnar eyddi hann í Noregi og vann þar við akstur m.a skólarútu og flutningabifreiða. Þessi ár hugsa ég að hafi verið honum nokkuð erfið þar sem hann var mikið einn. En hann kom annað slagið til Ís- lands og hafði gaman af að hitta synina og barnabarnið sem pabbi dáði mikið. Síðasta árið tók hann sig til og fór að stunda nám við graf- íska hönnun enda óhræddur við að prófa nýja hluti. Oft komu kostulegar myndir frá honum þar sem hann var búinn að breyta fjölskyldumyndum af okkur. Einnig var hann iðinn við að búa til tónlist á þessu tímabili og streymdu frá honum ótal lög, alls um 60 talsins, ýmis remix og lög þar sem hann var að leika sér í tölvutónlistar- forritum. Í apríl ætlaði hann síðan að flytja heim og var búinn að leiga sér íbúð í Kópavogi. En það gekk því miður ekki eftir. Nú er hann farinn og heldur áfram sínu ferðalagi. Ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt hann, hugsa ávallt hlýtt til hans og verður hann hluti af mér alla mína ævi. Endalaus ást. Einar Rafn Þórhallsson. Einhvern veginn vill það svo til að margar af mínum ljúfustu minningum um Þórhall, eða Dúdda eins og við kölluðum hann, tengjast farartækjum og ferðalögum. Ein sú elsta er frá Verslunarmannahelginni 1971, fyrsta sumrinu eftir að Dúddi öðlaðist bílpróf. Ég er 13 ára, með stjörnur í augunum yfir þessum fjallmyndarlega og skemmtilega kærasta systur minnar sem að auki hefur bíl til umráða, og sé þau búa sig til ferðar ásamt tveimur vinum. Öll eru þau nokkrum árum eldri, en sjá aumur á „litlu syst- ur“ sem dreymir um að fara með. Þó þetta hafi verið fyrir tíma bundins slitlags, og vegir holóttir og rykugir eftir mikla þurrkatíð, er sjálf bílferðin í Ásbyrgi einn af hápunktum helgarinnar. Tónlistarstjörnur þess tíma héldu uppi stemming- unni gegnum kassettur sem Dúddi hafði safnað saman, gantast var með að föt og hár stífnuðu af rykinu sem smaug inn um allar glufur í bílnum, og reynt var að syngja eins og Svanhildur Jakobs, en hún og hljómsveit Ólafs Gauks áttu að spila í byrginu. Slitnar fjaðrir glæsivagnsins ýttu undir rússí- banaupplifunina. Dúddi með aðra hönd á stýrinu, brosandi, glaður og hamingjusamur. Önnur ljúf minning er frá 6. desember 1974, fæðingardegi Steingríms eldri sonar hans. Við Dúddi ökum af stað úr Kópavoginum til að heimsækja móður og son sem dvelja á fæð- ingarheimilinu við Eiríksgötu. Á leiðinni er komið við í blóma- búð til að kaupa vönd og féll hann fyrir þeim stærsta og fal- legasta sem að sjálfsögðu var einnig sá dýrasti. Þrátt fyrir lít- il efni keypti Dúddi vöndinn ásamt öðrum minni, sem var bundinn við þann stærri með ljósbláum flauelsborða. Tákn tengsla milli foreldris og barns. Þannig hittist hins vegar á, að í þessari ferð festist bíllinn í fyrsta gír. Við ókum því á skrúðgönguhraða gegnum fána- skreytta Reykjavíkurborg, á afmælisdegi Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta, framsætis- farþeginn með tvo blómvendi í fanginu, og stöðugt lengri bíla- strolla á eftir okkur. Ég sveifl- aðist á milli að telja þetta skemmtilegt eða grátbroslegt. Þórhallur Valdi- mar Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.