Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ídag verðuropnuð afmæl-issýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 200 ára af- mæli Hins íslenska bókmenntafélags. Tvær aldir eru frá því að nokkrir menn komu saman í Kaupmannahöfn og settu á fót þetta merka félag, en það mun vera elsta starfandi félag á Ís- landi að Biblíufélaginu undan- skildu. Í tvö hundruð sumur samfleytt hefur félagið unnið þrekvirki í því að varðveita ís- lenska tungu og menningu og verður það framlag aldrei metið til fjár. Þegar danski málfræðingur- inn Rasmus Kristian Rask kom hingað til lands árið 1813 skynj- aði hann að íslenskan væri á undanhaldi í Reykjavík, höfuð- staðnum sjálfum, þar sem menn tjáðu sig jafnvel frekar á dönsku en íslensku, eða blönduðu saman tungumálunum í daglegu tali sínu. Þá var öll útgáfustarfsemi á íslenskum bókmenntum á þeim tíma í skötulíki. Rask spáði því að íslenska yrði útdautt tungu- mál innan hundrað ára í Reykja- vík og líklega horfin með öllu innan þrjú hundruð ára ef ekkert yrði að gert. Þó að íslenskan væri ekki móðurmál Rasks ákvað hann að spyrna yrði duglega við fótum, sem hann og gerði með stofnun bókmenntafélagsins. Það er því meðal annars Rask sjálfum að þakka að hinn myrki spádómur hans um framtíð íslenskunnar hefur ekki enn ræst. Hið íslenska bókmenntafélag tók þegar myndarlega til starfa, en fyrsta útgefna verk þess, Sturl- unga, kom út á ár- unum 1817-1820. Sjö árum síðar hóf félagið útgáfu Skírnis, elsta tíma- ritsins sem enn kemur út á íslensku. Síðan þá hafa mörg vegleg verk komið út á vegum fé- lagsins og kannast líklega flestir Íslendingar við lærdómsritin, þar sem mörg af merkustu rit- verkum mannkyns hafa verið þýdd á móðurmálið. Á þessum tímamótum er vert að hafa það í huga að helstu verkefnum félagsins eins og þau voru skilgreind í upphafi, „að styðja og styrkja íslenska tungu og bókvísi og menntun og heiður hinnar íslensku þjóðar,“ mun sennilega aldrei ljúka. Hlúa þarf vel að tungumáli fámennrar þjóðar sé vilji til þess að viðhalda kunnáttu í því, ekki síst á tímum alþjóðavæðingar og samskipta- byltingar. Enskan hefur til að mynda tekið við hlutverki dönskunnar sem það erlenda tungumál sem flestir Íslendingar tileinka sér, og eru áhrif hennar á alla dægurmenningu óumdeild. Þau áhrif þurfa ekki að vera til hins verra, en mikilvægt er engu að síður að Íslendingar séu vel á verði um tungumál sitt. Rík tungumálakunnátta er alls ekki af hinu slæma. Hún verður þó einskis virði ef móður- málið sjálft glatast í leiðinni, eða eins og stendur á leiði Rasmusar Rask: „Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.“ „Að styðja og styrkja íslenska tungu og bókvísi og menntun og heiður hinnar íslensku þjóðar.“} Okkar dýrasti arfur Eitt af því semtekist er á um í Bretlandi þessa dag- ana er hin óheyri- legu áhrif sem hinar ýmsu reglugerðir Evrópusambandsins hafa á líf Breta á hverjum degi. Svo virðist sem embættis- mannakerfið í Brussel sé með- vitað um óvinsældir sínar í Bret- landi, því að í vikunni bárust þau tíðindi að Evrópusambandið hefði frestað gildistöku reglna þar sem kveðið væri á um að ekki mætti framleiða eða selja ýmis lítil rafmagnstæki ef þau væru of „kraftmikil“. Á meðal þeirra tóla sem þannig verða vængstýfð má nefna hárþurrkur, brauðristar og hraðsuðukatla. Breskir fjölmiðlar tengdu þessa ákvörðun beint við þjóðar- atkvæðagreiðslu Breta í sumar, þar sem skorið verður úr um að- ild landsins að ESB, og Evrópu- sambandsandstæðingar töluðu um yfirvofandi „aðför að bresk- um morgunverði“. Engin þjóð í Evrópu sýður jafnmikið vatn og Bretar, enda drekka þeir manna mest af te. Þá hefur þing- maður UKIP á Evrópuþinginu kvartað undan því á Twitter að hann geti ekki ristað brauðið sitt almenni- lega fyrr en í fjórðu tilraun. Vissulega verður þessi „aðför“ að teljast tiltölulega lítið mál í stóra samhenginu nú þegar Bret- ar ræða alla kosti og galla sem fylgja aðildinni að sambandinu. Engu að síður vekur það athygli að væntanlegri óánægju almenn- ings í Bretlandi með nýju regl- urnar er ekki mætt af nokkrum skilningi af hálfu Brussel- valdsins, heldur er sérstaklega ákveðið að fresta gildistöku reglna, sem talið er að verði óvin- sælar, fram yfir kjördaginn í júní. En þó að málið snúist um lítil raftæki er það í raun stærra en svo. Í leiðinni lýsir það smá- smugulegri afskiptasemi emb- ættismannanna í Brussel og um leið viðhorfi þeirra til kosninga og kjósenda. Evrópusambandið frestar gildistöku reglna í viðleitni til að plata Breta} Feluleikur fram yfir kosningar E inelti. Allir vita að það viðgengst í skólum sem börnum okkar ber skylda til að sækja. Allir vita að það viðgengst á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk er saman- komið. Þetta er þekkt og afleiðingarnar eru skýrar. Sálræn vandamál og sjálfsvíg sem koma hefði mátt í veg fyrir. Þegar vandamálið er skýrt eru viðbrögðin það einnig. Viðbragðsleysið í þessu tilfelli. Allir grunnskólar eru með eineltisáætlun sem þeir starfa eftir. Áætlunin á að fyrir- byggja einelti og uppræta það. Þetta virkar vel á blaði og þarna eru alls konar fínar skil- greiningar. Skilgreiningarnar eru ennþá fleiri í reglugerðum og öðru fargani. Hér er búið að skilgreina allt vel og vandlega og vandamálið þar með leyst. Á dögunum gapti samfélagið yfir ofbeldinu sem ung stúlka þurfti að þola af hendi samnemenda sinna. Snjall- símavæðingunni má þakka í þetta sinn þar sem ofbeldið náðist á myndband og verða beinhörð sönnunargögnin henni vonandi að vopni. Þessi stúlka hafði nýlega þurft að skipta um grunnskóla vegna eineltis. Ekki var grasið grænna hinum megin og er þetta síendurtekin saga þar sem fórnarlambið þarf að lúta í lægra haldi fyrir ofbeldismanni í stað þess að fá raunverulega lausn á vandanum. Einelti meðal ríkisstarfsmanna var vel kannað fyrir nokkrum árum. Lagðar voru fyrir starfsumhverfiskann- anir á árunum 2006 og 2007 er sýndu að tæp 17% ríkisstarfsmanna töldu sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Þetta þótti alltof mikið og var sérstök könnun um einelti því lögð fyrir árið 2008 og síðan aftur í árslok 2010. Viðamikið fræðslustarf um einelti fór fram á milli áranna 2008 og 2010 og var könnuninni ætlað að kanna árangurinn af því. Niðurstaðan var skýr. Árangurinn var enginn. Eineltið mældist rúmlega 10% bæði árin. Meira en í okkar nágrannalöndum. Í niðurstöðukafla skýrslu sem unnin var um efnið segir að aðgerðaleysi stjórnenda ýti undir að einelti þrífist innan stofnunar. Á síðustu misserum hefur umræðan um ýmis vandamál verið opnari og hafa margir sem urðu fyrir einelti í barnæsku stigið fram og sagt sína sögu. Ákveðinn samhljóm má finna í flestum sögum og virðast þeir sem urðu fyrir of- beldinu benda í eina átt. Á hjálpina sem ekki barst. Vandamál sem þetta, sem öllum er ljóst að getur haft alvarlegar og jafnvel lífshættulegar afleiðingar, þarf að vera uppi á borðinu. Það á ekki að fela. Ég tel nokkuð ljóst að það sem myndi ógna áþreifanlegri heilsu og ör- yggi fólks í skólum eða á vinnustöðum yrði lagað. Ef loft- ið væri illa steypt og fólk ætti á að hættu að fá steypubita í höfuðið með alvarlegum afleiðingum yrði vandamálið líklega tekið föstum tökum. Hvers vegna gilda önnur við- mið um hættuna sem steðjar að andlegri heilsu manna? sunnasaem@mbl.is Sunna Sæmundsdóttir Pistill Hjálp á pappír STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Tún koma illa undan vetrivíða um land, en eins ogstaðan er núna virðistheilmikið hafa kalið, þá aðallega á Norðausturlandi. „Það er töluvert mikið kal víða og það versta nálgast að vera eins og árið 2013 þegar það var mjög mikið kal hérna,“ segir Guðmundur Helgi Gunnarsson, jarðræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðar- ins (RML) á Akureyri. Hann segir kalið miklu meira en menn áttu von á. Heilmikið er kalið í Hörgársveit, í Grýtubakka- hreppi og eitthvað frammi í Eyja- firði. Þá hefur Guðmundur heyrt af því að mikið sé kalið í Þistilfirði og eitthvað á Ströndunum. „Vorið er annars komið svo stutt hjá okkur og þetta sést ekki enn alls staðar nógu vel,“ segir Guðmundur en bændur í Eyjafirði eru þessa dag- ana að byrja flagvinnu og í korn- sáningu. Helmingur túna kalinn Kristján Bjarndal Jónsson, jarðræktarráðunautur hjá RML á Suðurlandi, segir að nokkuð sé um kal í túnum þar. Hann hafi heimsótt tvo bæi í fyrradag í Grímsnesi og Flóanum þar sem um helmingur túnanna er kalinn. „Mér sýnist kal- ið vera meira hér um slóðir en síð- ustu ár. Þetta er að koma í ljós núna. Klakinn hefur farið svo hægt úr jörðu út af miklum næturkuldum og þurrviðri en auðvitað er hann að hverfa mikið til í lágsveitum en eitt- hvað er eftir ennþá í uppsveitum.“ Dæmi eru um að bændur í Fló- anum þurfi að endurrækta 15 til 20 hektara vegna kals. Jarðræktaráðunautar eru sam- mála um að útlitið sé ekki gott, samt sé of snemmt að dæma, það gæti verið að gróðurinn næði sér eitthvað á strik er líður á vorið. Öll tún eitthvað skemmd Hjá Sigurði Þór Guðmunds- syni, bónda í Holti í Þistilfirði, eru 50 til 60% túna kalin. „Það eru nán- ast öll tún eitthvað skemmd. Öll þessi nýrri tún, sem eru þriggja til fjögurra ára, eru sýnist mér alveg gagnslaus,“ segir Sigurður, ástand- ið sé verra en undanfarið ár. „Það er langt síðan það hefur verið svona verulegt kal hjá okkur, árið 2012 kól heilmikið í sveitinni en lítið hjá okkur. Í fyrra kól ekki neitt hjá okkur og var það fyrsta árið síðan ég byrjaði að búa sem það gerðist.“ Sigurður segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikið er kalið. Spurður hvaða áhrif þetta hafi á uppskeruna í sumar segir Sigurður að hann sé farinn að leita sér að túnum til að leigja fyrir hey- skapinn. „Síðan ætlum við að drífa okkur í að sá í túnin sem eru ónýt, maður fer bara í að laga þau. En það er rétt farið að sjást í grænan lit og kannski jafnar þetta sig, það á eftir að koma betur í ljós. Kannski er þetta ekki eins slæmt og maður heldur,“ segir Sigurður bjartsýnn. Virðist vera veru- legt kal í túnum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Búsifjar Kalskemmdir fara illa með tún og þarf að endurrækta þau. Garðagróður kemur vel undan vetri sunnanlands að sögn Kristins H. Þorsteinssonar. fræðslu- og verk- efnastjóra Garðyrkjufélags Íslands, svo virðist sem um meðalár sé að ræða. Tíðarfarið undanfarið hafi líka átt þátt í því að fólk sé búið að vera duglegt í görðunum sínum. „Frá páskum er búin að vera ágætis veðrátta, þó að hitastigið sé ekki mjög hátt hefur verið þurrt og fólk er komið fyrr út í garðana og er að gera meiri og stærri hluti heldur en í fyrra, þá var fólk mjög seint til að rækta vegna kulda. Það er verið að klippa runna og tæta mosa og víða er búið að stinga upp matjurtagarð- inn og hreinsa beðin.“ Trjáklippingatímanum er að ljúka núna og segir Kristinn að nú ætti að fara að huga að matjurtagarðinum, setja niður kartöflur næstu daga og koma niður forræktuðum mat- jurtum um næstu mánaðamót. Þá sé gott þegar svona þurrt er í veðri að halda illgresinu stöðugt í skefj- um með því að raka yfir beðin og snúa þannig litlu illgresisplönt- unum við og láta sólina þurrka þær, þannig sé tiltölulega fljótlegt að fara í gegnum garðinn. Kristinn segir mjög gott hljóð í garðyrkjufólki, tiltölulega lítið frost sé í jörðu og plöntunar komi fal- legar undan vetri. Á Akureyri eru trén aðeins að byrja að springa út og komin græn slikja yfir Lystigarðinn að sögn Guðrúnar Kristínar Björgvinsdóttur verkstjóra. Gróðurinn sé þó örugg- lega 2 til 3 þremur vikum á eftir gróðrinum á Suðurlandi. „Gróður- inn kemur þokkalega undan vetri en er aðeins seinni að taka við sér en í fyrra. Það munar samt um hvern dag. Við erum núna í beðahreinsun og að klippa, garðurinn verður klár í lok maí,“ segir Guðrún en formleg sumaropnun Lystigarðsins er 1. júní. Meðalár hjá garðplöntunum GARÐVINNA Í FULLUM GANGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.