Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 61
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
✝ Margrét Heið-dal fæddist í
Mýrarhúsaskóla á
Seltjarnarnesi 17.
október 1917. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 1.
maí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Jörgensdóttir Heið-
dal húsmóðir, frá
Krossavík í Vopna-
firði, f. 2. júní 1890, d. 27. sept-
ember 1965, og Sigurður Heiðdal,
rithöfundur, skólastjóri og for-
stöðumaður á Litla-Hrauni, f. í
Saurbæ á Kjalarnesi 16. júlí 1884,
d. 17. febrúar 1972. Systkini Mar-
grétar eru: Vilhjálmur, f. 4. ágúst
1912, d. 3. febrúar 2005, Ingi-
björg, f. 10. júní 1915, d. 15. apríl
2010, Gunnar, f. 16. febrúar 1926,
Anna, f. 25. september 1930, og
Kristjana, f. 22. júlí 1933.
Margrét giftist 7. október 1948
Birgi Guðmundssyni frá Vífils-
mýrum í Önundarfirði, f. 10. mars
1920, d. 17. sept-
ember 1998. Þau
skildu. Kjördóttir
þeirra er Nína Þórs-
dóttir iðnrekstrar-
fræðingur, f. 12.
febrúar 1962. Henn-
ar maður er Jón
Björnsson húsa-
smíðameistari, frá
Kópaskeri, f. 5. des-
ember 1953. Dóttir
þeirra er Margrét
Snæfríður enskufræðingur, f. 17.
febrúar 1992.
Margrét sleit barnsskónum í
faðmi fjölskyldu sinnar á Stokks-
eyri og frá unglingsárum á Eyr-
arbakka. Hún stundaði nám við
Héraðsskólann á Laugarvatni og
vann alla sína starfsævi við af-
greiðslu- og bankastörf í Reykja-
vík. Margrét bjó síðast á Dalbraut
18 í Reykjavík, en dvaldi síðustu
árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útför Margrétar fer fram frá
Áskirkju í dag, 12. maí 2016, kl.
13.
Í mínum huga var mamma allt-
af ferðbúin. Hún hafði óþrjótandi
ánægju af ferðalögum, löngum
sem stuttum. Allar mínar bestu
æskuminningar tengjast ferðalög-
um. Útilegurnar voru ófáar til
Þingvalla, þar sem aðalmálið var
að finna skjólgóða laut til að liggja
í sólbaði. Svo var slegist við
köngulær, sem héldu ættarmót í
tjaldinu okkar og mamma fór ekki
inn í tjaldið, fyrr en að það var
örugglega orðið köngulóarlaust.
Einnig að Laugarvatni, þar sem
mamma þekkti vel til eftir að hafa
verið þar í skóla. Þar var farið í
sund í gömlu sundlauginni og í
gamla gufubaðið. Alltaf gott veður
á Laugarvatni, var viðkvæðið, og
gjarnan gist í Menntaskólanum.
Eða í Þrastaskógi með Imbu og
Baldri, þar sem þær systur „höfðu
aldrei vitað agalegra“ en mýflug-
urnar sem réðust harkalega á
smurða brauðið í blikkdósunum.
Oftast var svo einhver í næsta
herbergi eða á næsta tjaldstæði,
sem mamma þekkti eða kannaðist
við.
Seinna tóku svo utanlandsferð-
ir við, aðallega til Spánar. Aldrei
var hægt að fá nóga sól á kropp-
inn. Og þess vel gætt, að brenna
ekki á nefinu. Mamma átti lengi
vel plasthlíf fyrir nefið, sem hengd
var á sólgleraugun. Mikið þarfa-
þing fyrir krítarhvíta Íslendinga
fyrstu dagana í sólinni, en ekki að
sama skapi mjög smart. Skondinn
búnaður fyrir manneskju, sem
annars var alltaf smekkleg, vel til
höfð og meðvituð um útlitið. Og
svo var endalaust hægt að þræða
markaðina.
Mamma var líka óþreytandi við
að ferðast innanlands. Með rútu í
Stykkishólm að heimsækja
Hönnu og Sigga Skúla og Önnu,
meðan þau bjuggu þar, eða með
Villa og Imbu og seinna Hjálmtý í
„skreppitúra“ til Vopnafjarðar að
heimsækja ættingjana þar. Hún
naut þess beinlínis að sitja í bíl og
horfa á landslagið líða framhjá.
Það voru ekki margar sveitirnar,
þar sem hún þekkti ekki deili á
einhverjum gömlum skólasystkin-
um, vinnufélögum eða jafnvel
ferðafélögum. Hún var svo ótrú-
lega minnug á samferðafólk og
mjög mannglögg.
Mömmu var mjög annt um
systkini sín og systkinabörnin.
Þau studdu svo sannarlega við
bakið á henni, sérstaklega eftir að
hún varð einstæð. Eiga þau Villi
og Imba, sem nú eru bæði horfin
yfir móðuna miklu, sem og Gunn-
ar, Anna og Kristjana og systk-
inabörnin miklar þakkir skildar
fyrir alla ræktarsemina og stuðn-
inginn, sem þau sýndu okkur.
Síðustu árin dvaldi mamma á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli og
naut þar faglegrar og kærleiks-
ríkrar umönnunar hjá starfsfólk-
inu á fimmtu hæð. Þeirra atlæti
verður seint nógsamlega þakkað.
Nú er hún farin í síðustu ferð-
ina. Megi hún eiga góða ferð og
hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Nína Þórsdóttir.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Anna og Kristjana.
Margrét Heiðdal
✝ MálfríðurHelga Jónsdótt-
ir fæddist á
Patreksfirði 27.
desember 1939.
Hún lést á Vífils-
stöðum 5. maí 2016.
Málfríður var
dóttir hjónanna
Jóns E.B. Lárus-
sonar, f. 12. júlí
1912, d. 20. júní
1981, og Helgu Guð-
jónsdóttur, f. 29. apríl 1915, d. 20.
júní 2009. Málfríður átti einn
bróður, Ólaf Inga, f. 29. október
1945, d. 25. desember 1989.
Málfríður giftist Braga Eiríks-
syni, f. 17. ágúst 1936, d. 6. sept-
ember 2013, þau skildu. Synir
þeirra eru Jón
Helgi, f. 11. desem-
ber 1967, maki Mar-
grét Jónsdóttir, f.
18. júlí 1968, og
Freyr, f. 20. nóvem-
ber 1969, maki Hall-
dóra Brynjarsdótt-
ir, f. 28. febrúar
1970. Barnabörn
Málfríðar eru 10 og
barnabarnabörn
eru þrjú.
Málfríður vann á mörgum
stöðum um ævina, en hún vann
lengst af hjá Símanum þar sem
hún vann fjölbreytt störf.
Útför Málfríðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. maí
2016, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku amma Massý.
Þótt sárt sé að kveðja er ég
ævilega þakklát fyrir minningarn-
ar sem við eigum saman.
Trú, traust og ást sem að þú
sýndir mér sama hvað, það var
alltaf til staðar.
Alltaf varstu tilbúin að hlusta á
mig og aldrei dæmdirðu.
Ég væri ekki sú sem ég er ef
það væri ekki fyrir þig.
Guð geymi þig.
Þín,
Gyða Rós.
Í hinsta sinn er ég þig leit,
sá af jörðu þig átti að taka.
Með tár á hvarmi, ég vissi og veit,
að yfir mér, munt þú ávallt vaka.
Guð geymi þig og hvíldu í friði,
elsku amma mín. Þín
Helga Ósk.
Með þessum fáu orðum langar
okkur að minnast frænku okkar
Málfríðar Jónsdóttur, eða Mas-
sýjar eins og hún var oftast köll-
uð.
Þrátt fyrir talsverðan aldurs-
mun á Jórunni, móður okkar, og
Helgu, móður Málfríðar, var vin-
átta þeirra systra alveg einstök.
Sennilega hefur móðir okkar
fundið til ábyrgðar gagnvart 10
árum yngri systur sinni.
Þær systur stofnuðu sín heimili
en samgangur var alltaf mjög
mikill. Við systrabörnin, sem öll
erum á svipuðum aldri, höfum alla
tíð haft mikið og gott samband.
Massý fæddist í nýbyggðu húsi
foreldra okkar að Þórsgötu 2 á
Patreksfirði. Gaman fannst henni
að rifja það upp að hún var fyrsta
barnið sem fæddist við þá götu.
Fyrstu árin bjuggu þær systur
á Patreksfirði en fljótlega upp úr
stríðslokum, um miðja síðustu öld,
flutti Massý ásamt fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur. Samgangur
varð þá að sjálfsögðu minni en þó
furðulega mikill miðað við hvað
samgöngur þess tíma buðu upp á.
Við systkinin fengum að
skreppa til Reykjavíkur og þá var
að sjálfsögðu dvalið hjá Helgu
móðursystur. Þessar ferðir til
höfuðborgarinnar eru okkur
dreifbýlisbörnunum ennþá sér-
lega ljúfar minningar. Massý var
ólöt við að sýna okkur lystisemdir
höfuðborgarinnar, Þjóðminja-
safnið, Trípolíbíó og allt þar á
milli. Massý dvaldi svo oft sum-
arlangt í fámenninu hjá okkur
fyrir vestan.
Oft minntist hún á þessa sum-
ardvöl á Patreksfirði. Hún féll
sérlega vel inn í daglegt þorpslífið
og tók fullan þátt í lífinu eins og
það var.
Hún eignaðist vinkonur sem
haldið hafa sambandi áratugum
saman. Skærast í minningunni
var þó kannski það ævintýri að
þar hafði hún í fyrsta skipti fengið
að vinna við fiskvinnslu og þegið
laun samkvæmt taxta, engum of-
urtaxta, en laun samt.
Massý var glaðlynd og sérlega
skemmtileg í tali. Hún var góðvilj-
uð og sá engum ofsjónum yfir vel-
gengni annarra. Hún vann mikið
og komst vel af þó miklum verald-
legum auði hafi hún ekki safnað.
Á síðari árum lét Massý andleg
mál nokkuð til sín taka. Hún var
sannfærð um að til væri æðri til-
vera. Eigi sú sannfæring hennar
sér stoð er Málfríður Jónsdóttir
örugglega ein þeirra sem ekki
þurfa að kvíða heimkomu.
Þór, Geir, Guðrún, Freyr
og Örn Oddgeirsbörn.
Á uppstigningardag þegar við
kristnir menn höldum hátíðlega
uppstigningu Jesú Krists til
himna, kvaddi kær frænka, Mál-
fríður Jónsdóttir, þennan heim.
Við Massý, eins og hún var allt-
af kölluð í fjölskyldunni, og Ólafur
heitinn bróðir hennar vorum
systkinabörn og ólumst upp að
hluta til saman þar sem mikill
samgangur var milli heimilanna.
Ég var einbirni og eignaðist
þarna systkin sem voru mér nán-
ari öðru fólki.
Við fráfall kærrar frænku og
vinar koma upp í hugann ótal
minningar frá liðinni tíð, sem allar
eru svo óendanlega dýrmætar á
svona stundu.
Massý var stóra systir framan
af þar sem tíu ár eru á milli okkar,
sá aldursmunur varð svo að engu
þegar frá leið. Alla tíð var Massý
einstaklega barngóð og elskuleg
manneskja sem ég fékk að njóta
sem smábarn, þá vildi hún gæta
mín vel og var alltaf að gauka ein-
hverju góðgæti að litla frænda og
færði mér svo glaðning og góðar
sögur úr ferðum sínum til Eng-
lands með vinkonum.
Það var siður öll æskuár mín að
fjölskyldurnar komu saman á
jóladag hjá foreldrum þeirra
systkina, þeim Helgu og Jóni
móðurbróður mínum. Þau áttu
stórt og gott bókasafn og þar las
ég fyrst bækur Halldórs Laxness,
ég naut þessa bókasafns mjög á
jólum meðan aðrir spiluðu en ég
var alla tíð latur til spilamennsku.
Massý hélt svo þessum sið áfram
með jóladaginn og á ég þar mjög
dýrmætar minningar m.a. kynnti
ég hana Valdísi mína fyrir fjöl-
skyldunni í Dalalandinu hjá
Massý á jóladag. Valdís minnist
þess oft hversu vel var tekið á
móti henni, fannst hún strax
verða ein af fjölskyldunni.
Það hefur oft borið á góma hjá
okkur Valdísi hversu líkar þær
voru, móðir mín, Karólína Lárus-
dóttir, og Massý frænka. Það sem
einkenndi þær báðar var hversu
barngóðar þær voru og báru
mikla umhyggju fyrir öllum börn-
unum í fjölskyldunni. Þær voru
miklar vinkonur alla tíð meðan
mömmu naut við og fannst mér
oft eins og ég væri að tala við hana
þegar við Massý töluðum saman
eftir að mamma lést. Mig langar
líka að taka fram að Massý reynd-
ist mömmu og pabba báðum mjög
vel í veikindum þeirra.
Við kveðjum elsku frænku með
söknuði og þakklæti fyrir góðar
minningar.
Elsku Freyr, Jón Helgi og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Valdís og Lárus.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Við systkinin vorum svo lán-
söm að eiga Málfríði Helgu að,
eða Massý eins og hún var ávallt
kölluð, og vera umvafin ást henn-
ar og hlýju. Við munum geyma
minningu hennar ávallt í hjarta
okkur.
Jóni Helga, Frey og fjölskyld-
um þeirra vottum við innilegustu
samúð okkar.
Anna Sigurborg,
Ingi Rafn og Sigurjón.
Málfríður Helga
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Freyr og Halldóra.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ástarkveðja,
Málfríður Jóna og
Andrea Rut.
Þökkum auðsýnda samúð og kærleiksríkan
hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGRÍÐAR REGÍNU ÓLAFSDÓTTUR ,
Kleppsvegi 78, Reykjavík.
.
Eggert Gíslason, skipstjóri
Soffía Margrét Eggertsdóttir, Óskar Þór Sigurbjörnsson,
Gísli Árni Eggertsson, María Ingimarsdóttir,
Hrefna Unnur Eggertsdóttir, Kjartan Óskarsson,
Ólafur Eggertsson, Sigrún Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir mín, móðir, amma,
tengdamóðir og systir,
ANNA DÓRA COMBS,
lést á Landspítala, Fossvogi, 6. maí
síðastliðinn. Útför verður gerð frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 18. maí
klukkan 14.
.
Þórdís Ingólfsdóttir,
Eyrún A. Gestsdóttir, Guðmundur H. Jóhannesson,
Þórdís H. Gestsdóttir, Þórður Traustason,
Inga Gestsdóttir,
Gestur Eyjólfsson,
barnabörn og systkini.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJARNHEIÐUR INGIBJÖRG
SIGMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur ,
Krókahrauni 4, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 4. maí síðastliðinn.
Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 19. maí klukkan
15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði
sem sinnti henni af einstakri hlýju og alúð.
.
Sigmundur H. Friðþjófsson, Guðrún Jónsdóttir,
Sesselja H. Friðþjófsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞÓRA ÓLÖF GUÐNADÓTTIR
frá Vöðlavík,
lést á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
síðastliðinn þriðjudag.
Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju
miðvikudaginn 18. maí.
.
Einar Hallsson, Guðmundur Unnþór Hallsson,
Sophia Einarsdóttir, Hrefna S. Reynisdóttir,
Elmar Birgisson, Reynir Kristinn,
K. Hallur Þór Guðmundsson,
Marinó Einar Guðmundsson,
Halldóra Jakob. Guðmundsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR,
Hofsvallagötu 62, Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 7. maí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 18. maí klukkan 13.
.
Valgerður Andrésdóttir, Ögmundur Jónasson,
Vilhjálmur Kr. Andrésson, Kristín Jóhannsdóttir,
Ólafur Bjarni Andrésson,
Margrét Birna Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
KRISTJÁN J. WENDEL,
vélfræðingur,
Hringbraut 34,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans 4. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Aðstandendur.