Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Upplifðu dásamlega daga í Vín í Austurríki og Prag í
Tékklandi þar sem rómantísk sigling skipar stóran sess í
þessari fjögurra landa ferð. Við skoðum t.d. Schönbrunn
höllina í Vín og Karlsbrúna í Prag, sem og borgirnar
Bratislava og Regensburg.
Verð: 228.200 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Fararstjóri: Pavel Manásek
11. - 20. september
Vínarborg&Prag
Sumar 24
Sp
ör
eh
f.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Þrátt fyrir að þekking á möguleg-
um sjávarflóðum vegna loftlags-
breytinga hafi legið lengi fyrir og að
Skipulag ríkisins hafi á árunum 1992
og 1995 gefið út reglur um skipulag
byggðar á lágsvæðum þar sem hætta
er á flóðum, hefur þessi vá ekki hlot-
ið nægilega athygli og misbrestur er
á að reglurnar hafi verið hafðar til
hliðsjónar við skipulagsgerð.“
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu VSÓ Ráð-
gjafar: Hækkuð sjávarstaða á höfuð-
borgarsvæðinu. Áhrif og aðgerðir.
Í skýrslunni kennir ýmissa grasa
og er metin staða hvers sveitarfélags
á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til
spár um hækkun sjávar til ársins
2100. Í skýrslunni er varpað upp
mynd af mögulegum flóðasvæðum á
höfuðborgarsvæðinu og miðað við 4
m flóð sem tekur tillit til 4 °C hækk-
un hitastigs og landsigs til ársins
2100.
Þessir útreikningar eru fengnir úr
skýrslu vísindanefndar Umhverfis-
ráðuneytisins um loftlagsbreytingar.
Hér til hliðar má sjá dæmi um fjögur
sveitarfélög þar sem áhrifanna mun
gæta en þess ber að geta að hækkun
sjávar hefur áhrif á öll sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu. Bláa svæðið
táknar þau svæði sem eru í hættu
vegna hækkunar sjávar.
Í skýrslunni eru jafnframt útskýrð
þau áhrif sem slík flóð geta valdið.
Til að mynda eykst álag á fráveitu-
kerfi með stígandi sjávarborði: „Há
sjávarstaða getur minnkað hæð-
armuninn (fallhæðina) í lagnakerfinu
og því hægt á rennsli lagnanna. Það
leiðir til að flutningsgeta kerfanna
minnkar sem aftur leiðir til flóða
uppúr kerfinu. Hækkun sjávar veld-
ur jafnframt hækkun á grunnvatns-
stöðu sem aftur eykur innrennsli í
fráveitukerfi,“ segir í skýrslunni.
Nágrannalöndin lengra komin
Í skýrslunni er jafnframt leitast
við að skýra það hvar ábyrgðin ligg-
ur, þ.e. hvaða aðili í stjórnkerfinu ber
ábyrgð á því að bregðast við. Að sögn
Auðar Magnúsdóttur, eins skýrslu-
höfunda, er hún hjá sveitarfélög-
unum. „Við höfum heyrt það utan að
okkur að meira sé hugað að þessu í
nágrannalöndunum, en að hér sé
víða pottur brotinn,“ segir Auður um
ástæður þess að skýrslan var gerð.
Hún segir að ýmsir möguleikar
hafi verið nefndir í skýrslu um það
hvernig hægt sé að bregðast við.
Bæði sé nefnt að sveitarfélög geti
hugað að því að skipuleggja sig frá
sjávarsíðunni en einnig að efla megi
varnargarða. Eins að gera
byggingarskilmála um það hvernig
haga skuli byggingu húsa. „Það snýr
að því úr hvernig efni húsin eiga að
vera, hver gólfhæðin á neðstu hæð á
að vera og fleira,“ segir Auður.
Hefur áhrif á nýtt Vogahverfi
Eins og sjá má á meðfylgjandi
korti af Reykjavík stafar svo til öllu
Vogahverfi ógn af hækkun sjávar ef
miðað er við óbreytt ástand. Eins og
fram hefur komið er nýtt Vogahverfi
komið á skipulag Reykjavíkur-
borgar. „Þar væri t.a.m. hægt að
skoða fyllingu fyrir meiri landhæð.
Það er mikilvægt að sveitarfélög hafi
meira samráð við siglingafræðinga á
siglingasviði Vegagerðarinnar,“ seg-
ir Auður.
Hún segir að svæðin á
höfuðborgarsvæðinu séu misjafnlega
útsett fyrir hættunni af hækkun
sjávar. Þannig séu sum svæði opin
og þ.a.l. í meiri hættu fyrir ágangi
sjávar en svæðum sem séu í betra
skjóli. „Það er gott að átta sig á því
hvað getur gerst; tjónið getur jafnvel
orðið meira en við gerum ráð fyrir,“
segir Auður. Hún segir mun á því
hvernig tekið hafi verið á þessum
málum eftir sveitarfélögum. Þannig
hafi einna mestur gaumur verið gef-
inn að þessu á Álftanesi og varn-
argarðar verið settir upp. „En svo er
þetta staðbundið á öðrum stöðum.
Gripið hefur verið til aðgerða á
Hörpureitnum og á Norður-
bakkanum í Hafnarfirði,“ segir Auð-
ur.
Að sögn Auðar gætir áhrifa hækk-
andi sjávar nú þegar og eru dæmi
um hús á Seltjarnarnesi þar sem sjór
hefur komið upp úr niðurföllum.
Flóðahætta fengið litla athygli
Skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga á hækkun sjávar Stórt landsvæði í hættu ef ekkert er að gert
Kópavogur
Kársneshöfn
Blái liturinn sýnir
hækkun sjávar til
ársins 2100
Reykjavík
Skarfagarðar
Sundahöfn
Elliðaárvogur
Álftanes
Landakot
Jörfi
Bessastaðatjörn
Lambhagi
Hlið
Breiðabólsstaður
Hafnarfjörður
Herjólfsgata
NorðurbakkiSuðurhöfn
Miðbær
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Félagsstofnun stúdenta, FS, fól Kaup-
þingi um tvo milljarða króna í fjárstýr-
ingu á árunum fyrir bankahrun og tap-
aðist hluti þessara fjármuna við
hrunið. FS höfðaði í kjölfarið sex mál á
hendur þrotabúi bankans og krafðist
þess að fá þetta tap bætt. Málið snerist
m.a. um hvort Kaupþing hefði farið út
fyrir fjárfestingarheimildir sínar með
því að fjárfesta í félögum sem tengdust
bankanum.
Á mánudaginn felldi Hæstiréttur
dóma í öllum málunum og varð niður-
staðan sú að þrotabúið var sýknað af
öllum kröfum.
Forsaga málsins er sú að FS skaut
málinu til Hæstaréttar eftir að Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hafði neitað að
viðurkenna kröfuna. Samkvæmt
dómsskjölum eru málavextir þeir að
FS og Kaupþing gerðu með sér samn-
ing árið 2003 um að bankinn tæki að
sér eignastýringu fyrir FS. Með samn-
ingnum var bankanum falið að kaupa
fjármálagerninga fyrir fé stofnunar-
innar, annast innlausn þeirra og inn-
heimtu afborgana, vaxta og verðbóta
og að endurfjárfesta fyrir það fé sem
innheimtist af verðbréfum sóknar-
aðila. Kom m.a. fram í samningnum að
FS gerði sér grein fyrir eðli verðbréfa-
viðskipta og þeirri áhættu sem þeim
fylgdi og að henni hefði verið gerð
grein fyrir hættu á sveiflum í ávöxtun
verðbréfa og að undirliggjandi eignir
samningsins gætu rýrnað á samn-
ingstímanum.
„Hefðbundið hrunmál“
Þegar íslensku bankarnir hrundu í
október 2008 voru þessir fjármunir á
annan milljarð króna, þar af voru
rúmar 850 milljónir bundnar í sex
verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum.
Kröfur FS námu alls 169.765.543
krónum og 12.883 evrum, sem sam-
tals eru rúmlega 171.572.000 krónur.
„Það má líklega segja að þetta sé
hefðbundið hrunmál,“ segir Teitur
Már Sveinsson, lögmaður FS.
„Félagsstofnunin endurheimti ekki
allt sitt fé úr þessum sex sjóðum þeg-
ar þeim var slitið og gengið frá upp-
gjöri á þeim. Í kjölfarið lýsti FS sex
kröfum vegna þessara sex sjóða fyrir
mismuninum í þrotabú bankans, ekki
náðist sátt og þá fór málið fyrir
héraðsdóm og síðan fyrir hæstarétt.“
Teitur segir að FS og Kaupþing
hafi skrifað undir fjárfestingarstefnu
sem var „mjög áhættufælin“.
Það hafi síðan verið mat dóm-
kvadds matsmanns sem fenginn var
til að meta tjónið að sjóðirnir hefðu
farið út fyrir fjárfestingarheimildir
laga með því að fjárfesta í Kaupþingi
og tengdum aðilum, sem voru
SPRON og Exista. Niðurstaða mats-
mannsins var að erfitt hefði verið að
meta tjón vegna þessa og aðgreina
það frá almennu tjóni vegna hrunsins.
Spurður hvort tap þessara fjár-
muna hefði áhrif á rekstur FS segist
Teitur telja að þau séu óveruleg.
Félagsstofnun stúdenta
tapaði 171 milljón
Morgunblaðið/Ómar
Stúdentagarðar Félagsstofnun stúdenta sér m.a. um ýmsa þjónustu á svæði
Háskóla Íslands og byggingu og rekstur Stúdentagarðanna við HÍ.