Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Álfurinn 2016 - fyrir unga fólkið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, var af- hjúpuð á Kópavogsvelli í gær fyrir fyrsta heimaleik Breiðabliks í efstu deild kvenna í sumar þar sem 600 manns mættu á leikinn. Þær Vigdís Lilja Krist- jánsdóttir og Þórdís Katla Sigurðardóttir standa við myndina, brosmildar í Blikabúningum. Valdi var einn af þeim fyrstu sem hvöttu stelpur til að æfa fótbolta og lagði þannig grunn að blómlegu starfi kvennaknattspyrnu í Kópa- vogi. Boðið var upp á skornar appelsínur að hætti Valda við athöfnina. Ívar Valgarðsson gerði gifsmótið og Málmsteypan Hella setti myndina í brons. Fjölmenni heiðraði Valda vallarvörð Morgunblaðið/Árni Sæberg Lágmynd af einum af frumkvöðlum kvennaknattspyrnunnar afhjúpuð á Kópavogsvelli Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkefnisstjórn rammaáætlunar gerir eina breytingu á flokkun virkj- unarkosta og náttúrusvæða frá drögum sem kynnt voru í vor. Austurgilsvirkjun við Ísafjarðardjúp fer úr biðflokki í nýtingarflokk. Til- lögur verkefnastjórnar fara nú í tólf vikna umsagnarferli og í framhaldi af því gerir hún tillögur til um- hverfisráðherra. Í drögum að flokkun virkjunar- kosta og náttúrusvæða sem verk- efnastjórnin kynnti í lok mars var Austurgilsvirkjun sett í biðflokk vegna þess að gögn um gróðurfar, jarðfræði, fuglalíf, vatnalíf og menn- ingarminjar voru talin ófullnægj- andi. Þetta eru gögn sem faghópur 1 þarf til að meta sinn þátt og var gengið í það verk að afla nýrra gagna. Hins veg- ar var virkjunar- kosturinn í hópi þeirra fimm virkjana sem taldir voru hafa hvað minnst áhrif á ferðamennsku og aðra nýtingu, samkvæmt niðurstöðum faghóps 2. Eftir að fyrra samráðsferlinu lauk hefur verkefnisstjórn unnið úr at- hugasemdum sem bárust. Hún fékk meðal annars nýjar upplýsingar um Austurgilsvirkjun. Niðurstaða henn- ar var að færa virkjunarkostinn úr biðflokki í nýtingarflokk, með þeim fyrirvara þó að ekki væri búið að vinna að fullu úr gögnunum. Tillag- an var birt á vef rammaáætlunar seint í gærkvöldi og hófst þá nýtt tólf vikna umsagnarferli. Austurgilsvirkjun verður í Skjald- fannardal í Ísafjarðardjúpi og tekur vatn úr ám og vötnum á hálendinu undir Drangajökli. Áætlað er að afl hennar verði 35 megavött. Einstak- lingar standa að undirbúningnum, meðal annars eigandi Laugalands í Skjaldfannardal. Ekki áhrif á flokkun Inn í skýrslu verkefnisstjórnar eru komnar ítarlegri upplýsingar um samfélagsáhrif virkjana frá fag- hópi 3 og nýr kafli um þjóðhagsleg áhrif frá faghópi 4. Landsvirkjun og fleiri gagnrýndu að þessi gögn vant- aði. Þessar nýju upplýsingar hafa þó ekki haft áhrif á mat verkefnis- stjórnar á virkjunarkostum. Stefán Gíslason, formaður stjórnarinnar, segir að upplýsingarnar séu þess eðlis að þær geti lítil áhrif haft á flokkunina. Þannig sé engin leið að flokka virkjunarkosti út frá áhrifum þeirra á þjóðarhag. Alltaf sé sami ábatinn af hverri gígavattstund sem bætist við, ef ekki sé vitað til hvers nota eigi orkuna. Þá eru í skýrslunni svör verkefna- stjórnar við almennum athugasemd- um sem bárust í fyrra samráðsferl- inu. Öllum athugasemdum úr báðum umsagnarferlunum verður síðan svarað í lokaskýrslu verkefnastjórn- ar sem áformað er að afhenta um- hverfisráðherra 1. september í haust. Austurgilsvirkjun í nýtingu  Verkefnisstjórn gerir eina breytingu á flokkun virkjunarkosta og náttúrusvæða  Upplýsingar um samfélagsleg og þjóðhagsleg áhrif  Nýtt umsagnarferli hafið Stefán Gíslason Stoðvirki úr stáli sem setja á upp í hlíðum fjallsins Kubba í Skutuls- firði eiga að verja Holtahverfi á Ísafirði fyrir snjóflóðum, ásamt þvergarði sem þar var byggður fyrir nokkrum árum. Öll hús í hverfinu eiga þá að vera komin í öruggt skjól. Hús í Holtahverfi, undir hlíðum Kubba, eru á snjóflóðahættusvæði. Íbúar geta átt á hættu að þurfa að rýma húsin þegar slíkar aðstæður skapast. Samkvæmt lögum á að verja hús á slíkum svæðum eða kaupa. Kostar 800 milljónir Þvergarður sem byggður var fyrir nokkrum árum ver hluta byggðarinnar. Hætt er við að stór snjóflóð spýtist yfir garðinn. Þess vegna eru sett stoðvirki á upp- takasvæðum hugsanlegra snjóflóða til að koma í veg fyrir að stór flóð geti myndast. Þau verja einnig svæði austan við þvergarðinn. Sam- an eiga stoðvirki og þvergarður að verja húsin í hverfinu. Stálgrindurnar verða hátt í 2 kílómetrar að lengd. Þær verða 3 til 4 metrar á hæðina, út frá hlíð- inni. Áætlað er að stoðvirkin kosti um 800 milljónir kr., að sögn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjar- stjóra Ísafjarðarbæjar. Ofanflóða- sjóður greiðir 90% af kostnaði og Ísafjarðarbær ábyrgist 10% kostn- aðarins. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur auglýst útboð á uppsetningu stoð- virkjanna. Stoðvirkin í hlíð Kubba blasa við íbúum Holtahverfis og þau sjást einnig af Eyrinni. Þau eru úr gal- vaníseruðu stáli og segir Gísli Hall- dór að búast megi við að fyrstu ár- in glampi á þau en þau verði minna sýnileg þegar mesti glansinn verði farinn af. Þessu til viðbótar má geta þess að flugvélar Flugfélags Íslands í innanlandsflugi sleikja nánast þessa hlíð þegar þær koma inn til lendingar á Ísafjarðarflug- velli og því munu stoðvirkin blasa við farþegum. Verktaki er að ljúka við síðasta garðinn fyrir ofan Eyrina á Ísa- firði. Gísli Halldór segir að áfram verði unnið að snjóflóðavörnum. Næst sé að hefja hönnun og bygg- ingu varnarmannvirkja í Hnífsdal. helgi@mbl.is Stoðvirki sett upp í Kubba  Holtahverfi á Ísafirði varið fyrir snjóflóðum Maður beið bana þegar bát hans hvolfdi úti af Aðalvík í gær- morgun. Hann hét Eðvarð Örn Kristins- son, fæddur 1981. Hann var búsettur í Súðavík og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Eðvarð var á strandveiðum og var einn um borð þegar bát hans hvolfdi um 20 mílum úti af Aðalvík. Umfangsmikil leit hófst að bátn- um um klukkan hálfníu í gærmorg- un eftir að hann datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Þyrla Land- helgisgæslunnar, björgunarskipið Gunnar Friðriksson, flugvél Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, og nær- staddir bátar tóku þátt í leitinni en á ellefta tímanum fannst báturinn á hvolfi og skipverjinn í sjónum. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Rannsókn lögreglunnar á Vest- fjörðum er á frumstigi, en veður og sjólag á staðnum var ekki sér- staklega gott í gær. Þetta er annað banaslysið í röð- um smábátasjómanna á skömmum tíma, en þann 27. apríl síðastliðinn féll sjómaður á sextugsaldri út- byrðis við grásleppuveiðar norðan Steingrímsfjarðar og lést. Lést er bát hans hvolfdi  Umfangsmikil leit gerð úti af Aðalvík Eðvarð Örn Kristinsson Nokkrir jarðskjálftar urðu við Bárðarbungu á Vatnajökli í gær. Sá stærsti varð klukkan 13.20 um 3,6 km norðaustan af Bárðarbungu, en hann mældist 2,9 stig. Í kjölfarið fylgdu nokkrir minni skjálftar, en að sögn sérfræðings í náttúruvá á Veðurstofu Íslands er ekki hægt að segja að um skjálftahrinu hafi verið að ræða. Vel sé þó fylgst með Bárðarbungu allan sólarhringinn, eins og öðrum eldstöðvum á landinu. Þensla hefur verið á svæðinu í kringum Bárðar- bungu síðan í september, en slík þensla er hins vegar sögð algeng í nánd við eldstöðvar eftir eldgos. Skjálfti upp á 2,9 stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.