Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
HLEDSLA.IS
NÝJUNG!
KOLVETNASKERT OG LAKTÓSAFRÍ
HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI.
FÆST NÚ Í 330 ML FERNUM.
FRÁBÆR Á MILLI MÁLA OG EFTIR ÆFINGAR.
ÍSLE
N
SK
A/SIA.IS
M
SA
79077
03/15
hvernig það væri að vera raddlaus,
hvað þrýstingurinn hefði verið of-
boðslegur og hvernig hann nýtti allan
lífskraftinn sem hann átti til að kalla
á lögreglumanninn: „Hey, þú þarna.
Opnaðu hliðið. Sonur minn er að
deyja. Gerðu það, hjálpaðu okkur.“
Það náðist á myndband BBC þeg-
ar lögreglumaðurinn horfði á hann,
beið, snéri sér við og labbaði í burtu.
Skömmu síðar leið yfir drenginn og
hann lést.
Það var þarna sem ég hugsaði hver
væru næstu skref og þessar 20 ein-
ingar væru ekki þess virði. Það var
ekkert búið að gerast í öll þessi ár og
hann gekk með þetta sár í öll þessi
ár. Hann lést áður en niðurstaða kom
því miður,“ segir Anton og tekur sér
hlé.
„Mig langaði ekki að halda áfram.
Ég fékk nóg en eftir smá umhugsun
ákvað ég að klára þetta.“
Símtal um miðja nótt
Ritgerðarsmíðin gekk vel og hann
var vel á veg kominn þegar síminn
hringdi hjá honum um miðja nótt. Þá
voru tvær vikur í skil. „Ég svaraði og
á hinum enda línunnar var maðurinn
sem ég hafði hitt á Íslandi 2008.
Hann spurði mig hvort ég væri að
nota þessa og hina heimild, hvort ég
hefði talað við þennan og hinn og
þegar ég svaraði því játandi bað hann
mig um að eyða því öllu. Það væri
komið lögbann á þetta efni og þó að
þetta hefði fallið utan breskrar lög-
sögu bað hann mig að eyða þessu.
Þetta var tveimur vikum áður en ég
átti að skila ritgerðinni og ég var
bugaður. Var búinn að eyða einu og
hálfu ári og átti að taka út hálfa rit-
gerð rétt fyrir skil. Ég hugsaði með
mér að segja þeim að ég væri búinn
að skila henni og það væri ekki hægt
að draga hana til baka. Svo kom hin
hliðin að ég var ekki öskrandi
spenntur fyrir að vera sá sem stofn-
aði þessu öllu í hættu. Sú tilhugsun
hræddi mig meira. Þannig að ég
eyddi öllum nöfnum, tók 90% af bein-
um tilvitnum og tók út kaflann um
eftirlifendur.“
Skrifaði með krepptan hnefa
Þrátt fyrir ófrávíkjanlegan sann-
leik sem loks hefur verið staðfestur
af dómstólum að lögreglan sé sú sem
beri ábyrgðina hafa 74 lögreglumenn
neitað samstarfi. „Stundum var erfitt
að vera hlutlaus. Stundum var maður
sár og ég var oft að skrifa eitthvað á
tölvuna með krepptan hnefann. Ég
eyddi mörgu því móðir mín las próf-
örk og benti mér á þar sem ég var
búinn að gleyma hlutleysinu. Hver
sem er getur lesið ritgerðina mína
núna og ég neita að trúa því að nokk-
ur geti lesið það sama og ég því svona
er þetta, svona gerðist þetta og þetta
er ófrávíkjanlegur sannleikur sem
dómstólar hafa loksins tekið undir.“
16:30 Síðasta
fórnarlamb slyssins
flutt af vellinum.
15:17 Duckenfeld upplýsir lögreglumenn um að það
hafi orðið mannfall og að aðhlaup stuðningsmanna
sem hafi brotið sér leið inn á völlinn hafi valdið því.
15:10Walter Jackson, ábyrgðar
maður viðbragðsáætlana staðfestir
skipun um að sækja vírklippur til að
klippa girðingarnar sem halda fólki
innilokuðu.
15:40 Útvarpsstöðin BBC Two
sendir út: „Óstaðfestar fréttir
um að hlið við Liverpoolenda
vallarins hafi verið brotið
niður og valdið slysinu.“
15:35-15:36 Fleiri sjúkrabílar
koma að vellinum (nú frá
Edwardssjúkrahúsinu).
15:35 Addis, yfirmaður
rannsóknarlögreglunnar, kemst í
símasamband við stjórnherbergið.
15:30 Duckenfield, Jackson
og Graham Kelly, fulltrúi Enska
knattspyrnusambandsins, funda
með dómurum og fulltrúum liðanna.
15:29 Óskað er eftir læknum og
hjúkrunarfræðingum úr hópi áhorfenda.
15:22 Slökkvilið kemur,
og fær þau skilaboð frá
lögreglu að krafta þess
sé ekki óskað.
15:20 Annar sjúkra
bíllinn af þremur kemur.
15:13 Fyrsti sjúkra
bíllinn kemur á vett
vang.Trevor Bichard
lögregluþjónn kallar
eftir vírklippum og
aðstoð slökkviliðsins.
17:15 Duckenfield og
Jackson snúa aftur til
höfuðstöðva lögreglunnar.
17:45 PeterWright, yfirmaður lögreglunnar
fundar með Duckenfield og Jackson.
Þar var ákveðið hvernig safna ætti saman
vitnisburði lögreglumanna á vellinum og
hvernig snúa ætti almenningsáliti frá samúð
yfir í áfellisdóma.
17:45 Einhvern tímann á bilinu 16:30 til
09:00 næsta morgun, hverfa upptökur úr
öryggismyndavélum frá stjórnherberginu.
Ekki hefur enn tekist að upplýsa, hvorki
um stuldinn né hver stóð að honum.
AFP
Sorg Við dómsuppkvaðningu brustu
margir Liverpool-búar í grát.