Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala María K. Jónsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa „Blaðburðurinn er svipa sem ég hef á sjálfan mig. Allir þurfa útiveru og hreyfingu og það er næsta víst að í rigningu og roki héldi maður sig heima og biði eftir betri tíð. En þeg- ar skyldan kallar er farið út hvernig sem viðrar, sem er hið besta mál,“ segir Guðmundur Hafliðason, blað- beri í Hafnarfirði. Nokkrir hafa verið í blaðberasveit Morgunblaðsins í áratugi og er Guð- mundur einn þeirra. „Þetta eru sjálfsagt orðin 25 ár eða svo. Upp- haflega voru strákarnir mínir í út- burðinum en svo eltust þeir og áhug- inn fjaraði út. Einhverra hluta vegna þróaðist þetta síðan þannig að pabb- inn tók við af sonunum, gerðist blað- beri og hefur verið síðan,“ segir Guðmundur. Hann hefur borið út Morgunblaðið í ýmsum götum í hverfunum í Hafnarfirði; nú síðast í Sléttahrauni, Arnarhrauni, Fálka- hrauni, Krókahrauni og fleiri götum þar um slóðir. „Þetta geta verið 200 blöð þegar best lætur. Stundum fer ég á fætur og dríf mig í blaðburðinn klukkan fjögur á nóttinni, til þess að geta verið kominn í mína vinnu upp- úr klukkan sex.“ Guðmundur er afgreiðslumaður á þjónustustöð 10-11 og Skeljungs við Kleppsveg í Reykjavík. Hann segir þessi tvö störf falla ágætlega saman og sjálfum þyki sér gott að vera bú- inn að hreyfa sig og fá súrefni í lung- un fyrir langa vakt á bensínstöðinni. „Já, ef fólk hefur tök á er blað- burðurinn ágæt aukavinna. Þessar 20 þúsund krónur á mánuði sem þetta skilar mér er kannski ekki há tala, en að hafa þennan hvata til þess fara út og hreyfa mig skiptir meiru. Ef ég tek þennan göngutúr í morg- unsárið verður dagurinn sem í hönd fer alltaf svo miklu betri, en ella væri,“ segir Guðmundur að síðustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Matthías Lýðsson Blaðberinn Guðmundur Hafliðason gluggar í íþróttirnar í Mogga dagsins. Útivera og dagur- inn verður góður árinu 2014. Gerðar voru umtals- verðar lagfæringar á húsnæði skurð- stofu og á svæfinga- og gjörgæslu- deild. Að sögn Bjarna Jónassonar forstjóra var verulegum fjárhæðum varið til endurbóta á loftræstibúnaði og vegna brunavarna í kjarnabygg- ingu. Þá voru lagfæringar gerðar á húsnæði Kristnesspítala. Kostnaður við endurbætur á húsnæði nam 203 milljónum á árinu.    Fjárveiting til tækjakaupa nam ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Nýtt skátaheimili, Hyrna, var tekið í notkun í gær í gamla húsmæðra- skólanum við Þórunnarstræti. Fast- eignir Akureyrar afhentu Skáta- félaginu Klakki þá neðstu hæð hússins til afnota, en breytingar á húsnæðinu hafa staðið undanfarin misseri.    Ólöf Jónasdóttir, félagsforingi Klakks, er alsæl með nýja húsnæðið. Sagði hún félagið hafa verið með frá- bæra aðstöðu að Hömrum, en það svæði skátanna er töluvert fyrir ut- an bæinn og þar verða áfram úti- fundir hjá krökkunum, að sögn Ólaf- ar. „Aðstaðan hér er líka ótrúlega góð. Nú erum við miðsvæðis og krakkarnir geta komið labbandi eða hjólandi. Þetta verður auðveldara fyrir krakkana,“ sagði hún í gær.    Félagar í Klakki eru nú 115 að sögn Ólafar. „Það hefur verið heil- mikil uppbygging í félaginu og starf- semin er mikil.“ Margir eldri skátar voru viðstaddir athöfnina í gær og meðal gesta var Bragi Björnsson skátahöfðingi.    Þrátt fyrir aukna starfsemi á flestum sviðum var rekstur Sjúkra- hússins á Akureyri í jafnvægi. Þetta er meðal þess sem kom fram á árs- fundi sjúkrahússins í gær. Verkföll nokkurra starfsstétta höfðu talsverð áhrif á starfsemina í nokkrar vikur. Heildarútgjöld SAk í fyrra voru rúmlega 6,8 milljarðar og hækkuðu um rúm 9% á milli ára. Fjárveitingar ríkissjóðs til rekstrar voru 6.077 milljónir og hækkuðu um 10% frá fyrra ári. Sértekjur námu rúmlega 750 milljónum. Tekjuhalli í lok árs var 8,5 milljónir króna, 0,1% miðað við fjárlög.    Á árinu var lokið við viðamiklar breytingar á bráðamóttöku og myndgreiningadeild sem hófust á 190 milljónum króna og lækkaði um 83 milljónir frá fyrra ári. Að auki voru keypt tæki og búnaður að and- virði 20 milljónir króna fyrir tilstilli Gjafasjóðs og Hollvinasamtaka sjúkrahússins.    Sjúkrahúsið hlaut á árinu al- þjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni, fyrst íslenskra heilbrigðis- stofnana, eins og áður hefur verið greint frá. Vottunaraðilinn er alþjóð- lega fyrirtækið DNV GL, en um er að ræða fyrsta áfangann á leið til vottunar sjúkrahússins samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum sem stefnt er að árið 2017.    Sjúkrahúsið tók á árinu upp formlegt samstarf um framhalds- nám í lyflækningum á Íslandi með samstarfi Landspítala og Royal Col- lege of Physicians. Þessi samningur styrkir Sjúkrahúsið á Akureyri enn frekar í sessi sem kennslusjúkrahús, að sögn Bjarna.    Afi barns á leikskólanum Kiða- gili var fyrir mistök sendur heim með rangt barn fyrir nokkrum vikum. Soffía Vagnsdóttir, fræðslu- stjóri á Akureyri, sagði í gær að röð tilviljana hefði orðið til þess arna.    Fram kom á RÚV að afinn væri mikið fjarverandi og hitti barnið sjaldan. Hann fór inn á vitlausa deild og gaf upp nafn barnsins sem hann hugðist sækja en starfsmanni heyrð- ist hann nefna annað nafn og sótti annað barn.    Hálftíma eftir að afinn kom heim með barnið kom amman heim og átt- aði sig á því hvers kyns var. Þau drifu sig á leikskólann en í millitíð- inni hafði móðir barnsins, sem er tveggja og hálfs árs gamalt, komið að sækja það. „Þetta var mikil sorg og erfitt fyrir alla,“ sagði Soffía í gær. Rætt hefði verið við bæði leik- skólastarfsmenn og foreldra, sem hefðu tekið afskaplega vel á málinu. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Eitt sinn skáti ... Bragi Björnsson, skátahöfðingi Íslands, ávarpar gesti við vígslu nýja skátaheimilisins í gær. Gleðidagur skáta og sjúkrahússfólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.