Morgunblaðið - 12.05.2016, Side 56

Morgunblaðið - 12.05.2016, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 www.gilbert.is OKKAR MISSIR ALDREI EINBEITINGUNA ÚRSMÍÐAMEISTARI ÚTSKRIFT OGgjafir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Pétur Ívarsson, verslunarstjori Boss-búðarinnar í Kringlunni, seg- ir framhaldsskóla- og háskólanem- endur verða meira áberandi í versluninni um þetta leyti árs. Út- skriftin er á næsta leiti og ekki seinna vænna að fjárfesta í fal- legum útskriftarfötum. „Við erum ekki ódýrasta búð- in á landinu og kannski ágætis mælikvarði á ástandið í efnahags- lífinu hversu margir útskriftar- nemar koma til okkar. Þegar við seljum fleiri stúdentsföt má ætla að fjárhagur fólks fari batnandi,“ segir Pétur. Ungu herrarnir eru einkum að leita að jakkafötum. „En þó velja líka margir að kaupa sér bla- zer-jakka og kakí-buxur. Sú sam- setning hefur á sér léttara yfir- bragð og má nota við óformleg tilefni eftir útskriftardaginn,“ út- skýrir Pétur. „Þeir sem eru að kaupa sér jakkaföt eru yfirleitt ekki að velja sér flík bara fyrir út- skriftina, heldur vantar líka jakka- föt sem geta gagnast þeim sem vinnufatnaður. Litavalið tekur mið af þessu og algengustu litirnir í útskriftarjakkafötum eru grár og blár en miklu minna er um að svört jakkaföt verði fyrir valinu. Ríflega helmingurinn kaupir sér allan pakkann; frá skóm og upp í skyrtu og bindi, og eru þá færir í flestan sjó.“ Margir eru að kaupa sín fyrstu almennilegu jakkaföt við útskrift. Mamma hjálpar oft Að velja jakkaföt og kunna að meta gæði, snið og efni getur ver- ið heilmikil kúnst og segir Pétur áríðandi að velja verslun þar sem fá má faglega og vandaða leiðsögn hjá starfsfólkinu. Það sakar held- ur ekki að taka mömmu eða pabba með. „Mamma er oft með í för, bæði til að aðstoða við valið, en einnig vegna þess að oft fær hún líka að borga. Mamma er góð og getur verið mjög hjálpleg, en starfsmenn okkar vita líka sínu viti, með áralanga reynslu og hafa að leiðarljósi að veita vandaða til- sögn sem skilar viðskiptavininum til okkar aftur og aftur.“ Það vandar málin að munur- inn á vönduðum jakkafötum og óvönduðum sést ekki alltaf þegar jakkinn hangir á herðatré. Pétur segir að smáatriði í hönnuninni og saumskapnum geti breytt miklu um það hversu klæðileg jakkaföt eru. „Síðan þarf undantekninga- lítið að gera minniháttar breyt- ingar á jakkafötunum til að stytta og þrengja.“ Leita ætti að jakkafötum úr vönduðu efni en Pétur varar við að láta bara efnisvalið ráða för. „Í sumum verslunum má finna jakka- föt úr hágæðaefnum en þá hefur verið sparað mjög í saumaskapn- um á móti til að halda verðinu niðri. Má líkja því við að henda dýrum felgum undir lélegan bíl.“ Neistinn í speglinum Sniðið á jakkafötunum ætti líka að taka mið af því hvernig þau verða notuð. „Sumir eiga það til, þegar þeir máta jakkaföt, að reyna að meta flíkina eftir því hvort þeir geti gert alls kyns hreyfingar í henni. En ef þú ert í jakkafötum ertu varla að fara að teygja hendur hátt upp fyrir haus eða gera aðrar leikfimiæfingar. Til að sjá hvort sniðið er rétt dugar að gera það sem er eðlilegt að gera í jakkafötum, s.s. labba fram og til baka og prufa að setjast. Umfram allt ætti að treysta á spegilinn. Spegillinn lýgur ekki og ef menn finna þennan neista þeg- ar þeir sjá hvernig jakkafötin klæða þá þá eru þeir í réttu föt- unum.“ Útskriftarföt sem henta líka í vinnuna  Herrarnir sækja mikið í grá og blá jakkaföt fyrir útskriftina  Sumir eru að kaupa sín fyrstu almennilegu jakka- föt og þurfa að reiða sig á faglega ráðgjöf reyndra sölumanna  Snið, efni og saumskap þarf að skoða vandlega Morgunblaðið/Styrmir Kári Heildarmynd „Ríflega helmingurinn kaupir sér allan pakkann; frá skóm og upp í skyrtu og bindi, og eru þá færir í flestan sjó,“ segir Pétur. Glæsileiki Að mörgu þarf að huga við val á jakkafötum. Hefðbundið Blár blazer og khakí-buxur eru tímalaus samsetning. Gabríela Pitterl er verslunarstjóri dömudeildar Hugo Boss. Hún segir ungu dömurnar oft hafa mjög skýrar hugmyndir um hverju þær langar að klæðast við út- skriftina. Ólíkt herrunum er ekki að greina að þær séu að kaupa sér fatnað sem getur líka gagnast þeim sem vinnuflík. „Hvítur fatn- aður verður oft fyrir valinu og virðist mér að stúlkurnar séu að leita að sumarlegum flíkum sem leyfa þeim að skera sig úr fjöld- anum.“ Blaðamaður er hissa að heyra þetta og hafði fyrirfram gefið sér að svartar dragtir og formleg pils væru vinsælust. „Það er eins og það sé komin einhver þreyta á þessum svarta klæðnaði sem virðist vera allsráðandi svo víða. Þar með er ekki sagt að ef fal- legur svartur kjóll eða snotur svartur jakki ratar í búðina að hann seljist ekki.“ Gabríela ímyndar sér að ein skýring á því að stúlkur leggja ekki jafn mikla áherslu og piltarnir á formlegan og vinnustaðavænan útskriftarfatnað sé sú að þær eiga fjölbreyttari fataskáp og geta leyft sér meira í faglegu umhverfi. „Mörg störf leyfa herrunum ekki annað en jakkaföt og bindi, en dömurnar geta komist upp með alls kyns samsetningar og eiga meira til af alls konar flíkum sem falla mjög vel að skrifstofustörf- um, hvað þá ef bætt er við stökum jakka eða buxum frá okkur.“ Dömurnar vilja ljóst og sumarlegt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.