Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 36

Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 36
BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þjóðminjasafni Íslands voru á dög- unum færð til varðveislu tvö gömul olíumálverk á striga. Þetta eru port- rett af tveimur fyrirmennum af hinni þekktu Finsenætt. Er annað þeirra af ættföðurnum, Finni Jóns- syni Skálholtsbiskupi (1704-1789), en vafi leikur á því hver er á hinu. Hefur verið giskað á að það sé einnig af Finni og eins hefur verið nefnt að það geti verið af syni hans og arftaka á bisk- upsstól, Hannesi (1739-1796). Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og fyrrverandi forseti, sem rann- sakaði málverkin á sjöunda áratug síðustu aldar og ritaði um þau í Árbók Fornleifa- félagsins 1968 taldi „meira en vafa- samt“ að síðar nefnda verkið væri af Finni, en trúlega væri það af ein- hverjum í fjölskyldu hans. Hannes nefndi hann ekki í því sambandi enda eru engar heimildir fyrir því að gert hafi verið olíumálverk af hon- um. Málverkin eru í eigu Sjóðs Merete og Helge Finsen arkitekts, en þau eru bæði látin. Jon Finsen afhenti Þjóðminjasafninu verkin í samræmi við skilmála sjóðsins, þar sem segir að þau skuli ganga til safnsins að látnum síðasta karlkyns afkomanda Finsens. Biskupar létu mála sig Aðeins örfá málverk eru til af ís- lenskum mönnum frá fyrri öldum. Eru þau flest í Þjóðminjasafninu. Engar myndir eru til af nokkrum þekktustu mönnum Íslandssögu síð- ari alda, svo sem Skúla Magnússyni fógeta (d. 1794), skáldinu og nátt- úrufræðingnum Eggert Ólafssyni (d. 1768) eða Ólafi Stefánssyni stift- amtmanni (d. 1807), og voru þeir þó allir uppi á tíma þegar algengt var orðið að efnamenn og menn í háum embættum létu gera af sér myndir. Elsta málverk af nafngreindum Íslendingi er af Guðbrandi Þorláks- syni Hólabiskupi (d. 1627). Fleiri myndir hafa varðveist af biskupum á Hólum á 17. og 18. öld og telur Kristján Eldjárn í fyrrnefndri grein að það hafi verið föst regla að bisk- upar létu mála af sér myndir þegar þeir fóru til Kaupmannahafnar til vígslu. Voru myndir af Hólabisk- upum varðveittar í steinkirkjunni á staðnum sem var öruggur samastað- ur fyrir myndir og gripi. Samkvæmt skrám Þjóðminjasafnsins eru til myndir af 7 Hólabiskupum fyrri alda auk Guðbrands: Þorláki Skúlasyni (saumuð), Gísla Þorlákssyni (á minn- ingartöflum), Steini Jónssyni, Hall- dóri Brynjólfssyni, Gísla Magnús- syni, Árna Þórarinssyni og Sigurði Stefánssyni. Miklu færri myndir hafa varðveist af Skálholtsbiskup- um, þótt vel megi vera að þær hafi upphaflega ekki verið færri. Í því sambandi bendir Kristján á að heim- ildir séu fyrir því að fleiri biskupa- myndir hafi verið í Skálholtskirkju en varðveist hafa. Ekki virðist hafa verið venja að telja slíkar myndir fram þegar eignaskrár voru gerðar við biskupaskipti. „Grafskriftir, leg- steinar og myndir hefur fremur ver- ið talið einkaeign ættingja en eign kirkjunnar, þótt geymt væri í henni til minningar,“ skrifar Kristján. Heimildir eru því gloppóttar. Þrjár myndir af Finni Varðveist hafa með vissu þrjár gamlar myndir af Finni Jónssyni biskupi. Eru þær allar taldar af ein- um og sama uppruna. Kristján taldi líklegt að elst væri lítið olíumálverk sem Þjóðminjasafnið fékk árið 1928 frá Frederiksborgarsafni í Kaup- mannahöfn. Telur hann að það hafi verið málað árið 1754 þegar Finnur var fimmtugur og staddur í Höfn til að taka biskupsvígslu. Þetta ræður hann m.a. af því að í 4. bindi kirkju- sögu Finns, sem út kom 1778, er eir- stunga af biskupi greinilega gerð eftir málverkinu. Höfundur stung- unnar er Johan Meno Haas. Er líklegt að málverkið hafi verið varðveitt á Hólum, enda eru heim- ildir um slíkt verk þar frá árinu 1826. Síðar hefur málverkið komist í eigu niðja biskups sem margir voru búsettir í Danmörku. Einn þeirra, Jón Finsen, seldi það Frederiks- borgarsafni 1917 og þar fékk Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður það. Þriðja myndin af Finni Jons- syni er sú sem nú hefur verið færð Þjóðminjasafninu til varðveislu. Hún er sporöskjulaga. Nokkuð góðar heimildir eru um hana og hefur hún verið máluð árið 1802 eftir frum- myndinni og hugsanlega einnig með hliðsjón af eirstungunni að beiðni ættingja biskups. Málarinn er óþekktur eins og höfundur frum- myndarinnar. Þó hafa verið leidd að því rök að sá hafi verið listmálarinn Vigilius Erichsen (1722-1782). Þessi þriðja mynd er fyrst nefnd í vísitas- íugerð sumarið 1829 og þá komist svo að orði: „Skilderie biskups doct- or Finns á vaxdúk í gylltum oval- ramma, hangir fyrir framan kór- dyr.“ Myndin var í kirkjunni til 1867 þegar hún var afhent Hilmari Fin- sen stiftamtmanni, sonarsonarsyni biskups, Hann tók hana með sér þegar hann fluttist til Danmerkur og hafa afkomendur hans varðveitt hana alla tíð síðan. Hver er maðurinn? Þegar Kristján Eldjárn birti grein sína um málverkin 1968 taldi þáver- andi eigandi þeirra, Helge Finsen arkitekt í Danmörku, að ferkantaða olíumálverkið sem Þjóðminjasafnið fékk til varðveislu nú á dögunum um leið og það sporöskjulagaða, væri einnig af Finni Jónssyni. Ástæðan var sú að aftan á blindrammannvar límdur pappírsmiði og nafn Finns skrifað á hann. Þegar málverkið var afhent hingað kom í ljós að það var núna skráð sem mynd af Hannesi Finnssyni í skjölum Finsenættar- innar. Hvorugt er þó líklegt og hlýt- ur einhver misskilningur að búa baki. Kristján Eldjárn sagði í grein sinni að þessi mynd væri allt öðru vísi en þær myndir sem til væru af Finni biskupi. „Andlitið horfir reyndar líkt við, en er séð aðeins meira frá hlið. Maðurinn er sýndur með hárkollu og pípukraga, í hempu, og sést niður að mitti. Hægri höndin sést og heldur á stórri bók með lát- únsslegnum hornum og skrautverki á spjaldi, einhvers konar kransi. Myndin virðist sýna yngri mann en hinar myndirnar, fyllri nokkuð í and- liti, nefið bognara en á hinum mynd- unum, og yfirleitt er óhætt að segja að manni mundi ekki í fljótu bragði detta í hug, að hún væri af sama manni. Þó er svipurinn ekki óáþekk- ur, og hún gæti verið af sama manni,“ skrifar Kristján. Hann bæt- ir síðan við: „Örugglega mun hún vera frá 18. öld. Trúlegt virðist, að hún sé af einhverjum þeirra Finn- unga. En hverjum þá, ef hún er ekki af Finni biskupi? Þeirri spurningu verður að líkindum ekki svarað nema með tómum getgátum.“ Kristján var varkár og nefndi ekk- ert nafn. Pípukraginn bendir til þess að þarna sé kirkjunnar maður. Þrír af fjórum sonum Finns Jónssonar voru prestlærðir; auk Hannesar biskups voru það séra Halldór og séra Jón. Halldór var við nám í Kaupmannahöfn um tíma, var efna- maður og þótti „stundum nokkuð hé- gómlegur í tali og háttum“ að því er segir í Íslenskum æviskrám. Jón þótti samkvæmt sömu heimild „nokkuð gáfnatregur“ og var því ekki sendur utan til náms, en lærði í Skálholtsskóla og varð prestur. Ekki er kunnugt um neinar heimildir sem benda til þess að málverk hafi verið gerð af þeim, en það er ekki útilokað og bærust þá böndin frekar að séra Halldóri. Frekari rannsóknir mögulegar Um Hannes Finnsson er það skemmst að segja að engar heimildir eru fyrir því að gerð hafi verið mynd af honum í lifanda lífi. Eina myndin sem til er af honum er rauðkrítar- mynd gerð af séra Sæmundi Hólm árið 1798, tveimur árum eftir að hann lést. Ekkjan, Valgerður Jóns- dóttir, taldi að sú mynd væri ekkert lík honum. Þegar Kristján Eldjárn rannsak- aði málverkin fyrir um það bil hálfri öld skoðaði hann einkum íslensk skjöl. Ekki er hægt að útiloka að frekari skjalakönnun hér heima eða í Danmörku geti orðið til þess að leysa gátuna um hver maðurinn með bókina er. Samanburður við dönsk portrett frá lokum 18. aldar og byrj- un 19. aldar gæti líka hjálpað. Þá hefur tækni fleygt fram og ef til vill er hægt með rannsókn á málverkinu að leiða eitthvað í ljós um uppruna þess og höfund. Tíminn einn leiðir það í ljós. Einstök málverk frá Danmörku  Afkomendur Finns Jónssonar Skálholtsbiskups í Danmörku hafa fært Þjóðminjasafninu til varð- veislu tvö afar gömul olíumálverk  Öruggt þykir að annað þeirra sé af Finni en vafi leikur á hinu Biskupinn Finnur Jónsson var biskup í Skálholti á 18. öld. Myndin er gerð árið 1802 af óþekktum málara eftir frummynd sem gerð var 1754. Hver er maðurinn? Ekki er ljóst hver er á myndinni. Næsta öruggt er þó talið að þetta sé eitthvert fyrirmenni af hinni þekktu Finsenætt. Kristján Eldjárn 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Finsenar eða Finnungar eru eitt frægasta ættarveldi Íslandssög- unnar. Í bókinni Íslensku ættar- veldin (2012) er saga þeirra stutt- lega rakin. Þeir eru afkomendur Finns Jónssonar Skálholtsbiskups á 18. öld og konu hans Guðríðar Gísladóttur. Þau áttu sex börn, tvær dætur og fjóra syni, sem öll nutu mikillar velgengni. Önnur dóttirin. Margrét, varð bisk- upsfrú, hin, Ragnheiður, lög- mannsfrú. Einn sonanna, Stein- dór, varð sýslumaður, tveir, Halldór og Jón, prestar og sá fjórði, Hannes, varð biskup. Með hjónaböndum tengdust þau systkinin helstu valdamönnum og auðmönnum landsins. Tveir synir Hannesar biskups tóku upp ætt- arnafnið Finsen og hafa afkom- endur þeirra í Danmörku og á Ís- landi notað það. Þeir feðgar, Finnur og Hannes, voru lærðustu Íslendingar sinnar tíðar og liggja mikil og merk verk eftir þá báða. Hannesi stóðu opn- ar dyr til metorða við háskóla og hirðir víða í Evrópu, en hann sneri heim fyrir þrábeiðni föður síns. Fyrri kona hans, Þórunn, var dótt- ir æðsta embættismanns á Ís- landi, Ólafs Stefánssonar stift- amtmanns, ættföður Stephensen- ættar eða Stefánunga. Mikil og náin tengsl voru á milli þessara tveggja ættarvelda. Síðari kona Hannesar var Valgerður Jóns- dóttir og er mikill ættbogi frá þeim kominn í Danmörku. Finsenar gegndu um langt skeið valda- og virðingaremb- ættum hér á landi og í Danmörku. Þeir voru m.a. stiftamtmenn, landshöfðingjar, ráðherrar, sýslu- menn, dómarar og fógetar á 19. öld. Einn þeirra, Niels R. Finsen, sem varð stúdent frá Lærða skól- anum í Reykjavík, fékk árið 1904 nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Annar, Vilhjálmur Finsen, stofnaði Morgunblaðið 1914 og var ritstjóri blaðsins til 1921. Virðuleg ætt og valdamikil á 18. og 19. öld ÆTTARVELDI FINSENA Á ÍSLANDI OG Í DANMÖRKU Skálholt Þar voru Finnur Jónsson og Hannes sonur hans biskupar á 18. öld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.